Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Blaðsíða 18
18 TILVERA FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST2003
Hljómsveitin írafártók upp nýja plötu íFlórida:
Hljómsveitin írafár er komin
aftur heim til íslands eftir að
hafa verið önnum kafin við
upptökur á nýrri plötu í sól-
skinsríkinu Flórída
Vignir Snær Vigfússon, lagahöf-
undur og gítarleikari sveitarinnar,
segist halda að hann verði jafnvel
ánægðari með þessa plötu en þá
fyrri sem var fyrsta plata sveitarinn-
ar og sú söluhæsta á íslandi fyrir
síðustu jól.
„Þetta var bara alveg frábært og
afskaplega ljúft líf,“ segir gítarleik-
arinn Vignir. „Við vorum reyndar
ekki inni í Orlando heldur leigðum
okkur hús í hverfí sem heitir
Thousand Oakes og er úthverfi Or-
lando. Þetta var hálfgerð villa, stórt
og fínt hús með sundlaug, og það er
alls ekki hægt að segja að hafi farið
illa um okkur.“
Mælir með upptökum erlendis
Makar hljómsveitarmeðlima
voru skildir eftir heima á Fróni þótt
Birgitta og Hanni búi að sjálfsögðu
við þau forréttindi að geta „tekið
makann með“ út um allt. „Með
okkur voru upptökustjórinn okkar,
Þorvaldur Bjarni, með allar sínar
græjur, og Guðjón sem hefur gert
myndböndin okkar. Ég mæli hik-
laust með því að hljómsveitir fari
svona út ef þær hafa tök á því. Mað-
ur getur einbeitt sér algjörlega að
DISNEY: (slendingareru greinilega ekki
einir um að dást að henni Birgittu. Þessi
íbúi Disneylands var að minnsta kosti yfir
sig ástfanginn og ekki dvínaði hrifningin
þegar stjarnan smellti á hann kossi.
GRÆJURNAR: Upptökustjórinn Þorvaldur
Bjarni við græjurnar sem Kanarnir neituðu
að flytja. Á endanum varð að senda þær
með leigubll og treysta á að bílstjórinn
væri heiðarlegur og góður maður.
því sem maður er að gera og gefur
sér góðan tíma enda kemst maður
ekkert í burtu. Ég vona innilega að
við getum gert þetta aftur með
næstu plötu. Hún kemur reyndar
ekki strax en það er um að gera að
skipuleggja sig fram í tímann,“ seg-
ir Vignir og hlær.
-
VINNAN: Birgitta naut sín vel í Orlando enda ekki aliir sem fá tækifæri til að syngja inn á
plötu á sundlaugarbakka á Flórída.
SlÐASTl DAGURINN: Hópurinn skellti sér í
Universal studios og eyddi þar síðasta
degi ferðarinnar.
SÓLBRÚN OG SÆLLEG: Irafár á góðri stundu í Orlando. „Þetta
var alveg frábært og afskaplega Ijúft líf," segir Vignir.
Nauðsynlegt að hitta Mikka
Það fór lítið fyrir
sönnu popparalíf-
erni í ferðinni og
Vignir segir að frí-
tíminn hafi farið í að
hlaða batteríin.
„Spilamennskan
undanfarið hefur
verið mikil og við
vorum mjög heima-
kær allan tímann.
Við urðum reyndar
náttúrlega að líta í
Disney World og
Universal studios
enda hverjum
manni nauðsynlegt
að hitta Mikka mús að minnsta
kosti einu sinni á ævinni." Vignir
viðurkennir þó að á heimleiðinni
hafi hljómsveitin lent í undarlegu
ævintýri. „Upptökugræjurnar okk-
ar urðu eftir í Bandaríkjunum. Við
vorum í góðu samstarfi við Flug-
leiðir sem sendu græjurnar fyrir
okkur út. Á heimleiðinni þurftum
við svo að fljúga með amerísku
flugfélagi frá Baltimore til Orlando
og starfsfólk þess neitaði að taka
græjurnar vegna þunga. Við tvístig-
um í smástund en enduðum á að
senda dótið með leigubíl og treysta
því að bflstjórinn færi með það á
réttan stað. Síðan höfum við ekkert
frétt af græjunum góðu en höfðum
samband við Flugleiðir þegar við
komum heim. Þær gengu strax í
málið og ég á von á að græjurnar
skili sér hvað úr hverju.“
Ball á Nasa í kvöld
Ætlunin er að Ameríkuplatan
komi út í byrjun nóvember en ekki
er enn komið nafn á hana. „Það er
verið að vinna í því og nokkrar hug-
myndir eru á borðinu. Það getur vel
verið að nafnið komi til með að
tengjast einhverju úti, stað eða
upplifun. Mér þykir það lfldegt. Svo
verður bara að koma í ljós hvað
fólki finnst um plötuna. Sjálfur held
ég að við verðum ánægðari með
hana en þá görnlu."
f kvöld verður írafár með
stórdansleik á Nasa og Vignir segist
geta lofað miklu stuði. „Ég held það
verði að minnsta kosti enginn fyrir
vonbrigðum. Eða við vonum ekki!“