Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2003, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ2003 DVSPORT 27 Þannig fréttist af því að margir fóru í Liseberg í annað og jafnvel þriðja skipti. Þá voru íþróttabúðir í ná- grenninu gjörsamlega tæmdar. Ekki bara keppt tii sigurs Krakkamir okkar vöktu mikla at- hygli úti í Svíþjóð og þeir vom margir þjálfararnir sem komu að máli við þjálfara og forráðamenn og föluðust eftir æfmgaleikjum. Meðal annars gerðist það að drengjalið eitt frá Þýskalandi óskaði eftir æfmgaleik við stúlkna- lið frá íslandi. Piltarnir sem leikið höfðu í riðli drengja fæddra 1988 höfðu farið heldur illa út úr mótinu og tapað leikjum stórt. Það átti þvi heldur betur að veita piltunum uppreisn æm með því að spila gegn stelpum. Það er skemmst frá því að segja að íslensku valkyrjurnar völt- uðu yfir drengina. Óhætt er að segja að íslensku stúlkurnar hafi vakið stormandi lukku meðal erlendra pilta. Það var þó ekki að sjá að athyglin færi mik- ið í taugarnar á stúlkunum enda hormónaflæðið á þessum ámm í réttu hlutfalli við Dettifoss. Sama má segja um íslensku drengina sem nutu mikillar aðdáunar sænskra „Bestum árangri ís- lenskra liða á mótinu náði 19 ára lið FH. Þeir fóru auðveldlega í gegnum riðilsinn á mótinu en þegar kom að undanúrslitum þá féllu þeir úr leik." stúlkna. En þarna tókust líka vin- áttubönd sem aðilar lofuðu að halda þegar heim væri komið með tölvupóstsendingum og spjalli. Að loknu móti Gothia Cup-mótinu lauk á laug- ardag. En ferð íslendinganna var hvergi nærri lokið. Eldsnemma á sunnudagsmorgni vomm við vak- in, smalað upp í rútur og öllum ís- lensku liðunum safnað saman í einn skóla. Þar var dóti og dýnum hent í einn haug og bmnað af stað í Skara Sommerland sem er sam- bland af vatnsleikjagarði og tívolí. Ekki var það til að draga úr ánægju skemmtanaþyrstra Islendinga að nú var hægt að fara í alvöru rússí- bana og blotna vemlega í leiðinni. Þar eyddum við heilum degi í blautri gleði. Ánægjuleg og viðburðarík ferð er senn á enda. Þegar þessi grein birt- ist em við líkast til á leið út á flug- völl. Eftir nokkrar klukkustundir verðum við komin heim aftur. ör- ugglega glorhungmð þannig að vert er að minna þá sem ætla að sækja okkur í Leifsstöð í kvöld á að hafa kvöldmatinn tilbúinn. -SKK Gothia Cup hefur tæplega 20 ára gamla sögu: Eitt stærsta knatt- spyrnumót í heimi Gothia Cup hefur fyrir löngu skapað sér sess í sögu Svíþjóð- ar. A hverju ári fylkja þúsundir ungmenna liði til þátttöku á knattspyrnumóti sem á sér enga hliðstæðu. Frá því að fyrsta mótið var haldið árið 1975 hefur vegur þess farið vaxandi. Frá því að 275 lið tóku þátt í fyrsta sinni hefur þátt- takan aukist og nú em um 1200 lið sem taka þátt. Fulltrúar fleiri en 100 þjóða hafa tekið þátt og fleíri en 500.000 keppendur hafa gert Gothia Cup að stærsta knatt- spyrnumóti heims. Stuðningur frá íbúum Gautaborg er í dag höfuðborg ungmennaíþrótta í heiminum. Ekki aðeins státar borgin af því að halda stærsta knattspyrnumót heims fyrir ungmenni heldur er hún einnig vettvangur Partille Cup sem er eitt stærsta hand- boltamót heims. Bæði þessi mót draga að sér mikinn fjölda gesta. Þá hefur borgarstjórnin beitt sér mikið fyrir því að virkja almenn- ing í borginni til þátttöku í þessari „Frá því að 275 lið tóku þátt í fyrsta sinni hefur þátttakan aukist og nú eru um 1200 lið." íþróttaveislu og taka margir íbúar Gautaborgar þátt í mótinu á bein- an eða óbeinan hátt. -SKK „Ferðin gekk vonum framar og stóðst allar væntingar" segir Gunnar Ingi Björnsson, þjálfari 3. flokks Stjörnunnar Gunnar Ingi Björnsson er þjálfari 3. flokks Stjörnustúlkna og var hann ánægður með hvernig til tókst á mótinu. - Hvemig hefur þér þótt mótið takast ti]? „Mér hefur þótt öll skipulagning af hálfu Svíanna til fyrirmyndar og gaman að sjá hve öflugir þeir em orðnir að halda jafnstórt mót og Gothia Cup er.