Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Side 8
8 FRÉTTIR MIÐVIKUDAOUR 18.JÚNÍ2003
Ákvörðun um ákæru bíður
Nýr formaður SUF
Síminn gegn þunglyndi
SÖLUNEFNDIN: Enn liggur
ekki fyrir hjá embætti ríkissak-
sóknara hvort fyrrverandi
starfsmaður Sölunefndar
varnarliðseigna verður ákærð-
ur vegna gruns um fjármála-
misferli.
Sýslumaðurinn á Keflavíkur-
flugvelli lauk rannsókn máls-
ins um sfðustu mánaðamót
og vísaði því til ríkissaksókn-
ara.Samkvæmt upplýsingum
frá embættinu er búist við
ákvörðun á næstu dögum.
Sölunefnd varnarliðseigna
hefur verið í kastljósi fjölmiðla
að undanförnu en
Ríkisendurskoðun tók
fyrirtækið til sérstakrar
skoðunar.
PÓLITÍK: Haukur Logi Karls-
son frá Reykjavík var kjörinn
formaður Sambands ungra
framsóknarmanna á auka-
þingi sambandsins sem fór
fram um helgina.
Hann sigraði Egil Arnar Sig-
þórsson úr suðvesturkjör-
dæmi í formannskosningu en
Haukur fékk 65 atkvæði og
Egill 48.
Haukur tekur við formennsku
eftir að Dagný Jónsdóttir, sem
er nýkjörinn þingmaður Norð-
austurkjördæmis, lét af emb-
ætti.
GEÐHJÁLP: Landssíminn og
Landlæknisembættið hafa
gert samstarfssamning þess
efnis að Síminn styrki þjóðar-
átak gegn þunglyndi - fækk-
um sjálfsvígum.
Síminn styrkir verkefnið með
einnar milljónar króna fram-
lagi og er því kominn í hóp
fleiri fyrirtækja sem gera emb-
ættinu kleift að standa undir
kostnaðarsömu verkefni. Sím-
inn hefur áður unnið með
Landlæknisembættinu í þeim
málefnum sem miklu skipta í
samfélaginu hverju sinni.
Rekja má samstarf aðilanna
aftur til ársins 2001 þegar
Síminn styrkti átak Landlækn-
isembættisins gegn sjálfsvíg-
um.
Hótel Selfoss mun kosta um
850milljónir króna:
Þrátt fyrir háar veðskuldir eru forráðamenn KÁ
bjartsynir á að koma hótelinu fyrir vind
Hótel Selfoss var opnað að
nýju eftir stækkun og endur-
bætur 1. júní á síðasta ári.
Eins og fram kom í DV á föstu-
dag eru veðskuldir tæpar 527
milijónir króna og uppboði
var afstýrt á síðustu stundu
þriðjudaginn 10. júní. Fram-
kvæmdastjóri Kaupfélags Ár-
nesinga, KÁ, sem á og rekur
hótelið, segir að nú séu menn
að komast fyrir vind og verið
sé að Ijúka heildarfjármögn-
un á dæminu sem mun kosta
um 850 milljónir króna.
KaupfélagÁmesinga tók við hót-
elinu 1998 eftir að þáverandi
rekstraraðilar höfðu lent í erfiðleik-
um. Hótelið var þá í eigu bæjarins.
Árið 1999 var hafin vinna við að
skilgreina hótelreksturinn á vegum
KÁ og skoðaðir þeir möguleikar
sem vom í stöðunni. „Við gerðum
bænum þá tilboð í húsið í byrjun
árs 2000 eftir að bærinn hafði leitað
til annarra aðila um sölu á húsinu,"
sagði Óli Rúnar Ástþórsson fram-
kvæmdastjóri. „Kaupverðið var 40
milljónir, þ.e. 30 milljónir vom
„Við gerum ráð fyrir að
sjá fyrir endann á þess-
ari fjármögnun á næstu
mánuðum og þá verði
búið að fullfjármagna
þetta hótel."
greiddar í peningum og síðan var
gerður sérstakur kaupleigusamn-
ingur til tíu ára um menningarsal.
