Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Page 16
16 TILVERA FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST2003
+
FÖSTUDAGUR 29.ÁGÚST2003 TILVERA 17
Allir íþráttaviáburðir í beinni á risaskjám. Pnnl. Enður matseðill.
Tökum að nkkur hnpa, starfsmannafélög. Stnrt ng gntt dansgnlf.
Tilvera
Fólk ■ Heimilið ■ Dægradvöl
Netfang: tilvera@dv.is
Sími: 550 5824 • 550 5810
Bjartar nætur
©NÓ: Síðasta sýning á Leik-
sýningu Ferðaleikhússins,
sem ber heitið Light Nights -
Bjartar naetur, verður í kvöld í
Iðnó. Uppfærsla og efni sýn-
ingar Ferðaleikhússins er
breytileg milli ára. Þær eiga
þó sameiginlegt að þær eru
fluttar á ensku, að undan-
skildum kveðnum rímum og
þjóðlagatextum sem fluttir
eru á íslensku. Fimm eru á
sviðinu, Kristín G. Magnús,
sem jafnframt er leikstjóri, og
Páll S. Pálsson sjá um leikinn
og auk þeirra eru þrír dansar-
ar. Hilmar Örn Hilmarsson
hefur samið lag við álfkonu-
dans fyrir sýninguna. Þá hef-
ur Steindór Andersen verið
hópnum til aðstoðar við að
kveða rímur.
Haustmarkaður
SÖFN: Lokadagskrá sumarsins verður í Ár-
bæjarsafni næstkomandi sunnudag. Meðal
annars verður boðið upp á haustmarkað. Á
boðstólum verður nýupptekið grænmeti úr
matjurtagörðum og heimagerð sulta og
prjónles í Krambúð. Þá er enn til staðar sýn-
ingin í Kornhúsi, sem nefnist Dagur í lífi
Reykvíkinga. Sjötti áratugurinn. Á sýning-
unni er fylgst með sex Reykvíkingum á
ólíkum aldri í amstri hversdagsins á árun-
um 1950-1960.
Uppboð á Ijósmyndum
GALLERÍ ÁLFUR: Ásunnudag
lýkur sýningunni „2 ms af ís-
landi" með uppboði. Þetta er
níunda Ijósmyndasýning
Ljósálfa, Ijósmyndafélags, en
auk þeirra sýna þrír erlendir
Ijósmyndarar. Meðan sýningin
hefur staðið yfir hefur gestum
gefist kostur á að bjóða í mynd-
irnar. Að kvöldi laugardags
verður kíkt á þau tilboð og
munu þau gilda sem lægsta
boð á uppboði daginn eftir. Þá
verður uppboðshaldari Ragnar
Sigurjónsson, ráðsmaður í Viðey
og kunnur Ijósmyndari, við
stjórnvölinn og býður upp þær
myndir sem þá verða óseldar.
Alls eru á sýningunni 44 Ijós-
myndir en tvær þeirra eru
einkaeign. Sýningin er haldin í
Gallerí Álfi, Bankastræti 5.
Huldufólk hefur
ekkert miðsnes
Kristín Birna Kristjánsdóttir,
nemi í þjóðfræði, vann í sumar
ásamt Guðjóni Braga Stefáns-
syni, grafískum hönnuði, að
söfnun efnis í bók og uppsetn-
ingu sýningar á Skriðuklaustri
um álfa- og huldufólkssögur á
Austurlandi.
„Ég hef alltaf haft áhuga á þjóð-
sögum," segir Kristín Birna, „og var
mjög ung þegar ég byrjaði að lesa
safnið hans Jóns Árnasonar." Krist-
ín hóf nám í þjóðfræði um síðustu
áramót og segir að námið sé beint
framhald af áhuga hennar á þjóð-
sögum og þjóðtrú.
