Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Page 12
12 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 13.JÚNÍ2003
Útlönd
Heimurinn í hnotskurn
Umsjón:Guðlaugur Bergmundsson og Kristinn Jón Arnarson
Netfang: gube@dv.is / kja@dv.is
Sími: 550 5829
Gregory Peck látinn
HOLLYWOOD: Bandaríski kvik-
myndaleikarinn Gregory Peck
lést á heimili sínu í gærmorg-
un, 87 ára að aldri.
Peck var í hópi virtustu og
mestu leikaranna á gullöld
Hollywood og lék í miklum
fjöida mynda, þar á meðal To
Kill a Mockingbird.
Aðeins fáeinum dögum fyrir
andlát Pecks úrskurðaði
Bandaríska kvikmyndastofn-
unin að hugsjónamaðurinn og
lögmaðurinn sem hann lék í
To Kill a Mockingbird væri
mesta kvikmyndahetja allra
tíma. Fyrir túlkun sína á lög-
manninum fékk Peck ósk-
arsverðlaunin 1963.
Frönsk eiginkona Pecks til 48
ára var við hlið hans þegar
hanngafuppöndina.
Gregory Peck byrjaði að leika i
kvikmyndum á fimmta áratug
síðustu aldar og afar sjaldan
lék hann annað en góða gæj-
ann.Siðferðisþrek og einlægni
urðu fljótlega aðalsmerki
hans, bæði uppi á hvíta tjald-
inu og í einkalífinu.
Hinn hávaxni Peck fæddist í
Kaliforníu og íhugaði um tíma
að læra til prests.
r-
\ lá i
jpi1*'
Boðar stríð
gegn Hamas
ísraelsk stjórnvöld boðuðu í
morgun að þau myndu heyja
stríð við palestínsku harð-
línusamtökin Hamas þar til
yfir lyki. Á sama tíma birtist
skoðanakönnun sem leiðir í
Ijós að drjúgur meirihluti
ísraelskra borgara er andvíg-
ur auknum árásum á leiðtoga
Hamas.
Vegvísirinn svokallaði að friði
fyrir botni Miðjarðarhafs, sem Ge-
orge W. Bush Bandaríkjaforseti
þrýstir mjög á að verði hrint í fram-
„Konur ykkar og börn
og eiginmenn eru nú
skotmörk. Við verðum
að bregðast við/'sagði
Mahmoud al-Zahar,
háttsettur foringi innan
Hamas.
kvæmd, er í algjöru uppnámi eftir
að 38 manns liggja í valnum í kjöl-
far átaka ísraelska hersins og
Palestínumanna undanfarna tvo
daga. Bush hefur því ákveðið að
senda gamalreyndan stjórnarer-
indreka, John Wolf, til fsraels um
helgina til að reyna að stemma
stigu við blóðbaðinu.
Harma dauða barnsins
ísraelar héldu uppi þrýstingi sín-
um á Hamas í gær með flugskeyta-
árásum úr þyrlum á Gaza. Sjö
manns féllu í þeim árásum, þar á
meðal háttsettur leiðtogi Hamas,
eiginkona hans og eins árs gömul
dóttir.
Að verkinu loknu sendi herinn
frá sér yfírlýsingu þar sem dauði
annarra úr fjölskyldu leiðtogans var
harmaður. Hamas-Iiðar hétu að ná
fram hefndum á ísraelum.
„Konur ykkar og börn og eigin-
menn eru nú skotmörk. Við verð-
um að bregðast við," sagði Ma-
hmoud al-Zahar, háttsettur foringi
innan Hamas.
Nærri Vesturbakkaborginni Jen-
in skutu pafestínskir vfgamenn
ísraelskan mann sem var að kaupa
viðarkol í palestínsku þorpi. Þá
skutu ísraelskir hermenn tvo
palestínska harðlínumenn.
Á þriðja tug manna féll í sjálfs-
morðsárás á strætisvagn í Jerúsal-
em og f hefndarárásum ísraelskra
herþyrlna á Gaza á eftir. Daginn áð-
ur höfðu Israelar reynt að ráða
Hamas-leiðtogann Abdel-Aziz al-
Rantissi af dögum á Gaza.
Skoðanakönnun sem ísraelska
dagblaðið Yedioth Ahronoth birtir í
morgun sýnir að 67 prósent ísra-
elsku þjóðarinnar vilja að bundinn
verði endi, að minnsta kosti tíma-
Bandarísk stjórnvöld
kenna Hamas um vax-
andi átök Paiestínu-
manna og ísraela. Ari
Fleischer, talsmaður
Hvíta hússins, sagði að
áframhaldandi ofbeldis-
verk væru ekki ísraelum
að kenna, né heldur
palestínsku heimastjórn-
inni, heldur Hamas.
bundinn, á það sem kallað var í
könnunni „aftökustefna", það er að
taka leiðtoga palestínskra harð-
línuhópa af lífi án dóms og laga.
