Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2003, Blaðsíða 9
24 DVSPORT MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ2003 + MÁNUDAGUR 21. JÚU2003 DVSPORT 25 Hræringar í leikmannahópi Skagamanna KNATTSPYRNA: Akveðið hef- ur verið að semja ekki við Aleksandar Linta sem leikið hefur með Skagamönnum í síðustu þremur leikjum. Hann var í byrjunarliðinu í einum leik, þegar liðið tapaði 3-0 fyrir (BV. Á hinn bóginn hefur verið ákveðið að semja við danska sóknarmanninn Kristian Gade Jörgensen útyfirstandandi tímabil en hvort hann getur ver- ið með ÍA gegn Grindavík í kvöld ræðst af því hvort danska knatt- spyrnusam- bandið hefur afgreitt félags- skiptin af sinni hálfu fyrir mið- nætti í gærkvöld, sem forráða- mönnum (A þótti heldur ólík- legt um helgina. Þá hafa meiðsli Unnars ArnarValgeirs- sonar tekið sig upp en hann hefur verið að vinna sig aftur í hópinn að undanförnu eftir að hafa orðið fyrir meiðslum fyrr í sumar. Búist er við að hann verði frá í minnst mánuð til viðbótar. Þar að auki verður Kári Steinn Reynisson ekki með sínum mönnum gegn Grindavík í kvöld en hann meiddist í öxl í leiknum gegn Kári Steinn FH á fimmtu- Reynisson. dagskvöld. Ekki er vitað um hugsanlega bata hans en hann ætti þó að vera frekar skjótur. Valgeirsson. Valur Fannar frá fram í ágúst KNATTSPYRNA: Varnarmað- urinn sterki Valur Fannar Gísla- son verður ekki með Fylkis- mönnum fyrr en í fyrsta lagi í ágúst en vöðvi í nárafestingum rifnaði í leikVals og Fylkis í 9. umferð Landsbankadeildarinn- ar. Valur Fannar hefur verið með sterkustu leikmönnum Fylkis í sumar og er því missir- inn mikill fyrir Fylki. EKKI MEÐ: Valur Fannar í baráttu gegn Arnari Sigurgeirssyni, KR-ingi. Ellert Jón genginn til liðs við Val Valur semur við Maale KNATTSPYRNA: EllertJón Björnsson, hinn tvítugi miðju- maður sem leikið hefur með (A allan sinn feril, hefur ákveðið að ganga til liðs við nýliða Vals í Landsbankadeildinni. Ellert sagði í samtali við DV-Sport að gengið yrði frá samningum í dag og yrði Ellert þá löglegur með Val á fimmtudag þegar lið- ið fer í heimsókn til Eyja. „Ég var ekki sátt- ur við hversu lít- ið ég fékk að spila uppi á Skaga og ég þekki Þorlák Ellert Jón Árnason (þjálf- Björnsson. araVals) mjög vel frá því að hann þjálfaði yngri flokka (A. Hann vantar mann á hægri kantinn og ég tel mig verða að spila til að bæta mig sem knattspyrnumaður. Það var alls ekkert ósætti; ég bað Ólaf (Þórðarson, þjálfara (A) um að fá að fara og hann varð við þeirri beiðni," sagði Ellert. Valur kaupir samninginn sem Ellert hafði hjá ÍA, en hann gildir aðeins út sumarið. Ellert er ólöglegur í bikarnum og verður því ekki með gegn FH í kvöld. Óli Gott með KNATTSPYRNA: Þrátt fyrir að vera með brjósklos í hálsi mun Ólafur Gottskálksson standa í marki Grindavíkur í kvöld þeg- ar liðið mætir (A á Skipaskaga í fjórðungsúrslitum Visa-bikar- keppninnar. Forráðamenn Grindvíkinga hafa leitað að markverði til að taka hans stöðu í liðinu en sú leit hefur enn ekki borið árangur. KNATTSPYRNA: Samkvæmt heimildum DV-Sports hafa for- ráðamenn Vals