Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Blaðsíða 10
W FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 Ht Útlönd Heimurinn i hnotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is Sími: 550 5829 Stjórnvöld sviku Kelly BRETLAND: Ekkja breska vopnasérfræðingsins Davids Kellys sagði fyrir Hutton-nefnd- inni, sem rannsakar aðdrag- anda sjálfsvígs hans, að honum hefði fundist stjórnvöld hafa svikið sig. Kelly svipti sig lífi eftir að hann varð miðpunktur deilu stjórn- valda og ríkisútvarpsins BBC um áreiðanleika skýrslu um gjöreyðingarvopn íraka. Dauði Kellys hefur valdið stjórn Tonys Blairs meiri vandræðum en hún hefur áður ratað í. „Honum fannst hann hafa ver- ið svikinn," sagði Janice Kelly fyrir nefndinni og aðspurð sagði hún að hann hefði átt við landvarnaráðuneytið þar sem hann starfaði. Ein dætra Kellys bareinnig vitni. Samþykktur GRÆNLAND: Grænlenska heimastjórnin samþykkti í gær umdeildan fiskveiðisamning við Evrópusambandið sem ýmsir segja að veiti ESB of mik- il réttindi til veiða innan græn- lenskrar lögsögu. Við lá að stjórnarsamstarfið færi í háa- loft. Samningurinn gefur Grænlendingum rúmlega 3 milljarða íslenskra króna tekjur. Saddam sver af sér árásina í Najaf Saddam Hussein, fyrrverandi íraksforseti, sendi í gær frá sér hljóðupptöku þar sem hann neitar því að vera viðriðinn sprengjuárásina á bænahús sítamúslíma í heilögu borginni Najaf á föstudag, sem varð hátt í hundrað manns að bana og þar á meðal síta-klerknum Mu- hammed Baqer al-Hakim. Upptakan barst Al-Jazeera-sjón- varpsstöðinni í gær og neitar rödd- in, sem sérfræðingar segja Sadd- ams, framkomnum ásökunum um að íylgismenn sínir hafi staðið fyrir árásinni. „Mörg ykkar kunnið að hafa heyrt hvæsið í snákunum, þjónum innrásarliðsins, sem eftir morðið á al-Hakim voru fljótir að kenna þeim sem þeir kalla stuðnings- menn Saddams Husseins um árás- ina. - Innrásarlið heiðingjanna ásakar stuðningsmenn Saddams Husseins án sannana. Saddam Hussein hafði ekkert með þetta að gera,“ segir Saddam á upptökunni en aðeins hluti hennar var sendur út á AJ-Jazeera-sjónvarpsstöðinni í gær. Hvetur til árása LBC-sjónvarpsstöðin í Líbanon, sendi upptökuna út í heild í gær- kvöld og heyrðist Saddam þar hvetja til frekari árása á innrásar- liðið. „Þið miklu hetjur íraks, beitið ykkur af öllu afli gegn erlenda árás- arliðinu, hvaðan sem það kemur og af hvaða þjóðerni sem það er.“ Þrátt fyrir þessa tilraun Saddams til þess að bera af sér ásaknir munu flestir sítamúslímar enn á þvf að fylgismenn Saddams Husseins beri ábyrgð á árásinni. Alla vega var svo að heyra á meirihluta þeirra tuga þúsunda íylgjenda al-Hakims sem þátt tóku í sorgargöngunni löngu frá Bagdad til Najaf. Þar var greinilega kallað eftir grimmilegri hefnd gegn fylgis- mönnum Saddams en al-Hakim var leiðtogi hóps sítamúslíma sem kennir sig við æðstaráð íslömsku byltingarinnar með aðsetur í íran, en þar hafði al-Hakim dvalið í meira en tvo áratugi í útlegð vegna andstöðu við stjórn Saddams. Hann sneri heim eftir fall Sadd- ams í maí en vildi fara varlega í stuðningi við innrásarliðið. Útför al-Hakims ídag Sorgargangan sem lagði upp frá Bagdad á sunnudag náði til helgu borgarinnar Karbala en þaðan var göngunni haldið áfram til Najaf þar sem útför al-Hakims fer fram í dag en búist er við því að tugir þúsunda sítamúslíma taki þátt í henni. Útförin hefst með bænastund í helgasta bænahúsi borgarinnar en „Mörg ykkar kunnið að hafa heyrt hvæsið í snákunum, þjónum innrásarliðsins, sem eftir morðið á al-Hakim voru fljótir að kenna þeim sem þeir kalla stuðnings- menn Saddams um árásina trúarhefð sítamúslíma gerir ráð fyrir því að einn æðstu klerkanna leiði bænastundina fyrir