Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Blaðsíða 15
+ ÞRIÐJUDACUR 2. SEPTEMBER 2003 SKOÐUN 15 Fleiri í framboð NAUÐSYNLEGT UMBOÐ: Greinarhöfundur segir að framboð Tryggva Harðarsonar til formanns Samfylkingarinnar hafi veitt Össuri Skarphéðins- syni „bráðnauðsynlegt' umboð í kosningum. fs BERGMÁL Eiríkur Bergmann Einarsson f stjórnmálafræðingur Jæja, þá hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýst yfir framboði til varaformanns Samfylkingar- innar í haust og til formanns að tveimur árum liðnum. Með því er reynt að fara bil beggja; halda friðinn í flokknum en lýsa samt yfir formannsframboði. Sennilega reynist þetta farsæl ákvörðun en tíminn verður að leiða það í ljós. í pólitík getur verið erfitt að sjá fram í tímann eins og svo óskaplega margir hafa svo oft flask- að á í gegnum tíðina. Það var svo sem viðbúið að ákvörðun Ingibjargar, hver sem hún væri, yrði harðlega gagnrýnd af andstæðingum hennar, bara af því að það er hún sem á í hlut. Það er aumt. Stjórnmálin eiga nefnilega ekki að snúast um einstaka persón- ur. Hvort Ingibjörg eða Össur leiða Samfylkinguna næstu tvö árin skiptir litlu fyrir líf fólks í þessu landi. Hefur til að mynda ekki mik- il áhrif á velferð í landinu, mennt- unarmöguleika fólks eða heilbrigði þjóðarinnar að öðru leyti. Stjórnmálin eiga að snúast um hugmyndir. Auðvitað skipta ein- staklingar einhverju máli en stjóm- málaflokkar samanstanda af fjölda fólks með svipaða lífssýn sem tekur höndum saman til að bæta samfé- lagið. í lýðræðislegum stjórnmála- flokki getur enginn pantað sér embætti. Hvorki össur né Ingi- björg. Né nokkur annar. Það er hollt að meniLtakist á í pólitík og stjórnmálaflokkar eiga að vera óhræddir að velja á milli manna. Það á að vera pláss fyrir alla og menn verða bara að taka lýðræðis- legri niðurstöðu félaga sinna. Ann- ars eiga menn ekki að vera í pólitík Leiðtogar hafa ekki gott af því að láta klappa sig upp í embætti. Betra að hafa lýðræðislegt umboð úr kosningum. Margir hlógu að því þegar Tryggvi Harðarson bauð sig fram til formanns gegn Össuri um árið og töldu hann eiga lítinn séns. Kannski voru sigurmöguleikar Tryggva ekki svo ýkja miklir en framboð hans veitti Össuri hins vegar bráðnauðsynlegt umboð í kosningum og hefur gert hann að sterkari formanni en ella. Því er vonandi að sem flestir bjóði sig fram til formanns og varaformanns Samfylkingarinnar í haust, sem og í öll önnur embætti sem kosið verð- ur um. Einhvern veginn er fátt sjálf- sagðara. Helgarpóstur Björgólfs Fjölmiðlar hafa lifað betri tíð. Það ríkir einhver lamandi deyfð á [Það er] vonandi að sem flestir bjóði sig fram til formanns og varaformanns Samfylk- ingarinnar í haust, sem og i öll önnur embætti sem kosið verður um. íslenskum fjölmiðlamarkaði og lít- ið spennandi að gerast. Svipað ástand og var áður en Egill Helga- son á Skjá einum og vefmiðlarnir, sem spruttu upp eins og gorkúlur, hristu svo um munaði upp í daufri þjóðfélagsumræðunni fyrir nokkrum árum. ömurlegast er að fylgjast með uppsagnahrinunni á Stöð 2. Mörgum af bestu frétta- mönnum stöðvarinnar Jiefur