Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Síða 16
16 SKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003
Skilaboð ungra sjálfstæðismanna
Ungir sjálfstæðismenn sendu þingmönnum
og forystumönnum Sjálfstæðisflokksins ákveð-
in skilaboð í stjórnmálaályktun 37. þings SUS
sem haldið var í Borgarnesi um liðna helgi.
Útgjaldaaukning og stöðugt stækkandi hlutur
ríkisins í þjóðarframleiðslunni er að mati ungra
sjálfstæðismanna óviðunandi: „Mikilvægt er að
hugað sé bæði að niðurskurði á fjárlögum ríkis-
ins og hagræðingarmöguleikum í ríkisrekstri.
Ungir sjálfstæðismenn leggja til uppstokkun á
stjórnarráðinu í því skyni að fækka ráðuneyt-
um, stofnunum sem undir þau heyra og opin-
berum starfsmönnum."
Ungt fólk í stjórnmálum hefur oftar en ekki
þurft að sætta sig við að lítið sé hlustað á það
sem það hefur fram að færa. Þeir eldri eru
gjarnir á að hunsa - með góðlátlegum hætti og
af kurteisi - það sem ungliðarnir segja. Reynsla
ungra sjálfstæðismanna hefur hins vegar verið
sú að forysta flokksins hefur yfirleitt lagt við
eyrun. Spurningin er hvort það verði gert að
þessu sinni.
Fyrir unga sjálfstæðismenn hlýtur að vera
erfitt að sætta sig það að undir forystu sjálf-
stæðismanna hafa umsvif ríkisins - þrátt fyrir
umfangsmikla einkavæðingu á liðnum árum -
aukist verulega. Fyrir unga sjálfstæðismenn
hlýtur að vera erfitt að horfa upp á krónískan
vanda í heilbrigðiskerfinu án þess að minnsta
tilraun sé gerð til að leysa vandann til framtíð-
ar. Þar stunda stjórnarflokkarnir í sameiningu
smáskammtalækningar sem eiga að lina þján-
ingar til skamms tíma. Fyrir unga sjálfstæðis-
menn getur ekki verið auðvelt að sitja undir því
Fyrir unga sjálfstæðismenn hlýtur
að vera erfitt að sætta sig það að
undir forystu sjálfstæðismanna hafa
umsvif ríkisins - þrátt fyrir umfangs-
mikla einkavæðingu á liðnum
árum - aukist verulega. Fyrir unga
sjálfstæðismenn hlýtur að vera
erfitt að horfa upp á krónískan
vanda í heilbrigðiskerfinu.
að enn skuli landbúnaðurinn vera hnepptur í
fjötra hafta og niðurgreiðslna. Reikningurinn er
sendur til neytenda og bændum er haldið föst-
um í gildru fátæktar.
í stjórnmálaályktun SUS er tekið á þessum og
öðrum málum. Spurningin er aðeins hvort
skilaboðin komist til skila og hvort tekið verði
mark á þeim.
Bjartir tímar fram undan
Sérfræðingar Landsbanka Islands eru bjart-
sýnir á framtíðina. Á kynningarfundi sem hald-
inn var í gær kom fram að reikna mætti með
töluvert miklum hagvexti hér á landi á næstu
árum. Ólíkt því sem áður hefur komið fram hjá
opinberum aðilum búast sérfræðingar bankans
við því að vöxtur efnahagslífsins hefjist þegar á
þessu ári.
Landsbankinn reiknar með því að hagvöxtur
verði að meðaltali 5,5% á ári fram til ársins 2006
enda gætir áhrifa stóriðjuframkvæmda þá
mest. Síðan er búist við samdrætti að öðru
óbreyttu. Hið gleðilega í hagvaxtarspá bankans
er að ekki er búist við að mikil hætta sé á mikilli
verðbólgu, ólíkt því sem við íslendingar eigum
að venjast á uppgangstímum.
Gangi spá Landsbankans eftir eru góðir tímar
fram undan í íslenskum þjóðarbúskap og hag-
kerfið hefur góðan tíma til að búa sig undir
samdráttarskeið sem mun koma að óbreyttu.
En góður undirbúningur getur komið í veg fyrir
mikinn samdrátt og jafnvel tryggt áframhald-
andi vöxt. Þar skiptir mestu að skynsamlega sé
haldið á málum í fjárfestingu atvinnuveganna
og að ríkissjóður sýni fýrirhyggju. Uppstokkun í
ríkisrekstri er óumflýjanleg - spurningin er að-
eins hvort góðærið verði notað til slíks eða
hvort mögur ár neyði menn til aðgerða. Fyrir
framtíðina ættu stjórnmálamenn að hlusta vel
á skilaboð þeirra sem yngri eru og hrinda skyn-
samlegum hugmyndum þeirra í framkvæmd.
