Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Blaðsíða 30
30 DVSPORT ÞRIÐJUDACUR 2. SEPTEMBER 2003
Sætt að skora sigurmarkið
UMMÆLI: Kári Steinn Reynis-
son, hetja Skagamanna, var
skiljanlega sáttur þegar DV
Sport ræddi við hann í leikslok
í gær.
„Það var ótrúlega sætt að
skora og ekki skemmdi fyrir að
þetta var sigurmark leiksins.
Leikurinn var mjög erfiður,
völlurinn blautur og ég er eig-
inlega feginn að markið kom
svona seint því að þá var
styttri tími sem fór í að halda
forystunni - ég var alveg bú-
inn," sagði Kári.
Aðspurður sagði Kári að það
skipti hann litlu máli þótt mark
hans hefði gert það að verkum
að KR-ingar gátu fagnað Is-
landsmeistaratitlinum strax í
gærkvöld.
„Ég sendi bestu kveðjur í vest-
urbæinn en fyrir okkur skipti
sigurinn mestu máli. Nú erum
við komnir í annað sætið og
ætlum okkur að halda því. Það
hefur verið góður stígandi í lið-
inu í undanförnum leikjum,
andinn er góður og baráttan
og samheldnin sem liðið hefur
sýnt hefur skilað því að við er-
um komnir í baráttu um annað
sætið."
Eigum enn langt í land
UMMÆLI: Fylkismaðurinn
Þórhallur Dan Jóhannsson var
sár og svekktur eftir leikinn
enda búinn að missa af Is-
landsmeistaratitlinum enn eitt
árið.
„Það er erfitt að henda reiður á
það hvað klikkaði. Við töpuð-
um tveimur leikjum illa, leikj-
um þar sem við mættum ekki
klárir til leiks og það fór með
okkur. Eftir það höfum við ekki
náð að rífa okkur upp en ég
trúi ekki öðru en við gerum
það núna og náum aftur öðru
sætinu. KR-ingar voru einfald-
lega með besta liðið þetta árið
og eru vel að titlinum komnir
en það sýndi sig að við eigum
enn nokkuð í land til að skáka
þeim," sagði Þórhallur við DV
Sport.
VONBRIGÐI: Þórhallur Dan var
vonsvikinn eftir leikinn í gærkvöld.
Skagamenn skutust upp fyrir Fylkismenn í annað sætið með sigri í Árbxnum, 1-0, í gærkvöld:
Lengi gat vont versnað
Glæsimark Kára Steins Reynissonar bjargaði hörmulegum leik
Skagamenn skelltu sér í annað
sæti Landsbankadeildarinnar í
gærkvöld þegar þeir lögðu
Fylkismenn að velli, 1-0, í væg-
ast sagt bragðdaufum leik í Ár-
bænum. Það var Kári Steinn
Reynisson sem tryggði þeim
sigurinn með stórglæsilegu
marki undir lok leiksins og rak í
leiðinni síðasta naglann í meist-
aralíkkistu Fylkismanna.
Leikurinn í Árbænum í gærkvöld
fer ekki í sögubækurnar fyrir gæði
knattspyrnunnar sem var leikin
þar. Báðum liðum gekk einstaklega
illa að halda boltanum innan eigin
liðs og var oft og tíðum pínlegt að
horfa upp á byrjendamistökin sem
leikmenn liðsins gerðu sig seka um
þegar þeir ætluðu að senda bolt-
ann á samherja. Reyndar skal við-
urkennt að vindur og votur völlur
voru ekki vatn á myllu leikmanna
en það afsakar ekki þá staðreynd að
löngum stundum var leikurinn eins
og borðtennis á að horfa.
Það var ekki að sjá á
Fylkisliðinu í gær að
það væri að berjast fyr-
ir meistaratitli - hann
var genginn þeim úr
greipum í huga þeirra
fyrir leikinn í gærkvöld.
