Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2003, Page 3
MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ2003 DVSPORT 19
Geri mitt besta
segir Kristján Örn Sigurðsson, varnarmaður KR, sem staðið hefursig vel í sumar
Sá leikmaður sem hvað mesta at-
hygli hefur vakið fyrir vasklega
framgöngu á knattspyrnuvellin-
um í sumar er Kristján Örn Sig-
urðsson, varnarmaður KR, en
hann gekk til liðs við íslands-
meistarana fyrir sumarið eftir að
hafa leikið með KA síðastliðin
tvö ár. Þrátt fyrir að vera ekki
nema 22 ára býr Kristján yfir
óhemjumikilli reynslu, enda
komið víða við á síðustu árum.
DV-Sporti lék forvitni á að vita
meira um feril þessa leikmanns,
sem oftar en ekki hefur fallið í
skuggann af stóra bróður.
„Ég fæddist á Akranesi og ólst þar
upp, allt þar til fjölskyldan fluttist til
Akureyrar. Ég hef æft ífá því ég man
eftir mér, fyrst í yngstu flokkunum á
Skaganum en síðan skiptí ég yflr í
Þór á Akureyri. Þar var ég í nokkur ár
áður en ég skiptí yfir í Völsung og
með honum spilaði ég minn fyrsta
meistaraflokksleik, þá 15 ára, og var
liðið þá í 1. deild. Ég spilaði með
Völsungi í eitt ár þangað til ég skiptí
yfir í KA, en þaðan fór ég til Stoke, þá
rétt að verða 17 ára,“ segir Kristján,
en eins og greina má af þessari upp-
talningu er pilturinn þaulvanur. Hjá
Stoke hittí Kristján fyrir bróður sinn,
Lárus Orra Sigurðsson, en hann lék
með Stoke um árabil áður en hann
fór yfir í WBA fyrir nokkrum árum.
„Ég var mjög ungur, hefði alveg
klárlega aldrei farið utan ef Lárus
bróðir hefði ekki verið þama. Hann
hugsaði um mig, ég bjó hjá honum
fyrstu árin og hann var í raun og
veru mín stoð og stytta," segir Krist-
ján og er greinilegt að mjög gott
samband er á milli þeirra bræðra,
sem eru keimlfldr inni á vellinum,
hvort sem um ræðir útlit eða leikstfl.
„Lárus bróðir er betri
leikmaður en ég í dag og
það þarfekkert að rífast
umþað."
„Ég hef alltaf fylgst með honum og
reynt að læra eitthvað en Lárus
bróðir er betri leikmaður en ég í dag
og það þarf ekkert að rífast um það.
Ég hef kannski hraðann fram yfir
marga aðra í minni stöðu en ég get
bætt mig á ýmsum sviðum, og þá
sérstaklega þegar kemur að því að
vera á boltanum, sendingartækni og
annað slíkt.
Lærði mikið hjá Stoke
Um dvöl sína hjá Stoke segir Krist-
ján hana fyrst og fremst hafa verið
lærdómsríka.
„Fyrstu tvö árin spilaði ég aðeins
með unglingaliðinu. Þá æfði maður
tvisvar á dag allt árið og þegar svo er
getur maður ekki annað en bætt sig
sem knattspymumaður," segir
Kristján sem á sínu þriðja ári fór að
spila með varaliðinu en fékk aldrei
tækifærið með aðalliði Stoke í ensku
2. deildinni.
„Ég spilaði eiginlega bara einn leik
með aðalliðinu. Það var æfingaleik-
ur gegn Liverpool á Brittania-leik-
vanginum, heimavelli Stoke. Þar
kom ég inn á eftir tíu mínútur, eftír
að einn varnarmaðurinn meiddist,
og það var mjög skemmtilegt.
Micheal Owen var ekki með en ég
náði samt að kljást þama við nokkra
af bestu leikmönnum Englands,"
segir Kristján.
- Ertu ósáttur við að þú fékkst
aldrei tækifæri tii að sýna hvað íþér
býrhjá Stoke?
„Þess vegna fór ég nú heim,“ sagði
Kristján fyrst og það vottar fyrir
kaldhæðni í rödd hans. „Nei, ef við
tölum í alvöru þá getur maður ekki
verið ósáttur yfir því að fá ekki að
spila alla leiki en ég hefði samt viljað
fá sénsinn. Ég held samt að aðal-
ástæðan hafi einfaldlega verið sú að
ég gerði ekki nægilega góða hluti,"
svarar Kristján hreinskilnislega.
„Þetta hefur svo sem
gengið ágætlega hjá
mér en maður getur
alltafgert betur. Það er
engin spurning."
„Þetta var farið að ganga eitthvað
svo hægt þama úti, ég vildi reyna að
bytja upp á nýtt og ákvað þá að
koma heim. Ég sé ekki efttr því - mér
er farið að ganga mun betur og mér
finnst ég hafa spilað betur með
hverju árinu eftír að ég kom heim.“
Þetta em orð að sönnu því að ef
eitthvað er að marka blaðamenn
DV-Sports hefur Kristján verið að
taka stórstígum framfömm með
hverju sumrinu sem líður, aflt ffá því
hann fór aftur til KA árið 2001. Fram-
farirnar sjást sennilega best á töl-
fræðinni sem lesa má annars staðar
á síðunni.
