Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 SKOÐUN 17 URRIÐAFOSS í ÞJÓRSÁ: Höfundur segir að Þjórsá öll hafi misst mikið af sínu náttúrulega gildi eftir að virkjanaframkvæmdir hófust í ánni - og það séu Gnúpverjar sem hafi mátt færa þær fórnir sem þegar sé búið að færa. Tilfinningar á Skaga og í Hreppum KJALLARI Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaöur Sveinn Kristinsson, forseti bæj- arstjórnar Akraness, sér ástæðu til að svara grein minni sem birtist hér í blaðinu föstudag- inn 12. sept. og birtist svargrein hans sl. mánudag. Ekki ætla ég að efna til ritdeilu við Svein en þó langar mig að setja nokkrar hugleiðingará blað. Sveinn segir grein mína „svo merkta tilfinningum að staðreyndir málsins verði léttvægar". Ég gengst fúslega við þeim hluta fullyrðingar- innar að tilfinningar eigi þátt í að móta skoðanir mínar en ég hafna því að þar með láti ég staðreyndir fyrir róða. Það er hins vegar orðinn hvimleiður vani ýmissa þeirra sem tjá sig um stóriðjustefnu rikis- stjórnarinnar að væna þá um til- finningasemi sem ekki kokgleypa gagnrýnislaust allar hugmyndir um orkuöflun til þungaiðnaðar og leyfa sér að tala máli náttúruverndar. Staðreyndir og tilfinningar Ég fullyrði hiklaust að tilfinning- ar móta skoðanir okkar allra, þær eru líka grundvöllur afstöðu Sveins Kristinssonar. Hans tilfinning er sú að ákvörðun hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps girði fyrir atvinnumöguleika heima hjá honum og honum Iíður eins og um geðþóttaákvörðun hafi verið að ræða. Þetta gremst honum og þess vegna ætlar hann að drífa sig aust- ur í sveitir, að öllum líkindum í von um að geta brætt hjörtu Hreppa- manna svo að þeir fái tilfinningu fyrir því hvemig Skagamönnum líður. Ég ber fulla virðingu fyrir þessum tilfinningum Sveins en ég vildi óska að hann gerði sér grein fyrir því að afstaða hans er ekki til- finningalaus. Hann virðist hafda að afstaða sem byggir á „grjóthörðum veruleika venjulegs fólks" og „bláköldum staðreyndum" sé ísköld og gersneydd allri tilfinn- ingu. Ég held ekki. Ólík sjónarmið En af því að Sveinn segir stað- reyndir verða léttvægar í málflutn- ingi mínum vil ég nefna nokkrar af staðreyndum málsins sem ég horfi til þegar ég met stöðuna: Jón Krist- jánsson lagði áherslu á að útfærslu Norðlingaölduveitu ætti að vinna í samráði við heimamenn. Það sam- ráð hefur farið fram fyrir milli- göngu Landsvirkjunar og löglega kjörin hreppsnefnd hefúr hafnað tillögu Landsvirkjunar um útfærsl- una. Gnúpverjar hafa barist fyrir því í 30 ár að Þjórsárvemm verði þyrmt. Þeir vilja að friðlandið verði stækkað og lögðu upp með það í þessari lotu að hafna öllum frekari Ég sé ekki betur en að tiifinningarnar sem móta afstöðu manna séu nokkuð augljósar. Tilfinningar þeirra sem vilja stækkun Norður- áls strax eru hins vegar aðrar en þeirra sem telja útfærslu Lands- virkjunar raska Þjórsárverum. framkvæmdum í Þjórsárvemm. Þessa afstöðu sína hafa þeir nú endurskoðað í ljósi þess hversu rík sátt virtist ætla að nást um út- færslutillöguna sem fylgdi úrskurði Jóns Kristjánssonar. Öll umfjöllun fjölmiðla í tengslum við úrskurðinn er til vitnis um það. Það sem blasir nú við er að Landsvirkjun og bæjarstjórn Akra- ness ætla ekki að sætta sig við nið- urstöðu sveitarfélagsins. Lands- virkjun hefur sett af stað vinnu hjá Samvinnunefnd um svæðisskipu- lag miðhálendisins með það að augnamiði að geta stefnt hrepps- nefndinni fyrir dóm ætli hún að leyfa sér að