■
■
■
■
1
Rautt nef og
blásið hár
KJAULARI
Sigríður Víðis Jónsdóttir
BA í heimspeki
„Ertu ekki að verða búin?" gal-
aði ég inn á baðherbergi.
„Ætlarðu að vera í allt kvöld að
ná hárunum af löppunum á þér,
þarna?!" bætti ég hlæjandi við.
Sambýliskona mín rykkti upp
hurðinni og rak fram hægri fótlegg-
inn. „Ta, ra- engin hár lengur! Kakt-
usinn hefur verið fjarlægður!" Ég
yggldi mig. „Oj bara, djöfulsins lykt
af þessu háreyðingarkremi!"
I geislaspilaranum hljómaði há-
vær tónlist. Við vorum á leiðinni út á
lífið á laugardagskvöldi.
Kjóll eða gallapils?
Heimilið leit út eins og brjálaður
maður hefði gengið þar berserks-
gang. Sturta, andlitsmálun, augn-
háraplokk og naglalökkun var bara
brot af því sem við höfðum farið í
gegnum. í eldhúsinu úði og grúði af
varalitum, augnskuggum, púðri og
kinnalitum. Á rúmum okkar beggja
Iágu fatahrúgur. Það hafði verið
vandasamt að velja fötin.
„Hvítur bolur, bleikur eða svart-
ur?“ spurði ég vinkonuna meðan ég
reif ailt út úr fataskápnum. „Þessi
bleiki, er það ekki? Fer síðan í galla-
pilsinu." Vinkonan hnyklaði brýr og
sagði alvarleg: „Hm ... veit ekki ..."
Það var einhver svipur á henni sem
mér líkaði ekki. Nokkur andartök
liðu og ég varð örvæntingarfull.
„Þú getur fengið þetta lánað ef þú
vilt, yrðir flott í þessu," sagði hún og
rétti fram dökkrauðan kjól. Ég
horfði rannsakandi á hana, velti
vöngum yfir úrskurðinum og spurði
síðan ringluð: „En í hvaða skóm á ég
þá að fara?!“ Málið var flókið. Ný föt
Ég horfði vonlaus á
dyravörðinn. Þetta yrði
ekki þrautalaust. Hann
hvessti augun á röðina
og nautþess að vera
maðurinn með valdið.
kölluðu á nýja skó. Átti ég að treysta
innsæi vinkonunnar eða fara í
bleika bolnum og pilsinu mínu? Úff,
þetta var ekkert grín.
Þrátt fyrir að undirbúningur hafi
hafist snemma vorum við orðnar of
seinar í afmælisveisluna sem við
vorum boðnar í. „Jesús - og ég á eft-
ir að blása á mér hárið!" æpti vin-
konan og leit á klukkuna. Sjálf æddi
ég eins og óður maður um íbúðina
og fann til nauðsynjahluti í hliðar-
veskið: gemsa, húslykla, vísakort og
varalit. I örvæntingarfullri leit að
bleika glossinu mínu kolféll ég um
nokkur skópör sem lágu í hrúgu á
ganginum. Valið á skónum hafði
tekið á. Ég hnaut í gólfið, braut nögl
og krossbölvaði.
Án dóms og laga
Eftir partíið héldum við í miðbæ-
inn. Klukkan tæplega hálfþrjú höfð-
um við komið okkur fyrir í röð við
einn af skemmtistöðunum. „Er eitt-
hvað af fólki inni?“ spurði ég vin
minn í gegnum sms. Biðröð var
nefnilega ekki ávísun á að inni væri
mikið af fólki. Raðirnar fyrir utan
staðina voru þvert á móti sköpunar-
verk dyravarðanna. Listin var að
búa til röð þannig að útlit væri fyrir
mannmergð inni. Fólkið kemur
þangað sem fólkið er.
Skyndilega hvessti og byrjaði að
rigna. Ég horfði vonlaus á dyravörð-
inn. Þetta yrði ekki þrautalaust.
Kauði var samanrekinn og augljós-
lega búinn að fara bæði í ljós þrisvar
í viku og stunda reglulega líkams-
rækt. Hann hvessti augun á röðina
og naut þess að vera maðurinn með
valdið. „Bakka! Bakka!" æpti hann á
múginn um leið og hann hleypti
tveimur stelpum fram fyrir röðina.
í biðröðum sem þessari ríktu ekki
MIKIÐ Á SIG LAGT: Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að fara „út á lífið" eins og þessi
reynslusaga er til marks um.
lög og regla. Þar var dyravörðurinn
alvaldur. Vinir og „mikilvægt fólk“
fengu fyrirgreiðslu og ekki þýddi að
rífa kjaft. Hvers kyns skætingur varð
þvert á móti til að lengja biðina.
