Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 Útlönd Heimurinn í hnotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is Sími: 550 5829 Bono þrasaði við Bush ALNÆMI: írski rokksöngvarinn Bono fór bónleiður til búðar þegar hann ræddi í gær við George W. Bush Bandaríkjafor- seta um að stjórnvöld í Was- hington legðu meira fé til bar- áttunnar gegn alnæmi. „Við áttum í gamla góða þras- inu," sagði Bono eftir fundinn með forsetanum í Hvíta hús- inu. „Ég get bara ekki verið sammála honum um upphæð- irnar." Bono, sem hefur látið málefni Afríku mjög til sín taka, hvatti Bush til að veita þremur millj- örðum dollara á næsta fjár- hagsári til alnæmisbaráttunn- ar. Það er milljarði dollara meira en Bush hefur í huga. Bono benti á að sjö þúsund létust úr alnæmi á dag. Bíll sprakk Danmörk: Einn maður fórst þegar bifreið sprakk í tætlur fyrir utan amtssjúkrahúsið í Glostrup, skammt frá Kaup- mannahöfn, í morgun. Að sögn vakthafandi lögreglu- þjóns var nánast ekkert eftir af bílnum. „Bíll springur ekki svona af sjálfu sér," sagði lög- regluþjónninn í viðtali við danska útvarpið. Meintur morðingi Önnu Lindh handtekinn í gærkvöld: Heillaðist mjög af hryðjuverkahópum Lögreglan í Stokkhólmi hand- tók í gærkvöld 35 ára gamlan mann sem grunaður er um morðið á Önnu Lindh, utanrík- isráðherra Svíþjóðar, í NK-vöru- húsinu á miðvikudaginn. Maðurinn hefur ekki enn verið nafngreindur en að sögn talsmanns Stokkhólmslögreglunnar var hann handtekinn um níuleytið í gær- kvöldi þar sem hann var staddur á East End veitingastaðnum í ná- grenni Rásunda-leikvangsins í Solna, í útjaðri Stokkhólms, á með- an leikur Hammerby og Djurgárd- en fór fram á vellinum. „Sá sem við með réttmætum rökum grunum um morðið á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hefúr verið handtekinn og færður til yfirheyrslu," sagði Carin Got- blad, yfirmaður Stokkhólmslög- reglunnar, á blaðamannafundi seint í gærkvöld. Fylgdist með fótboltaleik Að sögn Magnúsar Bruun, sem vinnur sem þjónn á veitingastaðn- um þar sem maðurinn var hand- tekinn, var hann þar ásamt hópi fólks sem fylgdist með leik ná- grannaliðanna Hammerby og Djurgárdan á stórum sjónvarpsskjá þegar tveir óeinkennisklæddir lög- reglumenn birtust allt í einu og handtóku hann án þess að hann sýndi nokkurn mótþróa. „Það kom ekki til neinna átaka og maðurinn var alveg rólegur þegar hann var handtekinn," sagði Leif Jennekvist lögregluforingi sem stjórnað hefur rannsókn málsins. Vísbendingar streymdu inn „Manninum sem við handtókum í kvöld svipar mjög til þess sem kemur fram á myndbandsupptök- um frá NK-vöruhúsinu og grunaðar er um að vera morðingi Önnu Lindh," sagði Jennakvist á blaða- mannafundinum í gær en birting myndanna um helgina leiddi til þess að vísbendingar streymdu inn á borð lögreglunnar, þar á meðal frá ættingjum mannsins. Jennakvist sagði að maðurinn hefði strax verið yflrheyrður og að hann myndi síðan gangast undir nálcvæma læknisrannsókn strax í nótt. '» Samkvæmt fréttum sænskra fjölmiðla er hinn handtekni þekktur afbrotamaður og hefur hlotið alls átján dóma fyrir hina ýmsu glæpi eins og skemmdarverk, fjársvik, þjófnaði, ofbeldi og hótanir um ofbeldi. Að sögn lögreglunnar er það nú í höndum saksóknara, sem gaf út handtökuheimildina, að ákveða hvort maðurinn verður ákærður en samkvæmt sænskum lögum má hafa hann í haldi f allt að þrjá daga áður en ákæra er lögð fram. Þekktur afbrotamaður Samkvæmt fréttum sænskra fjöl- miðla er hinn handtekni þekktur afbrotamaður og hefur hlotið alls átján dóma fyrir hina ýmsu glæpi eins og skemmdarverk, fjársvik, þjófnaði, ofbeldi, hótanir um of- beldi og ólöglegan vopnaburð eða brot á lögum um merðferð hnífa. Hann er sagður hafa átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða og mun afbrotaferill hans ná allt aftur til ársins 1987. Þyngsta dóminn mun hann hafa fengið fyrir fjársvik, eða átta mán- aða dóm, og í fyrra var krafist geð- rannsóknar. vegna brots þar sem niðurstaða lækna var að hann ætti ekki við nein geðræn vandamál að stríða. Vel gefinn og aðlaðandi Þrátt fyrir að lögreglan hafi ekki viljað gefa neinar upplýsingar um hinn grunaða segjast sænskir fjöl- miðlar vita hver hann er án þess að birta nafn hans. Hann er sagður fæddur og upp- alinn í Varberg, rétt suður af Gauta- borg, og hafði síðan flutt til Stokk- hólms einn síns liðs. Ekki er vitað til þess að hann hafi haft neitt fast aðsetur á undanförn- um árum heldur hafi hann aðallega búið hjá ýmsum vinum sínum sem skotið hafi yfir hann skjólshúsi. Haft er eftir ónafngreindum fyrr- verandi vini mannsins að hann sé bæði vel gefinn og aðlaðandi en skapmikill. Honum er einnig lýst sem ofbeldishneigðum og sem slík- ur hafi hann farið fremstur í stuðningsmannaliði Djurgárden. Ofbeldishneigður Annar fyrrverandi vinur manns- ins sagði að hann ætti það til að vera árásargjarn og ofbeldishneigð- ur. „Hann átti það til að rjúka upp án minnsta tilefnis," sagði þessi fyrrverandi vinur og bætti við að hann hefði verið mjög upptekinn af öllu sem heitir hryðjuverk. „Hann talaði oft um Baader-Meinhof- hópinn og virtist heillaður af hryðjuverkatímabilinu á áttunda áratugnum. Það var stundum eins og hann lifði í eigin draumaheimi. Hann vildi helst vera ósýnilegur í samfélaginu og láta sem minnst fara fyrir sér. Var alltaf eins og í fel- um,“ sagði vinurinn fyrrverandi. FRÁ HANDTÖKUSTAÐNUM: Hinn grunaði var handtekinn á East End veitingastaðn- um í nágrenni RSsunda-leikvangsins í Solna, í útjaðri Stokkhólms. Bandaríkjamenn beittu neit- unarvaldi í Öryggisráði SÞ Sendiherrar arabalandanna hjá Sameinuðu þjóðunum hafa for- dæmt þá ákvörðum banda- rískra stjórnvalda að beita neit- unarvaldi gegn ályktunartil- lögu Sýrlendinga í Öryggisráð- inu í gær um að hvetja íraels- menn til þess að hætta við þær ráðagerðir að losa sig við Yasser Arafat, réttkjörinn forseta Palestínu. Atkvæðagreiðslan í ráðinu fór þannig að fulltrúar ellefu af fimmt- án ríkjum greiddu tillögunni at- kvæði sitt en Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu og fúlltrúar þriggja rfkja - í>ýskalands, Bret- lands og Búlgaríu - sátu hjá. YASSER ARAFAT: (sraelar hafa lýst því yfir að þeir hyggist losa sig við hann. Að sögn Johns Negropontes, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, var tillagan gölluð af því leyti að hún hefði ekld falið í sér harða for- dæmingu á hryðjuverkum eins og þeim sem palestínskir hryðjuverka- hópar eins og Hamas-samtöldn og Jihah-hreyfingin hafa staðið fyrir að undanförnu. Nasser al-Kidwa, fulltrúi palest- ínskra stjórnvalda hjá SÞ, sagði að þessi afstaða Bandaríkjamanna gæti haft alvarlegar afleiðingar, sem þeir einir bæru ábyrgð á, og Fayssal Mekdad, fulltrúi Sýrlend- inga, sem bar fram tillöguna, sagð- ist harma afstöðu þeirra sem gerði ekki annað en auka á spennuna sem væri næg fyrir. Herforinginn í forsetaslaginn Wesley Clark viðurkennir að hann sé algjör nýgræðingur í stjórnmálum. Samt ætlar þessi fyrrum yfirhershöfðingi NATO að keppa við níu aðra demókrata um að verða for- setaefni flokksins 2004. Clark, sem stjórnaði loftárás- unum á Kosovo árið 1999, til- kynnir fyrirætlanir sínar í heima- bænum Little Rock í Arkansas síðdegis í dag. Afstaða Clarks til alþjóðamála er vel þekkt vestra, hann var til dæmis á móti stríðinu í írak. Minna er aftur á móti vitað um stefnu hans í innanríkismálum. ÍKAPPHLAUPIÐ: Wesley Clark, fyrr- verandi hershöfðingi, hefur hug á að verða forsetaefni demókrata á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.