jarðarför- ina. Það var þó ekki ljóst í gær, vegna ótta við hryðjuverk hvort einn hinna fjögurra æðstu lderka sítamúslíma yrði viðstdaddur jarðarförina. Skipað í ráðherrastöður Á sama tíma og sorgargangan nálgaðist Najaf tilkynnti íraska framkvæmdaráðið loksins um skipan 25 ráðherra í nýja ríkisstjórn fraks en langþráð skipan f stjórnina hefur tekið tvær vikur eftir mikið og erfitt samingaþóf innan ýmissa trúar- og þjóðarbrota, sem öll þurftu fyrst að samþykkja sína fulltrúa. Ráðherraskipanin þykir mikil- vægt skref í átt til lýðræðis í írak og yfirtöku þeirra sjálfra á stjórn landsins en í lykilstöðu innanrfkis- ráðherra var skipaður sítamús- líminn Nuri Badram, liðsmaður Sameiningarhóps landflótta íraka sem studdur var af Bandaríkja- mönnum til andstöðu við Saddam. I stöðu fjármálaráðherra var skipaður sítamúslíminn Ibrahim Muhammad Bahr al-Ulloum en yfir fjármálaráðuneytið súnnímúslím- inn Kamel al-Kailani. Ráðherra utanríkismála verður kúrdinn Hoshiar al-Zibari. Þrátt fyrir síðustu atburði er ekkert lát á skæruárásum á banda- ríska hermenn í frak og var sú síðasta gerð í morgun við lögreglu- stöð í Bagdad með þeim afleiðing- um að tveir írakar særðust. Áður höfðu tveir bandarískir hermenn fallið í sprengjuárás í nágrenni Bagdad f gær auk þess sem sá þriðji særðist illa. SORGARGANGAN: Sorgargangan nálgaðist Najaf í gær. Þrír slökkviliðs- Enn einn Hamas-liðinn drep- menn fórust í eldi inn í flugskeytaárás á Gaza Þrír slökkviliðsmenn fórust í gær í baráttunni við skógar- elda nærri baðstrandarbæn- um St. Tropez á Miðjarðar- hafsströnd Frakklands. Rúm- lega eitt þúsund slökkviliðs- menn börðust við eldana. Að sögn lögreglunnar króaði eldurinn mennina þrjá inni í bíl þeirra og brunnu þeir til bana. Enn einn slölckviliðsmaður slas- aðist alvarlega í nótt þegar hann varð fyrir bíl. Jacques Chirac Frakklandsfor- seti lýsti yfir hryggð sinni yffir dauða mannanna þriggja. Nicolas Sarkozy innanríkisráð- herra sagði á sunnudag að þegar væri búið að handtaka 24 menn sem grunaðir væru um að kveikja eldana. HARMAR DAUÐSFÖll: Jacques Chirac Frakklandsforseti harmaði I gær dauða þriggja slökkviliðsmanna sem börðust við skógarelda á Miðjarðarhafsströnd Frakklands, nærri St.Tropez. ísraelar drápu í gær háttsettan liðsmann vopnaðs arms Hamas- samtakanna og særðu að minnsta kosti 25 aðra í flug- skeytaárás í Gaza-borg. Maðurinn, sem hét Khader al- Husari, liðsmaður al-Qassam-her- deildarinnar, var á ferð í bíl sínum ásamt aðstoðarmönnum þegar þyrla hóf flugskeytaárás með þeim afleiðingum að bíllinn varð strax alelda. Að sögn sjónarvotta skaut árás- arþyrlan, sem fékk aðstoð F-16 orrustuþotna, á tvo bíla og munu tveir hinna særðu hafa verið að- stoðarmenn al-Husaris. Læknar staðfestu að annar Hamas-liðinn væri illa særður og ekki hugað líf. „Þrjú flugskeyti hæfðu bíl al- Husaris og hann varð strax alelda," AF ÁRÁSARVETTVANGI: Þremur flug- skeytum var skotið að bílnum. sagði einn sjónarvotta. Þetta er sjötta flaugskeytaárásin sem ísraelsmenn beina gegn liðs- mönnum Hamas-samtakanna síð- an sjálfsmorðsárásin mannskæða var gerð í Jerúsalem þann 20. ágúst sl. og hafa ellefu liðsmenn vopnaðs arms samtakanna og þrír óbreyttir borgarar fallið í árásunum auk þess sem tugir hafa slasast. Að sögn talsmanns fsraelshers höfðu njósnir borist um að bflarnir væru hlaðnir vopnum og sprengi- efni og þess vegna hefði verið ráðist til atlögu. Shaul Mofaz, varnarmálaráð- herra ísraels, sagði eftir árásina í gær að ekkert yrði gefið eftir í að- gerðunum gegn Hamas-liðum meðan palestínsk stjórnvöld að- hefðust ekkert. „Þau verða að taka málið föstum tökum og hefja af- vopnun," sagði Mofaz.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.