Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 FERÐIR 47 Ræktun lýðs og lands Umsjón: Páll Guðmundsson Netfang: palli@umfi.is Sími: 568 2929 LANDSMÓT LE1£ SKOUNN Utivist á að vera hluti afdaglegu Segir Hilmar Hólmgeirsson, íbúi í Grafarvogi NÁTTURUSKOÐUN: Gönguferðirnar þurfa ekki að vera langar, aðalatriðið er að komast út og slaka á með fjölskyldunni Tímarnir breytast og mennirn- ir með. Áður fyrr unnu menn hörðum höndum við hin ýmsu erfiðisstörf. Nú eru allir meira og minna sestir á rassinn við tölvuna og hreyfing fólks hef- ur minnkað. Afþreying hefur einnig breyst með aukinni tækni og kyrrseta aukist. Hilm- ar Hólmgeirsson bílasali segist reyna að mæta hreyfingarleysi með ýmsum leiðum, hann gengur til dæmis út á vídeó- leigu til að leigja sér spólu. „Ég var fimm ára þegar ég gekk í ungmennafélagið," segir Hilmar Hðlmgeirsson, bílasali og íbúi í Grafarvogi. „Fyrst til að æfa frjálsar en síðar handbolta, fótbolta og sund. Þetta var ofsalega gaman og kannski ekki sfst félagsskapurinn og vinimir sem maður eignaðist. Auð- vitað vorum við alltaf að reyna að vinna, kannski of mikið og finnst mér að í öllu yngri flokka starfí ætti að mæla árangurinn í öðru en úr- slitum, þá er ég að tala um gæði starfsins, faglegu vinnu og kennslu, félagslega uppbyggingu og ekki síst ánægjuna af starfínu." Hilmar segir afar dapurt að standa sjálfan sig og aðra að því að öskra á litla krakka í keppni. „Það nær náttúrlega ekki nokkurri átt þegar fullorðið fólk er að öskra á átta, tíu eða tólf ára krakka í leikjum og svo fara börnin að gráta ef þau tapa leiknum. Hér þarf að koma til breyting. Fram yfir unglingsárin á keppnin ekki að vera í fyrirrúmi heldur þátttakan, leikur- inn og ánægjan, það skilar sér síðan í betri árangri. Það er eins og með annað í lífinu, ef fólk hefúr gaman af því sem það er að gera þá ganga hlutirnir betur." Passa bara í jogginggallann Eftir margra ára þátttöku í íþrótt- um, útivist og margs konar félags- störfum breyttist líkamlegt ástand og útlit töluvert hjá Hilmari þegar íþróttaferlinum lauk. Hann segir það hafa tekið sig nokkurn tíma að átta sig á því. „Það var náttúrlega ekki gaman að vakna upp við það einn daginn rúmlega þrítugur að það eina sem maður komst í var jogginggallinn. Ég hafði stundað margs konar íþróttir og ekki þurft að hafa áhyggjur af líkamlegu ástandi eða lítilli hreyfingu. Þegar maður hætti í íþróttum og erfiðis- vinnu fór sósan og frönsku kartöfl- umar að setjast utan á mann og maður verður auðvitað að bregðast við og það geri ég með því að fara f golf, sund, fótbolta og í ræktina." Gönguferðir Gönguferðir í náttúmnni njóta vaxandi vinsælda meðal almenn- ings. Hilmar segist reyna að fara reglulega með fjölskyldunni í stutt- ar gönguferðir að loknum vinnu- degi. „Það þarf ekki alltaf að fara langt eða vera lengi heidur bara að komast út og hreyfa sig. Manni veit- ir víst ekki af slökun eftir eril dags- ins og gönguferðirnar auka sam- vemstundir íjölskyldunnar. Þrátt ^ íýrir allt hversdagsamstrið má mað- ' ur ekki gleyma að rækta sjálfan sig, fjölskylduna og nánasta umhverfi. Skipuleggja frítímann Hilmar segir áreitið í samfélaginu vera of mikið og ófjölskylduvænt. „Við vinnum langan vinnudag og emm flestir á fullu í lífsgæðakapp- hlaupinu og ég velti stundum fýrir Ég hafði stundað margs konar íþróttir og ekki þurft að hafa áhyggjur * af líkamlegu ástandi eða lítilli hreyfingu. mér hvort við séum á réttri leið. Þegar vel er að gáð er það ekki stærðin á dekkjunum eða leðursæt- in í bílnum sem veita okkur ham- ingju, heldur fjölskyldan og vinirnir, áhugamálin og það að vera sáttur við sjálfan sig, guð og menn. í þeim efnum skiptir líkamleg hreyfing miklu máli. Þátttaka í almenningsf- þróttum veitir líkamlega útrás og andlega vellíðan, það skiptir miklu að skipuleggja frítímann vel og eiga sína föstu tíma til íþrótta og útivist- -c ar. Þetta verður að vera hluti af dag- Iegu lffi.“ LEríAÐ AÐ KRÖBBUM OG SKEUUM: (fjörunni leynist margt merkilegt og ævintýri við hvert fótmál og sjávarniðurinn verkar róandi eftir amstur dagsins. I. HM ■ Alltaf ódýrast ^ á www.flugfelag.is FLUGFÉLAG ÍSLANDS —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.