Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Síða 6
06 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 Viðvörun Fjármálaeftirlitsins Opnun nýrrar Þjórsárbrúar tefst VIÐVÖRUN: Vegna fyrirspurna og athugasemda sem Fjármála- eftirlitinu hafa borist vill það vekja athygli á því að eftirtalin fyrirtæki/aðilar hafa ekki starfs- leyfi sem fjármálafyrirtæki á Is- landi né heldur hafa þau heim- ild til stofnunar útibús fjármála- fyrirtækis eða til að veita þjón- ustu fjármálafyrirtækis án stofnunar útibús: De Verre Ll- oyd & Co. Ltd., Drexel Asset Management, Mutual Capital og Solomon Christie. Fyrirtæki sem skortir áðurnefndar heim- ildir hafa m.a. ekki heimild til móttöku endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi (inn- lán), útgáfu og umsýslu greiðslukorta eða viðskipta og þjónustu með fjármálagern- inga samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. Fjármálaeft- irlitið leggur sérstaka áherslu á hvað mikilvægt er að þeim sem er boðin þjónusta eða fjármála- ráðgjöf erlendra fyrirtækja leiti upplýsinga hjá fjármálaeftirlit- inu um viðurkenningu eða heimild þeirra til fjármálastarf- semi á (slandi. Nánari upplýs- ingar eru veittar í síma 525 2700. SAMGÖNGUR: Opnun nýrrar brúr yfir Þjórsá tefst fram í lok október en áætlanir stóðu fyrst til þess að hún yrði opnuð þann 1. októþer. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðar rík- isins á Suðurlandi, sagði við DV í morgun að ástæða seinkunar verksins væri af ýmsum atrið- um - „uppsöfnuðum" á verk- tímanum. Nýlega kom á daginn að stálpinnar sem ganga upp í forsteyptar einingar í burðar- virki brúarinnar voru ekki rétt smíðaðir. Svanur sagði hins vegar að þetta atriði myndi ekki tefja verkið nema í þrjá til fjóra daga. Nýja Þjórsárbrúin var boðin út undir lok síðasta árs en framkvæmdir hófust í árs- byrjun. Það er Vélsmiðjan Normi sem hefur unnið verkið. Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala: Yfirdýralæknir um breyttar reglur um innflutning á hundum: Stuðla að bættri ræktun HALDIÐTIL HAGA: Meðfylgjandi yfirlitsmynd úr Reykjavík, sem birtist með frétt um meint skjalafals fasteignasala og misferli með vörslufé (DV í gær, tengist á engan hátt efni fréttarinnar sem hún birtist með. Hafi einhverjir orðið fýrir óþægindum vegna þessa eru þeir beðnirvelvirðingar. „Enn sem komið er vantar vald til skyndiákvarðana til að svipta síbrotamenn af þessu tagi leyfi tímabundið," segir Magnús Ein- arsson, framkvæmdastjóri Fé- lags fasteignasala, um þá fast- eignasala sem hafa verið kærðir til lögreglu fyrir meint misferli með vörslufé. DV hefur undanfarna daga fjall- að um slík mál, þar sem tilteknir fasteignasalar hafa fengið á sig lög- reglukæru vegna meintra slæmra viðskiptahátta. Annar þeirra hefur látið af störfum en hinn rekur enn fasteignasölu og heldur löggilding- arieyfi sínu. Magnús sagði að umræddir tveir menn væru þeir einu sem kærðir hefðu verið til lögreglu, að því er hann best vissi. ALMENN ÁNÆGJA: Allir félagsmenn í Félagi fasteignasala eru ánægðir með þær breytingar sem gert er ráð fyrir bæði í frumvarpinu og reglugerðinni. Magnús lagði áherslu á að lausn á vandanum væri nú loks í sjónmáli ef fyrirliggjandi frumvarp um fast- eignasölu yrði að lögum. Reglugerð í burðarliðnum DV hefur fjallað um þýðingar- mestu breytingarnar sem frum- varpið kveður á um, þ.e. stofnun nýrrar eftirlitsnefndar, skylduaðild að Félagi fasteignasala og nýjar reglur um meðferð vörsiufjár. Magnús sagði að vonir manna stæðu til þess að Alþingi samþykkti lögin nú um miðjan vetur. Þess mætti þó vænta að takmörk yrðu sett við meðferð vörslufjár því nú væri í burðarliðnum reglugerð- arbreyting um vörslufé sem Ingólf- ur Hjartarson hefði unnið. Stæði