Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Qupperneq 16
+ 16 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 18.JÚNI2003 MIÐVIKUDAGUR 18.JÚNÍ2003 TILVERA 17 Tilvera Fólk ■ Heimilið ■ Dægradvöl Netfang: tilvera@dv.is Sími:550 5813 -550 5810 Ricky hjólar með kærustunni í Ósló Latínuguttinn og mjaðma- hnykkurinn Ricky Martin frá Puerto Rico bauð kærustunni sinni í hjólatúr í miðborg Óslóar á dögunum. Þar með voru að engu gerðar fyrri fregnir um að hann væri laus og liðugur. „Ég hef aldrei sagt það. Það eru bara einhverjir blaðamenn sem hafa skrifað það," segir Ricky blessaður. Kærastan heitir Rebecca de Alba og þau hafa þekkst í fjórtán ár. Hún er mexíkósk og starfar sem blaðamaður en varáðurfyrirsæta. Ef marka má kappann ætlar hann sér að gera meira en að skemmta sér um stundarsakir með Rebeccu. „Ég sé mig fyrir mér sem fjöl- skylduföður, þótt það verði nú ekki alveg strax. Það verður stórkostlegt að hafa Ktinn Ricky Martin á vappi í kring- um sig. Ég kem til með að verða besti pabbinn. Ég ætla að taka krakkann með mér um allt," segir Ricky. Kröfulisti Lopez er í lengra lagi Latínubomban Jennifer Lopez hefur iengi haft orð á sér fyrir að vera bæði dyntótt og kröfuhörð um lífsins gæði og öll þægindi sem þeim fylgja. Kröfurnar, sem hún gerði áður en farið var að taka upp myndbandið við lagið What's Going on, hafa verið gerðar op- inberar og kennir þar margra forvitni- legra grasa. Fyrst skal telja að Jennifer vildi fá til af- nota fimmtán metra langan húsvagn með tveimur inngöngum. Og þar skyldi að sjálfsögðu vera geislaspilari og sjón- varp og myndbandstæki og aðstaða til að snyrta sig og farða.Veggir skyldu vera hvítir í búningsherberginu og þar skyldu vera hvít blóm á hvítu borði með hvítum dúk.Gardínur skyldu einnig vera hvítar, svo og kertin og sófarnir. Og til að deyja ekki úr þorsta vildi Lopez fá franskt ölkelduvatn frá Évian,ekki kælt, heldur við herbergishita. KVIKMYNDIR HELGIN 13.- 15.JÚNÍ Sætl Fyrir Titill Innkoma, Innkoma FJöldi viku helgin alls blósala 1. 2 FINDING NEMO 28.384 191.487 3425 2. 1 2 FAST 2 FURIOUS 18.679 83.584 3418 3. 3 BRUCE ALMIGHTY 14.238 193.818 3477 4. RUGRATS 11.556 11.556 3041 5. HOLLYWOOD HOMICIDE 11.112 11.112 2840 6. DUMB AND DUMBERER 10.854 10.854 2609 7. 4 THEITALIAN JOB 9.609 55.403 2697 8. S THE MATRIX: RELOADED 5.754 257.486 2350 9. 6 DADDY DAY CARE 2.204 92.325 1982 10. 7 X2: X-MEN UNITED 1.740 207.305 1311 11. 8 WRONGTURN 1.317 12.381 1073 12. 10 BENDIT LIKE BECKHAM 801 21.746 387 13. 9 THEIN-LAWS 677 19.401 1074 14. 11 DOWNWITHLOVE 352 19.561 387 15. 12 HOLES 345 63.789 401 16. 17 SPELLBOUND 323 1.622 84 17. 18 WINGED MIGRATION 322 2.966 69 18. 14 A MIGHTY WIND 309 16.644 245 19. 20 L' AUBERGE ESPAGNOLE 248 1.296 92 20. GHOSTOFTHE ABYSS 232 11.359 53 Allar upphæðir íþúsundum bandaríkjadollara Vinsælustu kvikmyndirnar: Nemo stóðst allar atlögur Finding Nemo var langvin- sælasta kvikmynd helgarinnar í Bandaríkjunum og er aðsókn að henni frekar að aukast en að minnka. Meira að segja ný kvik- mynd með Jim Carrey, Dumb and Dumberer, hafði ekki roð við Nemo. Það má annars segja sem svo að Dumb and Dumberer, sem er framhaldsmynd, hafi ekki átt betra skilið þar sem gagnrýnendur hökkuðu hana í sig og sumir voru á því að þarna væri versta kvikmynd ársins komin. í myndinni endur- taka Jim Carrey og Jeff Daniels hlutverk sín í Dumb and Dumber, sem var mjög vinsæl á sínum tíma. Nýjasta lcvikmynd Harrison Ford fékk aðeins betri viðtökur, sérstak- FINDING NEMO:Hugljúf teiknimynd höfðaði til Bandaríkjamanna um helg- ina. lega hjá gagnrýnendum, en sumum þótti mikið til um leik Fords í myndinni. MYNDBÖND VIKAN 9.