Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 13
Þiggja bætur fyrir land
Bush klúðraði Norður-Kóreu
VIRKJANIR: Fjórarfullorðnar
indíánakonur í Chile hafa látið
af sex ára baráttu sinni gegn
byggingu stíflu fyrir vatns-
orkuver í suðurhluta landsins.
Konumar hafa þegið hátt í eitt
hundrað milljónir króna fyrir
að leyfa raforkufyrirtækinu
Endesa að setja land forfeðra
þeirra undir vatn.
Konurnar fjórar, fulltrúar raf-
orkufyrirtækisins og stjórn-
valda undirrituðu samning í
gær eftir strangar viðræður
undanfarinn mánuð. Endesa
féllst á að hækka bæturnartil
kvennanna og fjölskyldna
þeirra auk þess sem stjórnvöld
samþykktu að afhenda þeim
annað land í staðinn.
Framleiðslugeta orkuversins
er 540 megavött.
KJARNORKUDEILA: GeorgeW.
Bush Bandaríkjaforseti hefur
klúðrað gullnu tækifæri til að
binda endanlega enda á kjarn-
orkudeiluna við Norður-Kóreu,
að mati Madeleine Albright,
fyrrum utanríkisráðherra í
stjórn Bills Clintons.
Albright sagði (gær, í tilefni af
útkomu nýrrar sjálfsævisögu,
að Clinton hefði verið langt
kominn með að semja við
Norður-Kóreumenn þegar
hann lét af embætti.
Að sögn Albright lét eftirmað-
ur hennar, Colin Powell, að því
liggja að þráðurinn yrði tekinn
upp þar sem frá var horfið.
Þess í stað hafi stefnan verið
endurskoðuð í ár og upp risið
deilan um kjarnorkubrölt N-
Kóreu sem enn er óleyst.
Fellibylurinn ísabella á leið tillands í BNA:
Tugum þúsunda
ráðlagt að flýja
Tugum þúsunda íbúa strand-
héraðanna í Norður-Karólínu í
Bandaríkjunum hefur verið ráð-
lagt að yfirgefa heimili sín, ella
eiga á hættu að verða innikró-
aðir vegna flóða af völdum felli-
bylsins ísabellu. Búist er við
rúmlega þriggja metra hárri
flóðbylgju.
ísabella var enn nokkur hundruð
kflómetra frá landi í morgun en
miðað við stefnu bylsins verður
miðja hans yfir Norður-Karólínu á
morgun. Búast má hins vegar við
að verulega taki að hvessa þegar í
kvöld, að sögn veðurfræðinga.
Reiknað er með að vindhraðinn fari
í cdlt að 176 kflómetra hraða á
klukkustund.
Fellibylurinn mun síðan fara
norður yfir Virginíu, vestur af höf-
uðborginni Washington.
Stöðugur straumur bfla af öllum
stærðum og gerðum var frá eyjum
skammt undan ströndum Norður-
Karólínu í gærkvöld og nótt. Eyjar
þessar, þar sem um 55 þúsund
manns búa, eru fjölsóttir ferða-
mannastaðir. Sumir íbúanna
ákváðu þó að sitja af sér storminn.
Umtalsverðar skemmdir
„Ég sit bara og bíð,“ sagði Bob
Heath sem ætlar ekki að ákveða fyrr
en einhvern tíma í dag hvort hann
verður um kyrrt eða flýr að heiman.
Heldur hefur dregið úr veðurofs-
anum í ísabellu á leið hennar um
Atlantshafið. Hún er nú metin af
EIGURNAR BORNAR BURT: Hinntólfára
gamli Nick Archibald ber stóran spegil
burt úr húsi fjölskyldunnar við strendur
Norður-Karólínu þar sem búist er við að
fellibylurinn Isabella valdi miklum usla.
styrkleika 2 en var af styrkleika 5
fyrir nokkrum dögum.
Fellibyljir af styrkleika 2 geta
valdið umtalsverðum skemmdum
á hjólhýsum, húsþökum, gluggum
og hurðum auk þess sem þeir geta
rifið tré upp með rótum.
Bandaríski sjóherinn sendi fjöru-
tíu skip og kafbáta, sem hafa bæki-
stöðvar í Hampton Roads í Virgin-
íu, út á haf til að koma í veg fyrir
tjón á þeim við bryggju. Herflugvél-
ar hafa verið fluttar á öruggari staði
inn til landsins.
Hans Blixí viðtali við ástralska útvarpið í morgun:
írakar eyðilögðu gjöreyð-
ingarvopnin fyrir tíu árum
Hans Blix, fyrrverandi yfirmað-
ur vopnaeftirlits Sameinuðu
þjóðanna í írak, telur nú að írak-
ar hafi eyðilagt gjöreyðingar-
vopn sín fyrir tíu árum.
BIix sagði í viðtali við ástralska
útvarpið í morgun að leyniþjónust-
ur Vesturlanda hefðu því haft rangt
fyrir sér þegar þær mátu vopnaeign
fraka í aðdraganda stríðsins.
Blix sagði að lfldega myndi ekkert
fmnast annað en gögn um fyrri
framleiðslu á gjöreyðingarvopnum.
„Eftir því sem lengra hefur frá
liðið finnst mér ólíklegra að nokkuð
finnist," sagði Blix íviðtalinu.
ENGIN VOPN: Hans Blix, fyrrum yfirmaður
vopnaeftirlits SÞI (rak, telur að þar sé ekki
lengur nein gjöreyðingarvopn að finna.
Gerhard Schröder Þýska-
landskanslari hefur boðið þeim
Jacques Chirac Frakklandsforseta
og Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, til Berlínar um helgina
þar sem reyna á að jafna ágreining
þeirra umírak.
Frakkar og Þjóðverjar vilja að
Sameinuðu þjóðirnar gegni stærra
hlutverki við endurreisnina í frak
og að frökum sjálfum verði fengin
völd yfir eigin málum fyrr en Bretar
og Bandaríkjamenn vilja.
Tilraunir til að komast að sam-
eiginlegri niðurstöðu fastafulltrú-
anna fimm í öryggisráðinu fóru út
um þúfur um síðustu helgi.
Dóms- og kirkjumálaráöuneytiö
flytur íSkuggasund
(áður húsnæði Hagstofu íslands)
19.september nk.
Afgreiðslan verður lokuð þann dag,
en svarað verður í síma: 545 9000.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
Skuggasundi 150 Reykjavík
stmi: 545 9000 bréfasími: 552 7340
netfang: postur@dkm.stjr.is
www.domsmalaraduneyti.is