Kristín segir að hún hafi komið
að verkefninu í tengslum við nám-
ið. „Skúli Björn Gunnarsson, for-
stöðumaður Gunnarsstofnunar á
Skriðuklaustri, hafði samband við
Terry Gunnel, lektor í þjóðfræði, og
spurði hvort hann vissi um nema
sem hefði áhuga á að safha skráð-
um huldufólkssögum af Austur-
landi í eina bók. Hvatinn að því að
ég sótti um starfið er áhugi minn á
álfa- og huldufólkssögum og ég var
svo heppinn að fá það. Skúli hafði
einnig samband við Listaháskól-
ann og komst í samband við Guð-
jón í framhaldi af því.“
Leitað að sögum
Kristín segir að hún hafi fengið
aðstöðu á Árnastofnun til að vinna
alla forvinnu sem fólst í því að skrá
hvað er til af álfa- og huldufólks-
sögum á Austurlandi og hvar þær
er að finna. „Ég settist bara niður
og fletti í gegnum öll þau þjóð-
sagnasöfn þar sem líklegt var að
finna huldufólkssögur af Austur-
landi og síðan las ég sögurnar. Við
Guðjón vorum alltaf í sambandi af
og til og hann fór að pæla í því
hvernig best væri að hanna sýning-
una.“
Að sögn Kristfnar voru sögurnar
sem voru settar upp á sýningunni
og í bókina að hluta valda með það
í huga hvernig hægt væri að gera
þær myndrænnar á sýningunni.
Hið sjónræna í fyrirrúmi
„Sýningin er byggð þannig upp
að þeir sem skoða hana þurfi ekki
að lesa of mikið til að skilja hana.
Það hefur sýnt sig að fólk hefur ekki
þolinmæði til að lesa mikinn texta
þegar það skoðar sýningar, sérstak-
lega ef það er með börn með sér.
Við reyndum því að hafa hana sem
sjónrænasta og grípandi fyrir aug-
un og eyrun.“ Að sögn Kristínar var
þó hægt að lesa sér til ef fólk vildi
því við hvern sýningargrip var
stuttur texti og á bak við hann
lengra mál fýrir þá sem vildu afla
sér meiri upplýsinga.
Birna segir að á sýningunni sé
reynt að kynna huldufólk á sem
íjölbreyttastan hátt, segja frá upp-
runa þess og bera það saman við
mennska menn. „Við létum til
dæmis búa til nef af huldufólki og
nef af venjulegum manni og fólk
gat borið þau saman, en eins og
flestir vita þá vantar miðsnesið á
huldufólk."
Trúir á huldufólk
Kristín segir að hún hafi lesið
heilmikið af skemmtilegum sögum
í tengslum við vinnuna að bókinni
og að hún sé sannfærð um að nátt-
úran á Austurlandi hafi stuðlað að
ríkri huldufólkstrú þar um slóðir.
„Sögurnar á Austurlandi eru svo
sem ekkert frábrugðnar huldu-
fólkssögum annars staðar á land-
inu. Það er bara til meira af þeim
vegna þess að Sigfús Sigfússon var
svo duglegur að safna fyrir austan."
Þegar Kristín er spurð hvort hún
hafi séð álfa eða huldufólk hlær
hún og segir nei. „Því miður ekki en
ég er viss um að það er til.“
kip@dv.is
TRÚIR Á HULDUFÓLK: Kristín Birna Kristjánsdóttir, nemi í þjóðfræði, vann í sumar að bók og sýningu um huldufólkssögur á Austurlandi.
Hringekjur lífsins á Kjarvalsstöðum
í kvöld, kl. 20, verður opnuð á Kjarvalsstöð-
um einkasýning myndlistarmannsins Eyjólfs
Einarssonar. Sýningin ber nafnið Hringekjur
lífsins og er áherslan á stór málverk sem lista-
maðurinn hefur verið að vinna undanfarin ár
og hafa ekki verið sýnd áður. Eyjólfur er einn
af fremstu listmálurum sinnar kynslóðar og
hefur notið vaxandi athygli hin síðari ár fyrir
afar persónulegt myndmál og túlkun sem
endurspeglar tíðarandann með sérstökum
hætti. Sunnudaginn 28. september kl.