- 15.JÚNÍ Sætl Fyrir Tltill Vikur á lista 1. TRANSPORTER 1 2. 3 SWEET HOME ALABAMA 5 3. 1 RED DRAGON 4 4. 2 THETUXEDO ■BiHnMÍ 5. 9 FEMME FATALE 2 6. 4 BALLISTIC 3 7. 12 SUPER TROOPERS 2 8. jjjfj STEALING HARVARD 1 9 10 THEGOOD GIRL 3 10. 7 CHANGING LANES 9 11. 5 THE SALTON SEA 6 12. 8 THE MASTER OF DISGUISE 6 13. 6 FRIDAY AFTER NEXT 4 14. 15 ENOUGH 10 15. _ CRUSH 1 16. 19 HUMAN NATURE 7 17. 18 ONE HOURPHOTO 11 18. 13 HIGH CRIMES 12 19. 14 LIKE MIKE 4 20. 11 DIE ANOTHER DAY 8 Vinsælustu myndböndin: Flutningsmaður glæpamanna The Transporter, sem er vin- sælasta kvikmyndin á myndbanda- markaðnum, er kvikmynd þar sem allt snýst um að spennufíklar fái dágóðan skammt. Segir myndin frá Frank Martin sem er flutningsmað- ur glæpamanna. Hann er kjörinn í starfið, fyrrum hermaður sem ekki spyr neinna spurninga. Dag einn fær hann það verk að flytja ldn- verska stúlku á milli staða. Hann grunar að það eigi að drepa hana um leið og hann skilar henni. Það kemur svo í ljós að fyrir innan skrápinn eru mannlegar kenndir og Martin getur ekki hugsað sér að senda stúlkuna í dauðann. Aðalhlutverkið er í höndum breska leikarans Jasons Strathams, eins af óþekktu leikurunum sem Maðkur í mysunni hjá Mörthu Stewart Mannorð milljarðamærings í rúst vegna örfárra milljóna Martha Stewart er einhver al- þekktasta sjónvarpskona í Bandaríkjunum og sennilega sú sem kemst hvað næst Oprah Winfrey í vinsældum. Árum saman hefur hún stýrt sjón- varpsþáttum sem leiðbeina fólki um það hvernig eigi að halda heimili og elda góðan mat, en nú virðist sem hún hafi sjálf ekki náð að hreinsa allan maðk úr mysu sinni. Þessi hagsýna sjónvarpshúsmóðir hefur nefnilega verið kærð fyrir alrík- isdómstólum þar vestra og er mikið réttardrama í uppsiglingu. Stewart er gefið að sök að hafa reynt að hindra réttvísina við rannsókn á meintum innherjaviðskiptum hennar þegar hún seldi öll hlutabréf sín í lyfjafyrir- tækinu ImClone þann 27. desember 2001. Daginn eftir var gert opinbert að fyrirtækið fengi ekki leyfi til að setja á markaðinn lyf sem það hafði verið að þróa og í kjölfarið hrundi verð hluta- bréfa í ImClone. Fljótlega eftir þetta komst upp að Samuel Waksal, sem stofnaði ImClone ásamt bróður sín- um, Harlan Waksal, hafði haft sam- band við ættingja sína sem áttu hluta- bréf í ImClone og ráðlagt þeim að selja hlutabréfin áður en þetta yrði gert opinbert. Ekki kært fyrir innherjavið- skipti Verðbréfamiðlarar hjá Merrill Lynch, sem skiptu við bæði Stewart og Waksal-fjölskylduna, urðu varir við að faðir bræðranna og dóttir Samuels Waksal seldu gríðarlegt magn hlutabréfa í fýrirtækinu þann 27. desember, létu Stewart vita og hún ákvað að selja öll sín hlutabréf í fyrirtækinu. Þar með var hún komin á mjög grátt svæði hvað varðar inn- herjaviðskipti, því samkvæmt regl- um má fólk sem býr yfir upplýsing- um sem aðrir hluthafar geta ekld haft aðgang að ekki stunda viðskipti með hlutabréf í viðkomandi fyrirtæki. Þegar ákæruatriði voru tilkynnt fyrr í mánuðinum kom hins vegar í ljós að alríkisdómstóll hyggst ekki sækja Mörthu til saka fýrir innherja- viðskipti, heldur fyrir að hindra rannsókn málsins. I ljós hefur komið að saksóknarinn treysti sér ekki til að fara alla leið og kæra fyrir innherja- viðskipti, enda hefði það verið langt gengið miðað við afgreiðslu svipaðra mála í