Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁOÚST2003 SKOÐUN 21
Verslunarráðið vísar veginn
KJALLARI
Ögmundur Jónasson
’ alþingmaður og
formaðurBSRB
r'
0
/
Því miður hafði ég ekki tök á að
hlusta á fyrirlesara Verslunar-
ráðs fslands og Bresk-íslenska
verslunarráðsins, sem flutti ís-
lendingum boðskap sinn í síð-
ustu viku. Hann heitir Eamonn
Butler og er framkvæmdastjóri
Adam Smith Institute í London.
Fróðlegt hefði verið að heyra
þennan fulltrúa frjálshyggju-
sjónarmiða bregðast við þeirri
gagnrýni á einkavæðingu sem
nú rís stöðugt hærra í Bretlandi.
Þar í landi er rætt um nauðsyn
þess að þjóðnýta lestarkerfið að
nýju eftir að einkaaðilar í fjárfest-
ingarbransanum hafa nánast
rústað þjónustuna. En sem betur
fer var Ólafur Teitur Guðnason,
blaðamaður á DV, á svæðinu og
varð þar greinilega fyrir nokkrum
hughrifum. Afraksturinn var inn-
blásin grein um stjórnmál samtím-
ans í helgarblaði DV.
Áhugi á Napóleonstímanum
Ekki veit ég hve miklar upplýs-
ingar ráðstefnugestir Verslunar-
ráðsins fengu um hrikalegar afleið-
ingar einkavæðingarinnar í Bret-
landi í samgöngukerfi, rafmagns-
og vatnsveitum og öðrum geirum
almannaþjónustunnar. Hitt vitum
við að hinn gestkomandi fyrirlesari
hélt sig nokkuð aftur í öldum.
Þýðir þetta að „fólkið
sjáift"ráði meiru um þá
fjármuni sem settir
hafa verið í fjarskipta-
kerfið eftir að Lands-
símanum var breytt í
hlutafélag? Þýðir þetta
að „fólkið sjálft" ráði
meiru um Búnaðar-
bankann eftir að S-hóp-
urinn fékk hann í hend-
ur? Og hvað með
Landsbankann? Er
hann núna fyrst nýttur í
þágu almennings?
Þannig staðnæmdist hann við
ákvörðun breskra stjórnvalda á 19.
öldinni öndverðri, á Napóleons-
tímanum, að ráða mann til að
vakta Ermarsundið svo að hægt
væri að gera viðvart ef árásarfloti
kæmi í augsýn. Að sögn Eamonns
Butíers mun hafa gleymst að leggja
þetta embætti niður fyrr en um
miðja 20. öldina. Þetta væri dæmi,
sagði gestafyrirlesari Verslunar-
ráðsins, skv. blaðamanni DV, „um
þá sóun á peningum skattgreið-
enda sem hið opinbera stendur svo
gjarnan fyrir".
Mulningsvél á skynsemi?
Ástæðuna kveður blaðamaður
DV ekki vera þá að stjórnmála-
menn séu vitíausari en annað fólk:
„Gangverk hins opinbera er hins
vegar einhver mikilvirkasta muln-
ingsvél á almenna skynsemi sem
fyrirfinnst.“ Þetta þykir mér vera
sver fullyrðing um allar gerðir ríkis
og sveitarfélaga fyrr og síðar!
Skyldu vísindarannsóknir 20. ald-
arinnar, sem fjármagnaðar voru af
almannafé, engu hafa skilað og
hvað með uppbyggingu samfélags-
þjónustu, skólakerfis, heilbrigðis-
kerfis sem opið er öllum þjóðfé-
lagsþegnum, jafnt snauðum sem
ríkum? Hefur þetta allt verið gert
þvert á rökræna hugsun?
En hvers vegna skyldi allt þetta
stríða gegn skynseminni og brjóta
SKATTFÉ ER SÓAÐ: Eamoon Butler hélt fyrirlestur hjá Verslunarráði í síðustu viku og taldi einsýnt að faera ætti sem allra flest verkefni úr höndum ríkisins til einstaklinga.
hana kerfisbundið niður? Ekki
stendur á svari. - Okkur er sagt, að
andstæðingar skynseminnar séu
annars vegar „linnulausar árásir
sérhagsmuna". Hins vegar „fyrir-
bæri sem er ekki eins augljóst, þótt
það geri ekki minni skaða: tak-
markalaus þrá til góðra verka sem
veldur í fyrsta lagi því að fólk verð-
ur svo heillað af göfugum tilgang-
inum að það sér ekki banvænar
aukaverkanir meðalsins, og í öðru
lagi því, að það hefur svo ótal mörg
göfug markmið, að það snýst í
hringi í eilífum eltingarleik við
mótsagnir."
Allir alltaf að svindla?
