Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Page 2
2 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003
UTGÁFUFÉLA& Útgáfufélagið DV ehf.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: örn Valdimarsson
AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason
AÐSTOÐARRrTSTJÓRI: Jónas Haraldsson
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550
5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv,is - Auglýsingar auglys-
ingar@dvJs. - Dreffing: dreifing@dv.is
Akureyrl: Hafnarstræti 94, sími:462 5000,
fax: 462 5001
Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl
við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Efni blaðsins
Ekki hreppsnefndar að
hafna framkvæmd
- frétt bls. 4
Vantar úrræði gegn
síbrotamönnum
- frétt bls. 6
Of hátt íbúðaverð
- Lesendur bls. 18
Stofna vínklúbb
-Tilvera bls. 49
Handboltinn á fullu
- DV Sport bls. 62-63
Keyrði tvisvar sinn-
um yfir manninn
Svissneskur vegavinnumaður
var f fyrradag fluttur með sjúkra-
þyrlu til bráðamóttökunnar á
héraðssjúkrahúsinu í Chur í Sviss
eftir að bóndi á traktor hafði
keyrt tvisvar sinnum yflr fætuma
á honum.
Að sögn bóndans sá hann ekki
vegagerðarmanninn þar sem
hann lá á fjómm fótum við vinnu
sína í vegkantinum f Brigels-
héraði.
„Ég fann að traktorinn lyftist
en hélt að eitthvað hefði dottið af
kermnni og bakkaði því út f kant-
inn.
Það var þá sem hann ók yfir
fæturna á vegavinnumanninum í
annað sinn.
Bóndinn hringdi strax á
sjúkralið og var maðurinn fluttur
stórslasaður á bráðamóttökuna.
Mannbjörg
BÁTSSKAÐI: Báturmeðfimm
manns um borð, Inga Dís frá
Reykjavík, sökk við Þerney í ná-
grenni Reykjavíkur um níuleytið
í gærkvöld. Þyrla Landhelgis-
gæslunnar var send á vettvang
en sneri frá þegar Ijóst var að all-
ir um borð höfðu komist heilu
og höldnu upp á pramma milli
Þerneyjar og lands. Gott veður
var og fjöldi báta á svæðinu.
Sýnið varúð vegna rétta
RÉTTIR: Göngur og réttir verða
í Landnámi Ingólfs Arnarsonar
um helgina. Otivistarfólk er
beðið að taka tillit til þess og
sérstaklega er fólk á háværum
torfærumótorhjólum beðið að
vera ekki á ferðinni í afréttum
og öðrum beitilöndum á svæð-
inu frá og með föstudegi. Þá
eru ökumenn beðnir að gæta
sérstakrar varúðar og sýna þol-
inmæði þegar verið er að reka
fé yfir vegi. Yfir Suðurlandsveg
þarf að reka safn til Fossvalla-
réttar við Lækjarþotna neðan
Sandskeiðs um kl. 14-15 á
laugardaginn og yfir veginn í
Kömbum þarf að reka safnið til
Ölfusréttar síðdegis á sunnu-
daginn. Seinni leitir og réttir í
Landnáminu verða 11.-14.
október.
Sami maður ákærður fyrir að stinga 5 manns með hnífi
og árás með bjórkönnu:
Tvær manndrápstilraunir
og fjórar aðrar hnífaárásir
STAKK5 MANNS: Hann huldi höfuðið fyrir dómi. Það gerði hann hins vegar ekki þegar
hann stakk 5 karlmenn er hann ruddist inn í íbúð á þriðju hæð fjöibýlishúss í Mosfellsbæ í
vor. Þessi ungi maður er ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps með hnífi, þrjár stór-
felldar líkamsrárásir með hnífi, eina stórfellda árás með bjórkönnu og hnefum, eina árás á
lögreglumann með því að bíta hann en einnig að neyða mann með hnífi til að hleypa sér
inn í íbúðina í Mosfellsbæ, þar sem nokkrar af hnífstungunum áttu sér stað. DV-myndGVA
Þegar saksóknari las upp ákæru
á hendur 23 ára íbúa í Mosfells-
bæ í dómsal í gær var Ijóst að
sjaldan hafa eins miklar sakar-
giftir verið bornar á einn mann í
einu lagi á íslandi fyrir ofbeldi.
Tvær tilraunir til manndráps með
því að leggja til tveggja ungra
manna með hnífi, þrjár aðrar
hnífstungur gegn jafnmörgum
mönnum og ein önnur stórfelld lfk-
amsárás með því að berja mann við
annað tækifæri með bjórkönnu í
höfuð, eftir að hafa lagst ofan á
hann og margbarið með hnefum í
andlit. Að auki er sama sakborningi
gefið að sök að hafa neytt mann til
að hleypa sér inn í íbúð með því að
beita hnífi og síðan að bíta lögreglu-
mann harkalega eftir handtöku.
Samkvæmt upplýsing-
um DV eru megin-
ástæður þessa augljósa
tryllings að afbrýði-
semikast virðist hafði
gripið unga árás-
armanninn en hann var
ölvaður og hafði tekið
inn örvandi fíkniefni.