ákveðið að semja við danska sóknar- manninn Thomas Maale og mun hann því leika með liðinu það sem eftir er sumars. Maale þykir mikill markahrókur og hefur undanfarin 3 ár leikið með Fremad Amager sem leik- ur í dönsku C-deildinni. Maale hefur verið iðinn við kolann og skoraði 25 mörk í 31 leik síð- astliðið tímabil. Hann er því kærkomin viðbót við leik- mannahóp Vals en þar á bæ hefur sóknarmönnum gengið fremur illa að skora í sumar. Valur leikur gegn FH í kvöld í Visa-bikarkeppninni en ólík- legt er að Maale verði löglegur leikmaður Vals í tæka tíð. Pressan skilaði sér 1 -0 Bjarki Gunnlaugsson 9. 2-0 Sölvl Davfðsson 48. Það er Ijóst að það verða hvorki Fylkir né Fram sem leika til úr- slita í bikarnum þetta árið. Fram mátti lúta í lægra haldi fyrir KR í Frostaskjólinu í gær- kvöld, 2-0, þar sem heimamenn voru betri aðilinn. Það má kannski segja að gestirn- ir úr Safamýrinni hafi verið sjálfum sér verstir en Framarar töpuðu boltanum ansi oft á hættulegum svæðum, sérstaklega í fyrri hálfleik. KR-ingar beittu pressuvörn frá upphafi og voru varnarmenn Fram í bullandi vandræðum að koma tuðrunni frá sér á samherja. Strax á áttundu mínútu leiksins voru KR- ingar klaufar að skora ekki fyrsta markið eftir skelfileg varnarmistök gestanna þar sem Garðar Jóhanns- son fékk boltann óvænt inn á víta- teig Fram frá bláklæddum mótherja. Aðeins mfnútu seinna áttu sér stað önnur varnarmistök hjá Fram- liðinu og í þetta sinn þökkuðu KR- ingar fýrir sig með marki og var það Bjarki Gunnlaugsson sem það gerði. KR-ingar voru klaufar að gera ekki fleiri mörk í fyrri hálfleik eftir að hafa unnið boltann nokkrum sinnum fyrir framan vítateiginn. Til að bæta gráu ofan á svart hjá gestunum fékk Ingvar Ólason, fyr- irliði Fram, sitt annað gula spjald í lok fyrri hálfleiks fyrir að fella Garð- ar sem var að sleppa í gegn. KR-ingar tefldu fram nokkrum ungum og efnilegum strákum í leiknum í gærkvöld sem allir stóðu sig með prýði. Sölvi Davíðsson var einn þeirra og stimplaði hann sig heldur betur inn í KR-liðið með stórglæsilegu marki í byrjun seinni hálfleiks. Aðeins fjórum mínútum seinna þurfti Sölvi að yfugefa völl- inn eftir að hafa lent í samstuði. Eftir þetta glæsilega mark gerðist fátt markvert. Arnar Gunnlaugsson var klaufi að skora ekki úr dauða- færi skömmu fyrir leikslok og Krist- inn Tómasson var nálægt því að minnka muninn fyrir fram þegar þrumuskot hans í blálokin hafnaði í stönginni. Þrátt fyrir sigur átti KR-liðið ekki neinn stórleik. Það sem stendur upp úr er frammistaða ungu strák- ana en þrír þeirra leika enn í 2. flokki. Framarar þurfa heldur betur að taka sig taki eftir þessa frammi- stöðu, sérstaklega aftarlega á vell- inu. Vörn og miðja þurfa að vinna betur saman en gert var í gær og liðið þarf að fara að halda hreinu í einhverjum leikjum. Ánægður með ungu strákana Willim Þór Þórsson, þjálfari KR, var sáttur við að vera kominn í und- anúrslit. „Mér fannst við stjórna leiknum megnið af tímanum. Við náðum að skora mark snemma og þeir náðu að koma aðeins til baka og setja smápressu á okkur í föstum