Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Síða 8
8 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST2003 Mikið um sjúkraflutninga í vikunni LÖGREGLA: 25 sjúkraflutning- ar voru skráðir hjá lögreglunni á Selfossi í síðustu viku og þrettán umferðaróhöpp en slys urðu á fólki í nokkrum þeirra. Á föstudag var rútu ekið aftan á sendibíl á Ölfusár- brú. Áreksturinn var nokkuð harður og hlaut ökumaður sendibílsins minni háttar áverka. Þá valt rúta á Kjalvegi á miðvikudagskvöld. Ökumaður- inn, sem var einn í bifreiðinni, slasaðist talsvert og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæsl- unnartil Reykjavíkur. Bæði slysin eru til rannsóknar hjá lögreglu og beinist hún meðal annars að ástandi hópbifreið- anna. Á föstudag slösuðust síðan tveir erlendir ferðamenn og voru þeir fluttir á sjúkrahús í Reykjavík. Ökumaðurinn veitti ekki athygli hraðahindrun og ók of geyst yfir hana með þeim afleiðingum að farþegarnir tveir köstuðust upp úr sætum sínum og skullu í þakið. Ekki er talið að meiðsl þeirra séu al- varleg en ætla má að bílbelti hefðu getað komið í veg fyrir þetta slys hefðu þau verið not- uð, líkt og lög gera ráð fyrir. 14 sækja um stöðu sviðsstjóra SWPULAG: Alls hafa 14 um- sóknir borist um stöðu sviðs- stjóra umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar en þeir sem sóttu um eru: Arinbjörn Vil- hjálmsson arkitekt, Bjarki Jó- hannesson, verkfræðingur, arki- tekt og skipulagsfræðingur, Björn Jóhannesson landslags- arkitekt, Finnur Birgisson arki- tekt, Gísli Hermannsson verk- fræðingur, Gísli Ó. Valdimarsson verkfræðingur, Ingólfur Hjörleifs- son verkfræðingur, Jón Magnús Halldórsson byggingafræðingur, Óskar Örn Jónsson verkfræðing- ur, Sigurþór Aðalsteinsson arki- tekt, Smári Þorvaldsson verk- fræðingur.Trausti S. Harðarson arkitekt, Viktor Þór Sigurðsson byggingafræðingur og Þormóð- ur Sveinsson arkitekt. Barnaskóli Hjallastefn- unnar er nýr kostur EINKAREKSTUR: Lögð verður meiri áhersla á nám í stærðfræði, tungumálakennslu o.fl. Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt samning við Hjalla- stefnuna ehf. um rekstur nýs barnaskóla í bænum fyrir börn á aldrinum 5-8 ára alls staðar af höfuðborgarsvæðinu en börn úr Garðabæ njóta forgangs. Skólinn, sem verður að Vífllsstöð- um, verður rekinn samkvæmt hug- myndaffæði Hjallastefnunnar en Garðabær greiðir tiltekna upphæð með hverjum nemanda úr Garðabæ sem sækir skólann. Hjallastefnunni er ekki heimilt að innheimta skóla- gjöld íyrir grunnskólanám barna úr Með tilkomu skólans geta foreldrar í Garða- bæ valið um ólíka skóla fyrir börn sín, óháð efnahag. Garðabæ og ekki hærri leikskóla- gjöld en samkvæmt gjaldskrá leik- skóla Garðabæjar hveiju sinni. Með tilkomu skólans geta foreldrar í Garðabæ því valið um ólíka skóla fyrir böm sín, óháð efnahag. Sam- kvæmt samningnum ábyrgist Hjallastefnan að skólastarfið upp- fylli aðalnámskrár og lög og reglu- gerðir um leik- og gmnnskóla. Skólastarfið verður í anda Hjalla- stefnunnar og því að mörgu leyti ólfkt þvf sem þekkist í öðmm gmnn- skólum í Garðabæ. Nám fimm ára bamanna á t.d. að brúa bilið á milli leik- og gmnnskólastarfs og þar verður lögð meiri áhersla á nám í stærðfræði, tungumálakennslu o.fl. en almennt í leikskólum. Tveir góðir kostir Ásdís Halla Bragadóttir bæjar- stjóri segir að tilkoma nýja skólans í Garðabæ marki tímamót. í fyrsta sinn hafi foreldrar gmnnskólabarna og börnin sjálf frjálst val um tvo kosti þegar kemur að skólagöngu bamanna. „Þetta er lykilatriði í mínum huga. Þótt gmnnskólarnir í Garðabæ séu tvímælalaust með þeim bestu er ekki óhugsandi að einhverjir foreldrar telji að skóla- starfið sem boðið verður upp á í Barnaskóla Hjallastefnunnar henti sínum börnum betur. Þar sem Hjallastefnunni er ekki heimiit að innheimta skólagjöld fyrir gmnn- skólanámið geta foreldrarnir nú sjálfir valið á milli tveggja góðra kosta, eingöngu með tilliti til þess hvað hentar barninu sjálfu. Ég er því ekki í vafa um að þessi nýi skóli verði til hagsbóta fyrir nemendur í Garðabæ og skólastarfið í heild sinni." 