Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Qupperneq 18
78 SKOÐUN FÖSTUDAGUR 13.JÚNÍ2003 Skoðun j Innsendar greinar ■ Lesendabréf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í síma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangið:gra@dv.is eða sent bréf tihLesendasíða DV, Skaftahlíð 24,105 Reykjavik. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sértil birtingar. Sparisjóður í hættu? Þjóðargóðæri GuOný Þorsteinsdóttir skrifar: Þjóð okkar hlýtur að hafa það gott ef hún finnur ekki annað ágreiningsefni en það hvort hægt er að kaupa mjólk og annað lauslegt matarkyns í 10-11 verslunum á hvíta- sunnudag, en gat þó keypt allt þetta á bensínstöðvum borgar- innar.Já,auðvitað höfum við það gott - algjört þjóðargóð- æri - en gerum flest að ágrein- ingsefni. Kirkjan segist stikkfrí í hvíldardagsreglum. Það eru hins vegar forsvarsmenn stétt- arfélaganna sem setja reglurn- ar og lögin ásamt alþingis- mönnum. Þeir setja tilhæfu- lausar reglur og hrópa„Vinnu- verndarsjónarmiðl". Hvílík fjar- stæða, hvílík heimska - í full- komnu þjóðargóðæri. Helgi Helgason skrifar: (fréttum Sjónvarpsins af óförum Sparisjóðs Siglufjarðar, elsta sparisjóðs landsins,kemurfram að þar hafi forráðamenn ekki alltaf sést fyrir í meðferð fjár- munanna. Kannski einstök heppni að ekki skuli vera búið að loka þessari öldnu fjármálastofn- un? Þarna hafa þó farið fyrir menn sem hafa átt sameigin- legra hagsmuna að gæta fyrir sitt sveitarfélag, og jafnvel með tengslum út fyrir það. Alþingis- menn hafa t.d.ekki alltaf séstfyr- ir vegna tilhliðrana fyrir„trausta" viðskiptavini. Afskriftartölur upp á hundruð milljóna króna tala svo sínu máli. Rekstur þessa elsta sparisjóðs landsins er vonandi ekki í hættu þótt frétt Sjónvarps- ins gefi tilefni til efasemda. Óeðlileg afstaða til Asíufólks Kristmann Þór Einarsson skrifar: í DV birtist í þessum dálki sl. þriðjudag pistili frá Kristni Sigurðssyni undir fyrirsögn- inni„Óeðlileg afstaða til Asíu- fólks". Mér finnst ástæða til að svara þessum pistli, ekki síst þar sem ég tel mér málið skylt og mjög ómaklega er vegið að þeim hópi innflytj- enda sem hefur staðið sig vel í sambúðinni við okkur hér á landi, og margir hverjir gerst íslenskir ríkisborgarar. Kristinn átelur t.d. stéttarfélagið Eflingu fyrir að „efna til atvinnu- leysis hér vegna atvinnuleyfa til handa fólki ættuðu frá Asíu“ og skorar á félagsmálaráðherra að „láta hægja á" innflutningi á „hinu ódýra vinnuafli" eins og hann orðar það svo smekklega - eða stöðva hann. Samkvæmt óformlegum upplýs- ingum frá Vinnumálastofnun er sáralítið um ný atvinnuleyfi til fólks v frá löndum utan EES-svæðisins, þar með talið til fólks frá Asíu. En að sjálfsögðu eru framlengingar gefnar út á áður útgefnum atvinnu- leyfum. Þannig að allt tal um „hér um bil daglega", eins og Kristinn orðar það í pistli sínum, er ekki sannleikanum samkvæmt. Fólk innan EES-svæðisins þarf ekki að sækja um atvinnuleyfi á íslandi. Undarlegur er einnig sá mál- flutningur Kristins að segja að „það muni vera íslendingar sjálflr sem útvegi þessu fólki atvinnu og dval- arleyfi". - Spyrja má: Erum það ekki við, íslendingar, sem erum að nota starfskrafta þessa fólks? Sannleik- urinn er sá að fyrstu tvö árin eru at- vinnuleyfi gefin út á vinnuveit- anda, eitt ár í senn, en eftir það fær viðkomandi svokallað „grænt kort" en þó eingöngu eftir að hafa lært ís- lensku í Námsflokkum Reykjavíkur í samtals 150 tíma. Vegna þess hve talmál og ritmál í Asíu eru ólík okkar máli er mjög erfitt fyrir þetta fólk að læra ís- lensku. En með „græna kortið" er atvinnuleyfið ekki lengur í höndum vinnuveitanda. Stéttarfélagið Efling þarf að sam- „Sannleikurinn ersá að fyrstu tvö árin eru at- vinnuleyfi gefin út á vinnuveitanda, eitt ár í senn, en eftir það fær viðkomandi svokallað „grænt kort", en þó ein- göngu eftir að hafa lært íslensku í Náms- flokkum Reykjavíkur í samtals 150tíma." þykkja atvinnuleyfi áður en þau fara til Vinnumálastofnunar og enginn skyldi halda að þar væru samþykkt ný atvinnuleyfi, fengjust íslendingar í viðkomandi störf. „Afleiðingin er atvinnuleysi þús- unda íslendinga ... og hefur m.a. leitt til þess að námsmenn sem gátu ávallt gengið að vinnu yfir sumarmánuðina fá enga vinnu", segir m.a. í pistli Kristins Sigurðs- sonar Þótt Asíubúar séu duglegt fólk þá er erfitt að skilja að örfáir innflytj- endur geti orsakað atvinnuleysi þúsunda Islendinga. Eða heldur Kristinn að Asíufólk sé flutt inn sem sumarafleysingafólk? Vonandi heldur hann ekki að stéttarfélagið Efling