Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Síða 32
60 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 H DVSport Keppni íhverju oröi Netfang: dvsport@dv.is Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889 Ellefu leikmenn í bann í síðustu umferðinni KNATTSPYRNA: Ellefu leik- menn (Landsbankadeildinni voru dæmdir í eins leiks bann á fundi aganefndar KS( í gær. KR-ingarnir Veigar Páll Gunn- arsson og Kristján Örn Sigurðs- son fengu báðir eins leiks bann fyrir brottvísanirnar gegn ÍBV um síðustu helgi og verða í banni í lokaleik (slandsmeistar- anna gegn FH í Kaplakrika. Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH-inga, mun einnig taka út leikbann vegna fjögurra gulra spjalda. Grindvíkingarnir Mathias Jack og Óðinn Árnason verða í banni þegar Grindvíkingar taka á móti KA-mönnum í einum af botnbaráttuleikjum síðustu umferðar. Framararnir Ingvar þór Ólason og Viðar Guðjónsson verða í banni gegn Þrótturum á Laug- ardalsvelli og fjórir leikmenn verða fjarri góðu gamni þegar Eyjamenn taka á móti Skaga- mönnum. Eyjamennirnir Atli Jóhannsson og Ingi Sigurðsson taka út leikbann, sem og helm- ingur varnarinnar hjá Skaga- maönnum, Gunnlaugur Jóns- son og Andri Karvelsson. VfK BURT: Framarinn Viðar Guð- jónsson er einn þeirra sem verða í banni á laugardaginn. Seinni undanúrslitaieikur VISA-bikars karla fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld: Hallast að sigri KA segir Þorlákur Árnason, þjálfarí Vals, um undanúrslitaleik KA og ÍA UNGIR OG EFNILEGIR: Skagamaðurinn Grétar Rafn Steinsson og KA-maðurinn Pálmi Rafn Pálmason berjast hér um boltann í leik liðanna á Akranesi í sumar. Grétar Rafn verður fjarri góðu gamni í kvöld, þegar liðin mætast í undanúrslitum VISA-bikarsins, þar sem hann meiddur en Pálmi Rafn, sem hefur skorað í tveimur síðustu leikjum KA, verður væntanlega í byrjunarliði KA. Skagamenn og KA-menn mæt- ast í seinni undanúrslitaleik VISA-bikars karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld en FH- ingar tryggðu sér sæti í úrslita- > leiknum fyrir viku með því að bera sigurorð af (slandsmeist- urum KR á sannfærandi hátt, 3-2. DV Sport fékk Þorlák Árna- son, þjálfara Vals, til að spá í spilin fyrir leikinn. „Það bærast í mér blendnar til- finningar fyrir þessum leik. Skaga- menn hafa unnið fimm leiki í röð, þar af fjóra með einu marki og einn með tveimur mörkum þar sem andstæðingarnirbrenndu af tveim- ur vítaspyrnum, þannig að þeir ' ’ hafa seiglast í gegnum þessa leiki. Skagamenn eru mjög vel skipu- lagðir og þeim hefur tekist að vinna leiki þó að þeir hafi ekki spilað þá neitt sérstaklega vel. Helsti styrk- leiki liðsins liggur í markverðinum [innsk. bim.: Þórði Þórðarsynij, sem er mjög góður, og miðvarða- parinu (innsk. blm.: Gunnlaugi Jónssyni og Reyni Leóssynij. Þeir hafa ekki verið að fá mikið af mörk- um á sig, eru á góðri siglingu og allt bendir til að þeir ættu að vera sig- urstranglegri fyrir leikinn," sagði Þorlákur. „Það skiptir þó máli hvernig KA- > „Það eru öll rök með því að Skagamenn vinni þennan leik en ég hef trú á því að það óvænta gerist og KA- menn vinni." menn leggja þennan leik upp. Þeir berjast fyrir lífi sínu í deildinni og eiga mikilvægan leik gegn Grinda- vík á laugardaginn. Það er senni- lega meira um vert að halda sér í deildinni heldur en að komast í bikarúrslitaleikinn en jafnframt er mjög hættulegt að ætla sér að tapa leik og vinna síðan á laugardaginn. Ef KA-menn leggja leikinn á morg- un [innsk. blm.: í dagj þannig upp að þeir mæti bara og njóti dagsins þá held ég að þeir geti komið á óvart. Þetta er tvísýnni leikur en margur heldur og ég hallast að sigri KA-manna í leiknum, 2-1. Ég hef svo sem ekkert fyrir mér í þeirri spá heldur er það bara tilfinning. Það eru öll rök með því að Skagamenn vinni þennan leik en ég hef trú á því að það óvænta gerist og KA-menn vinni.“ Reynslan dýrmæt „Munurinn á KA-mönnum í ár og í fyrra er sá að hópurinn er töluvert breiðari í ár en þeir hafa ekki verið eins skipulagðir og þolin- móðir í ár auk þess sem þeir misstu einn besta markvörð deildarinnar yfir í ÍA. KA-menn hafa hins vegar verið farsælir í bikarnum undanfar- in ár, þeir fóru í undanúrslit í fyrra og úrslitin árið þar á undan og eru með mjög reynslumikla leikmenn eins og þjálfarann [innsk. blm.: Þorvald Örlygssonl, Hrein Hrings- son og Slobodan Milisic og ég held að sú reynsla eigi eftir að fleyta lið- inu langt,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Valsmanna, um undanúr- slitaleik ÍA og KA sem fram fer á Laugardalsvellinum í kvöld. Skagamenn hafa haft betur Þessi lið hafa tvívegis mæst í sumar. Fyrri leik liðanna, á Akra- nesi, lauk með jafntefli, 1-1, þar sem Pálmi Rafn Pálmason kom KA- mönnum yfir en Guðjón Heiðar Sveinsson jafnaði metin fyrir Skagamenn. í seinni leiknum á Akureyri fóru Skagamenn með sigur af hólmi, 3-2, eftir að hafa lent undir, 2-0. Dean Martin og Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson komu KA-mönnum í 2-0 en Stefán Þórðarson, Garðar B. Gunnlaugsson og Kári Steinn Reynisson skoruðu fyrir Skaga- menn. Skagamenn slógu út 3. deildar lið Hugins frá Seyðisfirði, 1. deildar lið Keflavíkur og Grindavík á leið sinni í undanúrslitin en KA lagði 2. deild- ar lið Selfoss, Fylki og 1. deildar lið Víkings í sínum leikjum. oskar@dv.is Undanúrslit í VISA-bikarkeppni karla V/SA mmmm i BIKARINN KA-IA Laugardalsvöllur miðvikudaginn 17. september kl. 19.40 Taktu þátt í Bikarleik VISA á www.visa.is. Glæsilegir vinningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.