Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Page 8
8 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 VERÐ Á LAGERBJÓR í ÁTVR - í 500 ml dósum ils Gt II SKáLUG/^, Tifi^r ....... Prins Kdstie n Jeýer Pflsm r Verö 149 157 159 161 164*** 179 189 190 193 195 197 197 197 198 198 199 199 199 199 1 gg#** 200 207 209 209 210 215 216 216 232 235* 236 258* 259 262* 269 272** 276* 279 280 294 297 299 318* 400 Styrkur (%) 4.5 4.6 4,6 4,4 4.4 4.5 4.5 4.6 5,0 5,0 4,5 5,0 5,0 5.4 4.5 4,8 5,0 4.5 5,0 4.8 4.7 5,0 4.9 5.8 4.8 5,0 5.5 5.6 5,0 5.8 4.9 4.5 6,2 4,9 7,0 5.2 5.5 7.3 7,0 7,0 7.5 7.7 7,2 10,0 Kippu- verö 894 942 954 966 1074 1134 1140 1158 1170 1182 1182 1182 1188 1188 1194 1194 1194 1194 1200 1242 1254 1254 1260 1290 1296 1296 1392 1416 1554 1614 1674 1680 1764 1782 1794 2400 Tegund Egils Pilsner... Spegils...... Faxe Premium Viking Lite .... Budweiser Lite Kronenbourg . Grolsh........ Viking Lager DAB.......... Amstel 'uborg Grön........ fliule ............. Holsten ............ jjah.Mkjuel ........ RíSter’s............ ibacher........ ’^iser Budvar. ine Draft ; Bgils Sterkíir ..... ; Beck'sGoltf......... » Vfking Sterkur ..... ÍStella Artýis ..... ;Moosheail Dry...... ' feiraf Strang .... Holsten Maibock ... HolsteryFestbock .. i Bear.jf............. FaxeFestbock ...... Carslberg Elephant . Faxe Strong......... “ umreiknað frá 330 ml flösku ** umreiknað frá 660 ml flösku *** umreiknað frá 473 ml umbúðum Heimild: Vörulisti ÁTVR á www.atvr.is DV gerir verðsamanburð á lagerbjór í500ml dósum í A TVR: Egils Pilsner er ódýrastur Egils Pilsner, nýr bjór frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, er ódýr- asti bjórinn sem fæst í verslun- um ÁTVR. Er þá miðað við verð lagerbjórs í 500 ml dósum. Dós af Egils Pilsner kostar 149 krón- ur og 6 dósa kippa er því á 894 krónur. Spegils, frá sama fram- leiðanda, er næstódýrastur en dós af honum kostar 157 krón- ur. Þá kemur danski bjórinn Faxe Premium á 159 krónur dósin. DV kannaði verð á helstu teg- undum lagerbjórs sem fæst í versl- unum ÁrrVR. Farið var í vörulistann á vef ÁTVR og tegundirnar einfald- lega listaðar upp og raðað eftir verði á 500 ml dós. Ekki var tekið tillit til gæða eða alkóhólprósentu. Gæði eru afstæð og háð smekk neytenda en alkóhólprósentan hef- ur hins vegar bein áhrif á verðið en áfengisgjald leggst á allt áfengi út frá styrkleika þess. Þess vegna þarf ekki að koma á óvart að sterkari bjórtegundir séu dýrari. Niðurstöð- ur verðsamanburðar DV má sjá í meðfylgjandi töflu. Þar sem kippa er algengasta innkaupaeiningin er kippuverð látið fylgja í síðasta dálkinum. Þegar litið var yfir vörulista ÁTVR blasti sá vandi reyndar við að ein- staka bjórtegundir fást ekki í dós- um (Corona, Stella Artois, Beck’s Gold og Prins Kristian) eða þá að- eins í 330 ml dósum (Carlsberg El- ephant). Enn fremur fæst banda- Ljóst að íslenskur bjór kemur vel út úr þessum verðsamanburði. Af 10 ódýrustu tegundunum eru 4 íslenskar. Átta ódýrustu tegundirnar eru með alkóhólpró- sentu undir 5%. ríski bjórinn Budweiser í 473 ml umbúðum. Verð á þessum bjórteg- undum var umreiknað eins og um 500 ml dós væri að ræða en þann fyrirvara verður eðlilega að hafa að flöskubjór er yfirleitt dýrari en bjór í dósum. Léttari bjór ódýrari Að þessu slepptu er Ijóst að ís- lenskur bjór kemur þokkalega út úr þessum verðsamanburði. Af 10 ódýrustu tegundunum eru 4 ís- lenskar. Átta ódýrustu tegundirnar eru með alkóhólprósentu undir 5 prósentum. Ódýrasti 5 prósenta bjórinn er hinn þýski DÁB en dós af honum kostar 193 krónur og kippan 1158. Ódýrasti bjórinn yfír 5 prósentum er San Miguel frá Spáni (5,4 pró- sent) en dósin kostar 198 krónur. Dýrasti léttbjórinn, sem fæst í 500 ml dósum, er Carlsberg (4,5 prósent) en dósin kostar 199 krón- ur. En sé umreiknað verð tekið með í dæmið er Corona mun dýrari, 258 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR er bjór á bilinu 4,4-4,6 pró- sent í samkeppni, síðan bjór á bil- inu 4,8-5,2 prósent og síðan sterk- ari bjór. Dýrasti bjórinn er Faxe Strong sem er 10 prósent en 500 ml dós af honum kostar 400 krónur. Ekki var tekið verð á öðrum bjór, þ.e. öli, lífrænt ræktuðum bjór eða öðrum bjór. Upplýsingar um verð á bjórtegundum í þessum flokkum má finna á www.atvr.is. Rétt er að ítreka áðurnefnda fyr- irvara og eins vekja athygli á að listi þessi er ekki fullkomlega tæmandi yfír lagerbjór sem fæst í ÁTVR. hlh@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.