Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2003, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 21. JÚU2003 DVSPORT 29 Vissi vel af stráksa 5,5 millur Upp og ofan hjá Tiger Minntiá 1999 GOLF: Vijay Singh, kylfingur- inn frá Fídjí-eyjum, var líklega eini þátttakandinn í Opna breska sem vissi að Ben Carter gaeti vel gert góða hluti á mót- inu. „Ég spilaði með honum í Chicago," sagði Singh sem varð í öðru sæti ásamt Danan- um Thomas Björn, höggi á eftir Carter. „Hann þurfti að standa sig vel þar til að komast á mót- ið og gerði það sem þurfti, ná- kvæmlega eins og í dag. Á meðan voru allir að tala um Ti- ger, Love og Björn en hann læddist bakdyramegin inn," sagði Singh. Hann sjálfur var svekktur að hafa ekki sigrað og hefði fyrir fram ekki sætt sig við annað sætið. „Ég kom hingað til að vinna en gerði einfaldlega of mörg mistök." VEÐMÁL: Þegar mótið hófst var Ben Carter með sigurlík- urnar einn á móti 250 í breskum veðbönkum. Ekki voru margir sem tóku því veð- máli en þegar á mótið leið minnkuðu líkurnar og þegar þær voru í 10-1 tók einn sig til og veðjaði 615 þúsund krón- um á Carter. (lok dagsins var hann um 5,5 milljónum ríkari. GOLF: Mótið um helgin var 5. stórmótið í röð sem Tiger Woods sigrar ekki á. Engu að síður er hann langefstur á heimslistanum en það er ekki nóg fyrir Tiger - hann vill vinna hvert einasta mót sem hann tekur þátt í þó svo að flestir yrðu sáttir við að vinna eitt stórmót á ferlinum. Honum gekk ýmist frábærlega eða hræðilega um helgina, allt frá því að týna kúlunni á fyrsta teighöggi að því að setja niður 30 metra högg. „Til þess að koma mér á ákveðið skrið þurfti ég að setja niður pútt sem duttu einfaldlega ekki hjá mér. Svona er golfið bara, sumt gekk vel, annað ekki þannig að þetta jafnast út ef á heildina er litið." GOLF: Hver man ekki eftir því þegar Frakkinn Jean Van Velde var með 3 högga forystu á 18. holu síðasta dags Opna breska mótsins á Carnoustie sem hann glopraði niðurá ótrúleg- an kæruleysislegan máta. Það kom upp í kollinn á mörgum þegar Ijóst var að Thomas Björn hafði kastað frá sér sigrinum á síðustu 3 holunum. ST. GEORGE 2003: ÚRSLIT Efstu menn: Ben Curtis, Bandaríkjunum 283 Thomas Björn, Danmörku 284 Vijay Singh, Fídjí-eyjum 284 Davis Love III, Bandaríkjunum 285 Tiger Woods, Bandaríkjunum 285 Brian Davis, Bretlandi 286 Fredrik Jacobsson, Svíþjóð 286 Þessir helstu: Nick Faldo, Bretlandi 287 Sergio Garcia, Spáni 288 Retief Goosen, Suður-Afríku 288 Stuart Appleby, Ástralíu 289 Ernie Els, Suður-Afríku 290 Greg Norman, Ástralíu 290 Padraig Harrington, írlandi 291 Thomas Levet, Frakklandi 291 Nick Price, Zimbabwe 292 Fred Couples, Bandaríkjunum 295 Phil Mickelson, Bandaríkjunum 297 Mark O'Meara, Bandaríkjunum 298 lan Woosnam, Bandaríkjunum 303 BEN CURTIS I' HNOTSKURN Bandaríkjamaðurinn Ben Curtis varð nýjasta stjarna golfheimsins þegar hann vann Opna breska meistaramótið í golfi um helgina: Fæddun 26. maí 1977, í Ostrander, Ohio, Bandaríkjunum. Æska: Ólst upp í seilingarfjarlægð frá Millcreek golfvellinum og byrj- aði að spila golf þriggja ára. 1999: Vann áhugamannamótið í Ohio-fylki. 2000: Varði fýlkistitilinn og gekk vel á áhugamannamótum. Var efst- ur á styrkleikalista áhugamanna. 2002: Komst að í bandarísku PGA- atvinnumannamótaröðinni. 