leikatriðum eins og aukaspyrnum og hornspyrnum. Það varð þeim svo erfitt að missa mann út af í lok fyrri hálfleiks og við stjórnuðum seinni hálfleiknum alfarið fannst mér. Eftir seinna markið var þetta nokkuð öruggt," sagði Willium. „KR-ingar beittu pressu- vörn frá upphafi og voru varnarmenn Fram í bull- andi vandræðum að koma tuðrunni frá sér á samherja." Spurður út í ungu strákana sagð- ist Willum vera mjög sáttur við þeirra leik. „Mér fannst allir ungu strákarnir spila mjög vel og ég er ánægður með þá. Svo eru þeir nú ekki gamlir Gunnar Einarsson og Kristján Sigurðsson. Það eru ákveð- in kynslóðabreyting að verða og það er spurning hvernig við vinn- um úr þessu," sagði Willum. Maður leiksins: Kristján Sigurðs- SOn, KR. -Ben STAL SENUNNI: Sölvi Davíðsson, 19 ára hægri vængmaður hjá KR, átti marga frábæra spretti gegn Frömurum í gær áður en hann varð að fara meiddur af lelkvelli. Hér sést hann undirbúa skot á 48. mínútu sem síðan átti eftir að enda í markhorni Framara. DV-mynd Harl Heppnin var með leikmönnum KA 0-1 Pálmi Rafn Pálmason, vlti 80. KA er komið í undanúrslit bikar- keppninnar þriðja árið í röð eftir 1-0 sigur á Víkingi á heimavelli hinna síðarnefndu í gær. Það var ekki að sjá á leik liðanna að þau kæmu sitt úr hvorri deildinni og ef á heildina er litið voru Víking- ar sterkari. Sigurmark leiksins kom úr nokkuð umdeildri vítaspyrnu þegar 10 mín- útur voru til leiksloka. Hreinn Hringsson átti þá í höggi við Þorra Ólafsson sem handlék knöttinn eftir að Hreinn hafði hlaupið á hann og Gylfi Orrason dæmdi vítaspyrnu eft- ir að hafa ráðfært sig við Eyjólf Finnsson, aðstoðarmann sinn. Pálmi Rafn Pálmason skoraði af ör- yggi úr vítaspyrnunni. Víkingar mun sterkari Víkingar voru kraftmeiri í fyrri hálfleik og áttu þeir nokkrar vænleg- ar sóknir. Varnarmenn KA áttu í mestu vandræðum með fljóta sókn- armenn Víkinga en það vantaði alltaf herslumuninn að þeir kæmu sér í opin færi. KA átti hins vegar varla nokkra einustu sókn sem ógn- aði marki Vfkinga og sóknarmenn þeirra sem hafa verið að skora grimmt að undanfömu komust ekki í takt við leikinn. KA menn máttu þakka fyrir að missa ekki mann af velli á 32. mín- útu þegar Þorvaldur Guðbjömsson braut illa á Stefáni Arnarsyni sem var sloppinn einn innfyrir en fékk aðeins að líta gula spjaldið. Eins og í vítaspyrnudómnum síðar í leiknum var það Eyjólfur Finnsson sem hjálpaði Gylfa dómara að taka „KA hefur oft spilað betur en í þessum leik og má kenna þar um öflugri mótspyrnu." ákvörðun. Seinni hálfleikur var jafnari, það dró nokkuð af sóknarmönnum Vfk- ings eftir því sem á leið auk þess sem að KA menn náðu á köflum ágætis tökum á miðjunni þó að það hafi ekki skilað sér í meiri ógnun fram á við. Það leit allt út fyrir að leikurinn færi f framlengingu þegar KA fékk vítaspyrnuna. Víkingar reyndu að setja pressu á KA síðustu mínúturn- ar en náðu aðeins einum skalla að marki rétt undir lokin. KA hefur oft spilað betur en í þess- um leik og má eflaust kenna þar um öflugri mótspymu Víkinga. Dean Martin var mjög duglegur á miðj- unni og var upphafsmaður