Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Blaðsíða 12
72 ~mrm FÖSTUDAGUR29.AGÚST2003
Útiönd
Hámiwiim ííiriatámn
Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson
Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is
Sími: 550 5829
Reiði vegna straumrofs
LONDON: Ken Livingstone,
borgarstjóri í London, brást
reiður við þegar rafmagn fór af
borginni í hálfa klukkustund á
mesta annatíma síðdegis í gær
og olli miklu öngþveiti í sam-
göngum. Livingstone kallaði
rafmagnsleysið hreina og klára
skömm.
Farþegar í neðanjarðarlestum
komust hvorki lönd né strönd,
brautarstöðvum var lokað og
þúsundir manna þurftu að
reyna að finna ráð til að kom-
ast leiðar sinnar. Ekki bætti svo
úr skák að hellirigning var í
borginni þegar þetta gerðist.
Borgarstjórinn hvatti til þess að
þegar í stað yrði rannsakað
hvað fór úrskeiðis og sagði að
straumrof í svona langan tíma
ætti ekki að geta átt sér stað.
Meinlausir
FÆREYJAR: Hogni Hoydal,
varalögmaður Færeyja, fullviss-
aði bandaríska sendiherrann í
Kaupmannahöfn í gær um að
heimsfriðnum stafaði engin
ógn af Færeyingum þótt áform
landstjórnarinnar um sjálfstæði
næðu fram að ganga. Hogni
sagði að sjálfstæðir Færeyingar
vildu áfram eiga gott samstarf
við Bandaríkin.
ísraelar halda áfram flugskeytaárásum:
Hamasliði á asna
drepinn á Gaza
fsraelar halda áfram eltinga-
leiknum við liðsmenn vopnaðs
arms Hamas-samtakanna og
tókst í gær að drepa einn þeirra
þar sem hann var á ferð í asna-
kerru sinni í Khan Younis-flótta-
mannabúðunum á Suður-Gaza-
svæðinu.
í yfirlýsingu frá Hamas-samtök-
unum segir að maðurinn, sem hét
Hamdi Kalakh, hafi verið virkur fé-
lagi vopnaðs arms samtakanna á
Gaza-svæðinu, sem stundað hafi
eldflaugaárásir á landtökubyggðir
gyðinga á Gaza og á nærliggjandi
þorp og bæi utan svæðisins að
undanförnu.
Það var ísraelsk þyrla sem gerði
fiugskeytaárás á Kalakh og hitti eitt
skeytanna beint í mark með þeim
afleiðingum að bæði hann og asni
hans féllu auk þess sem þrír
óbreyttir borgarar særðust, þar af
fjögurra ára drengur mjög alvar-
lega.
Svar við eldflaugaárásum
Árásin var gerð aðeins nokkrum
klukkustundum eftir að liðsmenn
vopnaðs arms Hamas-samtakanna
höfðu skotið heimasmíðuðum
Qassam-flaugum á iðnaðarhverfi í
bænum Ashkelon í suðurhluta ísra-
els.
Enginn mannskaði mun hafa orð-
ið í árásinni en einni af fjórum flaug-
um, sem skotið var frá Gaza í gær,
var beint að bænum og er þetta í
fyrsta skipti sem Qassam-flaugum er
skotið svo langt inn í ísrael, en
strandbærinn Ashkelon er níu kíló-
metra norður af Gaza-svæðinu.
Ariel Sharon mun hafa skipað
hernum að grípa til nauðsynlegra
gagnaðgerða og var svarað með
flugskeytaárásinni á Kalakh, þeirri
þriðju sem íraelar gera á liðsmenn
Hamas-samtakanna sfðan sjálfs-
morðsárásin mannskæða var gerð í
Jerúsalem í síðustu viku.
Síðan hafa ísraelsmenn drepið
átta liðsmenn Hamas-samtakanna
í flugskeytaárásum og sært tugi
óbreyttra borgara auk þess sem
tveir asnar hafa fallið í árásunum.
Árásin var gerð nokkr-
um klukkustundum eft-
ir að liðsmenn vopnaðs
arms Hamas höfðu
skotið heimasmíðuðum
Qassam-flaugum á iðn-
aðarsvæði í bænum
Ashkelon.
„Ég hef fyrirskipað varnarmála-
ráðherranum að grípa til viðeig-
andi ráðstafana til þess að koma í
veg fyrir að slíkar árásir verði gerðar
í framtíðinni," sagði Sharon í gær
en auk eldílauganna hafa herskáir
Palestínumenn skotið meira en
fimmtíu sprengjuvörpukúlum á
landtökubyggðir gyðinga á Gaza-
svæðinu á síðustu sex dögum.
Svæðið rutt
ísraelar sendu stórvirkar vinnu-
vélar á svæðið þaðan sem eldflaug-
unum var skotið á Ashkelon í gær
og var trjám og öðrum gróðri rutt í
burtu til þess að hindra frekari eld-
flaugaárásir frá svæðinu.