Meirihluti ísraelsku þjóðarinnar
vill að Mahmoud Abbas, forsætis-
ráðherra Palestínumanna, fái tæki-
færi til að styrkja stöðu sína meðal
landsmanna sinna.
Bandarísk stjórnvöld kenna
Hamas um vaxandi átök Palestínu-
manna og ísraela. Ari Fleischer,
talsmaður Hvíta hússins, sagði að
áframhaldandi ofbeldisverk væru
ekki ísraelum að kenna, né heldur
palestínsku heimastjórninni, held-
ur Hamas. Hann lýsti samtökunum
sem hryðjuverkasveit sem væri
staðráðin í að gera friðarumleitan-
irnar að engu.
„Málið snýst um Hamas. Hryðju-
verkamennirnir eru Hamas-liðarn-
ir,“ sagði Fleischer.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandarfkjanna, hefur talað við
fjölda leiðtoga í þessum heims-
hluta og hvatt þá til að koma í veg
fyrir að fjármagn berist til Hamas.
Vegvísirinn að friði kveður á um
að deilendur slíðri sverðin og að
palestínskt ríki verði stofnað 2005.
FORSETINN FELLUR: Bush Bandaríkjaforseti prófaði Segway-hlaupahjól á heimili
föður síns (gær en tókst ekki betur til en svo að hann datt af graejunni. Nú velta
menn því hins vegar fyrir sér hvort hafi runnið á rassinn, Hvíta húsið eða CIA, þegar
Bush vitnaði (fölsuð gögn um úraníumkaup Iraka (stefnuræðu sinni í janúar. Ljóst er
að fjöldi starfsmanna CIA vissi að þau væru fölsuð en vissu starfsmenn forseta það?
Fölsuð gögn um úraníum-
kaup íraka valda deilum
Bandaríska leyniþjónustan og Hvíta húsið benda hvort á annað
Bandaríska leyniþjónustan
CIA neitar ásökunum um að
notkun bandarískra stjórn-
valda á fölsuðum upplýsing-
um í aðdraganda Írakstríðs-
ins sé stofnuninni að kenna.
Talsmaður CLA segir að ef farið er
vandlega yflr skjöl, sem stofnunin
héfur afhent nefndum sem rann-
saka aðdraganda stríðsins, komi í
ljós að CLA hafi „ekki haldið upplýs-
ingum frá réttum aðilum."
Eins og fram kom í DV í gær hef-
ur CLA verið ásökuð um að hafa
ekki sagt Bandaríkjastjórn frá því
að gögn sem bentu til þess að írak
hefði reynt að kaupa úraníum frá
Afríkuríkinu Níger væru nær örugg-
lega fölsuð. Stjómin nýtti síðar
gögnin sem eina af ástæðunum fyr-
ir því að ráðist var inn í frak. Meðal
annars minntist Bush forseti á þau
í stefnuræðu sinni 28. janúar síð-
asdiðinn - löngu eftir að CLA hafði
vitneskju um að þau væm fölsuð.
Fleischer og Rice ósammála
Samstarfsmenn Bush forseta töl-
uðu ekki einum rómi þegar þeir
vom spurðir út í þetta mál. Ari
Fleischer, talsmaður Hvíta hússins,
sagði að starfsmenn CLA neituðu
þessum ásökunum þar sem upp-
lýsingunum hefði verið komið á
framfæri.
Condoleezza Rice, þjóðarörygg-
isráðgjafi Bandaríkjanna, sagði
hins vegar að starfsmenn Hvíta
hússins hefðu haldið að upplýsing-
arnar væm sannar þegar Bush
nefrídi þær í stefnuræðu sinni.
„Einhver gæti hafa vitað“ að gögnin
væm fölsuð en Bush sagði þó ein-
ungis í stefrmræðu sinni „það sem
fulltrúar leyniþjónustunnar sögðu
að mætti segja,“ að sögn Rice.
Bretar opinberuðu gögnin
Gögnin um meint úraníumkaup
Iraka urðu fyrst opinber í september
2002 þegar minnst var á þau í
skýrslu Tonys Blairs um frak.
Bandaríkjastjóm var þá fljót að
grípa fullyrðingar um þessi mál á
lofti þó að starfsmenn leyniþjónust-
unnar hefðu þegar verið búnir að
rannsaka málið og komast að þeirri
niðurstöðu að gögnin væm fölsuð.
Reuters-fréttastofan hefur það
eftir einum sérfræðingi Bandaríkja-
stjórnar um kjarnorkuvopn að hon-
um hafí verið sagt í september að
nota ekki gögnin um úraníumversl-
un fraka og Níger í bandarískri
skýrslu um kjarnavopn íraka.