að flest- um sóknum þeirra. Vörnin stóð fyrir sínu þar sem Slobodan Milisic lék vel, sérstaklega eftir því sem leið á leikinn. „Þeir vom sprækari Víkingar þeg- ar á heildina er litið. Við vomm mjög þungir og náðum aldrei að komast í takt við leikinn fannst mér en þetta dugði okkur í dag. Víkingar hafa leik- ið mjög vel í sumar og við vissum vel að þeir yrðu sprækir. Þeir em sterkir líkamlega og þeir réðu lögum og lof- um mest allan leikinn," sagði Þor- valdur Örlygsson, þjálfari KA, eftir leikinn. Víkingar eiga hrós skilið fyrir sinn leik. Þeim tókst að koma í veg fyrir að KA næði sínum hættulegu fyrir- gjöfum sem hafa reynst þeim drjúg- ar í sumar. Það var helst að þakka af- ar skipulögðum varnarleik þar sem flestar sóknirnar stöðvuðust á Sölva Ottesen og hinum baráttuglöðu bakvörðum Höskuldi Eiríkssyni og Steinþóri Gíslasyni. Sóknarmenn liðsins búa yfir miklum hraða og tækni en það var ekki nóg og færi þeirra vom ekki mörg þegar upp var staðið. Vorum miklu betri „Mér fannst við eiga skilið að vinna þetta. Við fengum miklu fleiri færi en þeir og vomm bara betri. Þetta var frekar ódýrt mark sem við fengum á okkur. Það vantaði að við væmm kaldari í kringum teiginn og það vantaði ekki mikið upp á að við kláruðum færin," sagði Daníel Hjaltason leikmaður Víkings. Maður leiksins: Sölvi Geir Ottesen, Vfkingi. -hrm + Eyjastúlkur fóru illa með Blika Mæta Valí úrslitum Visa-bikarkeppninnar 0-1 Olga Færseth 12. 0-2 Mhairi Gilmour 19. 1-2 sjálfsmark 28. 1-3 fris Sæmundsdóttir 30. 1-4 fris Sæmundsdóttir 37. 1-S Karen Burke 65. 1-6 Lind Hrafnsdóttir 72. 2-6 Eyrún Oddsdóttir 85. Eftir að Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, lýsti því yfir að mótið (Landsbankadeild kvenna) væri búið af þeirra hálfu eftir jafnteflisleik við Stjörnunna hefur honum og leikmönnum ÍBV sjálfsagt verið mikið í mun að komast í úrslit bikarkeppninnar. Til þess þurftu þær að sigra Breiðablik í Kópavogi og það gerðu þær með stæl. „Mér er svo sem sama þótt ég fái einhvem Ferguson-stimpil á mig en það sem ég meinti með þessum ummælum mínum var að ég teldi mótið búið fyrir okk- ur - ekki að KR væri þegar orðið meistari," sagði Heimir og vísaði til viðtals DV-Sports við Vöndu Sigurgeirsdóttir, þjálfara KR, eft- ir jafnteflisleik liðsins við Val í Landsbankadeildinni. Hún vændi hann um að beita Fergu- son-sálfræði með yfirlýsingum sínum. „Ég var bara að tala um hlut ÍBV, ekki KR eða einhverra ann- arra liða," bætti Heimir við. Engu að síður játar hann því að það sé mikill léttir að vera kom- inn í bikarúrslitin. „Við spiluðum svo sem ekkert betur en þær úti á vellinum en munurinn var bara sá að við nýttum færin okkar mjög vel og það var það sem skildi á milli liðanna í kvöld. Þessi sigur var nauðsynlegur fyrir okkur, við erum að breyta sögu kvennaboltans með því að komast í bikarúrslitin í fyrsta sinn. Jafnframt erum við fyrsta liðið í 9 ár til að komast í bikar- úrslitin sem er ekki KR, Breiða- blik eða Valur. Það held ég að sé mjög gott fyrir kvennaboltann," sagði Heimir. „Nú er bara næsta verkefni að vinna þann