Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Page 11
FÖSTUDAGUR 13.JÚNÍ2003 FRÉTTIR 7 7 Aðferðin við fjárdráttinn í upphafi var ljóst að um stórfellt I auðgunarbrot var að ræða og beindist rannsóknin íyrst og fremst að árunum 1999 og 2000 og að hin- um kerfisbundnu rangfærslum í tölvukerfi fyrirtækisins. Við nánari rannsókn málsins kom í ljós að málið náði einnig til áranna 2001-2003 og að fyrrum aðalgjald- keri beitti jafnframt öðrum aðferð- um. Hann naut trausts yfirmanna og samstarfsmanna og bjó yfir mik- illi þekkingu á bókhalds- og eftir- | litskerfi Símans. Hann nýtti sér traust samstarfsmanna sinna svo og þessa þekkingu til afbrotsins til að hylja slóð sína. Stærstum hluta Brotið nemur nú 250 milljónum króna. Um 130 milljónir runnu til fyrirtækisins Alvöru lífsins ehf. en 120 millj- ónir falla undir annan fjárdrátt gjaldkerans. fjárins náði hann með því að breyta textaskrám með upplýsingum um reikninga sem hann átti að greiða og millifærslum sem hann átti að framkvæma. Allt virtist rétt og eðli- lega skráð í sjálfu bókhaldskerfinu en upplýsingum var breytt eftir að þær voru komnar út úr bókhalds- kerfinu á leið til banka. Starfsfólk Símans hefur unnið náið með lögreglu við rannsókn málsins og nú er ljóst að brot gjald- kerans voru einnig framin með öðr- um aðferðum, þ.e. misferli við út- gáfu tékka, óheimilum millifærsl- um í bankalínu auk stuldar á reiðu- fé. Til að fela slóð sína notaði hann biðreikninga félagsins með ólög- mætum hætti, tvígreiddi reikninga og nýtti sér ofgreidda reikninga auk ólögmætra gjaldfærslna á gengis- mun og vaxtagjöldum fyrirtækisins. Aðferðir hans voru því margslungn- ar og um margt óhefðbundnar, ásetningur mikill én á sama tíma naut hann trúnaðar. Umfang auðgunarbrotsins Rannsókn er ekki lokið en hefur leitt í ljós auðgunarbrot sem nemur 250 milljónum króna. Taiið er að Dæmi um aðferð við fjárdráttinn Samkvæmt bókhaldi átti að greiða fyrirtæki A reikning en skránni var breytt þannig að upphæðin rann inn á reikning í eigu B. Svarskrá frá bankanum var síðan breytt að nýju áður en hún var lesin inn í bókhalds- kerfið í þá vem að reikningur A hefði verið greiddur. Þannig gat Sveinbjörn velt upphæðinni á undan sér án þess að nokkuð vantaði f bókhaldið. Viðskiptin við Skjáeinn 1. í ágúst til október 1999 lagði Sveinbjörn inn á reikn- ing íslenska sjónvarpsfélags- ins tæpar 25 milljónir króna í þremur greiðslum. I lok árs- ins var sú fjárhæð endur- greidd. 2. Árið 2000 keypti Svein- bjöm víxil af Burnham Intemationai að fjárhæð 42 milljónir sem hann hafði ekki heimild til. Sá víxill var greiddur af íslenska sjón- varpsfélaginu á gjalddaga í nóvember sama ár. 3. Árið 2001 var gerð upp skuld við íslenska sjónvarps- félagið að upphæð 18,6 millj- ónir þar sem greiddar vom 6,6 milljónir og 12 milljónir vom settar á skuldabréf. Greiðsla af því hefur farið fram á vöxtum og afborgun- um og lýkur því skuldabréfi á næsta ári. Ráðning Sveinbjörns - leitað var til ráðningarstofu sem mælti með honum til starfsins - hóf störf hjá Landssíman- um 1. október 1998 - útskrifaðist úr Wet Mesa High, Albaquerque, New Mexico í Bandaríkjunum 1985 - stundaði rekstrarhagfræði við University of New Mexico 1987-1989 - fór í Tækniskóla fslands 1991 og lauk þar námi sem iðnrekstrarfræðingur af framleiðslusviði - sótti námskeið í markaðs- fræðum hjá Endurmenntun- arstofnun HÍ - verkstjóm í byggingariðn- aði, rak eigið fyrirtæki og gerði markaðskannanir - sölustjóri hjá Kexverksmiðj- unni og fjármálastjóri hjá Fínum miðli. Hert eftirlit hjá Landssímanum - skýrari aðgreining starfa og verkefna - tryggt að þeir sem sjái um varðveislu fjármuna hafí ekki aðgang að bókun á gjalda-og tekjulykla - vinnuaðferðir við allar af- stemmingar hertar - reglur um meðferð ávísana hertar - almennar innágreiðslur til lánardrottna stöðvaðar. búið sé að upplýsa brotið að mestu en ekki er loku fyrir það skotið að upphæðin eigi eftir að hækka. Um 130 milljónir mnnu til fyrirtækisins Alvöm lífsins ehf. en 120 