Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Qupperneq 30
30 DVSPORT FÖSTUDAGUR 13.JÚNÍ2003
BRUGÐIÐ Á LEIK: Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu í handknattleik voru á æfingu á Ásvöllum í Hafnarfirði í fyrrakvöld þar sem þær brugðu á leik fyrir Ijósmyndara DV. DV-myndÞÖK
íslenska kvennalandsliðið leikur tvo leiki gegn Evrópumeisturum Dana um helgina:
.4
m
11
Bjartsýnn á framtíðina
Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, telur mikinn efnivið vera til staðar
íslenska kvennalandsliðið í
handknattleik stendur í stór-
ræðum þessa dagana en á
næstu dögum eru fram und-
an sex leikir ytra þar sem
hæst ber tvo leiki við Evrópu-
meistara Dana og það er
langt síðan íslenska landslið-
ið hefur att kappi við jafn-
sterkt landslið.
Leikirnir við Dani fara fram á
laugardag og sunnudag en á
þriðjudag keppir liðið við Ikast -
eitt sterkasta félagslið heims, og
það verður ekki síður spennandi
fyrir stelpurnar að mæta því liði. Á
miðvikudaginn er síðan förinni
heitið til Portúgals þar sem háðir
verða þrír leikir við landslið
Portúgala.
Leikirnir eru liður í undir-
búningi liðsins íyrir for-
keppni Evrópumeistara-
mótsins sem hefst í haust.
DV-Sport leit inn á æfingu
liðsins á Ásvöllum og náði
tali af þeim Stefáni Arnars-
syni landsliðsþjálfara og
Hörpu Melsted, sem er einn
leikreyndasti leikmaður
liðsins.
Mikil áskorun
„Það verður skemmtilegt og mik-
il áskorun íyrir liðið að fá að takast
'á við svo sterkt lið sem Danir eru,
það er langt síðan við höfum spilað
við þær og við hlökkum til. Þótt
fram undan séu leikir við sterka og
erfiða andstæðinga þá komum við
alveg hundrað prósent í þessi verk-
efni og höfum fulla trú á því sem
við erum að gera,“ sagði Harpa.
Sjáum hvar við stöndum
Við komum til með að sjá svona
nokkurn veginn hvar við stöndum
með því að spila á móti svona
Það verður skemmti-
legt og mikil áskorun
fyrir liðið aðfá að
takast á við svo sterkt
lið sem Danir eru og
það er langt síðan við
höfum spilað viðþær
og við hlökkum til.
sterku liði - þær dönsku spila mjög
hraðan bolta og við höfum verið að
keyra upp hraðann á þessum æf-
ingum - bæði með þessa leiki sem
fram undan eru í huga og
eins hentar það okkur
ágætlega að spila hratt."
Spilum hraðar en áður
En hver er helsti styrkur
liðsins, að mati Hörpu?
„Á síðustu árum hefur
liðið spilað æ hraðar og er
farið að ná góðum tökum á
hraðanum - við höfum í
okkar röðum rosalega
snögga hornamenn eins og Dag-
nýju (Skúladóttur) og Hönnu (G.
Stefánsdóttur) sem að mínu mati
eru á heimsmælikvarða. Vörnin og
markvarslan eru síðan auðvitað
þeir lykilþættir sem þurfa að vera í
lagi til þess að okkur takist að nýta
hraðann eins og við viljum."
Sátt við þróunina
Aðspurð um stöðu og þróun
Harpa Melsted,
landsliðskona í
handknattleik.
kvennahandboltans hér á landi
segir Harpa ástand mála vera gott
og segist ekki sjá annað en upp-
sveiflan sem í gangi hafi verið und-
anfarin ár haldi áfram: „Ég er mjög
sátt við þróunina í greininni og það
er fullt af efnilegum stelpum að
koma upp. Hvað landsliðið varðar
þá hefur það verið í sókn á síðustu
árum og það helst auðvitað í hend-
ur við aukin verkefni. Til að mynda
voru leikirnir við Svía í fyrra mjög
lærdómsríkir og þar fengum við
staðfestingu á því að við eigum al-
veg erindi í þessi góðu lið. Til þess
að byggja upp gott landslið þurfum
við mikið af verkefnum og það er
það sem Stefán er að gera - fá fullt
af leikjum enda vinnst þetta ekkert
öðruvísi," sagði Harpa.