Skagamenn byrjuðu leikinn und-
an vindi og voru sterkari aðilinn
framan af leik án þess þó að skapa
sér nein færi að ráði. Fylkismenn
stilltu upp í leikkerfið 3:4:3 en þeim
tókst aldrei að ná neinum takti í því
skipulagi. Reyndar var vömin
þokkalega traust en sóknarleikur
liðsins var afskaplega hugmynda-
snauður, lítil hreyfing á mönnum,
liðið nýtti kantana illa og sérstak-
lega átti Haukur Ingi Guðnason
erfítt með að skila boltanum til
samherja. Þeir sköpuðu fá vand-
ræði fyrir vörn Skagamanna þar
sem miðverðirnir Reynir og Gunn-
laugur vom sterkir fyrir.
Miðjumenn Fylkis, þeir Finnur
og Sverrir og síðan Hrafnkell þegar
Sverrir fór meiddur út af, náðu
aldrei taktinum við leikinn og töp-
uðu baráttunni á miðjunni. Skaga-
menn fengu ófá tækifærin til að
koma sér í hættuleg færi en hreyf-
ingarleysi framherja liðsins gerði
að verkum að þeir möguleikar
mnnu út í sandinn. Sérstaklega
vom þeir Julian Johnsson og Kári
Steinn Reynisson duglegir við að
bera boltann upp en þeim Garðari
og Kristian Gade virtist fyrirmunað
að vinna saman. Þeir hlupu annað-
hvort hvor fyrir annan eða vom of
langt í burtu hvor frá öðmm til að
geta skapað usla.
Það var fátt sem benti til annars
en að leikurinn myndi enda með
markalausu jafntefli þegar Kári
Steinn Reynisson tók sig til og
þmmaði boltanum efst í markhorn
Fylkismanna utan vítateigs þegar
komið var ffam yfir venjuiegan
leiktíma. Sigurmark leiksins sem
tryggði Skagamönnum annað sæti
deildarinnar í bili og gerði það að
verkum að KR-ingargátu fagnað ís-
landsmeistaratitlinum i Grindavík
jafnvel þótt tvær umferðir séu eftir.
Fóru á taugum
Fylkismenn fóm á taugum - svo
einfalt er það. Liðið hafði einfald-
Iega ekki þann andlega styrk sem til
þurfti til að klára mótið. Það var
ekki að sjá á Fylkisliðinu í gær að
það væri að berjast fyrir meist-
aratitli - hann var genginn þeim úr
greipum í huga þeirra fyrir leikinn.
Það tekur tíma að byggja upp
meistaralið og Fylkismenn þurfa að
sýna þolinmæði á þeirri leið. Ýmsir
veikleikar liðsins hafa komið fram í
síðustu leikjum og Aðalsteinn þjálf-
ari þarf að finna lausnir við þeim.
Miðjumenn liðsins em orðnir
Fylki r- l 0-1 (0-0) FylkisvÖllur
0-1 Kári Steinn Reynlsson (90., skot utan teigs eftir frákast frá vörn Fylkis).
Fylkir (3-4-3)
Kjartan Sturluson..........3
Hrafnkell Helgason .......1
Þórhallur Dan Jóhannsson ... 3
Kjartan Antonsson..........2
Helgi Valur Danlelsson ...1
Sverrir Sverrisson ........1
(32.,SævarÞórGfslason ....1)
Finnur Kolbeinsson .......1
Arnar Þór Úlfarsson........3
Eyjólfur Héðinsson.........2
(60., Theódór Óskarsson .... 2)
Haukur Ingl Guðnason .....1
(77., Kristján Valdimarsson .. -)
Ólafur Páll Snorrason .....3
Samtals 13 menn.........24
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
(4). Áhorfendun 966.
Gulspjöld:
Fylkir: Þórhallur
Dan (23.).
lA: Guðjón (29.).
Rauð spjöld:
Enqin._________
Skot (á mark):
9(4)-11 (7)
Hom:
4-9
Aukaspymun
15- 14
Rangstööun
i-i
Varin skofc
KJartan S. 6 -
Þórður 4.
ÍA (4-4-2)
Þórður Þórðarson .......3
Hjálmur Dór Hjálmsson...2
Reynlr Leósson....... 3
Gunnlaugur Jónsson .....3
Andri Karvelsson
Julian Johnsson .......
Pálml Haraldsson.......
