Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Blaðsíða 24
24 TILVERA ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 íslendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 Fimmtíu áro Ölafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Ólafur Helgi fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1972, embættisprófi í lögfræði við HÍ 1978 og lauk námi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun við Endur- menntunarstofnun HÍ 1999. Á háskólaárunum starfaði Ólafur Helgi m.a. hjá sýslumanninum og bæjarfógetanum á ísafirði, var dómarafulltrúi sýslumanns Árnes- inga og bæjarfógetans á Selfossi 1978-84, settur bæjarfógeti á Siglu- firði 1983, skattstjóri Vestfjarðaum- dæmis 1984-91, sýslumaður ísa- fjarðarsýslu og bæjarfógeti á ísa- firði 1991-92 og sýslumaður þar til 2001 og er sýslumaður á Selfossi frá því í desember 2001. Ólafur Helgi var stundakennari við Gagnfræðaskóla Selfoss, FSU og MÍ. Ólafur Helgi sat í stjórn Vöku 1973-74, í flokksráði Sjálfstæðis- flokksins 1978-85, í stjórn FUS í Árnessýslu 1978-85 ogvarformað- ur 1979-81, í stjórn SUS 1979-85, í bæjarstjórn Selfosskaupstaðar 1982-84 og í bæjarráði 1982-83 og 1984, sat í bæjarstjórn og bæjar- ráði ísafjarðar 1986-91, var forseti bæjarstjórnar og formaður bæjar- ráðs 1990-91, sat í stjórn Orkubús Vestfjarða 1986-91, var formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga 1990-91 og sat í héraðsnefnd og héraðsráði ísafjarðarsýslu á sama tíma og formaður skólanefndar MÍ 1996-2001. Hann er varaformaður stjórnar Sýslumannafélags íslands. Fjölskylda Ólafur Helgi kvæntist 3.10. 1976 Þórdísi Jónsdóttur, f. 3.10. 1958, húsmóður, stúdent og hárgreiðslu- konu. Hún er dóttir Jóns Magnúsar Magnússonar, yfirverkstjóra í Reykjavík, og Kristrúnar Bjarneyjar HáJfdánardóttur húsmóður. Börn Ólafs Helga og Þórdísar eru Kristrún Helga, f. 29.10. 1980, nemi í stjórnmálafræði við HÍ; Melkorka Rán, f. 7.6. 1983, nemi við FS á Selfossi; Kolfinna Bjarney, f. 5.7. 1992, nemi; Kjartan Thor, f. 6.7. 1992, nemi. Hálfbróðir Ólafs Helga, sam- mæðra, er Jökull Veigar, f. 21.12. 1948, rafvirki og símvirki, búsettur í Bessastaðahreppi. Alsystkini Ólafs Helga eru Skúli, f. 1.9. 1954, viðskiptafræðingur og MBA, búsettur í Colorado í Banda- ríkjunum; Hjálmar, f. 1.3.1958, við- skiptafræðingur og MBA í Reykja- vík; Bergdís Linda, f. 1.8. 1963, BA í íslensku og MA-nemi við HÍ og kennari við MH. Foreldrar Ólafs Helga eru Kjartan T. Ólafsson, f. 24.7. 1924, fyrrv. vél- fræðingur við írafossvirkjun, nú á Selfossi, og k.h., Bjarney Ágústa Skúladóttir, f. 26.10.1926, húsmóð- ir. Ætt Systir Kjartans er Ragnhildur, móðir Áma R. Árnasonar alþm. Kjartan er sonur Ólafs Helga, út- vegsb. á Látmm í Aðalvík Hjálmars- sonar, b. í Stakkadal Jónssonar. Móðir Hjálmars var Ásta Theóphíl- usdóttir, b. á Látmm Ólafssonar. Móðir Ástu var Gróa Árnadóttir frá Látmm. Móðir Gróu var Ásta Guð- mundsdóttir, pr. á Stað Sigurðs- sonar, pr. í Holti Sigurðssonar, pró- fasts þar Jónssonar, prófasts í Vatnsfirði Arasonar, sýslumanns í Ögri Magnússonar prúða. Móðir Sigurðar Sigurðssonar var Helga Pálsdóttir, prófasts í Selárdal Björnssonar, sýslumanns á Bæ Magnússonar, bróður Ara. Móðir Helgu var Helga Arngrímsdóttir, lærða á Mel Jónssonar og Sólveigar kvennablóma Gunnarsdóttur, sýslumanns á Víðivöllum. Móðir Ólafs Helga á Látmm var Ragnhild- ur Jóhannesdóttir frá Stakkadal en móðir hennar var Herborg, systir Sigurfljóðar, langömmu Árna Gunnarssonar, fyrrv. aJþm, og syst- ir Zakaríasar, langafa Rannveigar Guðmundsdóttur alþm. Herborg var einnig systir Ingibjargar, langömmu skáldkvennanna Fríðu og Jakobínu Sigurðardætra. Her- borg var dóttir Zakaríasar, b. í Stakkadal Zakaríassonar. Móðir Zakaríasar yngri var Björg, systir Gróu. Móðir Kjartans var Sigríður Þorbergsdóttir, b. í Efri-Miðvík í Aðalvík Jónssonar og Oddnýjar Finnbogadóttur. Bjarney Ágústa er dóttir Skúla, skipasmíðameistara á fsafirði Þórðarsonar Gmnnvíkings, fræði- manns á ísafirði Þórðarsonar, alþm. í Hattardal, bróður Hjalta, föður Magnúsar á Þröm (Ljósvík- ings). Þórður alþm. var sonur Magnúsar, pr. á Rafnseyri Þórðar- sonar. Móðir Þórðar alþm. var Matthildur Ásgeirsdóttir, pr. í Holti Jónssonar, bróður Þórdísar, móður Jóns forseta. Móðir Matthildar var Rannveig Matthíasdóttir, stúdents ‘á Eyri Þórðarsonar, ættföður Vigurættar Ólafssonar, ættföður Eyrarættar Jónssonar. Móðir Bjarneyjar Ágústu var Sig- rún Finnbjörnsdóttir, skipasmiðs í Hnífsdal, bróður Hildar, tengda- móður Einars Guðfinnssonar eldra í Bolungarvík, afa Einars K. Guð- finnssonar alþm. Finnbjörn var sonur Elíasar, í Æðey Eldjárnsson- ar. Móðir Sigrúnar var Ketilríður, dóttir Árna Sigurðssonar í Skáladal í Aðalvfk og Katrínar Gísladóttur frá Þverdal. Ólafur Helgi og Þórdís sækja tónleika Rollings Stones í Glasgow þessa dagana. Stórafmæli 75 ára Sigurbjörg Bergkvistsdóttir, Hamarsgötu 8, Fáskrúðsfirði. 70 ára Kristfn B. Bjamadóttir, Þórsgötu 2, Patreksfirði. Kristfn Ragnheiður Jakobsdóttir, Klapparstíg 2, Dalvík. Theódór Guðmundsson, Vesturgötu 26a, Reykjavík. 60 ára Anna Antoníusdóttir, Berunesi 1, Djúpavogi. Inga Marta Ingimundardóttir, Flétturima 30, Reykjavík. Kristný Pálmadóttir, Völusteinsstræti 22, Bolungarvík. 50ára Atli ísleifúr Ragnarsson, Vesturbraut 16, Grindavík. Dóra Kristín Halldórsdóttir, Suðurengi 23, Selfossi. FelixJósafatsson, Sunnubraut 10, Dalvík. Halina Galezka, Hrannargötu 5, Keflavík. Helga Stefánsdóttir, Austurbraut 12, Höfn. Jóhannes Valgeir Reynisson, Vesturfold 48, Reykjavík. Jón Ingólfur Magnússon, Blönduhllð 22, Reykjavík. Kristjana R. Þorbjörnsdóttir, Fannafold 237, Reykjavík. Sigurður Gunnarsson, Hringbraut 2b, Hafnarfirði. Sæmundur Jón Hermannsson, Ugluhólum 8, Reykjavík. 40ára Alexander Björn Gíslason, Boðagranda 7, Reykjavík. Dagnija Medne, Árnesi, Varmahlíð. Elzbieta Szelag, Fannarfelli 12, Reykjavík. Friðrún Hadda Gestsdóttir, Hellisbraut 34, Króksfjarðarnesi. Guöjón Baldursson, Hæðargarði 46, Reykjavík. Guðmundur Albertsson, Bollagörðum 22, Seltjarnarnesi. Helga Sigríður Runólfsdóttir, Vallarbraut 19, Seltjarnarnesi. Hrönn Ingvarsdóttir, Hlíðarvegi 24, (safirði. Oddný Steinunn Kristinsdóttir, Skessugili 6, Akureyri. Ólafía Ásgeirsdóttir, Skerplugötu 11, Reykjavík. Rúnar Þór Bjarnþórsson, Furugrund 14, Kópavogi. Sjöfn Sigurgfsladóttir, Álfaheiði 32, Kópavogi. Vignir Sigurólason, Baughóli 44, Húsavík. Fimmtíu ára Filippía Þóra Guðbrandsdóttir geislafræðingur og skrautritari Filippía Þóra Guðbrandsdóttir geislafræðingur, Rekagranda 4, Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Filippía Þóra fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hún lauk stúdents- prófi frá MA1973 og útskrifaðist frá Röntgentæknaskóla fslands 1976. Filippía vann á röntgendeild Borgarspítalans í Fossvogi 1976-80, var deildarstjóri röntgendeildar Sjúkrahússins á Húsavík 1981-94, starfaði hjá Læknisfræðilegri myndgreiningu í Domus Medica 1994-2002, starfaði við Sjúkrahús Akraness 2002-2003 og starfar nú við myndgreiningadeild Landspít- ala Háskólasjúkrahúss við Hring- braut. Filippía Þóra hefur jafnframt lagt stund á skrautritun sem hún nam af föður sínum en hann var einn færasti skrautritari landsins. Hún hélt sína fyrstu sýningu á skrautrit- uðum verkum sl. desember en sýn- ingin bar yfirskriftina Bækur, boð- orð, Laxness og Einar Ben. Fjölskylda Unnusti Filippfu Þóru er Jóhann Skarphéðinsson, f. 29.3. 1953, end- urskoðandi. Hann er sonur Skarp- héðins Guðmundssonar, fyrrv. kaupfélagsstjóra, og Estherar A. Jó- hannsdóttur húsmóður. Börn Filippíu Þóru eru Freyja, f. 27.6. 1974, nemi, en börn hennar eru Þórunn, f. 13.12. 1994, og Guð- jón Freyr, f. 7.5.1999; Hlynur Þór, f. 12.9.1977, sjómaður en sonur hans er Davíð Þór, f. 19.12. 2000; Berg- lind Ósk, f. 26.5. 1980, nemi og föðrunarfræðingur en maður hennar er Stefán Pálsson, f. 24.6. 1979 og er dóttir þeirra Thelma Sif, f. 12.5. 2003; María Sif, f. 22.5.1990, grunnskólanemi. Systkini Filippíu Þóru eru Skúli, f. 3.9. 1940, vélstjóri, búsettur í Reykjavík; Hildur, f. 28.11. 1941, búsett í Reykjavík; Anna Gígja, f. 22.5. 1946, búsett í Reykjavík; Magnús, f. 16.12.1948, bifvélavirki, búsettur í Reykjavík; Kristín, f. 30.9. 1950, kennari, búsett í Reykjavík; Þorsteinn, f. 14.9. 1962, rekstrar- hagfræðingur, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Filippíu 'Þóru: Guð- brandur Magnússon, fyrrv. kennari og skólastjóri Gagnfræðaskólans á Siglufirði, og Anna Júlía Magnús- dóttir húsmóðir. Ætt Foreldrar Guðbrands voru Magnús Steingrímsson, b. og hreppstjóri á Hólum í Steingríms- firði, og k.h., Kristín Árnadóttir húsfreyja. Faðir Önnu Júlíönu var Magnús, sjómaður í Vestmannaeyjum Sig- urðsson, b. á Lambhúshóli Sigurðs- sonar. Móðir Magnúsar var Þor- björg Sveinsdóttir. Móðir Önnu Júlíönu var Filippía, systir Rósu, móður Magnúsar Pét- urssonar píanóleikara. Filippfa var dóttir Þorsteins, útvegsb. á Upsum Jónssonar, sjómannafræðara á Mínervu Magnússonar. Móðir Þor- steins var Rósa Sigríður, systir Snjólaugar Guðrúnar, móður Jó- hanns Sigurjónssonar skálds. Snjó- laug var einnig móðir Jóhannesar Baldvins, afa Benedikts Ámasonar leikstjóra, og móðir Snjólaugar, móður Sigurjóns, fyrrv. lögreglu- stjóra í Reykjavík, föður Jóhanns, forstjóra Hafró. Rósa Sigríður var dóttir Þorvalds, b. á Krossum á Ár- skógsströnd, Gunnlaugssonar, b. á Hellnum Þorvaldssonar. Móðir Rósu Sigríðar var Snjólaug Bald- vinsdóttir. Móðir Filippíu Þor- steinsdóttur var Anna Björg, dóttir Benedikts Jónssonar úr Keldu- hverfi. Andlát Ingileif Káradóttir, Droplaugarstöðum, áður Espigerði 2, Reykjavík, lést að kvöidi föstud. 29.8. Jón Pálmason, Ölduslóð 34, Hafnarfirði, lést aðfaranótt sunnud. 31.8. Guðrún Agústa Samsonardóttir, áður til heimilis á Patreksfirði, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, fimmtud. 28.8. Birgitta Guömundsdóttir, Kleppsvegi 30, lést aðfaranótt föstud. 29.8. Jarðarfarir Hildur Arndfs Kjartansdóttir, Ljósheimum 16b, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjud. 2.9. kl. 13.30. Helga Eyjólfsdóttir, Silfurbraut 8, Hornafirði, verður jarðsett frá Hafnarkirkju þriðjud. 2.9. kl. 14.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.