„Helvítis VIP-lið,“ muldraði ég,
enda ekki „Very Important Person".
Ég var ekki fyrirsæta, fyrrverandi
fegurðardrottning, íþróttamaður
eða sjónvarpsstjarna. Ég gat ekki
troðið mér inn á tengslum við dyra-
vörðinn, kannaðist ekki við bar-
þjóninn og vissi ekki heldur hver
plötusnúðurinn var. Ég var ekki „at-
hafnamaður" og hafði aldrei komið
í Séð og heyrt. Ég tilheyrði
sauðsvörtum almúga í röð sem sí-
fellt virtist lengjast.
Lekinn maskari
„Djöfull ertu sæt,“ var skyndilega
stunið upp í eyrað á mér. Hauga-
drukkinn strákur reyndi að troða sér
inn í röðina en var óðar ýtt í burtu.
„Ég býð í glas inni.“ Stráksi tók nokk-
ur skref aftur á bak og beygði sig nið-
ur í götuna. Ljósbrún gusa stóð upp
úr honum. Eftir að hafa kúgast dá-
góða stund brosti hann skakkt og
ropaði upp úr sér: „Kemurðu heim
með mér, elskan?"
í rúðunni sá ég sjálfa mig speglast
og tók andköf. Hárgreiðslan var fok-
in út í hafsauga. „Eins gott, maður,
að ég var búin að blása á mér hárið,“
sagði ég kaldhæðnislega. Ég vissi að
auk þess væri ég orðin rauðnefja.
Smávegis kuldi úti er örugg ávísun á
rautt nef hjá mér. Vinkonan viður-
kenndi að nefið rauða skini í gegnum
púðrið. „Maskarinn þinn er líka lek-
inn,“ hvíslaði hún. Málningarvinnan
var farin fyrir lítið.
f dyrunum hleypti líkamsræktar-
jöfurinn hópi af „mikilvægum"
strákum í jakkafötum inn. Þeir töl-
uðu hátt um fjárfestingar og skatta-
lækkanir og blikkuðu stelpuna fyrir
framan mig. Mér varð litið á æluna
eftir sénsinn minn, dró upp varalit
og hnyppti í vinkonuna. Meðan ég
málaði varirnar dökkrauðar sagði ég
ískalt: „Maður verður nú að líta
sæmilega út þegar vindurinn verður
að stormi."
£
m
in
Formannsslagur?
Ekki virðist umframeftirspurn
eftir forystusætum i stjórnmála-
samtökum þessi dægrin. Aðeins
einn bauð sig fram til formennsku
í Sambandi ungra sjálfstæðis-
manna um síðustu helgi. Og eng-
inn hefur (enn) boðið sig fram
gegn Össuri Skarphéðinssyni eða
Ingibjörgu Sólrúnu í formanns-
eða varaformannsembætti Sam-
fylkingarinnar. Framboðsfrestur
Össur Skarphéðinsson.
rennur út á föstudag og hefði
væntanlega þegar spurst til hugs-
anlegra frambjóðenda, þar sem
afla þarf meðmælenda í öllum
kjördæmum. Sama dag rennur út
framboðsfrestur vegna formanns-
kjörs hjá Ungum jafnaðarmönnum
þar sem Ágúst Ólafur Ágústsson
laetur af formennsku. Þar er sama
sagan: Andrés Jónsson úr Reykja-
vík hefur einn lýst yfir framboði.
Hins vegar mun vera þrýst á að
minnsta kosti tvo aðra að gefa kost
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
á sér, þá Hauk Agnarsson úr Hafn-
arfirði og Helga Seljan, sem náði
svo eftirminnilega kjöri fyrir Biðlist-
ann í sveitarstjómarkosningunum í
Fjarðabyggð í fyrra.
Útgáfuvesen
Heyrst hefurað þúsundir
manna hafi sagt upp áskrift að
timaritinu Séð og heyrt í mót-
mælaskyni við þá ákvörðun blaðs-
ins í síðustu viku að birta frétt um
að þingmaður hefði verið gripinn
próflaus á of miklum hraða þrátt
fyrir að sýslumaðurinn í umdæm-
inu hefði upplýst daginn áður en
blaðinu var dreift að fréttin væri
röng. Ekki nóg með það heldur
eru líka vandræði með efni í blað-
ið þar sem fræga fólkið hefur af
sömu ástæðu neitað bæði
myndatökum og viðtölum. Blaða-
maðurinn sem skáldaði fréttina
hefur þv( verið í yfirvinnu við að
skálda fleiri. Ekkert af þessu er
reyndar staðfest en svo að vitnað
sé í ritstjóra blaðsins: „Við stönd-
um við fréttina þangað til annað
kemur í Ijós."