Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 13.JÚNÍ2003 FRÉTTIR 13
1--------------------------
Hillary vorkennir Monicu
CLINTON: Hillary Clinton,fyrrum for-
setafrú Bandaríkjanna, segist vor-
kenna Monicu Lewinsky og öllum
sem hlut áttu að máli þegar framhjá-
hald Bills Clintons og Lewinsky varð
opinbert. Þetta kemur fram í viðtali
sem sent verður út á hinni bresku
ITN-sjónvarpsstöð í kvöld.
Jafnframt segir hún í viðtalinu að
fórnarlömb þessa hneykslismáls hafi
verið mjög mörg. Ástæðan fyrir því
sé að mestu leyti sú að pólitískir
andstæðingar Bills Clintons hafi
reynt að nýta sér hneykslið til hins
ítrasta. „Þeir voru tilbúnir að eyði-
leggja hvern sem er til að binda
enda á forsetatíð manns míns og
létu ekkert stöðva sig. Þetta fólk var
meira að segja tilbúið til að grafa
undan stjórnarskránni til að koma
honum úr embætti," segir Hillary
Clinton í viðtalinu.
MEÐ BLÓÐIDRIFNA SKYRTU: Reiður palestínskur unglingur heldur hátt á loft blóði
drifinni skyrtu þar sem hann stendur ofan á bíl sem eyðilagðist í flugskeytaárás ísra-
elska hersins á Gaza i gær. Háttsettur leiðtogi Harðlínusamtakanna Hamas lét lífið í
árásinni, svo og eiginkona hans og barnung dóttir. Fjórir vegfarendur til viðbótar
létu lifið í árásinni. ísraelski herinn harmaði dauða mæðgnanna og Hamas-liðar hétu
þvi að koma fram hefndum fyrir fallinn leiðtoga sinn. Undanfarna tvo sólarhringa
hafa hátt í fjörutíu menn fallið í átökum Palestínumanna og [sraela, átökum sem
bandarísk stjórnvöld kenna Hamas um.
Serbneska lögreglan réðst til atlögu:
Stríðsglæpa-
maður gómaður
Sérsveitir serbnesku iög-
reglunnar gerðu áhlaup á
íbúð í Belgrad í morgun og
handtóku mann sem var
ofarlega á lista yfir eftir-
lýsta stríðsglæpamenn. Til
harðra átaka kom við þjóð-
ernisöfgamenn sem höfðu
safnast saman á götunni
fyrir neðan.
Háttsettur heimildarmaður í
serbneska innanríkisráðuneyt-
inu staðfesti í morgun við frétta-
mann Reuters að búið væri að
færa Veselin Sljivancanin, fyrr-
um ofursta í júgóslavneska
hernum, ívarðhald. Beiðni hafði
komið þar um frá Bandaríkja-
mönnum svo hægt væri að
ganga frá frekari efnahagsaðstoð
við Serbíu.
Sljivancanin hafði verið á
flótta undan réttvísinni frá því
Slobodan Milosevic var steypt af
stóli forseta Júgóslavíu í októ-
bermánuði árið 2000.
Lögreglan hafði setið um
íbúðina í tíu klukkustundir áður
en hún lét til skarar skríða. Svo
virðist sem ofúrstinn fyrrverandi
hafi komið þangað til að halda
upp á fimmtugsafmælið sitt.
Stríðsglæpadómstóll Samein-
uðu þjóðanna ákærði Slji-
vancanin árið 1995 fyrir aðild að
fjöldamorðum á tvö hundruð
Króötum og öðrum júgóslav-
neskum borgurum sem ekki
voru Serbar eftir að júgóslav-
neski herinn lagði undir sig
borgina Vukovar 1991.
Sljivancanin hafði hótað að
sprengja sig í tætlur.
A/lir íþráttax/iðburáir í beinni á risaskjám. Puui. Eóáur matseáill.
Tökum aá akkur bápa, starfsmannafélög. Stórt ag gatt dansgólf.
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um breytingar á deiliskipulagi
og á aðalskipulagi í Reykjavík
• í samræmi við 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari
breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að breytingum á deiliskipulags-
áætlunum og aðalskipulagi í Reykjavík:
Reykjanesbraut/Stekkjarbakki, Smiðjuvegur, mislæg göngutenging
(göngubrú).