Bandaríkjunum. Hins vegar er talið að nægar sannanir séu fyrir því að Stewart og verðbréfamiðlari hennar, Peter Bacanovic, hafi logið að þeim sem rannsökuðu málið og reynt að fela sönnunargögn. Mismunandi blek Til dæmis er Stewart sökuð um að hafa breytt dagbókarfærslum frá 27. desember 2001 eftir að yfirvöld höfðu samband við hana, en síðar látið að- stoðarmann breyta þeim aftur í upp- runalegt horf. Einnig telst mikilvægt skjal sem á að styðja fullyrðingu Stewart og verðbréfamiðlarans um að ákveðið hafi verið að selja bréf í ImClone um leið og þau færu undir 60 dollara á hlut. Stewart og Bacanovic halda því nefnilega fram að þess vegna hafi Stewart selt bréfin þann 27. desember en ekki vegna innherjaupp- lýsinga. Þetta skjal er handskrifað og við hlið ImClone stendur „@60“, sem á að merkja að selja skuli bréfin þegar verðið nær 60 dollurum. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að „@60“ hafi verið skrifað með öðrum penna en afgangur skjalsins. Aðstoðarmaður Bacanovic, Douglas Faneuil, hefur játað að hafa upphaflega logið um atburðarásina við yfirheyrslur. Hann heldur því jafnframt fram að Bacanovic hafi beitt hann þrýstingi um að styðja sína útgáfu af sögunni. Karlaveldið að hefna sín? Það virðist því ljóst að Martha Stewart sé í nokkuð vondum málum, en ýmsir hafa bent á að yfirvöld hafi ef til vill gengið fullhart fram í rannsókn málsins. Fjárhæðin sem Martha græddi á innherja-viðskiptunum var um það bil 45.000 dollarar, eða tæpar LífMörthu Stewartí hnotskurn: Hagsýna húsmóðirin sem varð rík og fræg Martha Stewart er hverju mannsbarni kunn vestanhafs, enda hefur útgáfufyrirtæki hennar vaxið gríðarlega hratt síðustu árin. Sjónvarpsþættir, bækur,tímarit og margmiðlun- arefni frá þessari hagsýnu hús- móður hafa kennt almenningi hvernig eigi að borða, klæðast, gifta sig, rækta garðinn sinn og taka á móti gestum. Martha Stewart fæddist í New Jersey í ágúst 1941. Hún var skírð Martha Kostyra og ólst upp í fátækt. I æsku fór hún strax í húsmóðurhlut- verkið og saumaði sína eigin kjóla, fann upp nýjar kökuuppskriftir og TEKJUR MARTHA STEWART OMNIMEDIA: 1997: 10 milljarðar kr. 1998: 13 milljarðar kr. 1999: 17 milljarðar kr. 2000: 21 milljarður kr. 2001: 22 milljarðar kr. hellti sér út í garðrækt. Að auki varð hún tískumódel um tíma en fann sig ekki í því. Hún lærði listasögu í háskóla og hitti þar Andy Stewart, son verðbréfa- sala á Wall Street, sem hún giftist 1961. Hinn fullkomni gestgjafi Fljódega eftir giftinguna fór hún að fjárfesta f verðbréfum og lagði þar grunninn að ríkidæmi sínu. Hún komst hins vegar að því, eftir að fjöl- skyldan keypti gamalt hús og gerði það upp eftir hennar leiðsögn, að hennar styrkur lá í að halda heimili. Fljótlega eftir það opnaði hún mat- vörubúð og veisluþjónustu sem sló í gegn hjá ríka fólkinu. Að lokum varð hún fræg á landsvísu þegar hún gaf út bókina „Entertaining" þar sem hún leiðbeindi fólki um það hvemig ætti að vera fullkominn gestgjafi. Á níunda áratugnum varð hún al- ræmd fýrir að vera vinnualki og þurfti að auki að verjast ásökunum um að hún eignaði sér heiðurinn af verkum annarra. Árið 1987 skildi hún svo við Andy Stewart eftir 28 ára hjónaband. Fyrirtæki hennar, Martha Stewart Omnimedia, hefur vaxið ógnarhratt síðustu árin og er meðal annars með útibú í Kanada, Brasilíu og Japan. Árið 2001 voru tekjur íýrirtækisins 296 milljónir dollara, um það bil 22 millj- arðar króna. Des. 2002 fjórar milljónir króna, þannig að ekki er hægt að segja að miklar