15.00verður Listamannsspjall þar sem Eyjólf-
ur Einarsson mun skoða sýninguna ásamt
gestum.
Sýningin stendur til 12. október.
EYJÓLFUR EINARSSON: Opnar sýningu á Kjar-
valsstöðum í kvöld.
Olíumálverk og Ijósmyndir í Gallerí Fold
Á morgun, kl. 15.00, opnar Helga Krist-
mundsdóttir sýningu á olíumálverkum í
Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14.
Á sama tíma verður opnuð sýning á ljós-
myndum Sigríðar Bachmann í Ljósfold.
HELGA KRISTMUNDSDÓTT1R: Sýnir f baksalnum í
Gallerl Fold
Sýningarnar standa til 14. september.
Helga Kristmundsdóttir stundaði nám
við keramikdeild Myndlista- og handíða-
skóla íslands 1972-76, vefnaðardeild sama
skóla 1982-86 og málaradeild Árhus kun-
stakademi í Danmörku 1991-95. Helga hef-
ur haldið fjölda einkasýninga víðs vegar um
Danmörku, svo og í Þýskalandi, Austurríki,
Færeyjum, Noregi, Belgíu og Svíþjóð. Hún
hefur fengið viðurkenningar fyrir íist sína í
Danmörku, en þar er hún búsett.
Sigríður Bachmann lærði ljósmyndun hjá
Guðmundi A. Erlendssyni ljósmyndara og
vann þar árum saman. Síðan lauk hún prófi
ffá Iðnskólanum í Reykjavík. Hún starfaði
hjá Sigurgeiri Sigurjónssyni, ljósmyndara í
Svipmyndum, aUlengi, en hefúr rekið eigin
ljósmyndastofu um árabil.
Gallerí Fold er opið daglega, frá kl. 10.00
til 18.00, laugardaga frá kl. 10.00 til 17.00 og
sunnudaga frá kl. 14.00 til 17.00.
Listhús Ófeigs:
4 colours
4 ladies
Sýningin 4 colours 4
ladies verður opnuð í list-
húsi Ófeigs, Skólavörðustíg
5, á morgun kl. 16. Um er
að ræða fjórar norskar
textíl-listiðnaðarkonur.
Hilde Horni og Torill
Haugsvær Wilberg nota
vinnuaðferðir sem voru
nær gleymdar fyrir 15-20
árum í Noregi, að þæfa ull.
Listin að þæfa hefur nú
verið endurvakin og er í
stöðugri sókn, oft í sam-
blandi við ull og silki og af-
raksturinn er meðal annars
smáskúlptúrar, fatnaður og
fylgihlutir í nútímalegu
samhengi. Tove Nordstad
og Inger Lise Saga sýna
prjónaflíkur, ýmist þunnar
eða þykkar, úr blöndu af
silki, viskos og Iíni. Afrakst-
urinn er hvort tveggja í
senn, nútímalegur og
ögrandi. Námsferill þeirra
er athyglisverður. Tvær eru
innanhússarkitektar, sú
þriðja tannlæknir og sú
fjórða barnaskólakennari.
Listhús Ófeigs er opið kl.
10-18 virka daga, 11-16 á
laugardögum og lokað á
sunnudögum. Verið vel-
komin. Ókeypis aðgangur.
Myndlistorsýningor
Þjóð í mótun á Akureyri
Á morgun kl. 15 verður
blásið í afmælislúðra í
Listagilinu á Akureyri. Til-
efnið er tvöfalt. Listasafn-
ið á Akureyri verður tíu
ára og Þjóðminjasafn fs-
lands er hvorki meira né
minna en 140 ára. Sýning-
in, sem unnin er í sam-
vinnu við Þjóðminjasafn
íslands, ber heitið „Þjóð í
mótun: ísland og fslend-
ingar fyrri alda“. í vestur-
sal safnsins sýna hins veg-
ar Erla S. Haraldsdóttir,
nýjasti verðlaunahafi
Listasjóðs Pennans, og Bo
Melin hvernig Akureyrar-
bær gæti litið út í óræðri
framtíð ef þar byggju f
kringum 700 þúsund
manns en sú sýning ber
heitið „AbbastuppáAkur-
eyri".
