Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Page 30
30 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 18.JÚNÍ2003 i V > MARKASKORARAR FAGNA: Þaö voru Veigar Páll Gunnarsson og Þórhallur Hinriksson sem skor- uðu mörk KR-inga gegn Val og hér sést Þórhallur fagna Veigari eftir að hann hafði skorað sig- urmarkið. KR-ingar tylltu sér á topp Landsbankadeildarinnar á mánudagskvöldið þegar þeir lögðu Valsmenn í bráðfjörug- um leik, 2-1. íslandsmeistar- arnir lentu marki undir þegar 25 mínútur lifðu leiks en sýndu mikinn karakter með því að rífa sig upp og klára leikinn með sæmd. Vallaraðstæður í Frostaskjólinu voru ekki eins og best verður á kos- ið. Blautur og þungur völlur sem gerði báðum liðum erfltt fyrir til að byrja með enda gekk leikmönnum erfiðlega að hemja knöttinn á upp- hafsmínútunum. Gestirnir lágu aft- arlega strax frá byrjun og leyfðu heimamönnum að sækja. Það her- bragð gekk prýðilega því KR-ingun- um gekk erfiðlega að skapa sér færi framan af enda var Valsvörnin vel skipulögð og gaf fá færi á sér. Heimamenn hertu síðan tökin smám saman og tókst þeim að skapa sér nokkur fín færi fyrir leik- hlé en Ólafur Þór var í fínu formi í Valsmarkinu og varði oft glæsilega. Lítið fór fyrir sóknartilþrifum hjá Valsmönnum sem réðu illa við blautan völlinn og stungusending- ar þeirra voru ónákvæmar og end- uðu flestar utan vallar án þess að sóknarmennirnir næðu að snerta knöttinn. Veigar Páll var í fanta- formi og stríddi varnar- mönnum Valsmanna ótt og títt með hraða sínum og tækni KR-ingar byrjuðu síðari hálfleik- inn með miklum látum og fengu tvö fín færi á fyrstu tveim mínútun- um en allt kom fyrir ekki - inn vildi boltinn ekki. Það kom síðan eins og köld vatnsgusa framan í heima- menn þegar Sigurbjörn Hreiðars- son skoraði gull af marki beint úr aukaspyrnu á 65. mínútu en þess má geta þetta er í þriðja sinn í sum- ar sem KR-ingar fá mark á sig.beint úr aukaspyrnu. Heimamenn lögðu ekki árar í bát við markið heldur juku sóknar- þungann og pressa þeirra bar loks árangur tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar Þórhallur Hin- riksson stangaði boltann í netið af stuttu færi og Veigar Páll bætti um betur 6 mínútum síðar með keim- líku marki og komu þau bæði eftir góðar sendingar frá Sigurvini Ólafs- syni. Frábær endurkoma hjá heimamönnum sem sýndu mikinn karakter og vilja með því að klára leikinn. Það var allt annað að sjá til meistaranna í þessum leik en oft áður í sumar. I stað tíðra kýlinga fram vöilinn var boltinn látinn ganga á milli manna með ágætum árangri þótt Bjarki og Einar Þór væru fjarri sfnu besta. Það er þó áhyggjuefni fyrir KR-inga hversu illa þeim gengur að nýta færin en þeir sluppu með skrekkinn að þessu sinni og sigurinn var fyllilega verðskuldaður. Veigar Páil var í fantaformi og stríddi varnarmönn- um Valsmanna ótt og títt með hraða sínum og tækni. Hann meiddist snemma í leiknum en beit á jaxlinn og var hreint ódrepandi allan tímann og uppskar eins og hann sáði þegar hann skoraði sig- urmarkið. Besti maður vallarins var þó varnarmaðurinn Kristján Örn Sigurðsson. Hann steig ekki feil- spor í vörn KR-inga og var það sker sem Valsmenn strönduðu á. Sigur- vin reyndist einnig dýrmætur og sendingar hans voru gulls ígildi að þessu sinni. Valsmenn lékuþennan ieik mjög skynsamlega. Spiluðu á styrkleika sinn sem er vörnin með þá Guðna og Ármann í fararbroddi sem áttu báðir góðan ieik ásamt Ólafi mark- verði. Sóknin er aftur á móti þeirra Akkilesarhæll en hún var mjög bit- laus að þessu sinni og er það mikið Sóknin er Akkilesarhæll Valsmanna og var hún mjög bitlaus að þessu sinni. áhyggjuefni fyrir Þorlák