Kári Steinn Reynisson ....
Guðjón H. Sveinsson....
(60., Unnar Valgeirsson ...
Garðar B. Gunnlaugsson .
(84., Þórður Birgisson ....
Kristian Gade Jörgensen .
(67., Andrés Vilhjálmsson .
..2
..3
..2
..3
.. 1
..1)
..2
..-)
.. 1
■ 1)
Samtals 13 menn.........27
Gæði leiks:
Maður leiksins hjá DV Sporti:
Kári Steinn Reynisson, ÍA
TEKIST Á: Skagamaðurinn Reynir Leósson reynir hér að ná boltanum af Fylkismanninum
Ólafi Páli Snorrasyni I leik liðanna i Árbænum I gærkvöld.
DV-mynd Hari
gamlir og fúnir. Finnur Kolbeins-
son er skugginn af sjálfum sér frá
því í fyrra og munar um minna.
Reyndar skal viður-
kennt að vindur og vot-
ur völlur voru ekki vatn
á myllu leikmanna en
það afsakar ekki þá
staðreynd að löngum
stundum var leikurinn
eins og borðtennis á að
horfa.
Sóknarleikur liðsins er afskaplega
einhæfur, fljótir sóknarmenn liðs-
ins geta eingöngu hlaupið í svæði
og það vantar sárlega mann í fram-
Iínuna sem getur tekið á móti bolt-
anum með mann í bakinu, haldið
honum á meðan liðið flytur sig upp
og skilað honum síðan á samherja.
Þeir mega þó ekki leggja árar í
bát. Þeir þurfa að berjast fyrir öðru
sætinu sem gefur þátttökurétt í
Evrópukeppninni og verða að rífa
sig upp úr þeim öldudal sem liðið
er í nú um stundir.
Stigin þrjú telja
Skagaliðið hefur á skömmum
tíma rifið sig upp úr fallbaráttu alla
leið í annað sætið. Það verður að
segjast eins og er að liðið spilaði
áferðarfallegri knattspyrnu fyrri
hluta móts þegar stigin létu á sér
standa en með baráttu og sterkri
liðsheild hefur liðinu tekist að rísa
upp og koma sér í baráttu um Evr-
ópusæti. Leikurinn í gær var ekki sá
besti eða áferðarfallegasti hjá liðinu
en það skiptir Skagamenn sennilega
litlu máli þegar uppi er staðið - stig-
in þrjú telja. Þeir eiga nú góða
möguleika á því að ná öðru sætinu í
deildinni því að meðbyrinn er með
þeim ólfkt Fylkismönnum og eiga
einnig fyrir höndum undanúrslita-
leik gegn KA í bikarnum. Það er því
ekki hægt að segja annað en að ræst
hafi úr sumrinu hjá Skagamönnum
eftir dapra byrjun.
oskar@dv.is
A LEIÐ UPP TOFLUNA
Skagamenn hafa nú unnið fjóra leiki I
röð I Landsbankadeildinni og sá
síðasti, 1-0 sigur á Fylki I Árbæ I gær,
kom liðinu upp 12. sætið. Þar með
hafa Skagamenn hækkað sig um sjö
sæti I síðustu sex umferðum en
Skagmenn hafa náð 115 stig af
síðustu 18 mögulegum.
Uppgangur Skagamanna:
9. umferö 9. sæti
10. umferð 9. sæti
11. umferð 8. sæti
12. umferð 8. sæti
13. umferð 8. sæti
14. umferð 5. sæti
15. umferö 4. sæti
16. umferð 2. sæti
Fimm sigrar í sex leikjum:
24. júll Þróttur (úti) 3-1 sigur
30. júlí KR (heima) 2-3 tap
10. ágústFram (heima) 2-1 slgur
17. ágúst KA (úti) 3-2 sigur
23. ágúst Valur (heima) 2-0 sigur
Lsept. Fylkir (úti) 1-0 sigur
Samantekt á síðustu 6 leikjum:
Leikir 6
Sigrar 5
Töp 1
Mörk skoruð 13
Mörk fengln á sig 7
Stig 15 ooj.sport@dv.is