Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 7 7
sakarefnum
Ríkislögreglustjóri segir að
Samkeppnisstofnun hafi
hvorki gert ríkislögreglustjóra
né ríkissaksóknara grein fyrir
hugsanlegu refsiverðu athæfi
forráðamanna olíufélaganna
með kæru eða tilkynningu í
öðru formi.
Þetta kemur fram í skriflegu
svari embættisins við fyrirspurn
DV. Þá segir að þau gögn sem
Samkeppnisstofnun sendi efna-
hagsbrotadeild 9. september síð-
astliðinn sé afrit þeirra gagna sem
Samkeppnisstofnun sendi lög-
fræðingum olíufélaganna 8. janú-
ar 2003 með ósk um andmæli.
Fyrirspurn DV var svohljóðandi:
1. Hvenær og með hvaða hætti
vakti Samkeppnisstofnun athygli
embættis Ríkislögreglustjóra á
hugsanlegu refsiverðu athæfi for-
ráðamanna olíufélaganna?
I svari Samkeppnisstofnunar við
skriflegu erindi undirritaðs er vís-
að til þess að Samkeppnisstofnun
hafl greint Rfkislögreglustjóra frá
rannsókn stofnunarinnar í olíu-
málinu.
Svar Samkeppnisstofnunar virð-
ist ganga gegn grein sem Þórir
Oddsson vararíkislögreglustjóri
ritaði í Morgunblaðið 5. ágúst síð-
astliðinn. Er hér um misskilning
milli stofnana að ræða?
2. Hafa yfirvöld samkeppnis-
mála vakið athygli Ríkislögreglu-
stjóra á hugsanlegu refsiverðu at-
hæfi í öðrum málum? Ef svo er þá
hvaða mál er um að ræða, hvenær
var það gert og með hvaða hætti.
Svar ríkislögreglustjóra:
Samkeppnisstofnun hefur ekki
vakið athygli embættis ríkislög-
reglustjóra á hugsanlegu refsi-
verðu athæfi í öðrum málum en
olíumálinu svokallaða sem stofn-
unin hefur haft til meðferðar,
hvorki með óformlegum eða form-
legum hætti. Ríkissaksóknari tók
að eigin frumkvæði grænmetis-
málið svokallaða til meðferðar og
óskaði eftir því við efnahagsbrota-
deild ríkislögreglustjóra að fram
færi athugun á því hvort hefja bæri
opinbera rannsókn í því máli. Nið-
urstaða efnahagsbrotadeildar er
sú að sakir í því máli hafi verið
fyrndar áður en skýrsla Sam-
keppnisstofnunar var gefin út.
Eingöngu í olíumálinu svokall-
aða hafa forráðamenn Samkeppn-
isstofnunar óskað eftir fundi með
embætti ríkislögreglustjóra til að
ræða mál sem til meðferðar hefur
verið hjá Samkeppnisstofnun.
Fund þennan sat vararíkislög-
reglustjóri og forstjóri Samkeppn-
isstofnunar og lögfræðingur þeirr-
ar stofnunar. Ríkislögreglustjóri
var erlendis í sumarleyfi og sak-
sóknari'efnahagsbrotadeildar sat
ekki fundinn vegna annarra emb-
ættiserinda. Fundurinn var hald-
inn 16. júní sl. á skrifstofu vararík-
islögreglustjóra og voru aðilar
sammála um að hann væri óform-
legur.
Samkeppnisstofnun vakti ekki
athygli vararíkislögreglustjóra á
ákveðnum sakarefnum. Erindi
stofunarinnar við embætti ríkis-
lögreglustjóra var að leita viðhorfa
embættisins um framhald máls-
ins. Afstaða embættis ríkislög-
reglustjóra hefur verið skýr um
það að Samkeppnisstofnun vísaði,
ef hún teldi tilefni til, málinu í
heild sinni eða tilgreindum alvar-
legum þáttum þess til efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra.
Samkeppnisstofnun var ekki þá
tilbúin til þess að vísa málinu eða
hluta þess til ríkislögreglustjóra
eða ríkissaksóknara. Ríkissaksókn-
ari sendi Samkeppnisstofnun bréf,
dags. 15. ágúst sl., þar sem hann
leitaði svara við því hvort komið
hefði fram við athugun stofnunar-
innar „... vísbendingar um að
framin hafi
verið svo al-
varleg eða
sérstæð brot
á samkeppn-
islögum að
rannsókn
samkeppnis-
yfirvalda og
ákvörðun
um viðurlög
samkvæmt
52. gr. sam-
keppnislaga
á hendur fyrirtækjunum einum
nægði ekki sem endanleg viður-
lagameðferð málsins.". Með bréfi,
dags. 21. ágúst sl., fól ríkissaksókn-
ari embætti ríkislögreglustjóra að
framkvæma athugun á málinu til
þess að fá þessum spurningum
svarað. í bréfí ríkissaksóknara til
ríkislögreglustjóra segir. „Af svar-
bréfl Samkeppnisstofnunar, dags.
