Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 18.JÚNÍ2003 FRÉTTIR 9 Stuðningur við Raufarhöfn Raufarhöfn: Héraðsnefnd Þingeyinga vill vekja athygli á að víða á fslandi eigi byggð í vök að verjast og sé Norð- austurland þar engin undan- tekning.Tímabundnir erfið- leikar Raufarhafnar séu verk- efni sem takast þurfi á við og varði alla (slendinga hvernig til takist.Telur nefndin að stjórnvöld þurfi að sýna í verki að þau standi við það sem þeim beri að gera. Þau geti ekki horft aðgerðalaus á að fólk hrekist eignalaust frá heimilum sínum þar sem óheyrilegur kostnaður fyrir þjóðarbúið fylgi í kjölfarið og oft á tíðum mannlegir harm- leikir.Sveitarfélög Þingeyjar- sýslu munu standa fast að baki sveitarstjórn og íbúum Kennarastarfið vinsælt Raufarhafnar við að snúa vörn í sókn. Að mati nefndarinnar á Raufarhöfn auðlindir sem hafa malað þjóðarbúinu gull í áranna rás og er byggðarlagið hlekkur í byggð landsins. Kennsla: Umsóknir um skóla- vist við Kennaraháskóla ís- lands hafa aldrei verið fleiri en á þessu vori, en vegna fjár- hagsramma skólans getur hann ekki tekið við nema um þriðjungi hópsins. Nemend- um við Kennaraháskóla ís- lands hefur fjölgað verulega á undanförnum þremurárum og eru þeir nú um 2.200. Alls bárust 1.517 umsóknir um nám í grunndeild,en aðeins er hægt að taka við 480 þeirra.263 sóttu um nám í framhaldsdeild og var 173 umsækjendum boðið nám en hafna varð 90 manns. Umsóknir um nám í grunn- deild skólans skiptast þannig að 708 sóttu um grunnskóla- kennaranám, 327 um kennsluréttindanám,270 um leikskólakennaranám, 100 um þroskaþjálfanám, 76 um íþróttafræðinám og 36 um tómstundafræðinám. verður búið að greiða allt verkið og eftir standa lánveitendur með sitt fjármagn og þar er Sparisjóður Kópavogs, Byggðastofnun og KÁ.“ - Hver er þá heildarkostnaöur- inn orðinn í dag? „Ef tekin eru inn í dæmið áfallin vaxtagjöld þá eru þetta um 850 milljónir króna." - Nú seldi KÁ frá sér öflugan verslunarrekstur og sneri sér að hótelrekstri. Var það rétt ákvörð- un? „Ég er alveg sannfærður um það. Þegar við seldum hlutinn okkar í Kaupási þurftum við að taka afstöðu til þess hvort við ætt- um bara að vera eignarháldsfélag með peninga inni á reikningum eða hvort við ættum að fara í ann- an rekstur. Við ákváðum að fara þessa leið að mjög vel athuguðu máli. Við litum á þennan geira sem vaxandi og að við ættum erindi inn á þennan markað. Ég held að það hafi verið gæfa okkar að fara þar í samstarfvið Flugleiðahótelin." hkr@dv.is 40% meðalnýting á að duga segir framkvæmdastjóri KÁ um rekstrargrundvöll Hótel Selfoss Óli Rúnar Ástþórsson, fram- kvæmdastjóri KÁ, segir að í þeirra áætlunum sé gert ráð fyrir að meðalnýtingin sé 39%. Hann segir að framlegð- in hjá þeim af hótelrekstrin- um sé nálægt því sem áætlan- ir hafi gert ráð fyrir og 40% meðalnýting eigi að duga til að standa undir dæminu. Nýting hótela á landsbyggðinni er töluvert undir meðalnýtingu hótela í Reykjavík. Yflr sumartímann er munurinn kannski ekki alltaf ýkja mikill en í fyrrasumar komst hótel- nýting í Reykjavík yfir 90%. Vetrartíminn hefur hins vegar reynst hótelum á landsbyggðinni mjög erfiður. Meðalársnýting á Hót- el Selfossi hefur t.d. verið um 40%. Óli Rúnar segir að tekjur fyrstu flóra mánuði ársins séu þó heldur betri en gert var ráð fyrir. Það séu samt ákveðnir þættir við kostnað- inn sem erfitt hafi verið að stýra nógu vel. Offramboð á gistirými Hótelherbergjum hefur verið að stórfjölga á undanförnum mánuð- um og misserum, ekki hvað síst í Reykjavík. Bjartsýni á öran vöxt í ferðaþjónustu hefur leitt til þess að mati Byggðastofnunar að menn hafa farið offari í uppbyggingu gistirýmis á landsbyggðinni. Þar sé nýtingin langt fyrir neðan það sem þörf er á. Þetta hafi leitt til gjald- þrota sem ekki er enn séð fyrir end- ann á. Hryðjuverk, SARS-innflú- Bjartsýni á öran vöxt í ferðaþjónustu hefur leitt tilþess að mati Byggðastofnunar að menn hafa farið offari í uppbyggingu gisti- rýmis á landsbyggð- inni. Þarsé nýtingin langt fyrir neðan það semþörferá. ensan (HABL) og óvenjuhátt gengi íslensku krónuryiar hafa líka haft veruleg neikvæð áhrif á hótelrekst- ur og ferðaþjónustu hér á landi. Rekstrarumhverfið, sem var hér á landi fyrir fáum árum, var því allt annað og kynnti undir þeirri bjart- sýni sem menn