Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Blaðsíða 28
56 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003
íslendingar
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
Netfang: aettir@dv.is
Sími: 550 5826
Fólk í fréttum
Hafsteinn Þór Hauksson
nýkjörinn formaöur SLIS
Hafsteinn Þór Hauksson laga-
nemi var kjörinn formaður SUS,
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna, á þingi sambandsins í
Borgarnesi um síðustu helgi.
Starfsferill
Hafsteinn fæddist í Reykjavík
11.8.1978 en ólst upp í Garðabæ frá
tveggja ára aldri. Hann var í Flata-
skóla, Garðaskóla, lauk stúdents-
prófi frá VI 1998, hefur stundað
nám í lögfræði við HÍ og er nú að
ljúka þar lokaritgerð.
Hafsteinn var í unglingavinn-
unni á unglingsárunum, var í sum-
arvinnu hjá Sorpu, var blaðamaður
við Vísi.is og Fókus á DV sumarið
1998, var starfsmaður Umferðar-
ráðs sumarið 1999, var í námsvist
hjá Lögmönnum, Skólavörðustíg
6B, sumarið 2001, og starfaði við
einkamáladeild dómsmálaráðu-
neytisins sumarið 2002.
Hafsteinn var formaður Mál-
fundafélags VÍ 1997-98, keppti til
úrslita í MORFÍS-keppninni fjögur
ár í röð og var tvisvar sigurvegari
hennar, þjálfaði um skeið ræðulið
og spurningalið skóians, sat í rit-
stjórn Úlfljóts, tímarits laganema,
var formaður Hugins, félags ungra
sjálfstæðismanna í Garðabæ í þrjú
ár, hefur setið í stjórn SUS frá 1997
og áður í varastjórn, hefur verið rit-
ari SUS og umsjónarmaður mál-
efnastarfs 1999-2001 oghefurverið
varaformaður SUS frá 2001 og sat í
stjórn Varðbergs 2001.
Hafsteinn hefur skrifað reglulega
pistla á vef Heimdallar, Frelsi.is.
Hann var kosningastjóri Sigurðar
Kára Kristjánssonar í framboði
hans til formennsku í SUS 1999 og
kosningastjóri Björns Bjamasonar f
prófkjöri fyrir alþingiskosningarnar
2002.
Fjörutíu ára
Fjölskylda
Unnusta Hafsteins er Hrefna
Ástmarsdóttir, f. 25.4. 1977, sem nú
er að ljúka lokaritgerð í stjórn-
málafræði við HÍ. Hún er dóttir Ást-
mars Þorkelssonar, f. 23.5. 1955,
starfsmanns SH, og Margrétar
Yngvadóttur, f. 21.1.1956, húsmóð-
ur.
Systkini Hafsteins em Guðný
Kristín Hauksdóttir, f. 1971, tann-
smiður, búsett í Montreal í Kanada;
Haukur Þór Hauksson, f. 1974, við-
skiptafræðingur, fjármálaráðgjafi
hjá GJ, kennari og varabæjarfulltrúi
í Garðabæ.
Foreldrar Hafsteins em Haukur
Ragnar Hauksson, f. 10.2. 1948,
kennari við Iðnskólann í Reykjavfk,
og k.h., Rannveig Kristín Hafsteins-
dóttir, f. 24.11. 1948, húsmóðir.
Ætt
Haukur Ragnar er sonur Hauks,
hárskerameistara við Kirkjutorg í
Reykjavík, Óskarssonar, hárskera-
meistara í Reykjavík, Árnasonar.
Móðir Hauks Ragnars er Þor-
björg Ragna Magnúsdóttir, skip-
stjóra í Hafnarfirði, Magnússonar, í
Skuld í Hafnarfirði, frá Múla í Bisk-
upstungum, Sigurðssonar. Móðir
Magnúsar skipstjóra var Guðlaug
Björnsdóttir, frá Sölvakoti í Flóa,
Móðir Þorbjargar var Ragnheiður
Þorkelsdóttir kaupkona.
Rannveig er dóttir Hafsteins,
húsgagnabólstrara í Reykjavík, Ás-
björnssonar, sjómanns í Reykjavík,
Pálssonar. Móðir Hafsteins var
Rannveig Ólafsdóttir.
Móðir Rannveigar Hafsteinsdótt-
ur er Guðný, systir Matthíasar
tannlæknis. Hálfsystir Guðnýjar,
sammæðra, er Sólveig Ásgeirsdótt-
ur biskupsfrú. Guðný er dóttir
Hreiðars Geirdals, kennara í
Grímsey, söðlasmiðs á Húsavík og
verslunarmanns á ísafirði, bróður
Guðmundar Geirdals skálds, Höllu
á Laugabóli og Steinólfs skóla-
stjóra, afa Sigurðar Geirdals, bæjar-
stjóra í Kópavogi. Hreiðar var sonur
Eyjólfs, b. á Kleifum í Gilsfirði,
Bjarnasonar, pr. og læknis í Garps-
dal, Eggertssonar, pr. í Stafholti,
bróður Steinunnar, móður Bjama,
amtmanns og skálds, og Guðrúnar,
móður Vigfúsar, sýslumanns á
Borðeyri, langafa Steinþórs Gests-
sonar, fyrrv. alþm. á Hæli; Helgu,
móður Benedikts Sveinssonar, hrl.
og fyrrv. stjórnarformanns Eim-
skips, föður Bjarna, alþm. og
langafa Ástu, ömmu Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra. Eggert var
sonur Bjarna landlæknis Pálssonar.
