Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2003, Blaðsíða 2
78 DVSPORT MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ2003
Chelsea tapaði fyrir Lazio
Ronaldinho til Barcelona
KNATTSPYRNA: Eiður Smári
Guðjohnsen var í fremstu víg-
línu Chelsea sem sótti Lazio
heim á föstudagskvöldið í
fyrsta „alvöru" æfingaleik liðs-
ins á undirbúningstímabilinu.
Leiknum lauk með sigri Lazio,
2-0. Eiður Smári þótti sýna
ágætis tilþrif og heimtaði til að
mynda vítaspyrnu eftir að
brotið hafði verið á honum en
pr* * * —an áran9urs-
'W ***j1 ^°num var
P - ,>'lt'a,-'l Foisell
baink lék 74 mínútur í leiknum.
Bakvörðurinn Glenn Johnson,
sem nýverið gekk til liðs við fé-
lagið, lék sinn fýrsta leik fyrir
þá bláklæddu og þótti standa
sig með prýði. Þá vakti einnig
athygli að Hollendingurinn
Boudewijn Zenden virðist
koma vel undan sumri en
hann þótt besti maður Chelsea
í leiknum. Mörk Lazio skoruðu
Simone Inzaghe, sem skoraði
fýrra mark sinna manna úr
glæsilegri bakfallsspyrnu, og
Dejan Stankovic.
Tryggvi frá
KNATTSPYRNA: Stöð 2
greindi frá því á föstudags-
kvöld að landsliðsmaðurinn
Tryggvi Guðmundsson, leik-
maður Stabæk í Noregi, væri
fótbrotinn og yrði frá í minnst
6 vikur. Hann missir því líklega
af leik Islands gegn Færeyjum
ytra eftir rúman mánuð. Hann
skoraði sigurmark Islands gegn
Færeyjum í byrjun júní.
KNATTSPYRNA: Brasilíski leik-
maðurinn Ronaldinho stóðst
um helgina læknisskoðun hjá
spænska stórveldinu Barcelona
og hefur hann skrifað undir
fimm ára samning við félagið.
Sem kunnugt er var Manchest-
er United á höttunum eftir leik-
manninum en var ekki reiðu-
búið að greiða jafnmikið og
Barcelona, eða litla 2,6 milljarða
króna. Með tilkomu Ronaldinho
er spænska liðið nú með of
mikið af leikmönnum utan Evr-
ópu í sínum röðum og þarf fé-
lagið að losa sig við einn leik-
mann. Valið er talið standa á
milli Argentínumannanna
Javier Saviola og Juan
Riquelme, en sá síðarnefndi
þykir þó heldur líklegri til að
verða seldur frá félaginu.
Efni DV-Sports
mánudaginn 2 hjúlí2003
Reyni að standa mig hjá
KR
viðtal við Kristján Sigurðs-
son, bls. 19
Steipurnar nutu sín í
góða veðrinu
Allt um gullmót Breiðabliks
og JB um helgina, bls. 20-22
KR og KA í undanúrslit-
in
Allt um bikarleiki helgarinnar,
bls. 24-25
Gaman á Gothia Cup
Ferðasaga frá Gautaborg,
bls. 26-27
Meistaramót íslands í
golfi um helgina
„Draumaskor," bls. 28-29
Vakna breyttur maður
Ben Curtis vann opna breska
meistaramótið í golfi, bls.29
Barichello sigraði
Allt um formúlu helgarinnar,
bls. 30
Frábært á veiðislóðum
Laxarnir láta á sér kræla, bls.
31
Tvö íslandsmet féllu
HM í sundi ,bls.320
Pippen aftur
til Chicago
Körfuboltamaðurinn
Scottie Pippen gekk um
helgina til liðs við Chicago
Bulls, liðið sem hann, ásamt
Micheal Jordan, leiddi til sex
meistaratitla.
Pippen var sjöfaldur
stjörnuliðsleikmaður á sfn-
um ellefu árum með
Chicago, áður en hann yfir-
gaf félagið og fór til Houston.
Þar staldraði hann stutt við
og síðustu fjögur ár hefur
þessi ljölhæfi leikmaður ver-
ið á mála hjá Portland Trail
Blazers.
Forráðamenn Chicago sjá
Pippen íyrir sér sem lærifoð-
ur ungra leikmanna í liðinu.
John Paxon, framkvæmda-
stjóri Bulls og fyrrverandi
samherji Pippen, bauð hann
velkominn „heim".
„Fyrir mér er hann hinn
eini sanni leiðtogi Chicago
Bulls."
Brand áfram
hjá Clippers
Elton Brand verður áfram
hjá LA Clippers á næsta
keppnistímabili í NBA-deiId-
inni. Clippers buðu jafnmik-
ið og Miami f launakostnað
og þar sem Brand var bund-
inn skilmálum hjá félaginu
varð hann að taka tilboði
Clippers. vignir@dv.is
Kobe Bryant, ein helsta stjarna
NBA-körfuknattleiksliðsins LA-
Lakers, segist alsaklaus af
ákærunni um að hafa beitt 19
ára stúlku kynferðislegu of-
beldi. Hann viðurkenndi hins
vegar að hafa haldið fram hjá
eiginkonu sinni með stúlkunni
en ítrekar að allt sem fram fór
þeirra á milli hafi verið með
vilja beggja aðila.
Bryant kom fram á blaðamanna-
fundi í Bandaríkjunum um helgina
þar sem hann skýrði sína hlið mála.
Með honum á fundinum var eigin-
kona hans, Vanessa, og héldust þau
í hendur á meðan Kobe ræddi við
fréttamenn.