eru nú að súpa seyðið af. Lágmark 100 herbergi Óli Rúnar segir að uppbygging á hótelrými hafi komið í stökkum líkt og í öðrum atvinnugreinum. Hann segir að miðað við þá aðstöðu sem Staðsetning hótelsins er hins vegar kjörin. Að mínu mati er hvergi á landinu hagstæðara að reka hótel utan Reykjavíkur verður í Hótel Selfossi hafi ekki ver- ið tafið skynsamlegt að miða við færri en 100 herbergi. Þá er hótelið þannig upp byggt að hægt er að bæta hæð ofan á til stækkunar. Hann tekur undir það að oft hafi menn verið með óraun- hæfar væntingar við uppbyggingu gistirýmis og eigið fé þá oft of lítið. Þetta eigi þó ekkert frekar við um hótel en margan annan rekstur. Varðandi Hótel Selfoss sé gert ráð fyrir að heildarskuldsetning á lang- tímalánum verði um 600 milljónir og eigið fé, eða hlutafé, sé 225 millj- ónir króna. Bókfærð eign sé því um 850 milljónir. Ef eitthvað er þá sé tekjuáætlun vanáætluð en 90 milljónir á ári eigi að fullu að geta staðið undir fjár- mögnuninni. hkr@dv.is Skiptir verulegu máli fyrir byggðarlagið segirJóhanna Róbertsdóttir, forstöðumaður hótelsviðs KÁ Jóhanna Róbertsdóttir er for- stöðumaður hótelsviðs KÁ. Hún segir að auk Hótel Sel- foss séu nú undir þeirra hatti þrjú önnur hótel. Það eru Hótel Flúðir, Hótel Kirkjubæj- arklaustur, sem eru rekin undir merkjum lcelandair Hotels (Flugleiðahótelin), og Hótel Vík í Mýrdal sem nú er rekið undir merkjum Eddu- hótela. Flughótel Keflavík var einnig í keðju KÁ þar til fýrr á þessu ári. Það hótel hefur verið í eigu Keflavíkur- verktaka og var leigusamningur um rekstur KÁ sem renna átti út nú í haust en KÁ gekk út úr þeim samn- ingi 1. apríl. Jóhanna segir þann rekstur hafa gengið bærilega en komið hafi verið að því að’þörf hafi verið á kostnaðarsamri endurnýjun í hótelinu. Jóhanna segir að samningurinn við Flugleiðahótelin gefi hótelsviði KÁ möguleika á að vera inni í þeirra bókunarkerfi og kynningum sem sé mikils virði. Hún segir að gestir Hótel Selfoss hafi gefið þeim mjög góða umsögn. Þá telur hún að auk- ið framboð á gistirými hafi m.a. orðið til þess að herða á markaðs- setningunni sem eigi að skila sér til lengri tíma litið. - í hvað eru ykkar gestir að sækja? „Yfir sumartímann em það mest erlendir ferðamenn sem hingað koma að stærstum hluta vegna náttúm landsins. Yfir vetrartímann er meira um fslendinga og ráð- stefnur, árshátíðir og fleira." Jóhanna segir að hótelrekstur á Selfossi hafi líka f för með sér marg- Hótelrekstur á Selfossi hefur líka í för með sér margvísleg áhrif. Hótelið eykur fjölbreytni og gerir svæðið fýsilegri kost til búsetu. vísleg áhrif. Hótelið sem slíkt auki fjölbreytni á staðnum og geri svæð- ið fýsilegra til búsetu. Þá sé vandað mjög til hótelsins sem geri út á vatnið sem þema enda rennur ölf- usá rétt við húsvegginn. Em öll her- bergi skreytt með myndum af foss- um og á göngum og í sölum er standandi málverkasýning mynd- listarmannsins Tolla. Þá megi ekki gleyma því að ferðaþjónusta KÁ hafi verið með 215 manns á Iauna- skrá þegar mest var í júlí í fyrra. Þessi þáttur í rekstri KÁ skipti því vemlegu máli fyrir byggðarlagið. hkr@dv.is Njótum nálægðar við höfuðborgar- svæðið Sigurður Skúli Bárðarson, hótelstjóri á Hótel Selfossi segir erfitt að meta stöðuna á þessari stundu um hvernig til hafi tekist við rekstur Hótel Selfoss. Það taki tíma að læra á húsið og laga starfsemina að því. Sigurður segir að „æfinga- tímabir þeirra komi þó til með að lengjast aðeins þar sem hús- ið sé enn ekki fullklárað. Þar vanti veitingasalinn og bari og að klára fundasalina sem nauð- synlegt sé til að styðja hótel- reksturinn. „Staðsetning hótelsins er hins vegar kjörin. Að mínu mati er hvergi á landinu hagstæðara að reka hótel fyrir utan Reykjavík. Við njótum nálægðarinnar við höfuðborgarsvæðið. Hún gefur okkur færi á að sinna ráð- stefnum og fundum fyrir fyrir- tæki á höfuðborgarsvæðinu. Það er algengt að fyrirtæki vilji fara með sín námskeið og námsstefnur út fyrir höfuðborg- arsvæðið án þess þó að þurfa að fara langt. Ferðaþjónusta KÁ var með 215 mannsá launaskrá þegar mest var íjúlíífyrra. Við leggjum okkar metnað í að gera vel við okkar gesti og byggja upp gott orðspor. í svona samkeppni skiptir miklu máli að vera hæfur í samkeppni. hkr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.