Móðir Eggerts var Rannveig Skúla-
dóttir landfógeta Magnússonar.
Móðir Guðnýjar var Kristín, systir
Guðmundar, föður Guðnýjar
konsertmeistara. Kristín var dóttir
Matthíasar, pr. í Grímsey, Eggerts-
sonar, skólastjóra í Hnífsdal, bróð-
ur Matthíasar skálds. Eggert var
sonur Jochums, b. í Skógum í
Þorskafirði, Magnússonar. Móðir
Jochums var Sigríður, systir Guð-
rúnar, langömmu Áslaugar, móður
Geirs Hallgrímssonar forsætisráð-
herra. Sigríður var dóttir Ara Jóns-
sonar, b. á Reykhólum, og Helgu
Ámadóttur, pr. í Gufúdal, Óiafs-
sonar, ættföður Eyrarættar, Jóns-
sonar, langafa Jóns forseta og Jens
rektors, langafa Jóhannesar Nor-
dals. Móðir Eggerts var Þóra, systir
Guðrúnar, ömmu skáldanna Her-
dísar og Ólínu Andrésdætra. Þóra
var einnig systir Guðmundar, pr. og
alþm. á Kvennabrekku, föður
Theodóm skáldkonu. Móðir Krist-
ínar var Guðný Guðmundsdóttir.
Elva Björk Birgisdóttir
bóndií Hlíö, Austur-Eyjafjallahreppi
Elva Björk Birgisdóttir, húsfreyja
og bóndi í Hlíð undir Eyjafjöllum,
er fertug í dag.
Starfsferill
Elva fæddist í Vestmannaeyjum
og ólst þar upp. Að loknu gruijn-
skólaprófi stundaði hún nám við
Framhaldsskólann f Vestmanna-
eyjum. Þá hefur hún sótt ýmis
námskeið, s.s. fyrir starfsfólk leik-
skóla og námskeið er lúta að um-
önnun aldraðra.
Elva vann við fiskvinnslu í Vest-
mannaeyjum á unglingsárunum,
fyrst hjá Isfélagi Vestmannaeyja og
síðan hjá Hraðfrystistöð Vest-
mannaeyja.
Elva flutti ásamt manni sínum á
æskuslóðir hans í Austur-Eyja-
fjallahreppi 1986. Hún starfaði síð-
an við leikskólann Foss í Fossbúð
að Skógum frá 1992 og þar til leik-
skólinn var lagður niður, starfaði
við grunnskólann í Skógum um níu
ára skeið, þar til hann var lagður
niður 2001, og hefur stundað heim-
ilishjálp, fyrst hjá Austur-Eyjafjalla-
hreppi og síðan Rangárþingi eystra
eftir sameiningu sveitarfélaganna í
austanverðri sýslunni.
Elva og eiginmaður hennar tóku
jörðina Hlíð í Austur-Eyjafjalla-
hreppi á leigu til þriggja ára, 1988
og stunduðu þar hefðbundinn kúa-
búskap. Þau tóku síðan við ábúð á
jörðinni 1997 og stunda þar nú
sauðfjárbúskap.
Elva hefur tekið virkan þátt í fé-
lagsstörfum, m.a. í kvenfélaginu
Fjallkonunni og ungmennafélag-
inu Eyfellingi, og syngur auk þess í
kirkjukór Holtsprestakalls.
Fjölskylda
Elva giftist 6.6. 1987 Sigurgeiri
Líndal Ingólfssyni, f. 25.7. 1960,
bónda og héraðslögreglumanni.
Hann er sonur Ingólfs Björnssonar
og Lilju Sigurgeirsdóttur, fyrrv.
bænda.
Synir Elvu og Sigurgeirs eru
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson, f. 4.9.
1982, öryggisvörður hjá Securitas,
búsettur í Hlíð; Símon Bergur Sig-
urgeirsson, f. 29.1. 1989, grunn-
skólanemi í Hlíð.
Systkini Elvu eru Jóhanna Birgis-
dóttir, f. 26.2. 1968, nemi í Dan-
mörku; Rúnar Þór Birgisson, f. 1.10.
1970, netagerðarmaður í Vest-
mannaeyjum.
Foreldrar Elvu eru Birgir Símon-
arson, f. 16.9.1940, starfsmaður hjá
Áhaldahúsi Vestmannaeyja, og
Margrét Klara Bergsdóttir, f. 13.8.
1941, skrifstofumaður við Heild-
verslun KK í Vestmannaeyjum.
