Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 TILVERA 49 x Að verða pabbi á ný Apakattalagið vinsælast SVEFNLAUS: Ólátabelgurinn og Hollywoodleikarinn Charlie Sheen sérfram á svefnlausar nætur á vori komanda þar sem eiginkona hans, hasarkroppur- inn Denise Richards, gengur með fyrsta barn þeirra. Charlie og Denise gengu í heilagt hjónaband í júní í fyrra og inn- an tíðar má sjá þau saman á hvíta tjaldinu, í myndinni Scary Movie 3. Faðirinn verðandi, sem hefur orð á sér fyrir að vera helduródæll og hneigður til áfengisdrykkju, að minnsta kosti hér áður fyrr, á átján ára dóttur frá eldgömlu hjóna- bandi en þetta verður frumraun Bond-gellunnar Denise í barnauppeldi. ALLTÍGÓÐULAGI: CharlieSheen og Denise Richards eiga von á sér. LAGAKÖNNUN: Samkvæmt nýrri skoðanakönnun er lagið Day- dream Believer, semThe Monkees gerðu ódauðlegt á sjöunda ára- tugnum, nú langvinsælasta kara- oke-lagið í Bretaveldi. Sinatra-lag- ið My Way lenti í öðru sæti, rétt á undan smellinum hennar Gloriu Gaynor, I Will Survive, sem er vin- sælastur meðal kvenna. New York, New York með 01' Blue Eyes lenti í fjórða sæti og Englarnir hans Robbie Williams í því fimmta. Könnunin var gerð meðal þúsund karaoke-aðdáenda og voru þeir beðnir um að nefna uppáhalds- lagið sitt og auk þess það sem þeim þætti síst. Þar náði Barbie Girl með Aqua toppsætinu, næst á undan Bat Out of Hell með Meatloaf og My Heart Will Go On með Celine Dion. DV-mynd ÞÖK Haraldur Halldórsson boðar stofnun Vínklúbbs Sommelier í kvöld: ígóðum „Við innheimtum ekkert félags- gjald heldur greiða meðlimir fyrir þátttöku í ýmsum viðburðum á vegum Vínklúbbsins. Við viljum fá sem flesta í klúbbinn og hvetjum fólk til að taka maka sína með. Þetta er alls ekki einhver lokaður klúbbur fyrir þá sem vita mikið um vín eða þykjast vita allt um vín heldur fyrir fólk sem þyrstir al- mennt í fróðleik um vín og vín og mat og vill upplifa hvort tveggja í góðum félagsskap. Við ætlum að njóta þess að njóta,“ sagði Harald- ur í samtali við DV. Stefnt er að því að félagsmenn hittist mánaðarlega og smakki á góðum vínum og afbragðsmat með. Samsetning víns og matar er lykilatriði í Vínklúbbi Sommelier. Fyrirkomulagið í starfsemi klúbbsins verður rætt á fyrsta kvöldinu, þ.e. í kvöld, og verður mikið lagt upp úr að félagsmenn taki virkan þátt í mótun starfsem- innar. Félagaskrá verður opnuð stofnkvöldið sem hefst með for- drykk kl. 19.30. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 20. Franskt þema setur svip sinn á kvöldið í kvöld en viðeigandi þykir að hefja starfsem- ina í „gamla landinu". Boðið verður upp á tvíréttaðan matseðil og úr- valsvín með á 4.500 krónur. „Við verðum með fjölbreyttar uppákomur, til dæmis námskeið fyrir byrjendur og sömuleiðis nám- skeið fyrir lengra komna. Einnig þemakvöld sem geta bæði tengst vínum og ákveðnum menningar- svæðum í vínlöndum, galakvöld og margt fleira. Megináherslan er á vín Vín og matur félagsskap leitingastaðurinn Sommelier gengst fyrirstofnun Vínklúbbs Sommelier og verður stofnfundur hans haldinn á veitingastaðnum í kvöld. Haraldur Halldórsson, vínþjónn og einn eig- enda Sommelier, segir mikinn áhuga á klúbbnum en þegar hafa nokkrir tugir áhugasamra skráð sig. DÝRIR DROPAR: Haraldur Halldórsson, vínþjónn og einn eigenda veitingastaðarins Sommelier, boðar til stofnunar Vínklúbbs Sommelier í kvöld. Haraldur er hér i víngeymslu veitingastaðarins. og mat en andrúmsloftið í klúbbn- um verður afslappað og óformlegt. Meginmarkmiðið með stofnun klúbbsins er að skapa vettvang fyrir áhugafólk um vín þar sem það get- ur kynnt sér það besta sem gerist í vínheiminum í góðum félagsskap," sagði Haraldur. Á vínklúbbskvöldum verður boð- ið upp á fjölmörg gæðavín á inn- kaupsverði til smökkunar eða geymslu í víngeymslum staðarins en félagsmenn Vínklúbbsins munu eiga kost á sjaldgæfum vínum fyrir milligöngu Sommelier. hlh@dv.is Septemberfest áVídalín Tónlistarhátíð er hafin á Vídalín. Há- tíðin kallast Septemberfest, tónlistar- hátíð haustsins. Hátíðin byrjaði 5. sept- ember síOastliðinn og sér umboðsskrif- stofan Virgo um skipulagningu og und- irbúning hátíðarinnar, í samvinnu við aðstandendur Vídalíns. Boðið verður upp á fjölbreytta tónlist af öllu tagi, allt frá blues, pönki, rokki og poppi, alla daga vikunnar. Meðal þess sem í boði verður á næstu dögum er Dmm and Base, Blues Binns, vísnakvöld með Bjarna Tryggva, Einar Ágúst og Gunni Óla, Vinir Dóra, Sein (pönk-tónleikar), Blues Binns, Touch (popp/rokk) og vísnakvöld. ROTTUGENGIÐ: Geir Ólafsson, Harold Burr og Páll Rósinkranz ætla að endurvekja stemn- inguna sem var á skemmtistöðum um miðbik tuttugustu aldarinnar á Broadway á föstu- dagskvöldið. Rottugengið með tónleika á Broadway Rottugengið - þeir Geir Ólafsson, Harold Burr og Páll Rósinkranz - verður með tónleika á Broadway föstudagskvöldið 19. september. Að sögn Geirs ætla þeir félagar að endurvekja stemninguna sem var á skemmtistöðum um miðbik tuttug- ustu aldarinnar. „Eins og allir vita sem eitthvað hafa fylgst með tónlist var upprunalega Rottugengið, The Rat Pack, skipað þeim Frank Sinatra, Sammy Davis jr. og Dean Martin auk þess sem Peter Lawford átti það tíl að slarka með þeim." Geir segir að Rottugengið ætli sér að endurvekja stemninguna með að- stoð tuttugu manna hljómsveitar, undir stjórn Ólafs Gauks, og söng- konunnar Bryndísar Ásmundsdótt- ur en Hemmi Gunn verður kynnir. „Ég lofa fólki góðri skemmtun því að við ætlum að gera allt vitlaust með lögum eins og New York New York, All That Jazz, My Way og Ain’t That a Kick in the Head auk fjölda annarra þekktra laga.“ Sýningin hefst klukkan 22 og aðgangseyrir er 2.000 krónur. ■*— r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.