Samkvæmt upplýsingum DV eru
meginástæður þessa augljósa tryll-
ings að afbrýðisemikast virðist
hafði gripið þennan unga árás-
armann en hann var ölvaður og
hafði tekið inn örvandi fíkniefni,
samkvæmt upplýsingum DV. Lög-
reglu er ekki kunnugt um aðra árás
þar sem lagt er til eins margra með
hnífi í einu - fimm manns. Það að
ríkissaksóknari ákærir fyrir tilraun
til manndráps í tvígang gefúr til
kynna hve alvarlegum augum árás-
irnar eru litnar.
Hnífstungurnar fimm
En víkjum þá að Klapparhlíð í
Mosfellsbæ að morgni laugardags-
ins 10. maí síðastliðins. í íbúð þar
var fyrrverandi unnusta árás-
armannsins. Þegar hann kom á
staðinn er honum gefið að sök að
hafa lagt hnífsblað að hálsi húsráð-
anda íbúðarinnar, sem er á 3. hæð
fjölbýlishúss, og neytt hann til að
opna útidyr. Hnífstungurnar áttu
sér stað ýmist þegar piltar komu á
móti árásarmanninum í stigagang-
inum eða inni í íbúðinni. Önnur
árásin, sem telst tilraun til mann-
dráps, var með þeim hætti að tví-
tugur piltur hlaut 10 cm langan
skurð rétt yfir lifur. í hinu tilvikinu
er árásarmanninum gefið að sök að
hafa skallað 25 ára mann í andlit
þannig að framtennur í efri gómi
brotnuðu en því næst að skera
hann á hálsi þannig að af hlaust 15
cm langur og nokkuð djúpur skurð-
ur ofan við viðbein, en þar undir
liggja stórar slagæðar til höfuðsins.
19 ára piltur hlaut síðan langan
og djúpan skurð á handlegg sem
náði frá neðanverðum olnboga
þvert yfir olnboga og upp fyrir
handlegginn innanverðan þannig
að stór bláæð fór í sundur sem
leiddi til mikillar blæðingar. Fjórði
pilturinn, sem er tvítugur, hlaut
djúpan og stóran skurð á handlegg
en sá fimmti hlaut stungusár á
hendi, handarbaki og fingri.
Mikið blóð og ummerki eftir
gríðarlegar aðfarir voru þegar lög-
reglan kom á vettvang. Þegar á
stöðina kom var reiðin ekki runnin
af hinum í meira lagi öra sakborn-
ingi. Ríkissaksóknari gefúr honum
að sök að bíta lögreglumann við
skyldustörf í aftanverðan upp-
handlegg svo af hlaust stórt mar
með tannaförum.
Þeir tveir sem ofbeldismaðurinn
er ákærður fyrir að reyna að bana
með hnífnum fara fram á rúmlega 2
milljónir króna í skaðabætur úr
hans hendi. Sá sem hann skar á
bláæð í handlegg fer fram á 630
þúsund krónur en lögreglumaður-
inn krefst 350 þúsund króna. Málið
var þingfest í gær en því hefur verið
frestað óákveðið þar sem skipa þarf
nýjan dómara vegna hlutleysisá-
kvæða í hegningarlögunum. Sak-
borningurinn hefur setið f gæslu-
varðhaldi frá því eftir að
hnífstungumálið átti sér stað.
Bjórkannan
Framangreind árás, þar sem
bjórkanna kemur við sögu, átti sér
stað þann 24. mars. Þar er mannin-
um gefið að sök að hafa komið á
heimili manns í Meðalholti og sleg-
ið hann með hnefa í höfuð þannig
að hann féll í gólfið. Við svo búið
settist hann klofvega ofan á hann,
sló hann margsinnis með báðum
hnefum í höfuðið og síðan með
bjórkönnu. Nokkuð djúp sár hlut-
ust af á 10 cm löngu svæði frá
hvirfli húsráðandans. onar@dv.is
Ríkissaksóknari ákærir 37 ára karlmann í Reykjavík:
Með mikið magn barnakláms heima
37 ára Reykvíkingur hefur verið
ákærður fyrir að hafa haft í fór-
um sínum mikið af efni sem
sýnir börn á kynferðislegan og
klámfenginn hátt. Lögreglan
fór inn á heimili mannsins í jan-
úar 2002, en þá var það við
Lindargötu.
Þegar lögreglan hafði farið yfir
efnið kom í ljós að maðurinn hafði
29.800 ljósmyndir af börnum sem
sýndu þau á klámfenginn hátt, 176
hreyfimyndaskrár og 4 mynd-
bandsspólur. Þetta var geymt á
hörðum tölvudiskum í þremur
tölvum, 66 tölvudisklingum og 79
geisladiskum.
Ríkissaksóknari krefst þess að
maðurinn verði dæmdur til refs-
ingar og einnig að hann sæti upp-
töku á þremur tölvum, Hewlett
Packard, Hyundai og Compaq
ásamt fylgihlutum, auk klámefnis-
ins sem lögreglan lagði hald á.
Maðurinn er einnig ákærður íyr-
ir að hafa haft í fórum sínum
myndbandsspólu sem sýnir unga
pilta á klám- og kynferðislegan
hátt. Á þetta var lagt hald þegar
Ríkissaksóknari krefst
þess að maðurinn verði
dæmdur til refsingar.
hann kom til Keflavíkurflugvallar í
nóvember 2001.
Ákærði ætlar að taka sér frest til
að gera grein fyrir afstöðu sinni til
sakarefna rfldssaksóknara en rétt-
arhöldum hefur verið frestað fram í
október. onar@dv.is