Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2003, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ2003 DVSPORT 21
Hvaða lið er best i enska bolt-
anum?
„Chelsea, og sá sem er í
mestu uppáhaldi hjá mér er
Frank Lampard."
Hver er besta knattspyrnu-
konan á ístandi?
„Ásthildur Helgadóttir."
Hvaða lið veröur Islands-
meistari kvenna í sumar?
„Annaðhvort KR eða (BV."
Regína Sigurðardóttir, ÍR. Spil-
ar sem vinstri bakvöröur með
B-liði 3. flokks.
Hvaða lið er best í enska bolt-
anum?
„Liverpool og Micheal Owen
er bestur."
Hver er besta knattspyrnu-
konan á fslandi?
„Olga Færseth er mjög góð."
Hvaða lið verður íslands-
meistari kvenna i sumar?
„Ég held það verði Breiða-
blik."
Sunna Bjömsdóttir, Vikingi.
Spilar sem framherji með A-liði
3. flokks.
Hvaða lið er best I enska bolt-
anum?
„Ég fylgist ekki mikið með
ensku knattspyrnunni en
Arsenal er gott."
Hver er besta knattspyrnu-
konan á fslandi?
„Ásthildur Helgadóttir."
Hvaða lið verður fslands-
meistari kvenna í sumar?
„KR eða Breiðablik."
Unnur Ama Þorsteinsdóttir,
Vfking. Spilar sem vamarmað-
ur með B-liði 3. flokks.
ÞÆR BESTTJ: Það sáust oft á tíðum frábær
tilþrif í lokaleiknum þar sem áttust við úr-
valslið mótsins; landsliðið gegn pressulið-
inu. Ekki eru veitt einstaklingsverðlaun á
Gullmótinu heldur er helsta áskorunin að
vera valin í úrvalslið eftir mótið en í það
koma eingöngu til greina stúlkur úr 3.
flokki.
DV-mynd Teitur
Gullmót Breiðabliks ogJB varhaldið um helgina:
Stelpurnar
sleiktu sólina
Tuttugasta Gullmót JP og
Breiðabliks var haidið með
pomp og prakt í veðurblíðunni í
Kópavogsdal um helgina. Um
1200 stelpur voru mættar til
leiks og mynduðu þær 115 lið
sem komu frá 26 félögum. Að-
sóknin sló öll fyrri met og tókst
mótið í alla staði frábærlega
vel.
Gullmótið er að öllum lfldndum
eitt hið allra stærsta sinnar tegund-
ar á ári hverju, enda keppt frá 2.
flokki allt upp í 6. flokk, en að þessu
sinni var 2. flokknum sleppt. Mótið
var sett á flmmtudagskvöld og byrj-
aði spilamennskan á fullu á föstu-
dagsmorguninn.
Fór mótið fram á æfingasvæði
Breiðabliks í Kópavoginum en
einnig var keppt á svoköUuðu
hraðmóti innandyra í Fífunni,
hinni glæsilegu knattspymuhöll
þeirra Blika.
Sjálfboðavinnan ómetanleg
Ari Skúlason, mótsstjóri Gull-
mótsins, hafði í nógu að snúast alla
helgina enda ekki heiglum hent að
halda utan um 1200 stelpur sem
aUar eru æstar í að spila fótbolta.
„Mótið gekk mjög vel. Það má
ekki gleyma því að það eru um 100
manns sem vinna í kringum mótið
í sjálfboðavinnu og það er það fólk
sem gerir kleift að halda þetta
mót,“ segir Ari.
„Við erum með mjög harðan
kjarna sem er búinn að vera í þessu
í mörg ár, svo að hver maður hefur
sitt verkefni og gengur bara að þvf,“
segir Ari sem sjálfur hefur mikla
reynslu af Gullmótinu.
„Við erum með 6-700 manns í
gistingu, bæði í Smáraskóla og inn í
Smáranum sjálfum. Þetta fólk er-
um við líka með í mat en þetta hef-
ur allt saman gengið upp.“
Spurður um undirbúninginn fyr-
ir svona mót og hve lengi hann
hefði staðið yflr segir Ari að hann
standi í raun yflr allt árið.
