Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2003, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ2003 DVSPORT 31 GÓÐAR BLEIKJUR: Ari Sigvaldason með tvær fallegar bleikjur úr Hvolsá í Dölum en mjög góð bleikjuveiði hefur verið víða í sumar í veiðiánum. DV-mynd G. Bender Frábært að vera á veiðislóðum segja félagarnir Ari Sigvaldason og Kristján Ari Arason Veiðimenn hafa farið víða til veiða í sumar, margir fara í lax og aðrir í lax og silung, veiði- skapurinn verður jú fjölbreytt- ari fyrir vikið. Bleikjan hefur verið verulega væn og þær stærstu sem við höfum frétt af voru um 8 pund. Veiðimenn hafa dundað sér við að veiða með smáum flugum og léttum stöngum bleikjuna víða land. Fátt er skemmtilegra en kasta flugunni fyrir bleikjur sem eru ný- komnar úr sjó og taka grimmt. Reyndar hafa veiðimenn aðeins kvartað yfir því að bleikjan sé mjög treg í ár og það er margt tii í því. Við hittum tvo vaska veiðimenn fyrir skömmu vestur í Dölum, fjöl- miðlamennina Ari Sigvaldason og Kristján Ara Arason, en þeir voru við veiðar í Hvolsá í Dölum og höfðu fengið nokkrar bleikjur þeg- ar við hittum þá við Hvítadals- strengina í Hvolsá. „Það er frábært að vera hérna að veiða og við erum búnir að veiða nokkrar bleikjur á maðk." „Það er frábært að vera héma að veiða, við erum búnir að veiða nokkrar bleikjur og hafa þær flestar tekið maðk,“ sögðu þeir félagar, er við hittum þá á veiðislóðum. En mjög góð bleikjuveiði hefur verið í mörgum veiðiám þetta sumarið. Bleikjurnar ekki í stuði Og þeir héfdu áfram veiðiskapn- um, fiskurinn var við og þeir veiddu báðir bleikju. Fiskurinn vakti í streng yfir ofan þá, Ari hélt þangað og setti í fisk en hann slapp eftir stutta baráttu. Kristján reyndi við nokkrar bleikjur neðar en þær vom ekki í miklu tökustuði. Eg hélt á brott. Fékk fimm fallegar bleikjur Margar veiðiár bjóða bæði upp á lax og sifung, ein af þeim er Langa- dafsá í ísafjarðardjúpi og þar var veiðimaður fyrir skömmu við veið- ar. Hann reyndi við laxinn og fékk vel í soðið, síðan labbaði hann niður með ánni og náði í flugu- stöngina sína og litlu flugurnar og kastaði fyrir bleikjur í tökustuði. Hann fékk fimm bleikjur á stuttum tíma, allt fallega fiska. Líflegt í Soginu Líflegt hefur verið f Soginu í hinni miklu hitabylgju sem hefur verið síðustu daga. Veiðimenn í Bíldsfelli og Ásgarði hafa verið að fá 3 til 7 punda bleikjur. Flugan Mobuto hefur verið skæð síðustu daga. Núna em komnar yfir 200 bleikjur úr Soginu og 45 laxar hafa veiðst. Mikið af fiski í Brúará „Það er gaman að dunda sér við bleikjurnar í Soginu, þær em ríg- vænar sumar hverjar en em ekki grimmar að taka,“ sagði veiðimað- ur sem var í Soginu í vikunni. Ann- ar veiðimaður, sem var að veiða í Brúará, sagði að mikið væri af væn- um fiski á nokkmm stöðum en hann væri dyntóttur mjög. Veiðimenn em eitthvað byrjaðir að berja Bjarnarfjarðará á Strönd- um en hennar tími er afveg að koma núna. G.Bender Viö höfum veiðileyfin handa þér Bjamafjarðará, Blanda, Brynjudalsá, Eldvatn, Eystri Rangá, Ferjukotseyrar, Galtalækur, Grenlækur sv. 3, Hafralónsá, Kráká, Langadalsá, Laugardalsá, Laxá í Aðaldal - Árbót, Múlatorfa og Staðartorfa, Laxá á Ásum, Litlá, Miðfjarðará, Sog - Tannastaðatangi og Þrastarlundur, Svartá, Straumarnir, Tungufljót, Vatnasvæði Lýsu, Vesturbakki Hólsár, Ytri Rangá o.fl. STANGVEIÐIFELAGIÐ Veiðimolar Fyrsti laxinn er kominn á land úr Glerá í Dölum þrátt fyrir að áin sé alls ekki vatns- mikil núna og veiddist fiskur- inn í fossinum fyrir ofan þjóð- veg. Fiskurinn var 4 pund og tók maðk. Frábær veiöi hefur verið í Þverá f Borgarfirði og er áin sú fengsælasta þessa dagana. En Halldór Blöndal og Jonathan Motzfeld vom við veiðar í ánni fyrir skömmu og veiddu alla- vega í soðið. En litlar fréttir em af veiðiskap hjá þeim fé- lögum en þeir fengu eitthvað af laxi. Halldór Blön- dal er alvanur veiðimaður og hefur víða veitt eins og í Laxá í Aðaldal, meðal annars í opnun árinnar með bændum. Veiðin befúr oft verið betri í Laxá í Aðafdal en núna en veiðimaður sem var þar fyrir skömmu veiddi þrjá laxa og vom þeir í góðum stærðum. Eitthvað sást af laxi en oft hef- ur það verið meira. Þaö hefur ekki verið mikið vatn í Miðá í Dölum fremur en öðmm veiðiám á svæðinu en þrátt fyrir það sáu veiðimenn 40-50 laxa torfu fyrir neðan brúna á þjóðveginum fyrir skömmu og reyndu mikið við fiskana en þeir vom tregir að taka. Mjög góð bleikjuveiði hefur verið í ánni og bleikjan er væn. Vel hefur veiðst í Hofsá í Vopnafirði og veiðimenn sem vom þar fyrir skömmu settu grimmt í laxa og einn sagði að hann hefði þurft að fara bak við stein til að skipta um flugu, svo grimm var takan hjá laxin- um í ánni. Selá hefur lflca verið að gefa fína veiði. HalldórBlöndal. Góður gangur hefur verið í Stangaveiðihandbókinni hjá Eiríki St. Eirfkssyni og Skerplu en veiðimaður sem var að veiða á Vatnasvæði Lýsu fyrir skömmu byrjaði á því þegar ■ hann kom á svæðið að setjast niður og lesa kafl- ann um vatnasvæð- ið, áður en hann hóf veiðiskap- Eiríkur St. Eiríksson. jnn fyrir a]. vöm, enda bókin góð lesning áður en ballið byrjaði. Veiði- maðurinn fékk eitthvað af sif- ungi en daginn áður höfðu veiðst tveir laxar en enginn sást þennan daginn. 6. Bender Vatnsendabletti 181 203 Kópavogi Sími 557 6100 lax-a@lax-a.is www.lax-a.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.