einungis á því að Reiknistofa bank- anna setti hana formlega upp. í reglugerðinni væri kveðið á um að fasteignasalar héldu vörslufé á sér- greindum reikningum, svokölluð- um vörslureikningum. Kaupendur og seljendur ættu sfðan greitt að- gengi að yfirliti yfir færslur sem þá vörðuðu á þeim reikningum. „Hugmyndin að þessari reglu- gerð vaknaði í kjölfar Holtsmálsins svonefnda, þar sem einstakir við- skiptavinir urðu fyrir stórfelldu fjárhagslegu tjóni,“ sagði Magnús. „Hún er nú að verða að veruleika. Allir félagsmenn í Félagi fasteigna- sala eru ánægðir með þær breyt- ingar sem gert er ráð fýrir bæði í frumvarpinu og reglugerðinni. Það hefur sannast sagna stundum skapast vandræðaástand á skrif- stofu Félags fasteignasala. Fólk hef- ur verið að koma og kvarta en við höfum ekki haft nein úrræði. Mikill meirihluti þeirra kvartana sem hafa borist hefur varðað fasteignasala sem standa utan félagsins en þeir eru ekki undir okkar agavaldi. Gagn- vart þeim eru hendur okkar bundn- ar, við höfum ekkert vald og getum ekkert sagt.“ -jSS&dv.is Hann sagði enn fremur að um- fjöllun af því tagi sem verið hefur í DV væri mjög af hinu góða. Þar með kæmi þessi vandi í umræðuna svo að fólk færi fremur með varúð þegar það ætlaði að selja eða kauþa eignir. Það hefur sannast sagna stundum skapast vandræðaástand á skrifstofu Félags fast- eignasala. Fólk hefur verið að koma og kvarta en við höfum ekki haft nein úrræði. - ..... P$s. - ‘:::: ................... ' -- --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------,------------------------------------------------------------------- ^wirrTi # »• ts b;r * rt*> *!•** It«* <■ V m wt*: ~:‘l* * «* * Ifei Vantar vald til að svipta síbrotamenn leyfi Nýjar reglugerðir um innflutn- ing á hundum gefa hundarækt- endum hér á landi aukna mögu- leika á betri ræktun, að mati Halldórs Runólfssonar yfirdýra- læknis. Þá telur hann að þær leiði jafnvel til þess að dragi úr innflutningi frá því sem verið hefur. Reglugerðir landbúnaðarráðu- neytisins um innflutning hunda kveða á um að nú sé leyfilegt að flytja hingað inn sæði úr hundum. Einnig að dvöl í einangrunarstöð sé stytt í fjórar vikur. Áður nam ein- angrunartíminn átta vikum fyrir hunda sem fluttir voru frá löndum þar sem hundaæði var til staðar en sex vikum fýrir hunda frá löndum án hundaæðis. Hægt er að nálgast nýju reglurnar á heimasíðu emb- ættis yfirdýralæknis. Yfirdýralæknir sagði við DV að á móti styttingu einangrunartímans í Hrísey kæmu hertar kröfur um bólusetningar og rannsóknir sem framkvæma skyldi í heimalandi hundanna fyrir innflutning. Því væri alls ekki um að ræða neina slökun hvað varðaði öryggiskröfúr fyrir innflutning. Leyfi til innflutnings á hunda- sæði, sem væri nýjung í dæminu, myndi trúlega bæði leiða til betri ræktunar hér á landi og minni inn- flutnings. Yfirdýralæknir benti á í því sambandi að fram til þessa hefðu ræktendur þurft að flytja inn hund og tík til ræktunar á hinum AUKINTÆKIFÆRI: Hundaræktendur hafa nú aukin tækifæri til að bæta ræktun sína með tilkomu leyfis til innflutnings á hundasæði. ýmsu tegundum. Nú væri nóg að flytja inn tík sem síðan væri hægt að sæða með innfluttu sæði. „Ég hef þá trú að þetta bæti rækt- unina að því leytinu til að nú er hægt að kaupa sæði úr margverð- launuðum hundum sem eru alls ekki til sölu til útflutnings," sagði yfirdýralæknir. „Þetta þýðir að nú er hægt að kaupa bestu fáanlegu erfðagenin til landsins, bæði hvað varðar útlit og skapgerð.“ Yfirdýralæknir sagði að nákvæm- lega sömu kröfur væru gerðar til undirbúnings á hundum sem flytja ætti sæði úr og hinum sem flytja ætti inn. Með því móti væri öryggið við innflutninginn aukið. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.