“ - Ertu sáttur við ferðina? „Afar sáttur við ferðina. Hún hefur gengið vonum framar og allt staðist okkar vænúngar. Við settum okkur það markmið að halda áfram leik þegar riðlakeppni lyki og það tókst og þó alltaf megi gera meiri kröfúr þá er ég mjög sáttur við það hvemig stelpumar spiluðu og fer mjög ánægður heim.“ -Er eitthvað sem þér hefði þótt mega beturfara? „Vissulega má alltaf gera betur. Það þarf að huga að ýmsu þegar „Vonandi gefur mót sem þetta ungum knattspyrnustrákum og stelpum á íslandi metn- að til að standa sig enn þá betur." svona ferð er skipulögð. Ýmis smáat- riði mættu vera betur á hreinu þegar út er komið svo sem almennings- samgöngur. Þá er ég ekki ýkja hrifinn af næturflugi með hóp ungmenna." -Hvaða þýðingu hefur það fyrir krakka að fara í ferðir sem þessa? „Þetta hefúr gríðarlega þýðingu fyrir krakkana að geta mælt sig við jafnaldra frá öðmm löndum. Von- andi gefúr mót sem þetta ungum knattspyrnustrákum og stelpum á Islandi metnað til að standa sig enn þá betur. Það er ekki hægt að sjá annað en við stöndum erlendum lið- um fyllilega á sporði og almennt séð emm við vel fyrir ofan meðallag." Hvað er það sem stendur upp úr hjá þér? „Ég held að það sé hvað stelpumar mínar spiluðu vel í þeim hita og við þær aðstæður sem leikið var við. Það sem stendur upp úr er hversu vel þær stóðu sig og hversu skemmúlega ferð þær áttu.“ -SKK „Rooney er bestur" Nafn: Helgi Haraldsson, hægri kantmaður úr 4. flokki Þórs á Ak- ureyri. -Hvernig hefur ykkur gengið í mótinu? „Þokkalega. Unnum tvo en töpuðum tveimur. Öllum liðin- um hefur gengið á svipaðan hátt en stelpurnar komust í B-úrslit og unnu einn leik þar.“ -Hvað er búið að vera skemmtilegast íferðinni? „Þegar við fómm í Liseberg. Það var Iangskemmtilegast að fara í Baldur, stóra rússíbanann. Ferðin í Skara Sommerland var líka rosalega skemmtileg. Ég er líka búinn að versla helling í Nordstan." -Hver er uppáhaldsfótbolta- maðurinn þinn? „Wayne Rooney er í mestu uppáhaldi. Hann er svo ungur og geðveikt góður. Af íslenskum mönnum em það Eiður Smári og Hermann Hreiðarsson. Svo er Jó- hann Þórhallsson líka ógeðslega góður.“ „Gátum gert betur" Nafri: Ólöf Gerður ísberg, kantmaður úr KR -Hvernig hefur ykkur gengið í mótinu? „Allt í lagi. Við komumst í B- úrslit. Þar unnum við Þórsstelpur 1-0 en töpuðum á móti einhverju dönsku liði. Við hefðum getað gert betur.“ -Hvað er búið að vera skemmtilegast? „Ferðin í Liseberg var skemmtilegust. Skara Sommer- land var ekki nándar nærri jafn skemmtileg. Rússíbaninn Baldur var skemmtilegastur. Ég fór tvisvar í hann og beið í röð í fjör- tíu mínútur í bæði skiptin. Draugahúsið var líka alveg ágætt." -Hver er uppáhaldsfótbolta- maðurinn þinn? „Það er Robert Pires í Arsenal. Hann er góður á kantinum, í sömu stöðu og ég. Á íslandi er það Einar Þór Daníelsson, af því hann er í KR.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.