„Við segjum að Gull-
mótið sé ein afvöggum
kvennaknattspyrnunn-
ar á íslandi enda fyrst
og fremst frábær
skemmtun fyrir alla
fjölsylduna
„Við erum vön því að taka saman
strax eftir mót hvað það er sem fer
úrskeiðis og fer það í svokallaðar
Gullmóts-möppur. Upp úr áramót-
um byrjum við síðan að bjóða lið-
um en aðalundirbúningurinn er
síðasta mánuðinn. Síðustu vikuna
er þetta gríðarlega vinna og fólk
notar hluta af sumarfríinu sínu til
að skipuleggja mótið."
Stemning á bikarleik
Þótt að fótboltinn sjálfur sé í fyr-
irrúmi er margt annað gert á mót-
inu, stelpunum og fjölskyldum
þeirra til dægradvalar.
„Við erum með alltaf með kvöld-
vöku á föstudags- og laugardags-
kvöldinu, en nú buðum við stelp-
unum á bikarleik ÍBV og
Breiðabliks á föstudags-
kvöldið í stað kvöldvök-
unnar. Þar var mikil
stemning og ég hef sjald-
an séð jafnmarga áhorf-
endur á kvennaleik," seg-
ir Ari.
Á kvöldvökunni á laug-
ardagskvöld tróð Birgitta
Haukdal svo upp og vakti
það mikla kátínu meðal
yngstu stelpnanna, enda
söngkonan átrúnaðargoð
þeirra margra.
Vagga kvennaknatt-
spyrnunnar
Ari segir að þetta mót
skipti miklu máli fyrir
knattspymuhreyfinguna
á Islandi.
„Við segjum að Gull-
mótið sé ein af vöggum
kvennaknattspyrnunnar
á íslandi. Flestallar knatt-
spyrnukonurnar í dag hafa byrjað
að spfla á Gullmótinu og þetta er
bara orðið stofnun í sjálfu sér. Þetta
er mót sem stelpurnar bíða eftir allt
sumarið og eftirvæntingin er mikil.
„Þetta er fyrst og fremst fjölskyldu-
skemmtun. Öll fjölskyldan á að
geta komið og sícemmt sér vel í
Kópavoginum yfir helgina og farið
glöð heim aftur.“ wgnir@dv.is
HART BARIST: Það var ekkert gefið eftir í viðureign KA og
Hauka á Gullmótinu eins og þessi mynd gefurtil kynna.
DV-mynd Teitur
FJÖLSKYLDUSKEMMTUN: Hjónin Amar
Ólafsson og Bima Ólafsdóttir og Frið-
finnur Hauksson og Sigurbjörg Eyjólfs-
dóttir.
Fjölskyldur fjölmenntu á Gullmótið:
Frábært mót
Hjónin Arnar Ólafsson og
Birna Ólafsdóttir og Friðfinn-
ur Hauksson og Sigurbjörg
Eyjólfsdóttir voru komin á
Gullmótið alla leið frá Siglu-
firði til að sjá stelpurnar sínar
hjá KS etja kappi við jafnöldr-
ur sínar í hörkukeppni. Þau
voru sammála um að Gullmót-
ið hefði heppnast frábærlega
vel og allt væri eins og best
yrði á kosið.
„Þetta er búið að vera mjög gott
og þetta er einfaldlega frábært
mót. Ekki skemmir veðrið fyrir og
það gerir þetta bara enn
skemmtilegra,“ sagði Arnar þegar
DV ræddi við þau í hinu stór-
glæsilega veitingatjaldi sem búið
var að koma fyrir rétt við Fífuna.
Öll voru þau að koma á Gullmót-
ið í þriðja skiptið í röð.
„Og alltaf er jafn skemmtilegt,"
voru þau sammála um.
„Það er alltaf mjög gott skipu-
lag á þessu móti - það má segja
að allt sé eins og það á að vera.
Svo er svo gaman að koma og sá
leikgleðina hjá stelpunum sem
leggja sig allar í þetta," segir Sig-
urbjörg og bætir við að keppnis-
skapið hjá aðstandendunum sé
ekki síðra.
„Það ersvo gaman að
koma og sá leikgleð-
ina hjá öllum stelpun-
um."
„Við erum öll mjög æst á hlið-
arlínunni. Það er ekkert grín að
horfa á fótbolta og erfltt að halda
kyrru fyrir við endamörkin," segir
Birna.