Hann var bundinn þeim skilyrðum
að ef veltan í húsinu færi yfir 300
milljónir þá bæri okkur að kaupa
salinn á þennan pening. Annars
hefði samningurinn sinn líftíma og
við eignuðumst salinn í lok samn-
ingstímans á nokkrar krónur. Þessi
samningur var fyrst og fremst gerð-
ur til að auðvelda rekstur okkar á
húsinu. Það var þá ekkert vitað
hvort eða hvenær okkur tækist að
fullgera þennan sal. Hugsunin var
því sú að bærinn aðstoðaði okkur á
þennan hátt.“
Þinglýstir eigendur að húseign
Hótel Selfoss, sem stendur við
Eyraveg 2 á Selfossi, em tveir. Það
er Eignarhaldsfélagið Brú hf., sem
Þessi samningur var
fyrst og fremst gerður
til að auðvelda rekstur
okkar á húsinu.
er að mestu í eigu KÁ, og síðan Sel-
fosskaupstaður (nú Árborg) sem er
enn skráður eigandi að hluta húss-
ins, þ.e. menningarsalnum.
Óli Rúnar segir að í samningi KÁ
við bæinn hafí verið ákveðin skil-
yrði. Þar var um að ræða að hótelið
yrði stækkað um 60 herbergi eða úr
20 í 80. Einnig að menningarsalur-
inn yrði líka bíósalur. „Við seldum
þennan samning síðan inn í eign-
arhaldsfélagið Brú og fengum þá
nýja hluthafa inn með okkur til að
standa að þessari uppbyggingu
með okkur. Upphaflega hugmynd-
in var að fjölga herbergjum um 60
og nota salinn sem bíósal. Það
breyttist í meðfömm og ákveðið var
að reisa 80 herbergi og hér við hús-
ið vom líka reistir tveir bíósalir. Við
hófúm framkvæmdir í apríl 2001 og
opnuðum síðan 1. júní 2002.“
Þetta nýendurgerða hótel er
mjög glæsilegt fjögurra stjörnu hót-
el með tveim ráðstefnusölum en
enn er ýmislegt óklárað. Þar er m.a.
um að ræða veitingasal sem snýr út
að Ölfusá og bar. Sú staðreynd að
ekki hefur tekist að klára þetta hef-
ur komið í veg fyrir að unnt væri að
semja við rekstraraðila á bíósölun-
um.
Metið á 1.160 milljónir
Eins og fyrr segir em veðskuldir
tæpar 527 milljónir króna en að
sögn Óla Rúnars hefur fasteignasali
metið húsið á 1.160 milljónir króna.
Miðað við það er veðsetningarhlut-
fallið innan við 50% en þess ber þó
að geta að reynslan sýnir að verð-
mætamat á svo sérhæfu húsnæði
er mjög afstætt. Þar nægir að
benda á reynslu Byggðastofnunar
af uppkaupum á undanförnum
ámm.
Gert er ráð fyrir að fyrir utan hót-
elið sé rekstur á tveim kvikmynda-
sölum og í miðrými hússins er líka
770 fermetra þjónusturými. Áætl-
Áætlaðar árlegar tekjur
afhúsinu eru liðlega 90
milljónir króna. Miðað
við það er reksturinn
talinn vera tífalt verð-
meiri eða um 900 millj-
ónir króna.
aðar árlegar tekjur af húsinu em
liðlega 90 milljónir króna. Miðað
við það er reksturinn talinn vera tí-
falt verðmeiri eða um 900 milljónir
króna. Óli Rúnar telur að þessi
rekstur eigi að geta staðið undir
langtímalánum upp á liðlega 600
milljónir króna.
Langtíma fjármögnun
„Við emm núna að reyna að
klára þessa langtíma fjármögnun
með Byggðastofnun, Sparisjóði
Kópavogs og fleiri aðilum. Hluthaf-
ar f þessu fyrir utan okkur eru
Byggðastofnun, Eignarhaldsfélag
Suðurlands, Olíufélagið hf. og
ísóport sem er í eigu Hafliða Þórs-
sonar. Við gemm ráð fyrir að sjá
fyrir endann á þessari fjármögnun
á næstu mánuðum og þá verði búið
að fullfjármagna þetta hótel. Það
hefur sett strik í reikninginn að við
kláruðum ekki þessa fjármögnun
og því hefur Kaupfélag Árnesinga
að miklu leyti þurft að taka á sig að
greiða úr lausaskuldum.
Við höfum auðvitað lent í þvf að
geta ekki borgað mönnum á réttum
tíma en fram að þessu hefur enginn
tapað á þessu einni einustu krónu.
Við höfum sett í þetta mikið fjár-
magn frá KÁ og eigum eftir ógreitt
hjá verktökum um 30 milljónir
króna. Við gemm ráð fyrir að ljúka
greiðslu þeirra á næstu tveim til
þrem mánuðum. Þegar því lýkur