Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST2003 MENNING 7 7
Sýningarlok
MYNDLIST: Á sunnudaginn lýkur
sumarsýningu Listasafns Islands þar
sem veitt er að venju greinargott yf-
irlit yfir innlenda listasögu.
Á sýningunni eru verkfrá helstu
umbrotatímum íslenskrar listasögu,
meðal þekktra verka sem þar má sjá
eru Gullfjöll Svavars Guðnasonar og
Hekla Ásgríms Jónssonar.
Sérstaka athygli vekur myndin Móð-
ir Jörð eftir Jón Stefánsson sem talin
er gerð í kringum 1925. Listasafn
fslands keypti það verk nýlega og er
safninu mikill fengur í að hafa eign-
ast verk eftir Jón frá þessum tíma á
ferli hans. Málverkið (sjá mynd) er
nú sýnt í fyrsta sinn eftir að Lista-
safnið eignaðist það og ættu
áhugamenn um myndlist að nota
þetta tækifæri til að skoða það.
Listasafn Islands er opið kl. 11-17
nema mánudaga.
^ DV vantar blaöbera í
0 Grindavík.
^ Upplýsingar gefa Anna
^ og Sigbjörn í símum
| 426 7922 og 693 0375.
Berlín - Akureyri - Reykjavík:
Meistarar formsins
komnir suður
EDGAR DEGAS: Dansmær að skoða á sér ilina (um 1910).
Höggmyndasýningin Meistarar
formsins - Úr höggmyndasögu 20.
aldar - verður opnuð í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi á
morgun kiukkan 15. Forseti íslands
opnar sýninguna formlega að
loknu ávarpi Johanns Wenzi, ný-
skipaðs sendiherra hýskalands á ís-
landi.
Sýningin Meistarar formsins
kemur til höfuðborgarinnar frá
Akureyri þar sem hún stóð í
sumar við miklar vinsældir en
þangað kom hún frá Ríkislista-
safninu í Berlín.
Hér er sannarlega sjón að sjá
því að á sýningunni eru óvið-
jafnanleg listaverk eftir helstu
módernista í evrópskri högg-
myndasögu, meðal annarra
Degas, Archipenko, Maillol,
Moore, Marino Marini, Manolo,
Laurens, Renoir, Barlach,
Kollwitz, Hartung og samtíma-
listamennina Sol LeWitt,
Schwegler, Per Kirkeby og Axel
Lischke.
Sýningin er mjög vel
fallin til listkennslu og
er kennurum bent á
að sérstaklega hefur
verið unnið kennslu-
efni fyrir grunn- og
framhaldsskólanem-
endur um hana.
Á sýningunni eru einnig verk
eftir brautryðjendur íslenskrar
höggmyndalistar, þá Einar Jóns-
son, Ásmund Sveinsson, Sigur-
jón Ólafsson og Gerði Helga-
dóttur. I Reykjavík verða að vísu
ekki öll verkin sem sýnd voru
fyrir norðan vegna plássleysis,
en á móti kemur að hér bætist
við eitt verk sem ekki var þar,
„Atómsprengjan" eftir Sigurjón
sem er frá árinu 1979 og kallast á
sérkennilegan hátt á við skot-
færatösku Lischkes sem mikla
athygli hefur vakið á sýning-
unni.
Gefin hefur verið út sýn-
ingarskrá á fslensku og
ensku með greinum eftir
Hannes Sigurðsson, safn-
stjóra á Akureyri, Brittu
Schmitz, yfirsýningarstjóra
Hamburger Bahnhof-
safnsins í Berlín, og Ólaf
Gíslason listfræðing, en
grein hans ber heitið Mað-
urinn og rými hans á 20.
öld.
Sýningin stendur í rétt
tæpan mánuð eða tíl 28.
september og verður opin
alla daga nema mánudaga.
Sýningin er mjög vel fallin
til listkennslu og er kennur-
um bent á að sérstaklega
hefur verið unnið kennslu-
efni fyrir grunn- og fram-
haldsskólanemendur um
hana. Eru kennarar hvattir
til að hafa samband við
safnstjóra í síma 553 2906
vegna skólaheimsókna.
SIGURJÓN ÓLAFSSON: Á leið til elskunnar minnar (1954-1955) er í fýrsta skipti sýnt almenn-
ingi á þessari sýningu.
Ifaras
■ spmning
Kennsla hefst í FIA skólanum
22. september.
Verð með námsgögnum:
99.000 kr.
Vinsamlegast greiöiö staðfestingargjaldið
25.000 kr. um leiö og innritun á sér staö.
Leggið inn á reikning 515-14-605933
undir PPI-FIA, nafni og heimilsfangi,
annars telst skráning ekki gild.
Skráning í síma 577 5555
jonina@planetpulse.is