Þá munu verða sýndir ,
norðan heiða í fyrsta sinn f^^DINGAR FYRRI ALDA: Tvöföld afmælissýning I Lista-
munir í eigu Þjóðminja- 9'lnu'
safnsins. Eins og kunnugt er hefur
Þjóðminjasafnið verið lokað almenn-
ingi undanfarin fimm ár vegna um-
fangsmikilla breytinga. Norðlending-
ar taka því forskot á sæluna og gefst
hér einstakt tækifæri til að kynnast
ýmsu af því besta sem Þjóðminjasafn-
ið hefur að geyma.
Margt af því sem minjasöfn sýna og
varðveita flokkast ekki til listmuna
heldur margvíslegra minja sem bera
lifnaðarháttum fyrri tíma vitni. Með
því að sýna þessa gripi í Listasafninu á
Akureyri er reynt að blása sagnaryk-
inu af þeim og skoða þá í öðru sam-
hengi en menn eiga að venjast, sem
sérstaka listmuni. Flest þessara merku
verka eru ffá 17. og 18. öld en þau
elstu er frá miðri 16. öld.
Listasafnið er opið frá kl. 15 til 23 á
opnunardaginn í tilefni af Akureyrar-
vöku, menningarnótt Akureyringa.
Sýningin stendur frá 30. ágúst til 2.
nóvember 2003.
Opinn skógur
KLIPPT Á BORÐANN: Vigdís Finnbogadóttir, fýrrverandi forseti fslands, og fulltrúar verk-
efnisins klipptu á borðann.
ávöip. Bæjarstjóri Blönduósbæjar
afhenti síðan fulltrúum verkefnis-
ins viðurkenningar. Þegar búið var
að klippa' á borðann frumflutti
Hólmfríður Jónsdóttir nýort ljóð
um eyjuna eftir Ingibjörgu Ey-
steinsdóttur f Beinakeldu í Austur-
Húnavatnssýslu.
JÓN fSBERG: Þekktur Húnvetningur, Jón
fsberg, fyrrverandi sýslumaður, var mættur
til að fylgjast með.
Um síðustu helgi var athöfn í
Hrútey í Blöndu við Blönduós-
kaupstað. Tilefnið var það að í
Hrútey er nú opinberlega orðinn
„Opinn skógur". Um er að ræða
samvinnuverkefni skógræktarfé-
laganna og Olís og Alcan á íslandi
sem hefur hefur það að markmiði
að bæta aðgengi og aðstöðu í skóg-
um skógræktarfélaganna um land
allt.
Um 200 manns komu til athafn-
arinnar í ágætis veðri. Fjölbreytt
dagskrá var. í upphafi var leilcin
harmónikutónlist. Þá voru flutt
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um breytingu
á deiliskipulagi í Reykjavík
I samræmi við og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýst til
kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagsáætlun í
Reykjavík:
Rimaskóli.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Rimaskóla
stækkun lóðar og viðbygginga við skóiann.
Tillagan gera m.a. ráð fyrir að lóð stækki til norðurs inn á
lóð sem áður var skilgreind sem lóð fyrir skóla og leik-
skóla við Sóleyjarrima. Fyrirhugað er að byggjá við Rima-
skóla rými fyrir skóla- og leikskólastarfsemi. Leiksvæði
verða í tengslum við viðbyggingu. Hæð viðbyggingar er
ein til tvær hæðir, gerður er nýr byggingareitur fyrir
viðbyggingu og afmarkaður reitur fyrir núverandi
byggingu.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og
byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl.
08:20 - 16.15, frá 27. ágúst 2003 - til 10. október 2003.
Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til
að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum
við hana skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar
en 10. október 2003.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkja tillöguna.
Reykjavík, 29. ágúst 2003.
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur