Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003
ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagiö DV ehf.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: ðrn Valdimarsson
AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason
AÐSTOÐARRTTSTJÓRl: Jónas Haraldsson
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjóm: 550
5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749
Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingan
auglysingar@dv.is. - Drelflng: dreifing@dv.is
Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000,
fax: 462 5001
Setnlng og umbroC Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö og prentun: Arvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins (
stafrænu formi og í gagnabönkum án
endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir
viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Efni blaðsins
íbúðin er að leggja mig
í gröfina
- frétt bls. 4
Fáskrúðsfjarðargöngin
þegar orðin 700 metrar
- frétt bls. 8-9
Spennandi verk á sviði
Þjóðleikhússins
- Menning bls. 12
Hasarleikarinn Bronson
á fund feðranna
-Tilvera bls. 16-17
KR-ingar unnu titilinn í
24. sinn í gær
- DV Sport bls. 28-29
Skaginn í annað sætið
- DV Sport bls. 30
Taíiendingur þakkar
ormaáti góða heilsu
Taílenskur 39 ára gamall
slökkviliðsmaður þakkar ormaáti
góða heilsu sfna og segist hafa
étið þá sprelllifandi á hverjum
degi í meira en þrjá áratugi.
Maðurinn, sem heitir Paisit
Chanta, segist hafa byrjað á
þessu þegar hann var polli við
veiðar í Nakhon Nayok-héraði
og hafi sfðan ekki sleppt úr
degi.
„Þetta byrjaði þannig að ég
hafði verið að veiða allan dag-
inn og var orðinn mjög svang-
ur. Þá datt mér í hug að fá mér
orm frekar en svelta og þar með
byrjaði þetta,“ sagði Chanta.
„Byssumaður" handtekinn
LÖGREGLA: Maðurvopnað-
ur byssu vakti athygli og
óhug ökumanna sem leið á
áttu um Miklubraut í ná-
grenni Snorrabrautar um ell-
efuleytið í gærkvöld. Stóð
maðurinn við götuna og mið-
aði byssunni á bíla sem óku
fram hjá. Skelkaðir ökumenn
vissu ekki við hverju var að
búast og gerðu lögreglu við-
vart. Þegar lögreglan kom á
staðinn reyndist maðurinn
ölvaður og byssan heldur
meinlaus enda úr plasti. Að
sögn lögreglu var hins vegar
óhuggulegt að sjá manninn
munda byssuna í myrkrinu
og viðbrögð ökumanna bæði
skiljanleg og alveg hárrétt.
Var maðurinn handtekinn og
færður á lögreglustöðina.
Glerflóð
ÓHAPP: Glerfarmurá
flutningabíl rakst upp und-
ir Höfðabakkabrúna seinni-
partinn í gær með þeim af-
leiðingum að stór hluti
farmsins brotnaði. Dreifð-
ustu hundruð kílóa af gleri
um götuna á háannatíma
og varð að loka veginum
undir brúna meðan hreins-
unarstörf fóru fram.
Fannst látinn
MANNSLAT: 32 ára karl-
maðurfannst látinn við
Grenlæksl.föstudag.
Hann hafði verið að veið-
um með tveimur félögum
sínum. Þeir gerðu lögreglu
íVík viðvart. Hinn látni hét
Páll Guðmundsson, til
heimilis að Fagradal 1,
Vogum. Hann lætur eftir
sig konu og þrjú börn.
Flosa ekki sleppt
úr fangelsi í Dubai
Norðmönnum varneitað um að taka hann með sérí gærmorgun
FLOSIARNÓRSSON: íslenskl stýrimaðurinn var ekki leystur úr haldi í gær.
Flosi Arnórsson stýrimaður sit-
ur enn í fangelsi i Dubai þrátt
fyrir fregnír um að honum yrði
sleppt í gærmorgun. Engar
fregnir voru heldur um lausn
fangans í morgun.
Gleðifregniri um að Flosa stýri-
manni frá ísafirði hafi verið sleppt
úr fangelsi í Dubai snerist upp í
andhverfu- sína í gærmorgun. Að
sögn lónu Arnórsdóttur, systur
Flosa, fékk hún fregnir um það í
gegnum norska sendiráðið á ellefta
tímanum í gærmorgun að Flosi
væri enn í fangelsi. Samkvæmt úr-
„Að fenginni reynslu,
þá veit ég þó að
fimmtudagar og föstu-
dagar eru helgidagar
þarna úti og þá er ekk-
ert gert í svona
málum."
skurði æðra dómstigs í Sameinuðu
arabísku furstadæmunum í gær-
morgun var ákveðið að láta Flosa
lausan en honum gert að greiða
100.000 króna sekt.
Átti að leyfa honum að fara heim
til íslands um leið og hann væri
kominn með vegabréf sitt og búið
að ganga frá nauðsynlegum papp-
írum. Jóna segist ekki hafa skilið
það öðruvísi og taldi það öruggt að
honum yrði hleypt úr fangelsinu í
gærmorgun. Fiún hafi því beðið í
gærmorgun eftir að heyra frá hon-
um sjálfum.
Norska sendiráðið greiddi sekt-
ina strax eftir úrskurðinn og fóru
sendiráðsmenn í fangelsið í gær-
morgun til að sækja Flosa með úr-
skurð dómstólsins upp á vasann.
Þá var þeim tjáð að þeir fengju ekki
að taka hann með sér. Skrifleg gögn
vantaði um að hleypa mætti Fiosa
út. Þá væri heldur ekki ljóst hvort
sendiráðsmenn mættu fara með
hann eða hvort honum yrði ekið í
lögreglufylgd beint út á flugvöll.
Sagði Jóna því ljóst af þessum við-
brögðum að Flosi yrði að bíða enn
um sinn eftir að losna og líklega í
nqkkra daga. Hún sagðist hafa
fengið fregnir um það í gær að það
gæti tekið nokkra daga að ganga frá
pappírsgögnum. Vonaðist hún til
að það gæti orðið í þessari viku.
„Að fenginni reynslu, þá veit ég
þó að fimmtudagar og föstudagar
eru helgidagar þarna úti og þá er
ekkert gert í svona málum," sagði
Jóna í samtali við DV í morgun.
Hún taldi því að ef ekki yrði búið að
ganga frá málinu fyrir fimmtudag,
gæti það dregist fram á laugardag
eða jafnvel fram í næstu viku.
hkr@dv.is
Eignarhaldsfélagið Brú á Selfossi gjaldþrota:
Skuldar rúmar þúsund milljónir
HÓTEL SELFOSS: Eigandi hússins, eignarhaldsfélagið Brú, er nú gjaldþrota. Eigi að síður er vonast til að rekstur hótelsins, sem er sjálf-
stæður, geti haldið áfram í samráði við veðkröfuhafa og skiptastjóra.
Eignarhaldsfélagið Brú, eigandi
að fasteign Hótel Selfoss, er
gjaldþrota samkvæmt úrskurði
Héraðsdóms Suðurlands í gær.
Skuldir félagsins nema rúmum
milljarði króna.
Stærsti eigandi eignarhaldsfé-
lagsins er Kaupfélag Árnesinga,
með 63% eignarhlut, og sveitarfé-
iagið Árborg á einnig hlut í félag-
inu. Brú keypti á sínum tíma hótel-
ið að Eyrarvegi 2 af sveitarfélaginu
og farið var í viðamiklar endurbæt-
ur og nýbyggingu við húsið. Reynd-
ist þessi uppbygging mjög kostnað-
arsöm en henni var þó ekki að fullu
lokið þegar félagið komst í þrot.
Vonast menn til að
heimildir verði veittar
hjá veðhöfum og
skiptastjóra tilað
halda áfram rekstrin-
um og Ijúka uppbygg-
ingu hótelsins.
Skuldir félagsins eru nú rúmur
einn milljarður króna, þar af eru
veðskuldir um 550 milljónir króna.
Kröfuhafar eru um 50 talsins.
Langstærsti veðhafinn er Spari-
sjóður Kópavogs. Fyrr í sumar var
greint frá því í DV að sparisjóður-
inn hefði verið með 56 veð á 1. veð-
rétti auk tveggja veða á 2. og 3. veð-
rétti, samtals að upphæð
381.452.000 krónur. Þá var Byggða-
stofnun með um 90 milljóna króna
veðlcröíu sem skráð er á 1. veðrétti
á eftir kröfum SPK. Einnig var sveit-
arfélagið Árborg með stórt veð, eða
rúmar 28,7 milljónir króna, sem er
á 4. veðrétti.
Hótel Selfoss hefur þó verið rekið
sjálfstætt og er það mat stjórnar-
manna Brúar að rekstur’hótelsins
geti haldið áfram þrátt fýrr gjaldþrot
eignarhaldsfélagsins. Vonast menn
til að heimildir verði veittar hjá veð-
höfum og skiptastjóra til að halda
áfram rekstrinum og ljúka uppbygg-
ingu hótelsins en Steinunn Guð-
bjartsdóttir lögmaður hefur verið
skipuð skiptastjóri. hkr@dv.is