„Maður leikur sífellt fleiri leiki og
ef maður bætír sig ekki ár frá ári er
lfldegt að eitthvað sé að, held ég,“
sagði Kristján, spurður hvort ein-
hver haldbær skýring væri á þessari
batnandi spilamennsku.
Kristján er hógvær með eindæm-
um og það heyrist best á því þegar
talið berst að hans eigin frammi-
stöðu í sumar.
„Þetta hefur svo sem gengið ágæt-
lega hjá mér en maður getur alltaf
gert betur. Það er engin spurning.
Getum gert miklu betur
Kristján segir ýmsar ástæður fyrir
því að hann kom í bæinn og gekk til
liðs við KR.
„Konan mfn fór í bæinn vegna
náms en mig langaði einnig tíl
Reykjavíkur. Að spila fyrir KR, sjálfa
íslandsmeistarana, var heldur ekki
leiðinleg tílhugsun," segir Kristján
en tekur undir það að íslandsmeist-
ararnir hafi verið að leika undir getu
það sem af er mótí.
„Já, já, langt undir getu,“ segir
Kristján og er ekkert að skafa utan af
því.
„En ég hef ekki skýringu á hvers
vegna. Ef við vissum hvað væri að
værum við sennilega löngu búnir að
kippa því í liðinn," segir Kristján og
glottír. „Við virðumst bara ekki geta
spilað fleiri en einn leik vel í einu.
Það vantar stöðugleikann í liðið og
jafnvel hungrið líka,“ segir Kristján.
Hugsar lítið um atvinnu-
mennsku og landsliðið
Þegar Kristján er spurður um
framtí'ðina og hvað sé hans næsta
skref f boltanum segist hann vera á
„Atvinnumennskan er
ekki neitt sem ég velti
mér mikið upp úr en ef
eitthvað býðst er það
auðvitað hið besta mál."
samningi hjá KR og þar lfld honum
mjög vel.
„Ef sá möguleiki kæmi upp og um
rétt lið væri að ræða þá væri ég að
sjálfsögðu tilbúinn að reyna aftur
fýrir mér í atvinnumennskunni. En
það er ekki neitt sem ég veltí mér
mikið upp úr. Ef það býðst eitthvað
þá er það náttúrlega hið besta mál
en núna stefni ég bara á að gera mitt
besta hjá KR."
- Hvað um landsliðshópinn. Er
hann eittthvað sem stefnt er að?
„Ég spái lítíð í landsliðið og reyni
frekar að einbeita mér með KR. Ég
stefni bara að því að gera sem best í
deildinni hér heima og ef maður yrði
valinn í landsliðið þá yrði það auð-
vitað frábært," segir hann að lokum,
þessi einn efnilegasti miðvörður
sem við íslendingar eigum um
þessar mundir. vignir@dv.is
KRISTJÁN BÆTIR SIG MIKIÐ
Hér að neðan má sjá frammistöðu
Kristjáns I úrvalsdeild að mati
blaðamanna DV-Sports síðustu tvö
árin. Eins og lesa má hefur Kristján
baett leik sinn til mikilla muna og
hefur meðaleinkunnin hækkað um
0,46 á milli ára.
KA í Símadeild karla 2002
Leikir 17
Meðaleinkunn 3,24
Maður leikslns 2 sinnum
Elnkunn
Slakur (2) 1
f meðallagi (3) 11
Góður (4) S
Mjög góður (5) 0
Frábær (6) 0
KR í Landsbankadeild karla 2003
Lelkir 10
Meðaleinkunn 3,70
Maður leiksins 3 sinnum
Einkunn
Slakur (2) 1
f meðallagi (3) 3
Góður (4) 4
Mjög góður (5) 2
Frábær (6) 0
OFTAST MAÐUR LEIKSINS
HJÁ DV-SPORTI 2003:
Krislján Om SigurOsson, KR 3
Sinisa Kekic, Grindavík 3
BjörgólfurTakefusa, Þrótti 3
Veigar Páll Gunnarsson, KR 2
Helgl Valur Danlelsson, Fylki 2
Þorvaldur Örlygsson, KA 2
Daði Lárusson, FH 2
Allan Borgvardt, FH 2
Atli Jóhannsson, (BV 2
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, IBV 2
Eysteinn Lárusson, Þrótti 2
EFSTU MENN í EINKUNNAGJÖE DV SPORT 2003:
Sæti Nafn leikmanns Uð Fjöldi leikja Meðaleinkunn
1. Veigar Páll Gunnarsson KR 7 3,86
2. Allan Borgvardt FH 8 3,75
3.-5. Kristján öm Sigurösson KR 10 3,70
3.-5. Halldór Hilmisson Þrótti 10 3,70
3.-5. Tommy Nlelsen 1 H 10 3,70
6.-7. BjörgólfurTakefusa Þrótti 9 3,67
6.-7. Kjartan Sturluson Fylkl 9 3,67
8.-12. Gunnlaugur Jónsson lA 10 3,60
8.-12. Eystelnn Lárusson Þrótti 10 3,60
8.-12. Fjalar Þorgeirsson Þrótti 10 3,60
8.-12. Birkir Kristinsson IBV 10 3,60
8.-12. Sinisa Kekic Grindavík 10 3,60