Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 18.JÚN/2003 TILVERA 27
HOWTO LOSE A GUY IN 10 DAYS:
Sýnd kl. 5.45,8 og 10.15.
OLD SCHOOL: Sýnd kl. 8 og 10. NÓI ALBINÓI
Sýnd kl. 6.
KRINGLAN
ALFABAKKI
Quee n L*ui£ah
Qutrcn Latífah
Src\c Martín
★★★
Það borgar
sig að
kynnast
fólki vel
áðuren þú
iíerð á blint
stefnumót á
Netinu. j
ÞífWáor^fl sig að kynnastTólki ver
áður en þú ferð á blint stefnumót á
Netinu.
Þessi frábæra grínmynd er frá fram-
leiðandanum Jerry Bruckheimer
sem hefur gert smellina Arma-
geddon, Pearl Harbor,
The Rock og Conair
POWERSÝNING.BJ. 12 ára.
Queen Latifah fer á kostum og
Steve Martin slær í gegn í sinni
stærstu gamanmynd frá upphafii
THE MATRIX RELOADED;
^SvaJasta rnyrre) suma^Ss er
kíimi|i. Byrjaði með jjlStn um
síð&ít%(>elgi í Bandajvtfcjunum
í Lúxus VIP kl. 3.45,5.50,8 og 10.15.
ÁLFABAKKI tS 587 8900
KRINGLAN tS 588 0800
THE MATRIX RELOADED: Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30. KANGAROO JACK: Sýnd kl.4,6,8 og 10.
SKÓGARLfF: | Sýnd m.ísl.tali kl.3.45. JOHNNY ENGLISH: Sýnd kl.4 og 6.
\ t 1 fi í \ (1 1 J ! )|
! r""t 1 \ r—> 1 /| r íJjjJ
JPlk FJÖLMIÐLAVAKTIN
t AgústBogason
Æfmmf skrifarumfjölmiðla
Attenborough
og fótboltinn
Sjónvarpið hefur síðustu vikur sýnt
þættina Lífshættir spendýra, eða The
Life of Mammals, þar sem David
Attenborough hefur á sinn einstaka
hátt frætt áhorfendur um þróun
spendýra fram á okkar daga. Þættim-
ir em í senn fræðandi og skemmtileg-
ir og góð tilbreyting við það gífurlega
magn afþreyingarefnis sem sjón-
varpsstöðvarnar bjóða annars upp á.
Það er ríkissjónvarp Breta, BBC, sem
stendur að gerð þáttanna sem em
einstaklega vandaðir líkt og flest sem
frá þeim kemur. BBC ber einfaldlega
höfuð og herðar yfir aðra þegar kem-
ur að framleiðslu á vönduðu og góðu
sjónvarpsefni og umræddir þættir
undirstrika þá fullyrðingu.
Knattspyrnufár hefur ríkt f landinu
síðustu vikur enda hafa bæði landslið
karla og kvenna unnið frækna sigra.
Fjölmiðlar landsins gera knattspyrn-
unni ávallt skil en misvel þó. Bæði
(þróttadeild RÚV og Norðurljósa hafa
á dagskrá sinni svokölluð fótbolta-
kvöld þar sem valdir kaflar úr leikjum
af fslandsmótunum em sýndir.
Gæðamunur þáttanna er grfðarlegur
þar sem RÚV sýnir aðeins það allra
markverðasta úr leikjum kvöldsins og
stöku viðtal á meðan íþróttadeild
Norðurljósa gerir hlutunum mun
betri skil og birtir viðtöl bæði við leik-
menn og þjálfara, oft fyrir og eftir
leik. Óskandi væri að ríkisfjölmiðili-
inn tæki upp ögn vandaðir vinnu-
brögð við gerð þáttanna þannig að
þeir fjölmörgu knattspymuáhuga-
menn, sem ekki hafa aðgang að Sýn,
geti unað glaðir við sitt.
STJÖRNUGJÖF DV
★ ★★★
Nói albínói ★ ★★★
Respiro ★ ★★
Identity ★ ★★
Narc ★ ★★
X-Men 2 ★ ★★
Johnny English ★ ★★
Anger Management ★ ★
2 Fast 2 Furious ★ ★
Kangaroo Jack ★ ★
Matrix Reloaded ★ ★
Bringing Down
the House ★ ★
View from the Top ★ ★
Darkness Falls ★ ★
How to Lose a Guy
in 10 Days ★ ★
Old School ★
TÖFFARAR: Paul Walker og Tyrese í hlutverkum Brians og Romans, sem eru öllum fremri
þegar þarf að keyra hratt.
Bensínið í botn
KVIKMYNDAGAGNRÝNI
HILMAR KARLSS0N
hkarl@dv.is
Það leynir sér ekki strax í upp-
hafsatriði á hvað áherslan er lögð í 2
Fast 2 Furious. Sviðið er malbikuð
borgargata. Ungt fólk hefur safnast
saman í kringum þrjá bíla sem eiga
athygli allra. Tveir töffarar, annar af
suður-amerískum uppmna, hinn
svartur, ásamt hvítri stúlku, sem er
ekki síður svöl en strákarnir, standa
við bíla sína og em með létt skítkast
hvert út í annað. Spennan er mögn-
uð, enda kappakstur í uppsiglingu.
Keppnisstjórinn kemur á vettvang
og er ekki ánægður þar sem minnst
Smárabíó/Háskólabíó/Laugarásbíó
2 Fast 2 Furious
★★
fjóra bfla þarf í kappaksturinn.
