Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Page 30
30 DVSPORT FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST2003
Við ætlum að ná tökum á þessu aftur
UMMÆLI: Aðalsteinn
Víglundsson, þjálfari Fylkis,
mátti horfa upp á lið sitt falla
úr Evrópukeppninni í gær.
„Við náðum ekki að búa til
marktækifæri þótt við værum
oft í góðri aðstöðu til að skapa
þau. Þá kom slæm eða van-
hugsuð sending fyrir framan
vörnina þeirra þannig að ekki
varð neitt úr neinu.
Strákarnir börðust samt eins
og Ijón og voru staðráðnir í að
loka á Svíana og taka hressi-
lega á móti þeim. Við ætluðum
virkilega að klára dæmið en
það vantaði aðeins upp á
sóknarleikinn til þess. Það var
stefnan að draga þá upp völl-
inn en eftir að þeir urðu manni
færri var það ekki nokkur leið.
Þetta eru stórir og sterkir strák-
ar í toppþjálfun og þeir voru
stórhættulegir í öllum föstum
leikatriðum. Það var samt það
eina hjá þeim sem olli okkur
vandræðum og við vorum
með boltann nánast allan
seinni hálfleik," sagði
Aðalsteinn sem er að snúa við
hræðilegu gengi liðsins
undanfarna daga.
„Við ætlum að ná aftur tökum
á leik okkar. Til þess verðum
við að byrja á byrjuninni,
aftast, og vinna okkur fram
völlinn. Við gerðum það í
þessum leik og markmiðið hjá
okkur var að fá ekki á okkur
mark því það gildir tvöfallt.
Það vantaði bara uþp á að ná
að skapa sér eitthvað í
sókninni."
Mark(a)laust hjá Fylki
Fylkismenrt héldu hreinu
gegn sænska liðinu AIK Solna
sem var mikil framför frá því í
síðustu tveim leikjum (9 mörk
á sig) en þegar.upp er staðið
var svekkjandi að horfa upp á
alltof varkára Árbæinga nýta
ekki góða stöðu sína (manni
fleiri í 70 mínútur) til að slá
Svíana út. í stað þess að keyra
á þá og taka meiri áhættu í
sóknarleiknum varð leikurinn
hundleiðinlegt miðjuþóf var-
kárra liða og úrslitin komu
því ekki á óvart - markalaust
jafntefli - og Fylkismenn eru
því úr leik.
Með þessum úrslitum er eins og
áður sagði Fylkisliðið úr leik, þökk
sé einu marki sænska liðsins,
skoruðu á 89. mínútu fyrri leiks-
ins.
Af leiknum í gær er ekki margt
að segja. Svíarnir byrjuðu betur og
skoruðu reyndar mark eftir 9 mín-
útur, sem var dæmt af vegna rang-
stöðu, en eftir að þeir misstu
mann út af eftir aðeins 20 mínútur
var ljóst að þeirra hlutskipti yrði
að halda hraðanum niðri og loka
svæðum fyrir sóknarmenn Fylkis-
manna. Það tókst Svíunum vel auk
þess sem þeir ógnuðu Fylkisliðinu
nokkuð í föstum leikatriðum.
Fylkismenn sköpuðu sér engin
góð færi í þessum leik og voru að
auki alltof ragir við að láta vaða á
markið þrátt fyrir að aðstæðurnar
byðu upp á slíkt.
Ólafur Ingi Skúlason átti góðan
leik fyrir Fylki, sérstaklega í fyrri
hálfleik. Aðrir stigu framfaraslaef
frá síðustu leikjum en því miður
alltof stutt til að rífa leik liðsins al-
mennilega upp.
Svíarnir glíma við vandamál á
heimaslóðum, líkt og Fylkismenn,
og það var vel sjáanlegt á litlu
sjálfstrausti hjá leikmönnum liðs-
ins. Það er því súrt í broti að ís-
lenskt lið nýti sér það ekki betur
þegar allt er lagt upp í hendurnar á
þeim, líkt og í gær. Það var raun-
hæfur möguleiki á að slá út þetta
sænska lið en því miður var
sóknarleikur Fylkismanna alltof
bitlaus.
Fyrirliði Svíanna, Krister Nor-
din, gladdist með félögum sínum í
ORÐÍEYRA: Ólafurlngi
Skúlason lét til sína taka í
síðasta leik sínum fyrir Fylki í
sumarog héráeinn
leikmaður AIK eitthvað
vantalað við hann.
DV-mynd Hari
kÆkd pp g®\ s
leikslok. „Þetta var mjög erfiður
leikur fyrir okkur, sérstaklega eftir
að við urðum ranglega manni
færri. Við höfðum markið frá
Rásunda með okkur og mér fannst
við hafa góð tök á þessum leik all-
an tímann. Nú er bara að vona að
þessi leikur verði upphafið að
betra gengi hjá okkur í sænsku
deildinni," sagði Nordin sem
hreifst sérstaklega af Ólafi Ingi
Skúlasyni og hrósaði honum eftir
leikinn.
Ágústmánuður hefur reynst
Fylki afar erfiður - vankantar liðs-
ins hafa opinberast og liðið hefur
spilað sig út úr öllum keppnum.
Fram undan eru lokaleikir ís-
landsmótsins og barátta fyrir því
að komast í Evrópukeppnina að
ári til að gera þar betur en í gær.
EKKERT LIÐ ÁFRAM
Ekkert íslenskt lið náði að komast í
gegnum fyrstu hindrun í Evrópu-
mótunum í ár. KR í forkeppni meist-
aradeildar UEFA, Fylkir og Grindavík í
forkeppni UEFA-bikarsins og KA
í Intertoto-keppninni.