„Ég er saklaus," sagði körfuknatt-
leiksstjarnan með kökkinn í hálsin-
um og tárin í augunum. „Ég neyddi
hana ekki til eins né neins og þetta
var ekki gert gegn vilja hennar. Ég
sit hér, fullur viðurstyggðar á
sjálfum mér, vitandi að ég gerði
þau mistök að vera konu minni
ótrúr,“ sagði Kobe áður en hann
sneri sér að eiginkonu sinni og
ávarpaði hana.
„Ég sit hér, fullur viður-
styggðar á sjálfum mér,
vitandi að ég gerði þau
mistök að vera konu
minni ótrúr."
„Þú ert mín blessun og stór hluti
af hjarta mínu. Ég elska þig af öllu
mínu hjarta og mér þyldr afskap-
lega leitt að hafa gert þér og fjöi-
skyldu okkar þetta," sagði Bryant
en ekki er langt um liðið síðan þau
hjón eignuðust sitt fyrsta barn.
Kobe, sem var látinn laus gegn
tryggingu, þarf að mæta fyrir rétt
STANDA SAMAN: Kobe Bryant átti gríðarlega erfitt með að koma fram á blaðamannafundi
um helgina þar sem hann viðurkenndi að hafa verið konu sinni ótrúr. Með honum á fund-
inum var eiginkona stjörnuleikmannsins og héldust þau í hendur.
þann 6. ágúst nk. Ef hann verður
fundinn sekur gæti leikmaðurinn
átt yfir höfði sér allt að ævilanga
fangelsisvist.
Hver sem niðurstaðan úr málinu
verður hefur ímynd Bryants beðið
hnekki sem seint verður bættur.
Kappinn er með fjölmarga auglýs-
ingasamninga við ýmis fyrirtæki og
er talið að þau muni rifta samning-
unum eftir að dæmt hefur verið í
málinu. Þá er talið næsta víst að
Kobe muni draga sig út úr lands-
liðshópi Bandaríkjanna í körfu-
bojta en hann átti að vera hluti af
hinu nýja „draumaliði". vignir@dv.is
„Ég er saklaus"
segir Kobe Bryant körfuknattleiksmaður um ákæruna á hendursér
Utan vallar
jffE MÍN SKOÐUN
* s* Eiríkur Stefán Ásgeirsson
■jJjíjL iþrónafréttamaður
Fátt annað en knattspyrna hefur
verið á milli tannanna á íbúum
Akraness að undanfomu. Liðinu
gengur skelfiiega í Landsbankadeild
karla, situr í öðm botnsæti deifdar-
innar eftir 10 umferðir - og er það í
fyrsta sinn í 13 ár sem það gerist.
Ég leyfi mér að vitna í íslenska
knattspyrnu ‘90 eftir Víði Sigurðs-
son þar sem ég drep niður í umfjöll-
un um leik ÍA og Víkings í 13. um-
ferð. „Þeir (leikmenn ÍA) fengu gull-
in færi til að skora, Alexander
Högnason skaut í þverslá og síðan
datt Haraldur Ingólfsson þegar
hann átti aðeins eftir að renna bolt-
anum í tómt mark Víkinga."
Og þannig em nánast allar lýsing-
ar af leikjum fA það sumarið. „Al-
gert lánleysi", „nýttu ekki færin sín",
„aragrúi ónýttra færa" og þannig
mætti lengi halda áffam. Tölfræði-
úttekt Óskars Ó. Jónssonar á
skotnýtingu Skagans í sumar fellur
einnig að þessum lýsingum eins og
flís við rass. „Skagamenn hafa að-
eins nýtt 7,6% skota sinna og skorað
fæst mörk alira liða (11) þrátt fyrir
að hafa náð að skjóta langoftast að
marki eða 14,5 sinnum að meðaltali
íleik."
Þetta ætlar greinilega að verða
eitt af þessum tímabilum, þar sem
ekkert gengur upp. Þeir léku vel
Þetta ætlar greinilega
að verða eitt afþessum
tímabilum þar sem
ekkert gengur upp.
gegn Grindavík og töpuðu. í næsta
leik urðu þeir fyrir einu mesta áfaili
sínu í fjölda ára þegar þeir lágu fyrir
ÍBV heima, 0-3. I kjölfarið fylgdi
markalaust jafntefli við FH þar sem
Skagamenn hefðu, þegar allt kemur
til alls, átt að vinna.
Um helgina vom ákveðin vatna-
skil f leikmannahópi ÍA. Alaksander
Linta fór, sem og hinn ungi og
efnilegi Ellert Jón Bjömsson, auk
þess sem Unnar Valgeirsson og Kári
Steinn Reynisson em meiddir. Það
var þó gieðiefni að þeir sömdu við
danska sóknarmanninn sem var til
reynslu hjá þeim og aldrei að vita
nema að hann snúi við blaðinu.
Það þýðir hins vegar
ekki að binda allar
vonir við „aðkomu-
mann" eins og um
sjálfan Frelsarann væri
að ræða.
Það þýðir hins vegar ekld að
binda allar vonir við „aðkomu-
mann" sem á að redda öllu eins og
um sjálfan Frelsarann væri að ræða.
Skagamenn - leikmenn, þjálfari,
forráðamenn félagsins og stuðn-
ingsmenn - þurfa að líta í eigin
barm og byrja að standa saman, ef
þeir gera það ekki nú þegar.
Leikurinn í lcvöld gegn Grindavík er
kjörið tækifæri til þess.
Tímabilinu 1990 lauk með falli.
Það var vissulega fararheill því árið
1992 hófu þeir 5 ára sigurgöngu á
Islandsmótinu. Þeir ættu kannski
að prófa það aftur - hver veit nema
það virki?