Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 13.JÚNÍ2003 FRÉTTIR 9
Um 13% aukning í bílasölu
Fyrstu viku júnímánaðar seldust 420 bílar hérlend-
is og virðist ekkert lát vera á aukningu í bílasölu
hérlendis.
Frá áramótum til ö.júní sl.seldust 4.252 bílar,en á
sama tíma í fyrra seldust 3.768 bílar, Aukningin er
því 13% milli ára.
Eins og oft áður eru Toyota-bílar langsamlega
söluhæstir,en á þessu ári hafa selst 1.244Toyota-
bílar. Síðan kemurVolkswagen með 399 bíla,
Hyundai með 285 bíla, Nissan með 261 bíl og
Subaru með 225 bíla.
Ferð fyrir 7 á landsleik gegn Þjóðverjum
(tilefni landsleikja (slands og
Þýskalands, sem fram fara í
haust, hafa Hekla, lcelandair og
KS( hafið samstarf um„Touran
landsleikinn". Þessi skemmti-
legi leikur fer fram í tengslum
við kynningu Heklu hf.á
Volkswagen Touran, nýjum 7
manna bíl frá Volkswagen. Með
reynsluakstri á Volkswagen
Touran gefst þátttakendum
kostur á að setja nafn sitt í pott
sem dregið verður úr 6. sept-
ember á heimaleik Islands og
Þýskalands á Laugardalsvellin-
um. Þar sem Touran er sjö
manna bíll hlýtur vinningshaf-
inn ferð fyrir sjö manns til
Þýskalands á lokaleik íslands í
undankeppni EM, miða á leik-
inn og gistingu fyrir hópinn.
Leikurinn fer fram 11. október í
Hamborg.
Auk þessa hefur nú verið gefið
út glæsilegt plakat með mynd
af landsliðsmönnum Islands og
hinum nýja Volkswagen Tour-
an og geta allir sem koma í
heimsókn til Heklu eða í næsta
söluumboð Heklu fengið
plakatið.
RISAGJALDÞROT: Ekkert fékkst upp í
forgangskröfur og almennar kröfur í
hundraða milljóna króna gjaldþroti
Thermo Plus í Reykjanesbæ.
Hundruð milljóna
glötuðust
Skiptum er nú lokið í þrotabúi
Thermo Plus Europe á íslandi sem
starfrækt var í Reykjanesbæ. Fyrir-
tækið var tekið til gjaldþrotaskipta í
Héraðsdómi Reykjaness 11. apríl
2001. Þar var Stefán Bj. Gunnlaugs-
son hdl. skipaður sldptastjóri og
hefur hann nú skilað af sér. Sam-
kvæmt úthlutunargerð úr þrotabú-
inu greiddust 2.842.771 króna upp í
skuldir, en lýstar veðkröfúr voru alls
að fjárhæð 18.998.623 krónur. Ekk-
ert greiddist upp í forgangskröfur og
almennar kröfúr sem voru samtals
upp á 244.195.119 krónur. Ekkert
fékkst heldur upp í vexti og annan
kostnað.
Fjöldi einstaklinga tapaði milljón-
um króna eftir að hafa keypt hluta-
bréf í fyrirtækinu á uppsprengdu
markaðsverði. Upplýst hefur verið
um mjög vafasama viðskiptahætti,
m.a. stjómarformanns sem var
einnig háttsettur innan Hvíta-
sunnukirkjunnar. Er tap hluthafa í
heild talið nema hundmðum millj-
óna króna og urðu sumir þeirra per-
sónuiega gjaldþrota í kjölfarið.
Stjómendum, undir forystu írans
Tom Roseingrave, tókst að skapa
miklar væntingar og gerðar vom
glæsilegar áætlanir um heimsyflrráð
í kælitækjaframleiðslu. Fékk hann til
liðs við sig virt fyrirtæki og stofnanir
hér á landi. Hann náði einnig yfir-
ráðum yfir Thermo Plus í Kanada
sem líka varð gjaldþrota.
Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hlut-
hafa og fýrmm stjómenda um rann-
sóknir á meintum fjársvikum og
óeðlilegri fjármálaumsýslu hafa
engar fregnir borist af rannsókn ís-
lenskra yfirvalda á málinu - né af
rannsókn vegna meints þjófnaðar af
lager dótturfélagsins í Englandi upp
á 70 milljónir króna og á öllum
tölvubúnaði Thermo Plus England.
hkr@dv.is
Beðið eftir kærunni
„Við höfum ekkert heyrt meira
frá lögreglu eða öðmm um fram-
hald þessa máls og emm því í hálf-
gerðri biðstöðu. Það þýðir lítið
annað en að halda ró sinni og taka
svo því sem að höndum ber,“ segir
Guðjón Reynisson, framkvæmda-
stjóri 10-11, um eftirmál þess þegar
verslunum var lokað á hvítasunnu-
dag.
Guðjón segir að nú sé dottið á
dúnalogn eftir moldviðri síðustu
daga. „Þetta hefur greinilega hrist
upp í fólki og það var gaman að
fylgjast með því hvernig þjóðin tók
sig til og ræddi þessi frídagamál í
nokkra daga. Ég held að flestir séu á
þeirri skoðun að nauðsynlegt sé að
endurskoða löggjöfina til að jafna
samkeppnisstöðu fyrirtækja."
Fólk hefur mikið spjallað um
þessi mál við starfsfólk. „Flestir
hafa lýst yfir stuðningi við okkar
málstað, sem okkur finnst að sjálf-
sögðu mjög ánægjulegt," segir
Guðjón. kja@dv.is
340 gr TEN-CATE
BÓMULLARDÚKUR
TVOFOLD EINANGRUN
GEYMSLUHÓLF
UNDIR RÚMI
1 3" DEKK OG
UPPHÆKKAÐUR
740 Kg FLEXITOR
EINFALDUR OG LÉTTUR
Verið velkomin I 90 ára afmæli Seglagerðarinnar sem við höldum
hátiðlegt þessa helgi.
Af því tilefni bjóðum við tjaldvagninn Ægi á einstöku tilboðsverði. Ægir
er einstaklega léttur og þægilegur í meðförum. Það er mjög fljótlegt að
tjalda honum, auðvelt að ferðast með hann og svo er hann líka svo
rúmgóður. í Ægi er þægileg 4-6 manna svefnaðstaða.
\&v>ag n9/
SEGLAGERÐIN ÆGIR
EYJARSLÓÐ 7 101 REYKIAVÍK SÍMI 511 2203
seglagerdin@seglagerdin.is www.seglagerdin.is
tómstundir og afþreying
550 5000