sé með einhverja sérstaka launataxta fyrir Asíufólk! Staðreynd er einrtig að allir Asíubúar sem koma til íslands eru skyldaðir af landlækni til allsherjar læknisskoð- unar eftir komu til landsins. Ég hef ekki séð gerða athuga- semd við að tveir stærstu timbur- salar landsins hafa flutt mestallan vélakost sinn til útlanda og flytja síðan fullunna vöruna til landsins. Væri ekki hagkvæmara fyrir þjóðar- búið að þessi vinna væri innt af hendi í landinu sjálfu, jafnvel af út- lendingum? En hugsum okkur að allir erlendir starfsmenn hér hyrfu af landi brott einn daginn - hvar værum við þá stödd? Auðvitað er nauðsynlegt að mis- munandi sjónarmið komi fram en þau verða að vera sanngjörn og í samræmi við raunveruleikann. Þankagangur eins og Kristinn setur fram bendir ekki til að hann hafi kynnst fólki frá Asíu eða högum þess, svo sem því hve margir eru hér í störfum sem íslendingar vilja ekki vinna. ♦ Meingallað dóms- kerfi Árni Jónsson skrifar: Dómskerfið á fslandi er sann- arlega meingallað. Tveir ungir menn fá hlægilega milda dóma fyrir að verða manni að bana með fólskulegri líkamsárás. Hvernig getum við sætt okkur við að lifa f samfélagi þar sem mannslff eru svo lftils virði? Hér- aðsdómur ætti að fyrirverða sig fyrir að senda út skilaboð eins og þessi. Að taka mannslíf og leggja líf einnar fjölskyldu í rúst virðist eiga að hafa lítil eftirmál fyrir brotaaðila. Það er löngu kominn tími til að þyngja allar refsingar sem snúa að ofbeldi, likamsárás- um og morðum - ekki bara smá- vegis heldur margfalt. Dómar- arnir sem kváðu upp þennan dóm hafa ekkert sér til málsbóta. j Ættu þeir enda fyrir löngu að vera búnir að benda á þetta ranglæti. Ef einhver er efins um að þyngri refsingar feli ekki í sér ákveðinn fælingarmátt ættu hinir sömu að skoða Singapúr sem kemst varla inn á lista yfir glæpatíðni sökum þungra refsinga. Eftirtektarverð skilaboð. Olía á íslandi - jákvæðar vísbendingar Magnús Sigurösson skrifar: Við lestur á skrifum í þessum dálki sl. mánudag, um möguleika á olíu eða a.m.k. setlögum úti fyrir Norðausturlandi eða víðar, kom mér í hug að um þetta hefur verið skrifað og einmitt í DV fyrir nokkrum árum. Þar voru að verki sérfræðingar frá Orkustofnun og ef til vill aðrir sem þekkja til mál- anna. Maður fylgdist með þessum skrifum, en ekki veit ég til þess að stjórnvöld hafi tekið við sér og lát- ið fullkanna þá möguleika sem þarna kunna að leynast, neðan- eða ofansjávar, og þá aðallega á Norðausturlandi. Nú tel ég tíma til kominn að stjórnvöld láti til skarar skríða og kosti einhverju til svo að við vitum vissu okkar um hvort fsland hefur yfir að ráða, við eða á landi hér, setlögum sem eru vinnanleg af okkur sjálfum eða sérfræðingum frá erlendum olíufélögum. Það hlýtur að vera okkur íslend- ingum meira keppikefli að standa að rannsóknum á umhverfi því sem næst okkur er - ofan- eða neðansjávar - heldur en að vera í slagtogi við önnur ríki með ærnum kostnaði við olíuleit langt norður í höfum, t.d. við Jan Mayen eins og mér skilst að við höfum verið þátt- takendur í. - Og hvað segja íbúar á norðausturhluta íslands við þær aðstæður sem þar hafa nú skapast á atvinnusviðinu? Þar sem talið er að við ísland og jafnvel á landi sé að finna nægi- lega gömul setlög (“Tertiary Basin") sem innihalda gas og/eða olíu (“prolific oil and gas fields"), þá er það vítavert kæruleysi af „Fram hefur komið í áliti sérfræðinga um þessi mál að 12% líkur á að olía eða gas finnist í vinnanlegu magni í setlögum hér við land nægi til þess að leggja í þá framkvæmd sem fylgir borun niður á set- lögin." hálfu ráðamanna að láta ekki kanna sannleiksgildi þessarar vit- neskju með þeim ráðum sem til- tæk eru. Allt sem til þarf liggur á lausu, nánast hjá hvaða fyrirtæki sem tengist olíuiðnaði. Nærtækast er kannski að líta til frændþjóðar- innar Norðmanna - eða til Breta, telji menn að Norðmenn gerist of aðgangsharðir eins og dæmin hafa stundum sannað um samskipti þjóðanna tveggja. Fram hefur komið í áliti sér- fræðinga um þessi mál að 12% lík- ur á að olía eða gas finnist í vinn- anlegu magni í setlögum hér við land nægi til þess að leggja í þá framkvæmd sem fylgir borun nið- ur á setlögin. Mun minni kostnað- ur er auðvitað við borun á landi en úti á rúmsjó. - Hvað líður nú þingsályktunartillögu, sem lögð var fram á Alþingi af sex þing- mönnum sjálfstæðismanna á ár- inu 1996, um að ríkisstjómin skuli vinna að markvissum rannsókn- um á því hvort olía eða gas finnist á landgrunni Islands?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.