Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 TILVERA 25 Spuming dagsins: Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frítímanum þínum? Sunna Sæmundsdóttir, 16 ára: Valdís Magnúsdóttir, 16ára: íris Rún Karlsdóttir 16ára: Vera með Ingibjörg H. Konradsdóttir, 16ára: Alex öm Asbergsson, 7 ára: HalldórGauti Kristjánsson, 9 ára: Vera með vinunum og kærastanum. Vera með vinunum og kærastanum. vinunum og stunda áhugamálin mín. Vera með vinunum og í fótbolta. Stunda hestamennsku. Veiða, bæði lax og við bryggjuna. Stjörnuspá Gildir fyrir miðvikudaginn 3. september Myndasögur VV Vatnsberinn uo.jan.-isMr.) W ------------------------------ Ástarmálin eru mál málanna í dag og þér finnst fátt annað skipta máli í augnablikinu. Fjármálin standa óvenjulega vel. LjÓnið (23. júli- 22. igústl Þú sleppir fram af þér beisl- inu og hætt er við að þú látir freistast og eyðir í óhófi. Reyndu að gæta að þér annars áttu eftir að sjá eftir því. ^ F\Skam\r (19. tebr.-20.man) Ekki trúa sögusögnum sem þér berast til eyrna. Það er ólíklegt að allt sé satt sem þar kemur fram. Hlustaðu á vin þinn sem á í vanda. Meyjanpi ágúst-22.sept.) Tilfinningasemi einkennir daginn í dag. Þú þarft að vera góður hlustandi og jafnvel að gefa ráð. Rómantíkin liggur í loftinu. T Hrúturinn (21.nwrs-19.apnv Þú verður fyrir einhverjum truflunum fyrri hluta dagsins en seinni partinn nærðu þér á strik. Þú verður beðinn um ráðleggingar. Q Vogin (23.sept.-23.okt.) Einhver vill endilega veita þér ráð sem þú ert ekki viss um að þú viljir þiggja. Þú ættir þó að hugsa þig tvisvar um áður en þú neitar. ö Nautið (20. april-20. maí) Gættu þess að láta ekki á neinu bera þótt einhver hegði sér undarlega. Þú gætir þurft að taka afstöðu í deilumáli vina. Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0vj Samviskusemi þín gengur stundum fulllangt og þér hættir til að ofreyna þig. Þú verður að gæta þess að fá næga hvíld. 0 T,ltu,anii,c' ,mai-21.júni) Þú skalt fyrst og fremst hugsa um hag fjölskyldunnar við lausn máls sem þú ert að glíma við þessa dágana. Það borgar sig. Bogmaðurinnf22mr.-ií.toj Of mikið kæruleysi kemur fólki venjulega í koll þótt síðar verði. Þú þarft að gæta þess að láta það ekki henda þig að slá slöku við. faabbm(22.júní-22.júll) Nú er löngu og leiðinlegu verkefni senn lokið. Rétt er af því tilefni að gera sér dagamun með ástvini þínum og fjölskyldu. ^ Steingeitin (22.des.-19.janj Þú ert uppfullur af hug- myndum og brennur í skinninu eftir að koma þeim í framkvæmd. Það ætti að takast ef þú ert nógu staðfastur. Krossgáta Lárétt: 1 greindur, 4 leynd, 7 þjáðumst, 8 digur, 10 ánægð, 12 lyfti, 13 sáldra, 14 bor, 15 málmur, 16 ávaxtavökvi, 18 plögg, 21 viðkvæmir, 22 áður, 23 þrábeiðni. Lóðrétt 1 fikt, 2 spíri, 3 stíll, 4 hrifin, 5 muldur, 6 hagnað, 9 menga, 11 viss, 16 vatnagróður, 17 hreyfing, 19 fljóta, 20 óhróður. Lausn neöst á