Gabi Ashkenazi, aðstoðaryfir-
maður ísraelska heraflans, sagði í
gær að foringjar vopnaðs arms
Hamas-samtaknna og Jihad-hreyf-
ingarinnar væru nú hvergi óhultir.
„Þeir geta hvergi verið öruggir með
sig, ekki einu sinni á leiðinni til rak-
arans, í matvöruverslunina eða til
bænahússins og heldur ekki á leið-
inni til baka. Við munum elta uppi
þá sem gerast sekir um hryðjuverk
og þeir eru réttmæt skotmörk,"
sagði Ashkenazi.
Vopnahléi hafnað
Hamas-samtökin höfnuðu í gær
kröfu Yassers Arafats um að endur-
vekja vopnahléið sem herská sam-
tök Palestínumanna rufu í síðustu
viku og sagði Abdel Aziz al-Ratissi,
pólitískur leiðtogi Hamas-samtak-
anna, að þau tækju það ekki í mál
meðan Israelar héldu áfram árás-
um á liðsmenn þeirra.
Hann varaði palestínsk stjórn-
völd einnig við því að beita öryggis-
sveitum sínum gegn liðsmönnum
samtakanna en í gær réðust palest-
ínskar öryggissveitir inn í bæinn
Beit Hanoun í þeim tilgangi að
handtaka þá sem bæm ábyrgð á
eldflaugaárásunum.
Nabil Shaath, utanríkisráðherra
palestínsku heimastjórnarinnar,
sagði í gær að með því að hafna
kröfu Arafats væm herská samtök
Palestínumanna að skapa aukna
spennu og hættuástand fyrir pale-
stínsku þjóðina.
„Alþjóðlegi vegvísirinn er það
eina sem við höfum til þess að
tryggja varanlegan frið og að því
ber okkur að vinna," sagði Shaath.
FALLINN ASNI: Annar tveggja asna sem
fallið hafa í flugskeytaárásum
Israelsmanna á síðustu dögum.
íhuga að fá alþjóð-
legt herlið til íraks
Blair segist bera ábyrgð
á birtingu nafns Kellys
Richard Armitage, aðstoðar-
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, sagði í gær að bandarísk
stjórnvöld væru að íhuga þann
möguleika að fá alþjóðlegt her-
lið á vegum Sameinuðu þjóð-
anna til aðstoðar við uppbygg-
inguna í frak.
Þetta er í fyrsta skipti sem svo
háttsettur embættismaður viðrar
þennan möguleika en Armitage
sagði þó að það væri skilyrði fyrir
slíkum her að yfirmaður hans væri
bandarískur.
Hann sagði að bandarískir em-
bættismenn væm nú að skoða mál-
ið en búist er við að Bandaríkja-
menn og Bretar muni á næstunni
leggja fram drög að nýrri ályktun í
Öryggisráði S.þ. sem gerir öðmm
þjóðum kleift að taka þátt í
uppbyggingarstarfinu.
RICHARD ARMITAGE: Armitage segir að
Bandaríkjamenn muni setja skilyröi fyrir
alþjóðlegu herliði.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, tók á sig alla ábyrgð
á því að vopnasérfræðingur-
inn David Kelly var nafn-
greindur sem heimildarmaður
umdeildrar fréttar breska rík-
isútvarpsins, BBC. Blair sat fyr-
ir svörum í gær hjá nefnd
Huttons lávarðar sem rann-
sakar dauða Kellys.
Blair sagði að ekkert væri hæft í
frétt BBC um að ríkisstjórnin hefði
ýkt hættuna af meintum gjöreyð-
ingarvopnum íraka í skýrslu þar'
um. Ef svo hefði verið, hefði hann
sagt af sér embætti.
David Kelly svipti sig lífi
skömmu eftir að hann var nafn-
greindur sem heimildarmaður
BBC og varð um leið miðpunktur-
VARÐIST VEL: Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, aftók með öllu í gær að stjórn
hans hefði ýkt hættuna sem umheiminum
stafaði af morðtólum (raka.
inn í deilu stjómvalda og ríkisút-
varpsins.
Blair viðurkenndi þó fyrir
nefndinni að stjórn sín hefði verið
undir miklum þrýstingi frá tor-
tryggnum almenningi um að rétt-
læta stríð gegn frak. Hann hefði
þess vegna viljað að skýrslan færði
bestu rökin sem til væru fyrir
nauðsyn hernaðaraðgerða.
Forsætisráðherrann sat fyrir
svömm í tæpar tvær og hálfa
klukkustund og var ekki annað að
sjá en að hann væri öruggur með
sig. Jafnvel andstæðingar hans
sögðu hann hafa komið vel fyrir.
Traust almennings á Blair hefúr
beðið mikinn hnekki vegna Kelly-
málsins. Aðeins 22 prósent Breta
telja stjórnvöld hafa komið heið-
arlega fram í málinu.
4