Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Page 4
4 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 18.JÚNÍ2003 Kattarhland ekki hættulegt KETTIR: Þórólfur Guðnason smitsjúkdómafræðingur sagði í samtali við DV í gær að engin hættuleg efni væru (kattar- hlandi heldur aðeins vond lykt sem væri þó meinlaus.Hann sagði að fólk gæti sýkst af katt- arskít og nefndi Ktil börn sem væru að leika sér í sandkössum og settu hann upp í.sig.Hann sagði að ófrískar konur ættu einnig að varast að komast í tæri við kattarskít þar sem bakteríur úr honum gætu borist í fóstrið sem væri að vaxa og skaðað það. Þórólfur taldi hins vegar mjög ólíklegt og langsótt að bakteríur úr kattarskít, sem væri utandyra, bærust (ungbörn inni í íbúð- um þar sem hreinlætis væri gætt og börnin væru á brjósti. Saga Kattholts Við stofnun Kattavinafélagsins 1976 hófst sú starfsemi Katta- vinafélagsins að taka ígeymslu heimilislausa óskilaketti, sem fundist höfðu á förnum vegi og færðir voru heim til Svan- laugar Löve,formanns félags- ins,sem veitti þeim þannig mat, umönnun og húsaskjól í sérstöku herbergi. Ef eigandi gaf sig fram innan hæfilegs tímabils komst kötturinn til síns heima,en ella reyndi Svan- laug að koma honum á gott heimili. Ef það tókst ekki var dýralæknirfenginn til að svæfa köttinn á kostnað Kattavinafé- lagsins. Þar naut félagið vin- semdar Brynjólfs Sandholt dýralæknis,sem frá upphafi var ráðgjafi félagsins og veitti oft umbeðna aðstoð án greiðslu. Fljótlega kom svo í Ijós að þörf var fyrir þessa kattageymslu fé- lagsins þegar kattaeigendur fóru í sumarfrí eða urðu að fara á sjúkrahús vegna veikinda. Þá tók Svanlaug að sér að geyma heimilisköttinn á meðan. Þannig hófst sú starfsemi sem nú er rekin í húsi félagsins, Kattholti,að Stangarhyl 2. Kettir valda íbúa í Miðtúni miklum vandræðum Kominn með hausverk vegna kattarhlandslyktar Kettir valda oft íbúum í höf- uðborginni miklum vandræð- um þar sem þeir hafa ekki miklar áhyggjur af því hvar þeir gera þarfir sínar. Dæmi eru um að þeir hafi farið upp í rúm til fólks og gert stykkin sín þar. „Ég er búinn að leita allra leiða og spyijast fyrir á allan hátt en án ár- angurs. Það virðist vera allt í lagi að kettir komi hér inn og mígi í kjallar- ann hjá mér í tíma og ótíma," sagði Arnþór Hubfeldt sem býr í Miðtúni í Reykjavík. Hann stendur í mikilli baráttu við kettina í hverfinu sem hafa valdið honum miklum óþæg- indum. „Þeir eru að valda mér miklu heilsufarstjóni. Ég er kominn með mikinn höfuðverk út af megnri kattarhlandslykt íyrir utan dyrnar hjá mér.“ Arnþór sagðist nýbúinn að eignast dóttur sem væri aðeins fimm merkur og væri að koma heim af fyrirburadeildinni. Það hljóta að vera til einhverjar reglur um það hvort njóti meiri verndar, ungabarn eða kettir. Hann sagðist ekki geta búið við ástandið eins og það væri en kvaðst hafa rekist á veggi í kerfinu. „Ég er búinn að tala við heilbrigðiseftirlit- ið og borgarlögmann en fæ engin svör. Mér hefur verið sagt að ég megi veiða kettina og fara með þá í Kattholt en hvað græði ég á því? Ég þarf að leggja á mig mikla vinnu við að fanga kettina og fara með þá upp eftir en síðan leysa eigendurn- ir þá út fyrir 2500 krónur og þeir eru komnir hingað strax aftur." Arnþór sagði að þetta væri heilbrigðis- vandamál og að einhverjar reglur þyrfti