sítunni. Hrollur Eyfi Andrés önd Margeir Kasri Jóli, ég ekrifa bara til að heilsa upp á þig ... I £ Hið Ijúfa strandlíf Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Hvítur á leik! Hannes Hlífar Stefánsson stefnir hraðbyri að íslandsmeistaratitlin- um, hann hefur 1,5 v. forskot eftir 8 umferðir. Þröstur Þórhallsson kem- ur næstur. Hann er sá eini sem hef- ur gert jafntefli við Hannes, aðrir hafa tapað. Hér vinnur Þröstur sig- ur á aldurforseta mótsins, Ingvari Ásmundssyni, en Ingvar hefur átt misjafna daga á þinginu. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Ingvar Ásmundsson Sikileyjarvöm. Skákþing Islands Hafnarfirði (8), 31.08.2003 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. c3 d5 4. exd5 exd5 5. d4 RfB 6. Bg5 Db6 7. Dc2 Be7 8. dxc5 Bxc5 9. Bd3 h6 10. Bh4 0-0 11. 0-0 He8 12. Rbd2 Bg4 13. h3 Bxf3 14. Rxf3 Rbd7 15. Hfel Rh5 16. Da4 Hxel+ 17. Hxel Dd6 18. Be7 Bx£2+ 19. Kxf2 Dg3+ 20. Kfl Rf4 21. Dc2 Rxh3 (Stöðumyndin) 22. Bf5 1-0 Lausn á krossgátu 'Qju oz 'BJO 61 'JBj Ll 'jas 91 '66nJO 11 'ejjia 6 'QJe g jujn s 'u!6uej6nq p 'Jnuetpu e '!|? z je>| i :»?JQ9n ■Qneu íz 'jjAj ZZ 'Jltune u 'u6o6 8i 'yes gi 'UR Sl 'Jn|e 'BJls £i joij zi 'QQ|6 01 'liajs 'UJ0Q!| L 'e|nq b 'JB|>| l ujjjgi OAGFARi HaukurL. Hauksson hlh@dv.is Fór í sólina um daginn, til Salou á Spáni. í langþráð frí frá amstrinu á Fróni. Tilgangurinn var einfaldur, að hlaða batteríin. Þetta átti að vera sannkallað sofét, þ.e. við ætluðum aðallega að sofa og éta. Og auðvitað að liggja í sólinni. Margt hefur verið sagt um sólarlandaferðir en þær þykja kannski ekki par merkiiegar meðal meðvitaðra ferðalanga. Má slíkt viðhorf sjálfsagt rekja til þeirra daga þegar öskrandi fullir Islend- ingar vom fluttir hundruðum sam- an til suðurstrandar Spánar og þá gjarnan talað um gripaflutninga. í dag emm við ferðavanari og heldur rólegra yfir ferðalögunum. Nú rækta menn sjálfa sig. Hitabylgjan var í algleymingi þegar við komum suðureftir og þarf varla að taka fram að svitinn rann í stríðum straumum, kvölds og morgna. Þess vegna undum við okkur á strönd- inni á daginn, í þægilegum and- vara. bmippum undir sóiniit inn á milli eða tókum sprett í volgum sjónum. Á ströndinni vom allra þjóða kvikindi en lítið fór þó fyrir Þjóðverjum sem em allajafna fjöl- mennir á sólarströndum sunnan Alpa. Svalaði mér annars með því að lesa Góða íslendinga eftir Huld- ar og settist af og til við strandbar- inn og íhugaði. Dagarnir liðu í ró og spekt. Þegar upp var staðið komst ég aö þeirri mðurstöðu að strandlif- ið kailar það besta fram í fólki. Það var sama hvaðan fólk kom, hverrar trúar það var, hversu gamalt, ríkt eða fátækt. Þarna sameinuðust allir um það eitt að góna á sólina, liggja undir sólhlff eða baða sig í sjónum. I nafni friðarins og ræktun sálar- innar mæli ég hiklaust með strand- lífinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.