Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MENNING 13
Björk er Anna
TEIKNIMYND: Nú er
Ijóst aðTerry Jones
Monty Python-maður
verður sögumaður í
tölvuteiknimyndinni
Anna og skapsveiflurnar
eftir Sjón sem Caoz
framleiðir undir stjórn
Gunnars Karlssonar
myndlistarmanns. Ekki
er minna um vertað
sjálf BjörkljærÖnnu
rödd sína í myndinni.
Tónlistin er eftir Julian
Nott, leikin af Brodsky
kvartettinum. Framleið-
andi myndarinnar er
Hilmar Sigurðsson. Þetta
verður um það bil hálf-
tímalöng teiknimynd og
frumsýning er áætluð í
Reykjavík í árslok 2004.
Lýðræði
NÝ BÓK: Björn S.
Stefánsson hefur sent
frá sér ritið Lýðræði
með raðvali og sjóð-
vali þar sem hann
kynnir og rökræðir
tvær samlagningarað-
- ferðir, raðval og sjóð-
val. Hann lýsir þessum
aðferðum og sýnir
með tslenskum dæm-
um hvernig megi hag-
nýta þær. Með saman-
burði við aðrar aðferð-
ir nálgast hann kjarna
málsins og með því að
tengja ræðu sína aðal-
efnum lýðræðisins.
Háskólaútgáfan gefur
bókina út.
Söngtónleikar
TÓNLEIKAR: Bentína Sigrún
Tryggvadóttir heldur námsstyrkt-
artónleika í Hafnarborg annað
kvöld kl. 20 áður en hún fer til
framhaldsnáms í söng í London.
Með henni troða upp vinir henn-
ar, m.a. Eyjólfur Eyjólfsson, Mar-
grét Eir, Monika Abendroth, Ólaf-
urVignir Albertsson, Þórunn Mar-
ínósdóttir og félagar úr Vox fem-
inae.
Hugmyndafræði smámyndarinnar
MYNDLISTARGAGNRÝNI
Aðalsteinn Ingólfsson
Sýningin Meistarar formsins, sem Hannes
Sigurðsson stóð fyrir í Listasafninu á Akureyri
í sumar, hefur nú verið sett upp í smækkaðri
mynd í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnestanga. Að vanda var upplegg
Hannesar metnaðarfúllt: a) að kría út úr Rík-
islistasafninu í Berlín litla skúlptúra eftir alla
helstu þrívíddarlistamenn tuttugustu aldar
og b) nota þá skúlptúra, ásamt sambærileg-
um verkum eftir íslenska listamenn, til að
draga upp heildstæða mynd af þróun nú-
tímalegrar þrívíddarlistar til þessa dags.
Óhætt er að segja að fyrri liðurinn í áætlun-
inni hafi gengið upp, sem er afrek út af fyrir
sig vegna gífurlegs kostnaðar við tryggingu og
flutning verka af þessu tagi. Eftir þetta geta
önnur söfn á landinu ekki haldið því fram
með góðu móti að þau hafi ekki bolmagn til
að standa sjálf fyrir sýningum á verkum
þekktra erlendra listamanna, lífs eða liðinna.
Hvað síðara markmiðið áhrærir er ég ekki
frá því að metnaðurinn hafi borið raunsæið
ofurliði. Það skal tekið fram að ég sá ekki sýn-
inguna á Akureyri en þekki flest verkin sem
þar voru sýnd. Flest lánsverkin frá Ríkislista-
safninu þýska eru ekki smækkaðar eða end-
urgerðar útgáfur stærri verka heldur eru þau
frá upphafi „hugsuð smátt" og sem brons-
steypur. Því er viðbúið að þau veiti fremur
takmarkaða innsýn í þankagang og hug-
myndafræði listamannanna.
Niðurskurður
Auk þess verður til ákveðið misræmi, hug-
myndalegt og efnislegt, þegar stærri íslensk-
um verkum af ýmsum toga - segjum trékoff-
orti Magnúsar Pálssonar, hljóðverki eftir
Finnboga Pétursson og Söngskemmtun Þor-
vafds Þorsteinssonar - er hnýtt aftan við hið
þýska samsafn smærri verka úr málmi eða
steini.
Fyrir Listasafnið á Akureyri hefði verið af-
farasælla að gera út á sérstaka eiginleika
smámynda úr bronsi eða járni og mikilvægt
hlutverk þeirra í þrívíddarlist tuttugustu ald-
ar, jafnvel þótt sú nálgun hefði dregið úr vægi
nýlegra íslenskra verka á sýningunni.
Helsti kostur hinnar smækkuðu sýningar í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar er einmitt sá
að hún einskorðast að mestu við hugmynda-
fræði smámyndarinnar og bronssteypunnar.
Hefði að ósekju mátt gera þá hugmyndafræði
að umtalsefni í tengslum við hana. Við flutn-
GEGN STRÍÐI: Atómsprengjan eftir Sigurjón Ólafsson, Án titils eftir Axel Lischke og Helmet Head eftir Henry Moore. Verkin eru á sýningunni Meistarar formsins í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar.
l •
■
L-,. ,
ing sýningarinnar suður var hún skorin niður
um helming og er ekki laust við að maður
sakni lykilverka úr bronsi og messing eftir
Giacometti, Georg Kolbe og Rudolf Belling.
Frjósemisgyðjur verða verkakonur
í þessu samhengi fá smámyndir íslensku
listamannanna Ásmundar Sveinssonar, Ein-
ars Jónssonar, Gerðar Helgadóttur og Sigur-
jóns Ólafssonar samt aukið svigrúm til að
kallast á við smámyndir samtímamanna úti í
heimi. Helst má draga af því lærdóm hvernig
Ásmundur breytir „frjósemisgyðjum" Ren-
oirs, Maillols og Manolos í bosmamiklar ís-
lenskar verkakonur. Einnig er fróðlegt að sjá
ólík - en þó keimlík - viðhorf þeirra Sigurjóns
Ólafssonar og Henrys Moores til atóm-
sprengjunnar.
Um leið fær maður ekki varist þeirri til-
hugsun að þessi samanburðarfræði hefði
orðið enn lærdómsríkari ef fleiri íslenskir
listamenn hefðu verið kallaðir til. Til dæmis
er bein samsvörun milli járnmynda Jóns
Benediktssonar af dýrum frá sjötta áratugn-
um og smámynda Marinis. Bronsmyndir eft-
ir Guðmund Elíasson eiga tvímælalaust er-
indi við myndir eftir Alfred Lörcher og brons-
steypur MagnúsarTómassonar af hversdags-
hlutum má athuga með hliðsjón af steypum
Fritz Schweglers og Pers Kirkeby.
En vitanlega má gera sér ferð í Listasafn
Sigurjóns til þess eins að öðlast hlutdeild í
verkum stórmeistara eins og Barlachs, Deg-
as, Kollwitz og Henrys Moores án þess að
velta þeim sérstaklega fyrir sér í sögulegu
samhengi. Einhvern tímann hefði sýning á
verkum þessara listamanna þótt stórvið-
burður á íslandi.
Sýníngin Meistarar formsins stendur til 28. september.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er opið alla daga nema
mánudaga kl. 14-17.
E:
DvSport