1 I Ósáttur við málsmeðferð sjálfstæðis- manna Sigurður Björgvinsson, bæjar- fulltrúi í Garðabæ, lagði ffam bókun vegna samnings bæjarins um Bamaskóla Hjallastefhunnar en hann er ekki sáttur við máls- meðferð Sjálfstæðisflokksins í málinu. Að mati hans em atriði í gögnum málsins sem standast engan veginn nánari skoðun og em á mörkum þess að vera lögleg samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Telur hann t.d. að þetta mál sé allt of seint fram komið. Það hafi ekki verið rætt í skólanefndinni né hafi gefist tími til umræðu innan bæjarstjómar. Segir hann að það sé nánast óvinnandi veg- ur að skólinn geti byrjað í haust vegna hins stutta fyrirvara. Rétt- ast sé að fresta málinu svo að það hljóti eðlilega umfjöllun og með- göngu. Þá segir í bókuninni að á síð'asta bæjarráðsfundi hafi verið fullyrt að bæjarsjóður yrði ekki aðili að leigusamningi Hjalla- stefnunnar og Landspítalans en samkvæmt samningnum núna sé Garðabær orðinn leigutaki húsnæðisins en ffamleigi Hjalla- stefhunni ehf. Telur Sigurður það vera á gráu svæði lagalega séð. Nýr tölvuormur dreifði sér hratt um heiminn í gær: Einstaklingar og smærri fyrirtæki í mestri hættu Nýr tölvuormur dreifði sér hratt um heiminn í gær eftir að hans varð fyrst vart á mánudags- kvöldið. Einstaklingar og smærri fyrirtæki eru í mestri hættu. Ormurinn ræðst á veikleika sem finnst í flestum í Windows-stýri- kerfum og hefur verið þekktur síðan 16. júlí. Ormurinn er kallaður Blaster og þekkist líka undir nöfnunum MS- Blast eða Lovsan. Eitt helsta sér- kenni hans er að hann dreifir sér ekki með tölvupósti eins og flestar tölvu- veimr og tölvuormar, heldur dreifir hann sér sjálfkrafa á Netinu og stað- ametum fýrirtækja. Um leið og hann hefur smitað tölvu hefur hann leit að tölvum sem tengjast viðkomandi tölvu og reynir að setja sig upp f þeim. Þannig dreifist hann mjög hratt og var til að mynda kominn hingað til lands örfáum klukkutím- um eftir að hans varð fyrst vart í út- löndum, samkvæmt upplýsingum ffá Friðriki Skúlasyni ehf. í nöp við Microsoft Svo virðist sem ormurinn hafi ekki verið hannaður til að skemma þær tölvur sem hann sýkir. Sennilega er versta afleiðing sýkingar sú að það hægir á netvinnslu sýktra tölva og tölvukerfa vegna þess að ormurinn er sífellt að reyna að dreifa sér. Orm- urinn er einnig hannaður þannig að þær tölvur sem sýkjast munu 16. ágúst framkvæma svokallaða „Deni- al-of-Service“ árás á uppfærsluvef Microsoft. Slíkar árásir lýsa sér þannig að gríðarlega margar tölvur reyna allar samtímis að hafa mikil samskipti við ákveðna vefþjóna en það veldur því að vefþjónarnir anna ekki eftirspurn og vinna mjög hægt eða fijósa. Jafnframt hægir á vinnslugetu hinna sýkm tölva á meðan þær taka þátt í atganginum. Svo virðist sem hönnuði Blasters sé einmitt mikið í nöp við Microsoft því í kóða Blaster-ormsins eru skila- boð til Bills Gates, stofnanda og stjómarformanns Microsoft. Þar er honum bent á að hann ætti að hætta að eltast við gróðasjónarmið og snúa sér frekar að þvf að þróa villulausan hugbúnað. Tiltölulega einfalt að verja sig Fyrir nokkrum vikum gaf Microsoft út hugbúnaðarviðbót sem stoppar í öryggisgatið sem Blaster nýtir sér en notendur em misdug- legir við að sækja sér slíkar viðbætur. Þess vegna geta ormar á borð við Blaster nýtt sér öryggisgöt sem em vel þekkt og tiltölulega einfalt á að vera að stoppa í. Á uppfærsluvef Microsoft, www.windowsupda- te.com, er hægt að nálgast allar hug- búnaðarviðbætur fyrirtækisins og þar á meðal viðbótina sem stöðvar Blaster. Þeir sem em með veimvarnarhug- TÖLVUR í HÆTTU: Tll að vera alveg viss um að sleppa við vágest á borð við Blaster þarf að stoppa í öll göt Windows-stýrikerfisins, hafa nýuppfærða veiruvörn og ekki skemm- ir að hafa eldvegg uppsettan. búnað og uppfærðu hann í gær ættu einnig að vera hólpnir og ekki skemmir það heldur fyrir að vera með eldvegg uppsettan á tölvunni. Ókeypis eldvegg má m.a. fá á vefn- um www.zonealarm.com. Stór fyrirtæki em oftast með þessa hluti í lagi og því er ólíklegt að þau muni verða fyrir miklum skaða af völdum Blasters. Hins vegar em ein- staklingar og lítil fyrirtæki síður vak- andi fyrir netöryggismálum og verða því frekar fyrir barðinu á vágestum á borð við Blaster. kja@dv.is DUGLEGUSTU VEIRURNAR Veiruvarnafyrirtækið Central Command gefur mánaðarlega út lista yfir duglegustu veirurnar og segir hversu hátt hlutfall hver veira er af heildarveirutilkynningum mánaðarins. Svona leit listinn út fyrir júlí, en líklegt er að Blaster- ormurinn komist hátt á lista ágúst- mánaðar. 1. Worm/Klez.E 19,2% 2. Worm/Sobig.E 17,9% 3. Worm/BugBear.B 17,6% 4. Worm/Sobig.A 6.6% 5. Worm/Sobig.C 4,2% 6. Worm/Sircam.A 2,9% 7. Worm/Ganda 1,8% 8. Worm/Hawawi.E 1,6% 9. W32/Funlove.4099 1,5% 10. Worm/Avril.A 1,2%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.