Varðandi sérhagsmunina þá sýn-
ist mér komin hálfgerð uppgjöf í
hægri vænginn. Adam Smith hafði
nefnilega bent á það fyrir 200 árum
að þótt óhugsandi væri. „að stjórn-
endur fyrirtækja á sama markaði
hittust án þess að á fundum þeirra
yrði til samsæri gegn almenningi
um að hækka verð væri ómögulegt
að koma í veg fýrir slíkt samráð með
lögum; lögin yrðu óhjákvæmilega
óréttíát og brytu gegn frelsi einstak-
lingsins." - Þar höfum við það.
Það sem mér þykir merkilegt við
þessa afstöðu er uppgjöfm gagn-
vart því að reisa siðferðilegar kröfur
á hendur handhöfum fjármagns-
ins. Hitt er vissulega rétt að eftirlits-
kerfi eru öll erfið viðfangs. En ef við
eigum að ganga að því sem vísu að
allir séu alltaf svindlandi þá hljót-
um við að reyna að smíða kerfi sem
líklegast er að setji óheiðarleika
manna skorður.
Varað við velvildinni
Þá kemur að „hinni takmarka-
lausu þrá til góðra verka". Hún er, ef
rétt er skilið, upphaf og endir alls
ills. Gefum Ólafi Teiti orðið: „Þegar
velviljinn æðir áffam af tilfinninga-
semi verða til óleysanlegar mót-
sagnir sem geta af sér sjö dellur fyrir
hverja eina sem sniðin er af." Síðan
tilgreinir hann dæmi um tilraunir til
að smíða réttíátt skattakerfi með
barnabótum, stuðningi við ein-
stæða, öryrkja og aldraða og fleiri.
Það er rétt sem fram kemur hjá
Ólafi Teiti að oft er þetta mótsagna-
kennt, enda mismunandi sjónar-
mið uppi og stundum skipta menn
um skoðun. En þá vil ég spyrja á
móti hvort það sé slæmt. Er ekki
gott að kunna að skipta um skoð-
un? Auðvitað eiga menn að breyta
um kúrs ef reynslan sýnir að þess er
þörf. Þannig verða framfarir.
En hér blasir það við að mælt er
með því að við nálgumst viðfangs-
efni samfélagsins með gleraugum
hugmyndafræðinnar. Þessa nálgun
mætti orða á eftírfarandi hátt: Mitt
kerfi er gott, ef gangverk samfélags-
ins er skipulagt samkvæmt því þá
er það rétt skipulagt, látum ekki til-
finningasemi og velvild villa okkur
sýn. Við og okkar samherjar höfum
rétt fyrir okkur og þótt reynslan af
verkum okkar kunni að segja ann-
að, þá er það tímabundið. Við störf-
um nefnilega í anda efnahagslegra
og samfélagslegra lögmála. Þess
vegna erum við málsvarar skyn-
seminnar.
Eigum við ekki að læra
af reynslunni?
Þessi hugmyndafræðilega nálg-
un er í hrópandi mótsögn við þá af-
stöðu sem mér þykir bæði skyn-
samlegri og að sjálfsögðu einnig
miklu lýðræðislegri og mætti orða á
þennan veg: Virkjum velviljann.
Beitum skynsemi okkar til velvilj-
aðra verka. Verkefnið í fram-
farasinnuðu lýðræðisþjóðfélagi er
að finna velviljanum og skynsem-
inni sameiginlegan farveg.
En að lokum nokkur orð til um-
hugsunar fyrir frjálshyggjumenn,
og reyndar okkur öll í tilefni af
þeirri staðhæfingu Ólafs Teits
Guðnasonar að stjórnmál samtím-
ans snúist fyrst og fremst um eftir-
farandi spumingu: „Að hvaða
marki er skynsamlegt að ríkið
ráðskist með líf fólks - þ.m.t. fjár-
muni þess - frekar en fólkið sjálft?"
Hag hverra ber Verslunar-
ráðið fyrir brjósti?
Þýðir þetta að „fólkið sjálft" ráði
meim um þá fjármuni sem settir
hafa verið í fjarskiptakerfið eftir að
Landssímanum var breytt í hlutafé-
lag? Þýðir þetta að „fólkið sjálft"
ráði meim um Búnaðarbankann
eftir að S-hópurinn fékk hann í
hendur? Og hvað með Landsbank-
ann? Er hann núna fyrst nýttur í
þágu almennings?
En það sem ef til vill er mikilvæg-
ast að velta fyrir sér, að mínu mati,
er þetta: Hvernig á að skipuleggja
heilbrigðisþjónustuna þannig að
allir sem á þurfa að halda fái að
henni aðgang án þess „að ríkið
ráðskist með ... fjármuni" okkar? Er
það gefið að samfélagslegt átak sé
alltaf af hinu illa fyrir „fólkið sjálft"?
Getur verið að þegar frjálshyggju-
menn tala um „fólkið sjálft", á
þennan hátt, þá sé skilgreining
þeirra nokkuð þröng? Að „fólkið
sjálft" rúmist kannski í sæmilega
góðum fyriríestrasal hjá Verslunar-
ráði íslands?