Lið sem hafa farið áfram frá 1993:
2003
Ekkert lið komst áfram
2002
FH Intertotokeppnin
2001
Grindavík Intertotokeppnin
Fylkir UEFA-bikarinn*
2000
Leiftur Intertotokeppnin
KR Meistaradeild Evrópu*
1999
(A Intertotokeppnln
ÍBV Meistaradeild Evrópu*
1998
Ekkert lið komst áfram
1997
ÍBV Evrópukeppni bikarhafa*
KR UEFA-bikarinn*
1996
KR Evrópukeppni bikarhafa*
lA UEFA-bikarinn*
1995
KR Evrópukeppni bikarhafa*
(A UEFA-bikarinn*
1994
lA UEFA-bikarinn*
1993
ÍA Evrópukeppni meistaraliða*
Valur Evrópukeppni bikarhafa*
* þýðir að þetta hafi verið forkeppni
Áttum erindi áfram
sagði ólafur Ingi Skúlason sem lék sinn siðasta leik fyrir Fylki í sumar
Ólafur Ingi Skúlason lék kveðju-
leik sinn með Fylki í gær og eins
og í undanfömum leikjum var
hann besti maður liðsins.
„Mér fannst við stjórna leiknum
eftir að þeir urðu manni færri en
við náðum bara aldrei að skapa
okkur neitt af viti. Við fengum
ágæta möguleika á að skapa okk-
ur eitthver færi en líkt og í undan-
förnum leikjum hefur okkur ekki
gengið vel fram á við. Við höfum
flotið vel á vörninni í sumar en
vantar enn að skapa okkur meira í
sókninni," sagði Ólafur Ingi í sam-
tali við DV Sport f gær.
„Við spiluðum samt mun betur
en í undanförnum Ieikjum, létum
boltann vinna fyrir okkur, spiluð-
um með fullu sjálfstrausti og þetta
leit vel út. Það vantaði bara
herslumuninn hjá okkur að koma
okkur í færi og klára þau. Mér
„Við spiluðum mun
betur en í undanförn-
um leikjum
finnst við eiga erindi í næstu um-
ferð, alveg eins og þeir, ef tekið er
mið af þessum tveimur leikjum
sem voru jafnir.
Þetta er sfðasti leikurinn hjá
mér í bili og nú held ég bara aftur
út til Englands. Það kemur maður
f manns stað; Fylkir er með góðan
og stóran hóp og ég hef ekki
áhyggjur af brotthvarfi mínu,“
sagði Ólafur Ingi að lokum.
ooj.sport@dv.is
Fylkir (5-4-1) Gui spjöid:
Kjartan Sturluson...........3 Fylkir: Hrafnkell
Helgi Valur Daníelsson ....... 3 <M)- Ólafur Ingi
Hrafnkell Helgason ........3 (89->-
(67., Sverrir Sverrisson..2) NK: Engin.
Þórhallur Dan Jóhannsson... 2 1,3110 spjötd:
Arnar Þór Úlfarsson ........3 Engln.
Gunnar Þór Pétursson......2 -------—-----
Eyjólfur Héöinsson..........3 Sk<*(á m3rk):
(60., Theódór Óskarsson....1) ®(1'_ 10(71
Finnur Kolbeinsson ........1 '
Ólafur Ingi Skúlason ......4 » , __
Ólafur Páll Snorrason ......3 ^ukaspymur.
HaukuringiGuðnason ........2 ten
(58., Sævar Þór Gislason .... 2) ^ ^
Samtals 14 menn.........34 Varin skot
Kjartan 7 -
• Svensson 1.
Dómari: Mark Steven Whltby
frá Wales (5). Áhorfendur 1193.
Maður leiksins hjá DV Sporti:
Ólafur Ingi Skúlason, Fylki
AIK (4-5-1)
HSkan Svensson............2
Per Nilsson...............4
GarySundgren..............3
Fredrik Björck............4
DanlelTjernström .........3
Stefan Ishizaki...........4
Krister Nordin............2
Karl Corneliusson.........3
Mats Rubarth .............1
Martin Áslund.............2
Daniel Hoch...............2
(81., Kwame Quansah......-)
Samtals 11 menn..........30
Grindvíkingar vor
Grindvíkingar voru aðeins einni
og hálfri mínútu frá því að
tryggja sér þátttökurétt í næstu
umferð UEFA-bikarsins í gær-
kvöld. Eftir að hafa náð væn-
legri stöðu í seinni hálfleik -
manni fieiri og marki yfir -
héldu Grindvíkingar ekki haus,
bökkuðu og fengu á sig
dýrkeypt mark í blálokin.
Leikurinn fór mjög rólega af stað
og virtist nokkur taugaspenna í
leikmönnum beggja liða. Liðin
tóku sér upphafsmínúturnar í að
þukla hvort á öðru og átta sig á að-
stæðum en rigning og nokkur vind-
ur var í Grindavík á meðan leik
stóð.
Grindvíkingar fóru sér að engu
óðslega og voru greinilega meðvit-
aðir um það að 1-0 sigur myndi
fleyta þeim áfram í næstu umferð.
Þeir lágu frekar aftarlega, vörðu
mark sitt með kjafti og klóm og
reyndu síðan að sækja hratt á aust-
urríska liðið. Fyrir vikið voru leik-
menn Kárnten meira með boltann
en gekk bölvanlega að opna vörn
Grindvíkinga þar sem þeir Ólafur
Örn og Sinisa Kekic voru sem kóng-