hafna framkvæmd sem þó væri að finna á skipulagi (sjá Fréttablaðið 16.9.03). Og svo hefur Sveinn Kjartansson tilkynnt komu sína austur og ef marka má fréttir Mbl. þá hefur honum borist liðs- auki þar sem hann virðist ætla að taka formann stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga með sér (I). Jafnvel þótt Sveinn segi í grein sinni að Skagamenn séu „ekki ginn- keyptir fyrir því að fara gegn kjörn- um fulltrúum í héraði," þá er það einmitt það sem þeir ætla sér að gera. Þetta eru staðreyndir málsins og ég sé ekki betur en að tilfinning- amar sem móta afstöðu manna séu nokkuð augljósar. Tilfinningar þeirra sem vilja stækkun Norðuráls strax eru hins vegar aðrar en þeirra sem telja útfærslu Landsvirkjunar raska Þjórsárverum. Og gleymum ekki að friðlandið í Þjórsárvemm og raunar Þjórsá öll hefur misst mikið af sínu náttúrulega gildi eftir að virkjunarframkvæmdir hófust í ánni. Það em Gnúpverjar sem hafa mátt færa þær fórnir sem þegar er búið að færa. Grundvöllur náttúruverndar Að lokum langar mig að minna Svein Kristinsson á fyrstu grein laga um náttúmvernd og hafa það í huga að í augum margra Gnúpverja em Þjórsárverin heilagt land sem ber að vemda. Tilgangur þessara laga er að stuðla að samskiptum manns og umhverfis þannig að hvorki spillist líf eða land né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft. Lögin eiga að tryggja eftir föngum þróun ís- lenskrar náttúru eftir eigin lögmál- um en verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt. Lögin eiga að auðvelda umgengni og kynni þjóð- arinnar af náttúm landsins og menningarminjum og stuðla að vernd og nýtingu auðlinda á gmnd- velli sjálfbærrar þróunar. Ég fiillyrði að þessi fallega orðaða lagagrein byggist á tilfinningu fyrir verðmætum ósnortinnar náttúm og sú staðreynd gefur henni aukið gildi. Mislukkaður þjófur „Þá var tilkynnt um konu I miðborginni sem gengi á milli húsa og væri að reyna að opna dyrnar. Þegar betur var að gáð reyndist þar vera blaðberi á —i ferð." QJ Úr dagbók lögreglunnar í ^ Reykjavík. £ D „Nei" þýðir „kannski seinna" „Stór hluti þeirra [Svía] sem greiddi atkvæði sitt gegn [evr- unni) lýsti því yfir að þeir vildu halda öllum möguleikum opn- um; „Já' væri einfaldlega of bindandi." Dagbjört Hákonardóttir á Póli- tík.is. Mogginn lýsir eftir Clinton „Nú eru demókratar teknir að horfa til [Bills Clintons) á ný í þeirri von að hann geti orðið þeim að liði í baráttunni við repúblíkana, sem treysta á að vel smurð kosningavél og miklirfjár- munir muni tryggja þeim sigur i kosningunum..." Úr hugleiðingu sem Morgun- blaöið birt sem frétt I gær undir fyrirsögninni: .Minnt á hagsæld- ina l tlö Clintons." Forsetatíð Bush var I Jréttinni' afgreidd á einfaldan hátt: „Á þeim tlma hafa millj- ónirmanna misstat- vinnu slna auk þess sem staöa rlk- isfjármála er talin heldur slæm.“ Langt frí „Eins og lesendur hafa tekið eftir hefur ekki verið skrifaður nýr pistill í nokkurn tíma enda pistlahöfundar farnlr (sumarfrí, sem og flestir lesendur." Afforsiöu vefsins Heimur.is en á morgun veröa liönir þrir mánuöir frá þvi aö slöasti pistill birtist þar. Annaö efni uppfært daglega. ... eöa allar flöskur uppteknar. „Þetta vín kalla Ástralir GSM." Úr umfjöllun Sigmars B. Haukssonar á Heimi.is. Öfugt við það sem nafnið gefurtil kynna á vln þetta ekkert skylt við farslma heldur er það pressað úr þremur þrúgutegundum: Grenache, Shiraz og Mour- vedre.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.