Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Síða 33
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 DV SPORT 61
Shock WNBA-meistari í fyrsta sinn
KÖRFUKNATTLEIKUR:
Detroit Shock tryggði sér í nótt
sigur í WNBA-deildinni,
kvennadeild NBA-körfubolt-
ans, með því leggja Los Angel-
es Sparks að velli, 83-78, í
Detroit í þriðja leik liðanna í úr-
slitaeinvíginu.
Afrek Detroit Shocks er ekki
síst athyglisvert fyrir þær sakir
að liðið hefur heldur betur ris-
ið úr öskustónni á einu ári. f
fyrra var liðið með lélegasta ár-
angur deildarinnar og tapaði
23 leikjum en í ár var liðið með
besta árangur deildarinnar og
vann 25 leiki. Miðherji Shock,
Ruth Riley, skoraði 27 stig í
leiknum en hún var valin verð-
mætasti leikmaður úrslitaein-
vígisins að leik loknum.
Cheryl Ford, dóttir NBA-goð-
sagnarinnar Karls Malone,
skoraði tíu stig og tók ellefu
fráköst að föður sínum áhorf-
andi. Hún skoraði úr fjórum
vítaskotum undir lokin, þegar
mest á reyndi, og þoldi karl
faðir hennar ekki pressuna og
leit undan í hvert skipti sem
hún skaut. Þetta er í fyrsta sinn
sem lið frá austurdeildinni
vinnur WNBA-titilinn.
SIGRI FAGNAÐ: Ruth Riley (nr.
00) og Cheryl Ford (nr. 35) fagna
hér sigrlnum í nótt.
Einar tábrotinn
KNATTSPYRNA: EinarÞór
Daníelsson mun ekki leika
með KR gegn FH í lokaumferð
Landsbankadeildarinnar á
laugardaginn þar sem hann er
tábrotinn.
Einar Þórtábrotnaði í leiknum
gegn ÍBV um síðustu helgi en
hann hefur spilað tólf leiki
með KR í Landsbankadeildinni
í sumar.
Lárus söðlar um
KNATTSPYRNA: Knatt-
spyrnuþjálfarinn Lárus Grétars-
son, sem stýrt hefur öðrum og
þriðja flokki Fram undanfarin
ár, hefur ákveðið að söðla um
og taka að sér starf yfirþjálfara
hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ.
Lárus hefur verið sigursæll hjá
Fram og meðal annars orðið Is-
landsmeistari í þriðja flokki
undanfarin tvö ár.
e v n () i’ a
MEISTARADEILD
E-riðill
Man. Utd.-Panathinaikos 5-0
1-0 Mikael Silvestre (13.), 2-0
Quinton Fortune (15.), 3-0 Ole
Gunnar Solskjaer (33.), 4-0 Nicky
Butt (40.), 5-0 Eric Djemba-Djemba
(83.).
Rangers-Stuttgart 2-1
0-1 Kevin Kuranyi (45.), 1-1 Christ-
ian Nerlinger (74.), 2-1 Peter
Lovenkrands (79.).
F-riðill
Real Madrid-Marseille 4-2
0-1 Didier Drogba (25.), 1-1 Ro-
berto Carlos (29.), 2-1 Luiz Ron-
aldo (34.), 3-1 Luiz Ronaldo (56.),
4-1 Luis Figo, víti (61.), 4-2
Daniel Van Buyten (83.).
P. Belgrad-Porto 1-1
0-1 Francisco Costinha (21.), 1-1
Andrija Delibasic (54.).
G-riðill
Sparta Prag-Cheisea 0-1
0-1 William Gallas (85.).
Besiktas-Lazio 0-2
0-1 Jaap Stam (37.), 0-2 Stefano
Fiore (77.).
H-riðill
AC Milan-Ajax 1-0
1-0 Filippo Inzaghi (66.).
Club Brúgge-Celta Vigo 1-1
0-1 Garcia Juanfran (50.), 1-1
Bengt Sæternes (83.).
ENGLAND
Bumley-Nott. Forest 0-3
Crewe-West Ham 0-3
Gillingham-Norwich 1-2
Ipswich-Waisall 2-1
Millwall-Wimbledon 2-0
Preston-Coventry 4-2
Sheff. Utd.-Rotherham 5-0
Stoke-Sunderland 3-1
Crystal Palace-8radford 0-1
Reading-Cardiff 2-1
Wigan-West Brom 1-0
Wigan 7 5 11 12-5 16
WestHam 7 5 1 1 9-3 16
N. Forest 7 5 0 2 14-7 15
West Brom 7 5 0 2 12-7 15
Reading 7 4 2 1 12-5 14
Sheff.Utd 7 4 2 1 11-5 14
Norwich 7 4 12 11-8 13
Sunderl. 7 4 0 3 11-7 12
Millwall 8 3 3 2 11-9 12
Cardiff 7 3 2 2 13-7 11
Stoke 8 3 2 3 12-10 11
CPalace 7 3 13 10-9 10
Bradford 7 3 1 3 7-9 10
Crewe 7 3 1 3 6-8 10
Burnley 8 3 0 5 9-15 9
Gillingham8 2 3 3 8-15 9
Preston 7 2 1 4 8-10 7
Walsall 7 1 3 3 7-7 6
Coventry 6 1 2 3 9-12 5
Ipswich 7 1 2 4 6-11 5
Rotherham7 1 2 4 1-12 5
Watford 5 113 5-7 4
Derby 6 1 1 4 4-11 4
Wimbled. 7 1 0 6 9-18 3
BrynjarBjöm Gunnarsson sat allan
tímann á varamannabekk
Nottingham Forest sem vann
góðan útisigurá Burnley.