18. þ.m., verður ekki annað ráðið
en að stofnunin skorist undan því
að svara framangreindri spurn-
ingu.“ Af þessu leiðir að Sam-
keppnisstofnun hefur hvorki gert
ríkislögreglustjóra né ríkissak-
sóknara grein fyrir hugsanlegu
refsiverðu athæfi forráðamanna
olíufélaganna með kæru eða til-
kynningu í öðru formi.
Erindi Samkeppnisstofnunar,
dags. 9. þessa mánaðar, er tilkom-
ið vegna beiðni ríkissaksóknara og
ríkislögreglustjóra svo efnahags-
brotadeild sé fært að fara yfir öll
gögn málsins til þess að unnt verði
að taka afstöðu til þess hvort hefja
beri opinbera rannsókn á ætluð-
um refsiverðum brotum olíufélag-
anna og starfsmanna þeirra á sam-
keppnislögum eða ekki. Þau gögn
sem Samkeppnisstofnun sendi
efnahagsbrotadeild 9. þ.m. er afrit
þeirra gagna sem Samkeppnis-
stofnun sendi lögfræðingum olfu-
félaganna 8. janúar 2003 með ósk
um andmæli.
Haraldur
Johannessen.
VIDEOHÖLLIN
A pfnvt handi.
Stórmynd Grfsla
GRISjLABOLIR + KANNR
Eydís Osk Símonardóttir, 070100
Hendrik DaSjJÓnsson, 090196
flron Daði Rúnarsson, 090397
Eyrún LÓra Hansen, 140594
Mekkín Silfó Karlsaóttir, 301198
Sigurlaug S. Gunnarsd., 080999
Guðbiörg Björgyinsdóttir, 100491
Ingóífur Orri Gústafsson, 190799
Kristófer L. Kristjónsson, 040294
Hildur Bjömsdóttir, 280592
Sandra Silvfa Valsdóttir. 290195
Rebekka Rón Karlsdóttir, 151196
flllan Bjarki Jónsson, 221097
Daníel flronJÓnsson, 310899
§ara Dís Jónsdóttir, 230601
OskarSæberqBryniarsson, 100801
Helena Konraðsdottir, 300995
Runólfur Franz GÍslason, 140900
Guðfinna D. Þorvaldsd., 061293
JÓna Kolbrún Leifsdóttir, 030196
lYKLAIflPPA + KANNA
Sveinn Olafur Lúðvíksson, 040496
Sijja DÍs Guðjópsdóttir, 151295
MimirBjarki Pólmason, 130400
Helga Hjördís lúðvíksdóttir, 081096
Haukur Ingvi Marinósson, 190696
Clara RÚn Gunnarsdóttir, 250895
Huarún flnna Pólsdóttir, 241095
Helgi Birkis Huginsson, 200800
Dfsa R. Magnúsdóttir, 290392
tngimar^Örn Sveinsson, 130302
OliverHÓImJÓhannsson, 270201
Jónfna LÓra Pólmadóttir, 210593
^milie Sigrún Sylem, 061101
flslaug Marta flrnadóttir, 081199
flxel Móni Gfslason, 240293
Þorsteinn H. Sigurðsson, 161097
Eva Karen; 01193
flntonia Larusdóttir, 170196
flnfta Huld Sigurðandóttir, 080500
fluður Hermannsdóttir, 050693
BlOMIÐI FYRIRTVO + KANNA
Ingimar Elfar flgústsson, 050103
IngigerðurS^. Hóskuldsd., 310797
Sigriður R. Jónasdóttir, 300793
Valgerður Guðjónsdóttir, 151293
Rebekka Rut Birgisdóttir, 190200
Krakkaklubbur DV og Sam-bíóin
óskar vinningshöfum til hamingju.
WringshafervkBantegastnáigistvinninganaítjánusluver
DV,Skaftahið24, fyrir17.old6ber,mKkL9og17.
Wr*igar ti vimingshata úli á land verða sen*.
Kveðja. TÍgri og Kittý
Smáauglýsingar ^
550
5000
rÚtlandasímtöl HelmSíi-realSíi TMtMN/CjN tMM
c j Alltað/upto 2Q0 Mlnútur/Mlnutes
I mln
frá kr. ,90 á mín. | kr. 1000,- 200 mlnutt* to Cermany. Sweaen. uk, usa
úr heimilissíma Intemational Calling Card
Heims* rG>l&i • fyrirframgreidd símaþjónusta Co to the wehíite wvw/ slmakort.is for ratp tatio to other countríe? A heimaslðunni www simakort Jv er að fmna gja'dskrð t» annarra lancia
Hringið mjög ódýrt til útlanda úr
heímílíssíma í heímilissíma
Fæst hjá flestum:
Bensínstöövum
Matvöruverslunum
Söluturnum
www.simakort.is