verið sagt upp. Fréttastofa Stöðvar 2 hef- ur verið öflug undanfarin ár og staðið ríkissjónvarpinu fyllilega á sporði. Það er vonandi að þessi mikla blóðtaka dragi ekki máttinn úr þeim sem eftir eru, en margt hæfileikafólk er í þeim hópi. Hlýtur að vera óþægilegt að starfa við þessar aðstæður. Að eiga von á uppsagnarbréfinu á hverri stundu. Og nú á að færa fréttatíma Stöðv- ar 2 á sama tfma og fréttir Ríkis- sjónvarpsins - fréttafíklum til mik- illar armæðu. Er virkilega nauðsyn- legt að báðar stöðvar þurfi að nota sama hálftímann til að segja fréttir? Væri nú ekki skynsamlegra að hafa fréttirnar á mismunandi tíma og fá þar með fleiri áhorfendur? En deyfðin skapar einnig ný tækifæri. Margir af bestu fjölmiðla- mönnum landsins ganga lausir þessa dagana. Nægir að nefna Árna Snævarr, Egil Helgason, Þorstein J. og Bryndísi Hólm. Þetta fólk ætti að taka sig saman og setja á stofn nýj- an miðil og hrista dálítið upp í hlut- unum eins og Egill og vefmiðlarnir gerðu á sínum tíma.Til að mynda væri lag að endurvekja Helgarpóst- inn sáluga. Og væri það nú ekki skemmtilega kaldhæðnislegt að fá Björgólf Guðmundsson, fyrrver- andi forstjóra Hafskipa, sem Helg- arpósturinn sálugi sökkti, til að fjármagna það, svona sem hliðar- verkefni, um leið og hann hirðir Eimskip úr visnum höndum Kol- krabbans? Undarleg utanríkisstefna Er enn þá ansi hugsi yfir ummæl- um Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra þegar hann tilkynnti þjóðinni hróðugur að hann hefði í símtali við Condolezzu Rice, þjóðarörygg- isráðgjafa Bandaríkjanna, náð að kría út framlengingu á veru þessara fjögurra F-15 flugvéla á Keflavíkur- flugvelli - allavega um skamma hríð. Þá sagði hann eitthvað á þá leið að það hefði nú varla tekist nema bara af því að ísland lýsti yfir skilyrðislausum stuðningi við ólög- mæta innrás Bandaríkjanna í Irak, - sem nú virðist óðum vera að breytast í nýja Beirút, alveg eins og búast mátti við og spáð var fyrir um áður en innrásin hófst. Er ég virki- lega einn um að þykja þetta undar- leg ummæli fyrir forsætisráðherra fullvalda ríkis? Eða þykir það kannski bara orðið ásættanlegt að utanríkisstefna íslands felist fyrst og fremst í skilyrðislausri og algerri þjónkun við Washingtonveldið, hvað sem það að kostar? Fyrir fjór- ar flugvélar f Keflavík. FRÁ NEYTENDUM: Styrkur verslunarinnar til Neytendasamtakanna var greiddur úr Pokasjóði sem er fjármagnaður með álagi á selda plastpoka. Neytendasamtökin hafa sjálf gagnrýnt þessa gjaldtöku og kallað hana „óeðlilega skatt- lagningu verslunarinnar á neytendur". „Enginn hagsmunaárekstur" Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagðist spurður ekki muna hvort samtökin hefðu verið búin að fá þessar reglur til umsagnar frá Samkeppnisstofnun þegar samkomulag náðist um styrk úr Pokasjóði. Hann hefði raunar ekki hugsað út í það fyrr en nú að þetta tvennt hefði komið til á sama tíma. Og hann telur ekki óheppilegt að samið sé um styrk frá versluninni á sama tíma og fjallað er um mál sem felur í sér jafnmikla hagsmuni fyrir verslunina og þessar reglur. „Nei, það er ekkert skrýtið við