Lárus Orri Slgurösson lék allan
leikinn í vörn West Brom sem
tapaði fyrir Wigan, 1-0, og missti
þar með toppsætið (1. deildinni.
Bamsley, llö Guöjóns Þóröarsonar,
gerði jafntefli, 1-1,gegn Oldham á
heimavelli í ensku 2. deildinni.
Barnsley er í fimmta sæti
deildarinnar, einu stigi frá
toppsætinu.
oskar@dv.is
Meistaradeild Evrópu hófst í gær með átta leikjum:
Ekkert óvænt
Manchester United og Real Madrid unnu örugga sigra
Meistaradeild Evrópu hófst í
gær með átta leikjum í E-, F-, G-
og H-riðlum deildarinnar.
Manchester United byrjaði vel
og vann stórsigur á Panathi-
naikos, 5-0. Chelsea marði
Spörtu frá Prag íTékklandi, 1-0,
Real Madrid vann öruggan sig-
ur á Marseille, 4-2, og Evrópu-
meistarar AC Milan hófu titil-
vörnina með sigri á Ajax, 1-0.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri
Manchester United, var sáttur við
sína menn eftir að þeir höfðu tröll-
riðið gríska liðinu Panathinaikos á
Old Trafford. Grikkirnir sáu aldrei
til sólar í leiknum og strax eftir tutt-
ugu sekúndur kom fyrsta dauða-
færi leiksins þegar Ruud Van Ni-
stelrooy skallaði fram hjá. Stór-
skotahríð fylgdi í kjölfarið og þegar
upp var staðið voru mörkin orðin
fimm.
Frábær frammistaða
„Frammistaða liðsins í fyrri hálf-
leik var frábær. Við bjuggum til
mikið af svæðum til að spila bolt-
anum, hreyfingin á leikmönnum
var mjög góð og boltinn gekk vel.
Síðari hálfleikur var allt annars eðl-
is enda réðum við ferðinni og ég
held að það hafi verið skynsamlegt
hjá mínum mönnum að slaka að-
eins á," sagði Ferguson eftirleikinn
en Manchester United mætir
Arsenal í stórleik helgarinnar á Old
Trafford á sunnudaginn.
Sýndum karakter
Leikmenn Real Madrid geta bara
ekki hætt að skora þessa dagana og
í gærkvöld fékk franska liðið
Marseille að finna fyrir mætti
kóngadrengjanna frá Madrid.
Marseille kom reyndar flestum á
Santiago Bernabeu í opna skjöldu
með því að ná forystunni en Real
Madrid svaraði með íjórum mörk-
um og vann að lokum, 4-2.
David Beckham var sáttur við sitt
lið eftir leikinn og hrósaði því fyrir
karakter. „Þetta lið getur ekki að-
eins spilað áferðarfallega knatt-
spyrnu heldur líka barist af hörku.
Við sýndum mikinn karakter eftir
að hafa lent undir og það er gott
veganesti úr þessum leik ásamt
stigunum þremur. Byrjunin var erf-
ið en eftir að við náðum forystunni
„Ég óska þeim til ham-
ingju með sigurinn og
vona að þeim gangi vel
en okkar úrslit voru
mikilvægust fyrir mig
því að ég er leikmaður
Real Madrid í dag -
annað skiptir litlu
máli."
áttu þeir aldrei möguleika," sagði
Beckham.
Aðspurður um góð úrslit gömlu
félaganna ( Manchester United
sagðist hann ekki hafa allar heims-
ins áhyggjur af gengi þeirra.
„Ég óska þeim til hamingju með
sigurinn og vona að þeim gangi vel
en okkar úrslit voru mikilvægust
fyrir mig því að ég er leikmaður
Real Madrid í dag - annað skiptir
litlu rnáli."
Sigurinn skipti öllu
Chelsea lenti í tómum vandræð-
um í Prag og tókst að vinna naum-
an sigur með marki frá franska
varnarmanninum William Gallas
þegar fimm mínútur voru til
leiksloka. Áður hafði argentínski
framherjinn Hernan Crespo farið
illa með fjölmörg tækifæri en hann
lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði
Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen
sat á varamannabekk Chelsea allan
tímann.
Claudio Ranieri, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, var sæll og glaður
með sigurinn þótt ekki hefði verið
mikill glæsibragur yfir honum.
„Ég gerði margar breytingar á
liðinu og það tekur tíma fyrir leik-
menn að venjast hver öðrum. Við
spiluðum gegn mjög góðu liði á úti-
velli, fengum þrjú stig og það er það
sem skiptir rnáli." oskar@dv.is
Innanhúss- og
gervigrasskór
Verð frá
Jói útherji
knattspyrnuverslun *
Ármúla 36 • sími 588 1560
~-