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Reykjanesbrautar við Mjódd og Aðalskipulagi
Reykjavíkur 2001 -2024.
Tillögurnar gera ráð fyrir að í stað þess að göngutenging liggi um gatnamótin verði byggð
aðskilin göngubrú yfir Reykjanesbraut, norðan fyrirhugaðra gatnamóta. Breytingin er gerð
þar sem hæðarlega tengingarinnar verður betri auk þess sem umferð óvarinna vegfarenda
er aðskilin frá bílaumferð.
Nánar um tillögurnar vísast til kynningargagna.
Nauthólsvík, breyting á deiliskipulagi.
Tillaga lýtur að breytingum á deiliskipulagi Nauthólsvíkur.
Tillagan gerir m.a., ráð fyrir að afmörkuð verði lóð og byggingarreitur fyrir veitingahús þar
sem núverandi veitingahús stendur (Nauthóll). Við það verður hluti af bílastæðum, sem
áður voru almenn stæði, hluti af lóð veitingahússins. Þá gerir tillagan ráð fyrir að
byggingarreitur fyrir biðskýli verði minnkaður, almenn bílastæði, næst baðhúsi, breytist í
stæði fyrir fatlaða og 40 hjólastæði, lóð fyrir bátanaust er skilgreind og skilmálum breytt.
Einnig gerir tillagan ráð fyrir að stígar, lagnir og sjóvarnargarður séu færðir inn á skipulagið
í samræmi við framkvæmdir auk þess sem byggingarreitur á svæði D, sem áður var fyrir
veitingahús, falli niður og breytist á ný í svæði fyrir leikvöll.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Skildinganes, endurskoðað deiliskipulag.
Tillaga lýtur að endurskoðun á deiliskipulagi Skildinganess sem afmarkast af Einarsnesi,
Skildinganesi, Skeljanesi og útivistarsvæði með strandlengju.
Um er að ræða tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir svæðið sem byggir á eldra
skipulagi og þeim húsum og byggðamynstri á svæðinu. Tillagan gerir þó ráð fyrir nokkrum
breytingum m.a. á skilmálum svæðisins, m.t.t. fenginnar reynslu, en markmið hennar er að
gera þá skilmála skýrari. Þá gerir tillagan jafnframt ráð fyrir breytingum á byggingarreitum
og skilmálum nokkurra óbyggðra lóða m.t.t. óska, ábendinga og athugasemda þar um.
Tillagan gerir ráð fyrir að lokun á milli Skildingatanga og Skeljatanga haldist auk þess sem
unnið hefur verið með gönguleiðir á svæðinu svo eitthvað sé nefnt.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, breyting á skilgeiningum mið-
svæða M5, M6, M8 og skilgreiningu athafnasvæða.
Tillagan lýtur að breytingum á skilgreiningum á miðsvæðum M5, M6, M8 og skilgreiningu
athafnasvæða, varðandi heimildirtil reksturs matvöruverslana á þessum svæðum. Þá gerir
tillagan ráð fyrir leiðréttingu á orðalagi varðandi miðsvæði M8.
Varðandi miðsvæði M6 gerir tillagan ráð fyrir að sérstaklega verði kveðið á um bann við
rekstri matvöruverslana á M6 svæðinu norðvestan Grafarholts, milli Vesturlandsvegar og
Grafarholts. Varðandi miðsvæði M5 gerir tillagan ráð fyrir að óheimilt verði að reka
matvöruverslanir á þeim svæðum nema það sé sérstaklega leyft í deiliskipulagi. Til að taka
af allan vafa um rekstur matvöruverslana á athafnasvæðum, s.s. á athafnasvæðunum í
Hálsahverfi, Hádegismóum, Smálöndum og á Gylfaflöt, gerirtillagan ráð fyrir að tekið verði
fram í skilgreiningu um athafnasvæði að óheimilt sé að veita leyfi til rekstar nýrra
matvöruverslana á þeim. Þá gerir tillagan ráð fyrir að leiðrétt verði villa í skilgreiningu
miðsvæðisins M8.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1.
hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.15, frá 13. júní 2003 - til 25. júlí 2003. Einnig má sjá tillögur
á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til
að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til
skipulagsfulltrúa eigi síðar en 25. júlí 2003.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 13. júní 2003.
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
.
. ............................................................ ...........