Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Side 14
74 MENNINC MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 Menning Leikhús ■ Bókmenntir ■ Myndlist ■ Tónlist ■ Dans Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sími: 550 5807 Gjörningur í Safni MYNDLIST: Safn, samtímalista- safn á Laugavegi 37, hefur starfað síðan í vor og fjöldi gesta komið í heimsókn. Nú verður vetrarstarfi hleypt af stokkunum á morgun með opnun heimasíðu og gjörningi um kvöldið. Fimmtudagskvöldið 18. sept- ember kl. 20 verður gjörningur í glugga Safns sem vísar að Laugaveginum. Þar treður upp Ásdís Sif Gunnarsdóttir, efni- legur listamaður sem dvalið hefur í Bandaríkjunum við list- nám. Hún nefnir gjörninginn „Árstíðirnar". Gestum er bent á að koma tímanlega og klæða sig eftir veðri þar sem þeir munu standa á Laugaveginum til að njóta gjörningsins sem varir í hálftíma. Fram undan er m.a. sýning á nýju verki eftir breska lista- manninn Adam Barker Mill og kynning á listamanninum Hreini Friðfinnssyni. Á nýrri heimasíðu, www.safn.is, er að finna frekari upplýsingar. Safn eropið mið.-fös. kl. 14-18 en til kl. 17 laug. og sun. Leiðsögn kl. 14 á laugardögum. Aðgang- ur að Safni er ókeypis. Góðirvinir, gamlar lummur TÓNLISTARGAGNRÝNI Ólafur Stephensen Þegar góðir vinir koma í heimsókn, fólk sem maður hefur ekki haft tækifæri til að hitta og rabba við svo árum skiptir, er það oft svo að manni finnst eins og þessir gömlu vinir hafi aldrei verið fjarverandi, aldrei farið úr kallfæri, ef svo mætti segja. Þannig leið mér og fleiri tónleikagestum á Borginni á föstudagskvöldið, þegar þeir Svare, Thoroddsen & Rafnsson léku á tón- leikum Jazzvakningar fyrir fullu húsi góðs hóps djassáhugafólks. Já, Jazzvakning er vöknuð aftur eftir dá- góðan svefn. f þetta sinn bauð Vakningin upp á bráðskemmtilega tónleika í tilefni útkomu nýs geisladisks með danska klarfnettleikar- anum Jörgen Svare og vinum hans Birni Thoroddsen, gtr., og Jóni Rafnssyni, bs. Enn eitt tríóið með Bjössa Thor og Jóni Rafns, en ekki það sísta. Undanfarna mánuði hafa Björn & Jón leik- ið sér í tríóum með dönskum fiðluleikara, kanadískum trompedeikara og íslenskum gítarleikara með misjöfnum árangri en samt hafa þeir alltaf haft eitthvað áhugavert fram að færa. Þar ber hæst Guitar Islancio sem hefúr gert víðreist bæði hérlendis og erlendis. í þetta sinn heitir tríóið Svare-Thoroddsen. Því miður gleymdu þeir að geta Jóns Rafns- sonar í heitinu. Það er nú svo að það virðast ekki allir geta verið hljómsveitarstjórar í þriggja manna bandi! Aftur á móti fór það ekki á milli mála, bæði á geisladiskinum og ekki sfst á tónleikunum á Borginni, að Jón Rafnsson lék ekki minnsta hlutverkið í sam- spilinu. Þessi trausti bassaleikari sannaði hér enn einu sinni hve hreinn og einfaldur bassa- leikur er mikilsverður í tríóspili. Það er eins og gamli kreólaand- inn, sem einkenndi m.a. dePar- is-bræður fyrir mannsaldri, sé genginn aftur, en í þetta sinn á nútímalegan hátt. Ég á von á því að leikur tríósins komi og hafi komið allmörgum á óvart. Þarna voru þeir eins og góðir og gamlir vinir sem maður hefur ekki hitt í fjöldamörg ár. Tónlist þeirra er af „gamla skólanum" - með gömlum hús- göngum eins og Lady Be Good og nýjum númerum eftir hljómsveitarstjórana í næst- um því innilega gamaldags útfærslum, að ógleymdum tangóinum hans Björns sem gæti verið úr eldgömlu söngleikjabókinni hans Carls Billich, þó að nýr sé! Það er einmitt þetta sem á eftir að gera gæfumuninn fyrir tríóið í framtíðinni. Tónninn og hljómurinn í þessu nýja tríói er heitur og innilegur. Þar fer mest fyrir „feitum GÓÐIR VINIR: Þeir eru „gamaldags" og það gerir gæfumuninn. tóni" Jörgens Svare, sem sennilega er einn af fáum núlifandi klarfnettleikurum sem leika sér að fáguðum blæbrigðum klassískrar djasstónlistar New Orleans-ættar, ekki ósvip- að Guðmundi Norðdahl þegar hann var upp á sitt besta. Það er eins og gamli