upphæðir hafi verið í spilinu fyrir hana, sem er talin eiga hundruð milljóna dollara. Því vilja margir meina að hér séu yfirvöld að reyna að „negla" vel þekktan einstakling úr viðskiptalífinu til að draga athygli almennings frá mun stærri og alvarlegri glæpa- málum sem komið hafa upp síðustu misseri í viðskiptalífinu vestra. Eins hafa sumir bent á að offorsið sem beitt hafi verið gegn húsmóðurinni hagsýnu geti átt rætur að rekja til þess að nú sé karlaveldið, sem ræður ríkjum í viðskiptaheiminum, að nota tækifærið til að berja niður konu sem hefur látið mikið að sér kveða síðustu árin og oft beitt aðferðum sem hafa skilið andstæðingana eftir í i 18fi| sárum. Hver svo sem f »» • 'ljl ástæðan er verður / , athyglisvert að / fylgjast með /. ■ framvindu mála á /ý/ næstu misserum. / /ýí kja&dv.is ; & * ' ■' * u f . Febr. Mars Apríl Maí Júnf Júlf Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des. 2003 Febr. Mars Aprfl Maí Júnf TRANSPORTER: Jason Statham leikur mikið hörkutól. Guy Ritchie tók upp á sína arma í Lock, Stock and Two Smoking Barrels og Snatch. 26. desember 2001: ©-------- Forsvarsmenn ImClone komast að þvf að fyrirtaekið fái ekki framleiðsluleyfi á krabbameinslyfinu Erbitux.Segja aettingjum og vinum að selja hlutabréf ( fyrirtækinu. 27.desemeber 2001; 4 Martha Stewart fær veður af þvf að eigendur ImClone og fjölskyldur þeirra selji hlutabréf.Ákveður að gera það sama. -O 28. desember 2001: Tilkynnt opinberlega að ImClone fái ekki framleiðsluleyfi. Hlutabréffyrirtækisins falla fverði um 16% næsta viðskiptadag. 20.janúar 2002: Ó Hlutabréf (ImClone falla um 30% eftir að tilkynnt er að opinberir aðilar muni rann- saka starfsemi fyrirtækisins. i 22.mars 2002: Byrjað að rannsaka verslun með hlutabréf ImClone með tilliti til innherjaviðskipta. 13.júní 2002: Samuel Waksal er handtekinn vegna ásakana um að hann hafi sagt fjölskyldu- meðlimum að selja hlutabréf í fyrirtæk- inu rétt áður en til- kynnt væri að fyrir- tækið myndi ekki fá framleiðsluleyfi á krabbameinslyfi sfnu. ii 22. júnf 2002: Merrill Lynch vísar verðbréfasala Mörthu Stewart, Peter Bacanovic, tímabundið úr starfi. 8. ágúst 2002:0 Waksal kærður 113 liðum eftir að viðræður um að hann játi sekt sína stranda. ) 6. september 2002: Rannsóknarlögreglu- menn tilkynna að þeir hafi sannanir fyrir 5 mínútna símtali frá Mörthu Stewarttil Samuel Waksal þann 31. desember, en Waksal hafði áður sagt að þau hefðu ekki talað saman á þessum tíma. + ll.september 2002: Beðið um opinbera rannsókn á þvf hvort Martha Stewart hafi logið að rannsóknarnefnd um mál ImClone. 1 22. október 2002: Mörthu Stewart tilkynnt að hún verði sótt til saka vegna sölunnar á hlutabréfum ImClone f lok árs 2001. Ó 15. október 2002: Samuel Waksal játar sekt í 6 ákæruliðum. 3. október 2002:i Aðstoðarmaður verðbréfasalans sem höndlaði með hlutabréf Stewart segist hafa þegið peninga fyrirað segja ekki frá þvf af hverju Martha Stewart seldi allt f einu hlutabréf f ImClone. S.júnf 2003: Martha Stewart og fyrrum verðbréfasali hennar eru ákærð (9 liðum fyrir að reyna að spilla fyrir rannsókn á verðbréfaviðskiptum hennar og breyta lykilskjölum til að styðja sögu þeirra.Stewart læturaf störfum sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri fyrirtækis sfns Marta Stewart Living Omnimedia. ii Júlf H- Ágúst 10. júní 2003: Sam Waksal er dæmdur í 7 ára fangelsi og 4 milljón dollara sekt vegna gjörða sinna hjá ImClone. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.