þjálfara að sóknarmenn Iiðsins skuli ekki enn vera búnir að finna netmöskvana í sumar. Sigurbirni var oft vorkunn í leiknum því hann barðist vel allan tímann og var sífellt að reyna að skapa eitthvað en félagar hans fylgdu honum ekki eftir og stóðu honum langt að baki. Þriðja tapið í röð því staðreynd hjá Hlíðarenda- piltum og þurfa þeir að gera eitt- hvað róttækt varðandi sóknarleik sinn ef ekki á illa að fara í sumar. henry@dv.is Berjumst allt til enda . sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR „Þessi leikur var vel spilaður af okkar hálfu og mér fannst liðið standa sig geysilega vel," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, í leikslok. „Boltinn flaut vel á milli manna í dag og það var mikil bar- átta í liðinu. Þetta var svolítið „Er ekki tilviljun að leik eftir leik komum * við til baka og klárum dæmið." farinn að hafa áhyggjur af þessu. Engu að síður sýndum við enn og aftur þá skapgerð sem einkennir liðið. Menn berjast allt til enda og það getur ekki verið tilviljun að leik eftir Ieik kemur liðið til baka og klárar dæmið. Við settum dæmið upp fýrir þennan leik að hann væri snúningspunkturinn hjá okkur og mér fannst það ein- kenna liðið. Menn ætluðu sér sig- ur allan tímann og kláruðu leik- inn með stæl." Sigurbjörn svekktur Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrir- liði Valsmanna, var svekktur þeg- ar DV Sport náði tali af honum eftir leikinn. „Það var mjög svekkjandi að fá að minnsta kosti ekki stig í dag miðað við það sem við lögðum í leikinn. Mér fannst við gera fína hluti sérstaklega í fyrri hálfleik. Vorum mjög þéttir og KR-ingarn- ir ógnuðu ekkert rosalega. Við bökkuðum fullmikið eftir markið og þá var meðbyrinn þeirra og því miður gekk okkur erfiðlega að komast framar á völlinn eftir það. Það var samt jákvætt að við vor- um að spila þennan leik mun betur en gegn Þrótti. Það er engin örvænting hjá okkur því deildin er jöfn og nóg af leikjum eftir." henry@dv.is erfitt þar sem við nýttum færin okkar ekki nægilega vel og ég var KR-Valur 2-1 (0-0} KR-völlur 1ó. iuni 2003-5. 0-1 Sigurbjörn Hreiöarsson (65., beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi. Brotið á Jóhanni). 1- 1 Þórhallur Hinriksson (76., skalli innan markteigs eftir hornspyrnu Sigurvins). 2- 1 Veigar Páll Gunnarsson (82., skalli innan teigs eftir aukaspyrnu Sigurvins). Valur (4-4-2) Ólafur Þór Gunnarsson .......5 Bjami Ólafur Eiriksson.......3 Guðni Rúnar Helgason ........4 Ármann Smári Björnsson ......4 Hjalti Þór Vignisson ........2 Sigurður Sæberg Þorsteinsson .. 1 Baldvin Jón Hallgrímsson.....1 (53., Matthías Guðmundsson .... 2) Sigurbjörn örn Hreiðarsson...4 Stefán Helgi Jónsson.........2 Jóhann Möller ...............1 (73., Ólafur Helgi Ingason...2) Hálfdán Gíslason.............2 (85., Amór Gunnarsson........-) Samtals13menn ...............33 KR (4-3-3) Gul spjöld: Kristján Finnbogi Finnbogason ..3 KR:Veigar(67.), Sigþór Júlíusson ..4 Þórhallur (78.) Kristján Örn Sigurösson ..5 Valur: Sigurður Gunnar Einarsson ..4 (27.), Sigurbjörn Kristinn Hafliðason ..3 (58.) Þórhallur Örn Hinriksson .2 Rauð spjöld: Sigurvin Ólafsson ,.4 Engin. (90.,JónSkaftason ..-) Skot (á mark): Bjarki Gunnlaugsson ..2 14 (7)-10 (4) Einar Þór Danlelsson ..2 Horn: Veigar Páll Gunnarsson ..5 9-4 (90., Jökull Elísabetarson Aukaspymur: Garðar Jóhannsson ..3 23-14 (67., Sigurður R. Eyjólfsson ..2) Rangstöður: Samtals12menn ..39 11-2 Varln skot: Kristján 3 - Dómari: Jóhannes Valgeirsson Ólafur Þór 5. (2). Ahorfendun 1753. Gæði leiks: Maður leiksins hjá DVSporti: Kristján Örn Sigurðsson, KR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.