kreólaand- inn, sem einkenndi m.a. deParis-bræður fyr- ir mannsaldri, sé genginn aftur, en í þetta sinn á nútímalegan hátt. Þetta er ekki síst áberandi á geisladiski þeirra félaga þar sem þeir nota upptökutæknina vel og smekklega til að dekkja hljóminn. Gítarleikur Björns Thoroddsens er sérstak- lega áheyrilegur í þessum nýja félagsskap. Bjöm virðist búinn að ná sér eftir handar- brotið. Hann finnur sig vel í „mainstream" djassins og lætur sem hann hafi aldrei heyrt um „be-bop“ eða þvíumlíkt getið. Stundum er eins og mýktina vanti í tæknigusurnar hjá honum, en Björn er löngu búinn að sanna færni sína á hljóðfærið og þarf því ekki að láta tæknina stjórna ferðinni. Tónleikar Jazzvakningarföstudaginn 12.9.2003 á Hótel Borg: Jörgen Svare, klar., Björn Thorodd- sen, gtr., Jón Rafnsson, bs. Geisladiskun jazz airs, Svare/Thoroddsen, Oluf- sen Records (dk) CD5565 og Sonet CD005. Eldurán reyks LEIKLISTARG AGN RÝNI Halla Sverrísdóttir Jóhanna af örk, mærin frá Orleans, heilög Jóhanna, eða hvaða nafni sem hún kann að nefnast, var vissulega merkiskona og það er ekki í svo lítið ráðist að freista þess að túlka líf hennar og þá baráttu sem hún háði, innra sem ytra, á leiksviði. Þetta hefur Ólöf Sverris- dóttir reynt að gera í lokaverkefni sínu frá leiklistardeild Háskólans í Exeter, þaðan sem hún er nýlega komin úr mastersnámi. Verk Ólafar byggist á hreyfmgum og lfkam- legri tjáningu fremur en texta, en hefði að mínu mati styrkst af heldur rismeiri texta en hún hefur úr að spila hér. Ólöf gengur út frá því að áhorfandinn hafi ítarlega þekkingu á efninu fyrir, og það er reyndar ekki ósann- gjörn krafa; flestir ættu að kannast við helstu æviatriði frönsku stúlkunnar sem heyrði englaraddir þar sem hún sat yfir ánum fyrir tæpum fimm hundruð árum - raddir sem sögðu henni að skrýðast karlmannsfötum og leiða heri Frakka til sigurs gegn Englending- um. Þungamiðjan í fyrri hluta verksins hverfist einmitt um upplifun hinnar ungu Jóhönnu af því þegar englarnir tala til hennar. Þessa upplifun túlkar Ólöf fyrst og fremst með hreyfingum, einhvers konar ferli sem í fljótu bragði mætti einna helst sjá sem þroskaferli hennar úr stelpukralcka í unga konu. Þannig þróast hreyfingakerfið úr óskipulegum leik barnsins og dálítið tilviljanakenndum við- brögðum við englaröddunum yfír í dans- hreyfmgar sem minna á hirðdansa frá mið- öldum. Um leið fer mikill eldur um líkama Jóhönnu, eldurinn sem titill verksins vísar til. Eldurinn er kraftur trúarinnar og birtingar- mynd sjálfs Drottins sem er „eldur án reyks", eins og hún orðar það sjálf. Ólöfu tekst einmitt einna best upp þegar hún sýnir okkur ákafa trúarlega upplifun Jó- hönnu, sem er bæði andleg og líkamleg í krafti sínum, og val hennar á tónlist styður þessa túlkun hennar ágætlega. Lokalausnin felst í dálítið einfeldningslegri upphafningu, inngöngu Jóhönnu í ljósið, sem varla getur skilist öðruvísi en svo að hún hafi hlotið himnavist að launum fyrir allar þjáningarnar. Flestir ættu að kannast við helstu æviatriði frönsku stúlkunnar sem heyrði englaraddir þar sem hún sat yfir ánum fyrir tæpum fimm hundruð árum - raddir sem sögðu henni að skrýðast karl- mannsfötum og leiða heri Frakka til sigurs gegn Englendingum. Leikmyndin er ákaflega einföld og búning- arnir einnig og svo til nakið svið Tjamarbíós prýðileg umgjörð um þessa fallegu en dálítið efnisrýru leiksýningu, sem bætir ekld sérlega miklu við þær upplýsingar sem leikkonan ætlast til að áhorfandinn hafi fyrir um Jó- hönnu. Augljóst er að fyrir Ólöfti hefur Jó- hanna djúpa persónulega merkingu, en það heppnast ekki alveg sem skyldi að deila því með áhorfandanum í hverju sú merking felst. Furðuleikhúsið sýnir ÍTjarnarbíói: Eldurinn, ein- þáttungur saminn og fluttur af Ólöfu Sverris- dóttur. Ljósahönnun: Móeiður Ingólfsdóttir. Hreyfingar og leikstjórn: Ólöf Ingólfsdóttir og Jerri Daboo.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.