það. Þarna ýjar þú að því að Poka- sjóður hafi einhver áhrif á starfsemi Neytendasamtakanna, sem hann hefttr ekki. Við fengum þetta sent frá Samkeppnisstofnun og sendum að sjálfsögðu umsögn, sem hefur ekkert með Pokasjóð að gera. Ég hafna því alfarið að það sé eitthvert samhengi þama á milli," segir Jó- hannes og fellst ekki á að líta megi svo á að þarna hafí orðið hags- munaárekstur. Jóhannes bendir á að andstætt SVÞ hafi Neytendasamtökin verið hlynnt því að reglurnar yrðu settar. Þau hafi ekki fallist á það sjónarmið SVÞ að eigin reglur viðskiptalífsins dygðu til, enda sýndi reynslan að fæstir færu eftir slíkum reglum. Um það sjónarmið að reglur Samkeppnisstofnunar ættu að vera „sem minnst íþyngjandi" segir Jó- hannes: „Almennt emm við fylgj- andi því að reglur séu þannig að hlutirnir gangi sem best. Við viljum Jóhannes Gunnarsson bendir á að andstætt SVÞ hafi Neytendasam- tökin verið hlynnt þvíað reglurnaryrðu settar. ekki íþyngjandi reglur nema þegar það er nauðsynlegt út frá neyt- endavernd - en þá emm við líka til- búnir að skoða slíkt." Og um tildrög þess að samkomu- lag náðist í fyrravor, tæpum tveimur ámm eftir að forstjóri Baugs viðraði fyrst hugmynd um að styrkja Neyt- endasamtökin, segir Jóhannes að sig minni að samtökin hafi einfaldlega fengið tilkynningu um það frá Poka- sjóði að sjóðurinn hefði fallist á að styrkja samtökin með þeim skilyrð- um um sjálfstæði sem samtökin höfðu sett fram. olafur@dv.is Tílboð í lagi % £ E „Óska eftir aö komast f gæsa- veiði hjá góðum bónda I skipt- um fyrir væna soðningu. Er sjó- maður úr Grindavík." Smáaugtýsing I nýjasta tölu- blaði Bændablaðsins. íbúalýðræðið „Loks rann upp dagurinn þeg- ar nafnalistinn yfir hverfaráð Vesturbæjarins var birtur. Þáð var eins og að fá yfir sig kalda vatnsfötu. Meðlimir hverfaráðs- ins voru eintómir menn úr borg- arapparatinu, úr hópi R-listans og sjálfstæðismanna til að hafa pólitískt jafnvægi en auðvitað fleiri R-listamenn til að sýna hver valdið hefur. Formaður hverfa- ráðsins var og er forseti borgar- stjórnar.... Er þetta íbúalýðræði? Borgarfulltrúar veita borgarfull- trúum aðhald?... Hvað á þessi skrlpaleikur að þýða?" Ingólfur Margeirsson rithöfund- ur skrifar I Vesturbæjarblaðiö. Til hamingju „Þetta er álika mikil bylting og þegarvið fengum kosningarétt." Vefurinn Baggalútur.com segir frá viðbrögðum Imyndaðs for- manns Stuðningshóps örvhentra við þeim tíðindum, að ný tegund . farsima væri væntanleg á markað, sem gerði örvhentum kleift aö nota farslma tiljafns við "heilbrigt fólk". Gagnslaust bann „Ætla [má] að stroklax frá eldi hér við land geti lagt leið sína hvert sem er, þar sem segja má að hringstraumur sé réttsælis um (sland.... Sé þetta raunin má gera ráð fyrir að auglýsing land- búnaðarráðherra frá 15.03.01, þar sem hann lýsir ákveðna firðl landsins friðaða fýrir eldi frjórra laxa (sjókvíum, sé f besta falli gagnslaus. En í fjölmiðlum hefur ráðherrann einmitt talað eins og hún komi til með að bjarga mál- unum nú." Kolbrún Halldórsdóttir skrifar á vef Vinstri-grænna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.