Ætt
Birgir er sonur Símonar í Vest-
mannaeyjum Bárðarsonar, b. í
Holti í Þykkvabæ, Pálssonar,
Símonarsonar. Móðir Bárðar var
Kristín Bárðardóttir. Móðir Símon-
ar var Sigríður Jónsdóttir, dóttir
Árna Sigurðssonar og Ásthildar
Einarsdóttur.
Móðir Birgis er Þórhildur, dóttir
Bárðar, vinnumanns í Grafarsókn,
Gestssonar, Bárðarsonar. Móðir
Þórhildar var Guðrún, dóttir Þórðar
yngra Jónssonar, og Ragnheiðar
Jónsdóttur.
Elva Björk verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Þú nærö alltaf sambandi viö okkur!
Smáauglýsingar
550 5000
mánudaga tll fimmtudaga kl. 9 — 20
föstudaga kl. 9 — 18
sunnudaga kl. ±6 - 20
550 5000
smaauglysingar@dv.is
hvenær sólarhrlngslns sem er
Stórafmæli
90 ára
Anna Sigurbjörnsdóttir,
Heiðarbraut f, Blönduósi.
Guðmundur Ámundason,
Ásum, Selfossi.
Þurfður Sigurjónsdóttir,
Hraunvangi 7, Hafnarfirði.
85 ára
Steingerður Kristjánsdóttir,
Ægissíðu 10, Grenivík.
Svala Sigurðardóttir,
Nýlendu 1, Sandgerði.
Þórhildur Þórarinsdóttir,
Engihjalla 3, Kópavogi.
80 ára
Björgvin Alexandersson,
Ljósheimum 20, Reykjavík.
Guðný Ásgeirsdóttir,
Hæðargarði 33, Reykjavík.
Jón Hermundsson,
Birkigrund 64, Kópavogi.
Sigrfður Guðjónsdóttir,
Bláhömrum 2, Reykjavík.
75 ára
Eirfkur Runólfsson,
Eyrargötu 5, Eyrarbakka.
Haukur Haraldsson,
Hlíðarlundi 2, Akureyri.
Jakob Valdimarsson,
Löngufit 18, Garðabæ.
Lára Vilhelmsdóttir,
Ægisgötu 14, Ólafsfirði.
Magnea Garðarsdóttir,
Skarðshlíð 23c, Akureyri.
70 ára
Ása Guðmundsdóttir,
Hjallavegi 14, Hvammstanga.
Björg B. Sigurðardóttir,
Boðahlein 15, Garðabæ.
Margrét Magnúsdóttir,
Garðavegi 2, (safirði.
Ragnhildur Einarsdóttir,
Sólheimum 25, Reykjavík.
Theodór Þorvaldsson,
Fjallalind 98, Kópavogi.
Þorgrfmur Guðnason,
Torfnesi, Hlíf 1, ísafirði.
60 ára
Guðjón Páisson,
framkvæmdastjóri,
byggingarmeistari og
nýsköpunarhönnuður,
Dúfnahólum 2,
Reykjavík.
Sif Aðalsteinsdóttir,
Geitlandi 1, Reykjavík.
Þorvaldur Ágústsson,
Hásteinsvegi 31, Stokkseyri.
50ára
Freddy Dan Roger Söderberg,
Bræðraborgarstíg 7, Reykjavík.
Fríða Arnþórsdóttir,
Smárahlíð 16d, Akureyri.
Grazyna Anna Mróz,
Hafnargötu 17, Grindavík.
Guðlaug Steinunn Ólafsdóttir,
Stararima 27, Reykjavík.
Guðmundur Hauksson,
Ási 1, Hellu.
Henrietta G. Kristinsdóttir,
Kjalarsíðu 14b, Akureyri.
Inga S. Stefánsdóttir,
Berjarima 28, Reykjavík.
Ingibjörg Guðlaug Aradóttir,
Þverholti 1, Keflavík.
Ingimar Kristinn Þorsteinsson,
Egilsgötu 11, Borgarnesi.
Hann er að heiman.
Kolbrún Ólafsdóttir,
Hraunbæ 190, Reykjavík.
Kristfn Pétursdóttir,
Raufarseli 13, Reykjavík.
Lárus Sverrisson,
Miðteigi 1, Akureyri.
Reynir Kárason,
Laugatúni 12, Sauðárkróki.
Sigrún Þórarínsdóttir,
Álfheimum 64, Reykjavík.
Sigurborg Sigurðardóttir,
Selási 16, Egilsstöðum.
Sigurður Ólafsson,
Hjálmholti, Selfossi.
40ára
Ásgrímur Lárus Ásgrfmsson,
Fjallalind 30, Kópavogi.
Bima Oddný Bjömsdóttir,
Garðbraut 79, Garði.
Bryndís Aradóttir,
Hlíðarvegi 7, Seyðisfirði.
Guðrún BJörk Benediktsdóttir,
Malarási 11, Reykjavík.
Hreiðar Gunnarsson,
Kveldúlfsgötu 14, Borgarnesi.
Ólaffa Sigrún Einarsdóttir,
Kirkjubóli, Neskaupstað.
Sveinbjörn Halldórsson,
Ásbúð 104, Garðabæ.
Valgerður Hrund Skúladóttir,
Breiðuvík 24, Reykjavík.