Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 Árangurslaus margra ára barátta ungrar konu sem keypti stórgallaða íbúð: íbúðin mín er að legaja mig í gröfina Rakamettað ioftið og sterkur þefur af klóaki, myglu og fúkka ætlar að kæfa þá sem koma inn. Morknaðir veggir, ónýt gólfefni og stórt gat niður í grunninn, fullt af vatni, blasir við. Þannig er aðkoman í kjallaraíbúð í Hlíð- unum í Reykjavík. „Ibúðin mfn er hreinlega að Jeggja mig í gröfina," segir eigandi limræddrar kjallaraíbúðar, Thelma Pétursdóttir. „Ég er algjörlega farin á sál og líkama eftir látlausa baráttu fyrir að fá viðurkennt að hún er í raun og veru ónýt. Eins og málið stendur í dag er ég algjörlega eigna- laus því að öll húsgögn, gardínur, rúmföt, fötin mín og annað sem ég hef geymt í henni er einnig ónýtt af völdum raka og fúkka. Tjónið sem ég hef orðið fyrir hleypur á milljón- um króna." Thelma festi kaup á íbúðinni fyr- ir um þremur og hálfu ári. Rúmlega viku eftir að hún flutti inn tók hún eftir rakaskemmd á vegg í stofunni. Hún tilkynnti fasteignasölunni um það og fékk jafnframt fulltrúa frá tryggingafélaginu sínu til þess að koma og skoða skemmdina. Hann tjáði henni að mikill raki væri f íbúðinni, m.a. í veggjum hennar og sennilega væri það af völdum utan- aðkomandi vatns. Fyrri eigandi íbúðarinnar hafði tjáð henni að nýtt dren hefði verið lagt í kringum hús- ið og ekki þyrfti að óttast að það væri ekki í lagi. Hrun úrvegg ,Á einum vegg íbúðarinnar var þykkt pappaþil bak við ofh og vegg- fóðrað þaryfír," sagðiThelma. „Dag einn varð ég vör við að veggfóðrið og stykki úr pappanum var tekið að hrynja niður á gólf. Ég tók þilið burtu og þá hrundu steinsteypu- stykkin á gólfið. Annar matsmaður var þá kallaður til og taldi hann að þama væri gamall raki að þorna upp. Allt næsta ár héldu þó stein- steypustykkin áfram að hrynja á gólfið, bæði f stofunni og inni í bað- herbergi. Enn var kallaður mats- maður sem tók undir með þeim fyrri og taldi ekki þurfa að hafa mikl- ar áhyggjur af ástandi íbúðarinnar." Rakinn fór þó vaxandi og fúkka- lyktin fylgdi í kjölfarið. Thelma fékk mann til að fara með röramynda- vélar um lagnir undir húsinu. Þær reyndust vera lélegar og götóttar. SLlTANDI BARÁTTA: Thelma Pétursdóttir (forstofunni heima hjá sér. Þar er nú opið niður í grunn en hann sést raunar ekki vegna vatnsins sem liggur ofan á jarðveginum. Hundruðum lítra hefur verið dælt upp úr holunni en vatn hefur lekið aftur undir íbúðina jafnóðum. Heitavatnslögn var í sundur og virt- ist hafa verið svo nokkuð lengi. Enn fékk Thelma pípulagninga- mann sem komst að því að klóaklögnin undir húsinu var í sundur og drenið lagt með röngum halla þannig að það skilaði ekki þeim árangri sem til var ætlast. Dæmd óíbúðarhæf Thelma hefur leitað til fjöimargra aðila til að freista þess að fá leiðrétt- ingu mála sinna. „En allir hafa þeir skellt á nefið á mér eins fljótt og þeir geta," sagði hún. „Hvorki hefúr gengið né rekið að leita til fasteigna- sölunnar sem seldi mér íbúðina, fyrrum eigenda né tryggingafélags- ins um viðurkenningu á þessum galla. Útlagður kostnaður vegna viðgerða, matsmanna og lögfræð- inga nemur milljónum króna. Allir Tjónið sem ég heforðið fyrir hleypur á milljón- um króna. þeir peningar sem ég hef sett í íbúð- ina hefðu eins getað farið út um gluggann því að þær viðgerðir eru nú ónýtar. Þegar steypa átti gólfið upp kom í ljós að jarðvegurinn und- ir henni var mjög blautur. Og enn er allt ónýtt, opið niður í gmnn og allt fljótandi í vatni undir húsinu." Málið er nú hjá gatnamálastjóra, Lagnafélaginu og Heilbrigðiseftirlit- inu. Hjá hinu síðastnefnda fékk DV staðfest að það hefði sent tvo starfs- menn á staðinn. Þeir úrskurðuðu að íbúðin væri ekki íbúðarhæf í núver- andi ástandi. Komin í þrot „Allt leggst þetta mjög þungt á mig og mér finnst það hreinlega vera að leggja mig í gröfina," sagði Thelma að lokum. Ég er þunglynd, stöðugt með óþægindi í hálsi og öndunarfærum. Mér líður illa af því að fötin mín anga stöðugt af fúkka- lykt og það er erfitt að fara í vinnuna þannig. Auk allrar ólyktarinnar og rakans í íbúðinni er mikið um allra handa pöddur sem skríða yfir allt og eira engu. Mér hefur einnig gengið illa í vinnunni því að ég hef stöðugt þurft að vera að hlaupa frá til að taka á móti matsmönnum, framkvæmda- aðilum, sitja fundi með lögfræðing- um og hitta ijölda manna vegna þessara vandamála. Fjómm sinn- um hef ég þurft að flytja út um lengri eða skemmri tíma vegna framkvæmda og ýmissa óþæginda. Ég á engar eignir nema þessa íbúð. Auk alls kostnaðar og vinnu- taps þarf ég að greiða af henni. Ég á því ekki annarra kosta völ en að reyna að berjast áfram. En ég er al- gjörlega komin í þrot, bæði hvað varðar íjárhag, heilsu og þrek til þeirrar baráttu. Eftir stendur ónýt íbúð." jss@dv.is STOFUVEGGUR: Þannig lítur einn veggurinn í stofunni út. Eins og sjá má er hann ekki bara rakamettaður heldur hreinlega blautur. ÓNÝT GÓLFEFNI: Öll gólfefni (fbúðinni eru ónýt eins og sjá má á þessari mynd sem tek- in var (svefnherberginu. SNYRTINGIN: Séð inn ganginn og inn á snyrtinguna. Þar þurfti að brjóta gólfið af því að talið var að hitaveitulagnir lækju enn. Svo reyndist ekki vera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.