Hann segist munu útvega fjórða
keppandann og hringir í Brian (Paul
Walker) (hetjan úr Fast and the
Furious) og biður hann að hlaupa í
skarðið. Það er eins og við manninn
mælt, hvítur riddari kemur á fáki
sínum og þögn slær á mannskap-
inn. Lítið verður úr gífuryrðum
enda sjálfur meistarinn mættur. Og
nú byrjar það sem áhorfendur hafa
beðið spenntir eftir, götukappakst-
ur á tryllitækjum sem standa fylli-
lega undir nafni.
Þótt 2 Fast 2 Furious sé
að mörgu leyti barnaleg
kvikmynd er hún ágæt
skemmtun og sjálfsagt
fullkomin skemmtun
fyrir þá sem fá adrena-
línstuð þegar bensínið á
tryllitækjunum erstigið
í botn.
Þetta er langt atriði og gefur tón-
inn um hvað koma skal. Engin saga
er enn farin að koma upp á yfir-
borðið, enda skiptir það litlu máli, 2
Fast 2 Furious er fyrst og fremst um
bfla og töffara sem keyra þá. Það
þarf þó aðeins að fylla upp með ein-
hverri sögu. Brian er fyrrum lög-
reglumaður, sem eftir kappakstur-
inn mikla er nappaður og neyddur í
samstarf með lögreglunni. Hann á
að koma sér inn í innsta hring hjá
stórtækum eiturlyijasmyglara,
verða flutningabflstjóri hans og þar
sem Vin Diesel, sem var aðaltöffar-
inn í fyrri myndinni, er ekki með í
framhaidinu, þarf að finna stað-
gengil. Til sögunnar er kynntur
æskufélagi Brians, Roman (Tyrese),
sem Brian vill fá f lið með sér. Þar
sem Roman er með fangelsisdóm á
bakinu er honum heitið uppgjöf
saka gangi hann í lið með lögregl-
unni.
2 Fast 2 Furious verður samt eng-
in sakamálamynd upp úr þessu.
Það er aldrei langt á milli götu-
kappaksturs eða eltingaleikja á íjöl-
förnum hraðbrautum, svo smátt og
smátt verður sagan aðeins uppfyll-
ing sem þjónar þeim tilgangi að
skapa þéttleika í myndina. Það
tekst, því þótt 2 Fast 2 Furious sé að
mörgu leyti barnaleg kvikmynd er
hún ágæt skemmtun og sjálfsagt
fullkomin skemmtun fýrir þá sem fá
adrenalínstuð þegar bensínið á
tryllitækjunum er stigið í botn.
Leikarar í myndinni eru ekki
valdir eftir leikhæfileikum, heldur
útliti, og ekki er annað hægt að
segja en vel hafi tekist til. Paul Wal-
ker fær meira svigrúm í fjarveru Vin
Diesels og notfærir sér það og
Tyrese hefur, eins og Walker, út-
geislun þótt sjá megi að hann hefur
stúderað Diesel og reynir hvað
hann getur til að líkjast honum.
Sem sagt, ágæt skemmtun - þó ekki
saklaus því fréttir eru strax farnar að
berast frá Bandaríkjunum um
banaslys í umferðinni sem rekja má
til myndarinnar.
Leikstjóri: John Singleton. Handrit:
Michael Brandt og Derek Haas.
Kvikmyndataka: Matthew F. Leo-
netti.Tónlist: David Arnold.Aðal-
leikarar: Paul Walker,Tyrese, Eva
Mendes,Cole Hauser og James
Remar.
Stöð 2 sýnir Wings ofthe Dove kl. 13.00 og 23.20:
Vel heppnað drama
Stjörnugjöf DV
★★★★
Wings of the Dove ★ * -k
Þessi ágæta kvikmynd, sem gerð
er eftir þekktri skáldsögu Henrys
James, gerðist árið 1910. Merton er
róttækur blaðamaður í Lundúnum.
Hann er ástfanginn af Kate sem er
öllu hærra sett í rígskorðaðri stétta-
skiptingu Englands. Vandamálið er
ekki vangoldin ást heldur þarf Kate
að afsala sér þægilegu lífi hinna ríku
til að giftast manninum sem hún
Er um margt hefðbund-
ið breskt drama og
minnir óneitanlega á
fjölda annarra aðlag-
ana er áttu sér stað um
síðustu aldamót.
elskar. Parið eygir lausn vanda síns
er ung og auðug bandarísk stúlka
vingast við þau.
Þetta er um margt hefðbundið
breskt drama og minnir óneitan-
lega á fjölda annarra aðlagana er
áttu sér stað um síðustu aldamót.
Slíkar myndir búa jafhan yfir glæsi-
legum búningum, töfrandi svið-
setningum og sterkri persónu-
sköpun. Feneyjar bregðast
sjaldan sem dramatískur bak-
grunnur og gera það vart hér
nema áhorfendum þyki um-
hverfið hreinlega orðið of klisju-
kennt. Kate og Merton eru fjarri
því að vera einfaldar persónu-
gerðir, einkum Kate sem er
ógeðfelld og umhyggjusöm f
senn. Helenu Bonham Carter
tekst vel upp í hlutverki hennar,
auk þess sem aðrir leikarar
standa sig með prýði. Þeir eru
grunnur vel heppnaðs drama,
þótt hætt sé við að sumum þyki
myndin full langdregin.
RÓMANTlK: Helena Bonham Carter.Linus Roache
og Charlotte Rampling í hlutverkum sínum.