Spennandi verkefni
„Það verður sérstaklega
spennandi og skemmtilegt
að takast á við dönsku Evr-
ópumeistarana og ég vil
bara meina - eins og staðan
er í dag - að það sé sigur fyr-
ir fslenskan kvennahand-
bolta að vera boðið að spila
á móti þeim - liðið var að
gera vel á alþjóðlegum Stefán Arnarson
grundvelli í fyrra og þess þjálfari (slenska
styrkleikarnir og veikleikarnir?
„Við erum með fína blöndu,“
segir Stefán ákveðinn og heldur
áfram:
„Liðið getur spilað hraðan bolta
mjög vel enda höfum við yfir að
ráða mörgum fljótum leikmönn-
Eitt aðalverkefnið er
að ná að stjórna hrað-
anum allan leiktímann
því liðið sem gerir það
hefur yfirhöndina.
um og við sáum það í leikjum liðs-
ins í fyrra að þegar því tókst að
stjórna hraðanum þá var það yfir-
leitt með forystuna og því er eitt
aðalverkefnið að ná að stjórna
hraðanum allan leiktfm-
ann. Aðalveikleiki liðsins
er að það vantar örvhenta
leikmenn og það er auðvit-
að mikill missir að Guð-
mundu Ósk (Kristjáns-
dóttur) sem er með slitin
krossbönd og Jónu Mar-
gréti (Ragnarsdóttur) sem
er meidd á öxl og það
munar um minna. Þá eru
vegna fáum við þetta góða kvennalandsliðsins. Ungar og efnilegar stelpur
boð. Það er tilhlökkun í
hópnum og þessir leikir allir sem
eru fram undan eru gríðarlega
mikilvægur liður í undirbúningi og
uppbyggingu liðsins fyrir stóra
verkefnið sem hefst í haust - und-
ankeppni Evrópumótsins.“
Vantar örvhenta leikmenn
En hvernig flnnst Stefáni bland-
an í liðinu vera og hverjir eru helstu
eins og Dröfn (Sæmunds-
dóttir) og Ragnhildur (Guðmunds-
dóttir), sem ég hefði gjarnan viljað
hafa í hópnum, einnig meiddar. Ef
við hins vegar höldum áfram að fá
næg verkefni þá er ég mjög bjart-
sýnn á framtíð landsliðsins og
kvennahandboltans í heild," sagði
Stefán Arnarson, þjálfari kvenna-
landsliðsins í handknatdeik.
SMS
LANDSLIÐSHÓPUR ÍSLANDS
Stefán Arnarson hefur valið
sautján stúlkur (landsliðshóp
sinn. Fjórir nýliðar eru í hópnum,
Elísabet Gunnarsdóttir úr
Stjörnunni.Guðrún
Hólmgeirsdóttir úr Víkingi, Alla
Gorkorian úr fBV og Harpa
Vífilsdóttir úr FH.
Markverðir:
Helga Torfadóttir, Holsterbro
26 ára/50 landsleikir
Berglind Hansdóttir.Val
21 árs/13 landsleikir
Aðrir leikmenn:
Elísabet Gunnarsd., Stjörnunni
18 ára/nýliði
Guðbjörg Guðmundsd.,Víkingi
21 árs/4 landsleikir
Kristín Guðmundsd., Holsterbro
24 ára/19 landsleikir
Harpa Vífilsdóttir, FH
20 ára/nýliði
Hafrún Kristjánsdóttir.Val
23 ára/8 landsleikir
Harpa Melsted, Haukum
28 ára/34 landsleikir
Dagný Skúladóttir, Moulineaux
23 ára/24 landsleikir
Drífa Skúladóttir, Val
23 ára/16 landsleikir
Hrafnhildur Skúladóttir, Holsterb.
25 ára/43 landsleikir
Hanna Stefánsdóttir, Haukum
26 ára/18 landsleikir
inga F.Tryggvadóttir, Holsterbro
30 ára/46 landsleikir
Guðrún Hólmgeirsdóttir, Víkingi
22 ára/nýliði
Brynja Steinsen, Haukum
26 ára/45 landsleikir
Ragna K.Sigurðard.,Gróttu/KR
21 árs/3 landsleikir
Alla Gorkorian, (BV
31 árs/nýliði
tis