leik." Mörkin sem telja Þó svo að bæði lið hafi átt svipaðan fjölda skota að marki í leiknum voru það gestirnir úr Eyjum sem gerðust mun að- gangsharðari í sínum sóknarað- gerðum. Tilraunir Blika voru heldur máttlausar oft á tíðum og stafaði lítil hætta af þeim stærst- an hluta af leiknum. Það er óhætt að segja að þær hafi oft spilað betur en á föstudags- kvöldið síðastliðið. Lið ÍBV leit mjög vel út í leikn- um og hefði í sjálfu sér getað skorað nokkur mörk til viðbótar. Þær spiluðu góða vörn og sóttu hratt með eitruðum stungu- sendingum og góðu miðjuspili. Það hafði mikið að segja fyrir leik Blika að Margréti Ólafs- dóttur var algerlega haldið niðri og náði hún sér aldrei al- mennilega á strik. Sjálsagt má skrifa einhver mörk á klaufaskap Blika í vöm og marki en það verður ekki af Eyjastúlkum tekið að þær vom mun hættulegri aðilinn í leikn- um. Það hafði mikið að segja fyrir leik Blika að Margréti Ólafsdótt- ur var algerlega haldið niðri og náði hún sér aldrei almennilega á strik. Mesta hættan stafaði af Ólínu G. Viðarsdóttir sem átti líklega hvað bestan leik sinna manna. Best á vellinum: íris Sæ- mundsdóttir, ÍBV. eirikurst@dv.is ÍBV 8. FÉLAGIÐ I ÚRSLITUM (BV komst í fyrsta sinn í bikarúr- slitaleik kvenna með 6-2 sigri á Breiðabliki og varð þar með átt- unda félagið sem kemst í úrslita- leikinn frá því að keppnin hófst 1981. Breiðablik hafði unnið sex undanúrslitaleiki í röð fyrir leikinn en (BV hafði aftur á móti tapað öll- um sínum fjórum undanúrslita- leikjum. Félög f bikarúrslitum kvenna 1981-2003: Valur Breiðablik lA KR Keflavík 14 (síðast 2003) 12(2001) 10(1993) 6 (2002) 1 (1991) Stjarnan Þór, Ak. IBV 1 (1993) 1 (1989) 1 (2003) ooj.sport@dv.is KNATTSPY R N A | 1.DEILD KVENNA '-yfH B-riðill Tindastóll—Leiknir F. 6-1 Leiftur/Dalvík-Leiknir F. 5-3 Staðan: Fjarðarb. 7 6 0 1 24-9 18 Höttur 8 6 0 2 24-9 18 Sindri 7 6 0 1 19-11 18 Tindastóll 7 5 0 2 32-12 15 Leift/Dalv 9 3 0 6 24-37 9 Einherji 7 1 0 6 7-23 3 Leiknir F. 9 0 0 9 12-41 0 KNATTSPY R N . A | 3.DEILD KARLA BS’jl A-riöill: Skallagrímur-B( 3-2 Drangur-Bolungarvík 4-3 Deiglan-BÍ 1-2 Víkingur Ó.-Bolungarvík 7-1 Staðan: Vík. Ó. 9 7 2 0 31-9 23 Númi 10 6 3 1 30-21 21 Skallagr. 10 5 2 3 25-17 17 Bl 11 5 2 4 23-25 17 Drangur 9 3 1 5 19-28 10 Grótta 9 2 2 5 12-13 8 Bolungarv. 9 2 1 6 20-26 7 Deiglan 10 2 1 7 16-31 7 B-rlðill: Reynir S.-Ægir 6-0 Staöan: Leiknir R. 9 8 1 0 38-4 25 4 Reynir S. 9 7 2 0 36-5 23 (H 9 5 1 3 21-16 16 Freyr 9 5 0 4 17-21 15 Árborg 9 4 2 3 28-18 14 Hamar 9 2 1 6 10-28 7 Afríka 9 1 0 8 5-30 3 Ægir 9 0 1 8 7-40 1 C-riðill: Neisti H.-Reynir Á. 4-2 Snörtur-Magni 0-3 Staðan: Vaskur 10 8 1 1 32-12 25 '| Magni 10 5 2 3 25-15 17 ReynirÁ. 10 5 2 3 18-16 17 Hvöt 10 4 3 3 21-9 15 NeistiH. 10 2 2 6 18-27 8 3 Snörtur 10 0 2 8 9-44 2 D-rlöill: Höttur-Einherji 1-1 Huginn-Neisti D. 4-3 Leiknir F.-Fjarðabyggð 2-3 Staðan: Fjarðarb. 9 7 0 24-10 21 j Huginn 10 5 0 5 21-22 15 Höttur 9 4 2 :3 15-10 14 LeiknirF. 10 4 0 6 20-23 12 Einherji 9 3 1 5 13-17 10 Neisti D. 9 3 1 5 11-22 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.