milljónir falla undir annan fjárdrátt gjaldker- ans. Svo virðist sem hann hafi dreift fjármagninu, sem hann tók ófrjálsri hendi, samkvæmt eigin geðþótta og mun sá þáttur koma í ljós þegar lög- reglurannsókn lýkur. Síminn hefur lagt áherslu á að rekja allar greiðsl- ur frá aðalgjaldkeranum og munu endurkröfur verða gerðar sam- kvæmt lögum. Innra og ytra eftirlit Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sagði ljóst að málið væri álitshnekkir fyrir Símann og hefði reynt mikið á starfsmennina. Að- ferðir gjaldkerans voru um margt óhefðbundnar og slungnar og fóm Aðferðir hans voru því margslungnar og um margt óhefðbundnar, ásetningur mikill en á sama tíma naut hann trúnaðar. fram hjá hefðbundnu innanhúss- eftirlitskerfi Símans og Ríkisendur- skoðunar. Ljóst er að ytri og innri eftirlitskerfi virkuðu ekki eins og til var ædast en að hans sögn verður áfram unnið við að bæta það og alla innri ferla, bæði innanhúss og með utanaðkomandi sérfræðingum. Lánveitingar Símans Að sögn Brynjólfs stundar Síminn ekki almenna lánastarfsemi. Hins vegar lánar Síminn dóttur- og hlut- deildarfyrirtækjum sínum, sam- kvæmt samþykki stjórnar, og skuld- breytir ef viðskiptavinir lenda í van- skilum. Alvara lífsins ehf. er hins vegar ekki dóttur- eða hlutdeildar- fyrirtæki Símans. Síminn ávaxtar lausafé sitt til skamms tíma, t.d. með því að kaupa víxla og önnur verðbréf og sagði Brynjólfur að þessi viðskipti hefðu í öllum tilvik- um farið í gegnum löggild verð- bréfafyrirtæki og banka. -ekA ■■■■■■■■■■■■■líHB^^H Hvers konar reykingamaður ertu? í dag ætlum viö aö kíkja á reykingapróf, sem getur leiöbeint þeim, sem vilja nota nikótínlyf til að hjálpa sér til að hætta aö reykja. Prófið verður aldrei tæmandi, en gefur þó gott yfirlit yfir reykingar þínar og hvaða reikingalyf þú ættir að nota. Ef þú ert í vafa um eitthvað getur þú fengið góð ráð í næsta apóteki, eða sent inn fyrirspurn til mín á heimasíðu dv. Guðbjörg Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur. Hve margar sígarettur reykirðu á dag? □ færri en 10 = 0 stig □ 10 - 20 = 1 stig □ 21 - 30 = 2 stig □ fleiri en 30 = 3 stig Hvenær reykirðu mest? □ Síðla dags / Alveg sama = 0 stig □ Snemma dags = 1 stig Reykirðu ofan í þig? □ Aldrei = 0 stig □ Öðru hvoru = 1 stig □ Alltaf = 2 stig Hvenær færðu þér fyrstu sígarettuna eftir að þú vaknar? □ Eftir 1 klst. = 0 stig □ Eftir 30 - 60 mín. = 1 stig □ Eftir 5 - 30 mín. = 2 stig □ Eftir 0 - 5 mín. = 3 stig Er verst að sleppa morgunsígarettunni? □ Nei = 0 stig □ Já = 1 stig Áttu erfitt með að virða reykingabann? □ Nei = 0 stig □ Já = 1 stig Reykiröu þegar þú ert veik(ur)? □ Nei = 0 stig □ Já = 1 stig Samtals: Svör 0-3 stig - Reykir með öðrum: Þú ert ekki endilega háð(ur) nikótíni. Þú getur notað 2 mg nikótíntyggigúmmi eða 1 mg munnsogstöflu eftir þörfum. 4-7 stig - Reykir af vana: Þótt reykingar þínar séu aðallega slæmur ávani, áttu erfitt með að vera án nikótíns. Nikótínplástur, -tyggigúmmi eða - munnsogstafla auðveldar þér að hætta. 8-12 stig - Stórreykingamaður: Þú ert mjög háð(ur) nikótíni og hefur mikið gagn að nikótínplástri, tyggigúmmi eða munnsogstöflu. Byrjaðu t.d. með sterkasta nikótín- plásturinn, 21 mg. Ef þú vilt heldur nikótíntyggigúmmí skaltu byrja með 4 mg og ef þú kýst munnsogstöflur, skaltu byrja með 2 mg. Þegar þörfin er mest getur þú notað 2 mg tyggigúmmí eða 1 mg munnsogstöflursamhliða plástrinum. Þú nálgast eldri pistla á www.dv.is Upplýsingar um Nicotinell nikótinlyf finnurðu á www.dv.is Nicotinell Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notað sem hjálparefni til að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar þegar tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn, en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráðlaat að nota lyfið lengur en 1 ár. Nikótín getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleði, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf nema í samráði við lækni. Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.