2003: Tók þátt í 13 PGA-mótum og komst 4 sinnum fram hjá niðurskurðinum. Besti árangur 13. sæti sem dugði til þátttökuréttar á Opna breska, hans fýrsta stórmóti. Var númer 396 á styrkleikalista atvinnumanna fyrir mótið. „Þegar ég vakna í fyrramál- ið verð ég breyttur maður7' Hinn 26 ára galmi Ben Curtis er nýr meistari Opna breska meistaramótsins í golfi. Hann lauk holunum 72 á einu höggi undir pari og getur þakkað Dananum Thomas Björn fyrir sigurinn - sá kastaði forskotinu frá sér á síðustu 3 holunum. Björn hlýtur að naga sig í handarbökin. Hann þurfti þrjú högg til að komast úr sandgryfju á 16. braut og fór þá næstu á skolla. Hann lauk keppni á pari, höggi á eftir Curtis. í ofanálag við það fékk hann dæmd á sig 2 högg í víti á fyrsta deginum. Ef, ef og aftur ef - en það dugar þó ansi skammt. Curtis var að leika á sínu fyrsta stórmóti og í raun aðeins sínu 14. móti sem atvinnumaður. Hann er fyrsti maðurinn síðan 1975 (Tom Watson) til að vinna Opna breska í fyrstu atrennu. Hann er einnig sjö- undi Bandaríkjamaðurinn á 9 árum til að bera sigur úr býtum á þessu móti. Curtis var í fyrsta holli á fyrsta degi. Hann var stöðugur alla dag- ana (72, 72, 70, 69) og lék sinn besta hring undir gífurlegri pressu. Eftir að hafa lokið keppni þurfti hann að bíða nokkra stund og notaði tím- ann til að slá teighögg á æfinga- svæði, rétt til að halda á sér „hita“ ef til umspils kæmi. Hann virtist ótrúlega rólegur yflr öllu saman en átti erfitt með sig þegar kom að þvf að þakka fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn í þakkarræðunni að verðlaunaafhendingu lokinni. Hann var þó búinn að ná sér þegar fréttamaður BBC náði tali af hon- um. „Þetta er ótrúlegt. Ég lagðist til svefhs í gær og sagði við sjálfan mig að ég myndi vinna þetta mót. Ég þyrfti bara gott skor,“ sagði Curtis. „Én ég var ánægður með að fá bara að vera með. Það hefði alveg verið nóg fyrir mig. Þetta er hins vegar stærsta golfmót í heimi og ég er ánægður með að vera meistarinn. Þegar ég vakna í fyrramálið verð ég breyttur maður," bætti hann við. „Ég lagðist til svefns í gær og sagði við sjálfan mig að ég myndi vinna þettamót." Curtis lék frábærlega á fyrstu 11 holum gærdagsins en viðurkenndi að hann hefði ef til vill verið of rag- ur þegar nær dró þeirri átjándu. „Ég hefði bara átt að halda áfram að negla að fánanum eins og ég hafði gert alla vikuna," sagði hann en getur þó varla kvartað yfir ár- angrinum. Sigur hans er einn sá óvæntasti í þessu sögufrægasta golfmóti heims en það fór fram í 132. skipti um helgina. eirikurst@dv.is GOLFKLÚBBUR VESTMANNAEYJA: Júlíus Hallgrímsson endurheimti meistaramótstitli GV en hann tapaði naumlega fyrir Örlygi Helga Grímssyni í fyrra. Erla Adolfsdóttir fagnaði hins vegar öruggum sigri, eins og svo oft áður. DV-mynd Ómar GOLFKLÚBBURINN LEYNIR: Willy nokkur Blumenstein gerði sér lítið fyrir og vann sigur- vegara síðasta árs, Stefán Orra Ólafsson, um helgina. Sá varð að gera sér annað sætið að góðu. Hannes Marinó Ellertsson varð þriðji. Mynd GL GOLFKLÚBBUR SUÐURNESJA: Örn Ævar Hjartarson endurheimti meistaramótstitil karla eftir fjarveru síðasta árs. Hjá konunum vann Erla Þorsteinsdóttir eftir að næstu tvær konur á eftir henni í keppni helgarinnar höfðu einokað titilinn í 6 ár. Mynd Víkurfréttir GOLFKLÚBBUR (SAFJARÐAR: Á meistaramóti G( báru þau Baldur Ingi Jónsson og Ása Grímsdóttir sigur úr býtum. Mynd Gf IJHM 11 Ml IS IAIIAMOIANNA GSS, Sauðárkróki: Karlar: 1. Jóhann örn Bjarkarson 309 2. Ólafur Árni Þorbergsson 329 3. Haraldur Friðriksson 336 Konur: 1. Árný Lilja Árnadóttir 338 2. Katrín Sveina Björnsdóttir 380 3. Svanborg Guðjónsdóttir 396 GSE, Hafnarfirði: Karlar: 1. Tryggvi ValtýrTraustason 288 2. Eiríkur Guðmundsson 297 3. SiggeirVilhjálmsson 298 Konur: 1. Lovísa Hermannsdóttir 366 2. Rós Magnúsdóttir 366 3. Bjarney Sigurjónsdóttir 395 GS, Reykjanesbæ: Kdrlar: 1. Örn Ævar Hjartarson 286 2. Helgi Birkir Þórisson 293 3. Davíð Jónsson 294 3. Helgi Dan Steinsson 294 Konur: 1. Erla Þorsteinsdóttir 365 2. Magdalena S. Þórisdóttir 368 2. Rut Þorsteinsdóttir 368 GV, Vestmannaeyjum: Karlar: 1. Júllus Hallgrimsson 291 2. Karl Haraldsson 291 3. Hörður Orri Grettisson 297 Konur: 1. Erla Adolfsdóttir 343 2. Elsa Valgeirsdóttir 423 3. Þóra Gissurardóttir 439

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.