að setja um slíkt. Hann sagðist vera búinn að reyna ýmis ráð, svo sem að strá „Ég get náttúrlega ekki endalaust verið með svartan pipar á tröpp- unum hjá mér, sérstak- lega ekki þegar ég er kominn með lítið barn. pipar og hvítlauk á tröppurnar, en ekkert dygði. Svo virtist sem kett- irnir hefðu bara borðað það. „Ég get náttúrlega ekki endalaust verið með svartan pipar á tröppunum hjá mér, sérstaklega ekki þegar ég er kominn með lítið barn. Síðan kemur smárok og þá er piparinn kominn inn í íbúðina.“ FJÖLDI KATTA Á ÍSLANDI? • engar tölur eru til um heildar- fjölda katta. • ekki er skylt að tilkynna um ný- fædda kettlinga eða dána ketti. • sumir telja að um 20 þúsund kettir séu á höfuðborgarsvæðinu. • þv( hefur verið haldið fram að fuglallf sé meira á Akureyri en ( Reykjavfk vegna þess að þar séu færri kettir. Ekki til neinar töfralausnir Ómar F. Dabney hjá Mein- dýravörnum Reykjavíkur- borgar sagði í samtali við DV að þetta mál væri afskaplega erfitt og að hægt væri að líkja því við stóra púðurtunnu með afskapiega litlum kveiki- þræði. „Við reynum að aðstoða borgar- ana af fremsta megni. Við höfúm heimild til að leggja kattabúr inn á einkalóðir fólks og handsama alla þá ketti sem koma í búrið og flytja þá í Kattholt. Ég get því miður ekki bent borgarbúum á neina töfra- lausn í þessum málum en eina leið- in, sem kæmist næst því að taka á vandanum, væri að setja einhvers konar reglur um lausagöngu katta." Ómar sagðist ekki eiga von á að lausaganga katta yrði bönnuð en að það myndi ef til vill hjálpa ef reglur væru settar sem til dæmis bönnuðu lausagöngu frá átta á kvöldin til átta á morgnana. Hins vegar gætu þeir lítið gert á meðan fólk gæti átt eins marga ketti og það vildi sem völsuðu út og suður allan daginn. „Fólk getur hringt í okkur allan sólarhringinn, t.d. ef kettirnir eru komnir inn til þess, og þá mætum við og hand- sömum þá. „Þetta er gríðarlegt vandamál og í raun meira en almenningur gerir sér grein fyrir." Það er dálítið dýrt að vera með kattabúrin úti og við reynum að safna nokkrum kvörtunum saman og leggjum síðan út búrin." Ómar sagði að þeir notuðu viðurkennd kattabúr sem væru sérhönnuð til að handsama ketti og mælti ekki með að fólk tæki málin í sínar eigin hendur. „Þetta er gríðarlegt vanda- mál og í raun meira en almenning- ur gerir sér grein fyrir. Á meðan engar reglur eru er afskaplega erfitt fyrir okkur að leysa það.“ Hann sagði að auðvitað gæti hann fengið sér hund en kvaðst ekki vilja það tilneyddur. „Það hljóta að vera til einhverjar reglur um það hvort njóti meiri verndar, ungabarn eða kettir." Arnþór sagði að ef hann fengi engin svör þá sæi hann sig tilneyddan að veiða kett- ina á sinn hátt með því að nota gildrur. Hann sagðist vera gamall veiðimaður og hefði notað dýra- boga til að veiða mink í gamla daga. Hann viðurkenndi að það væri ekki sú leið sem hann vildi fara en sagð- ist ekki sjá aðrar lausnir. „Ef ég fæ engin svör um hvernig ég get verndað mitt einkalíf og mína fjöl- skyldu fyrir þessum kvikindum þá mun ég beita þessum aðferðum." erlakristin@dv.is HVIMLEIÐ LAUSAGANGA KATTA: fbúi við Miðtún í Reykjavík kvartar undan ágangi katta við (búð sína,ekki síst eftir að dóttir hans fæddist fyrir tímann. Hann vill reglur um lausagöngu katta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.