Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Side 4
4 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003
Snörp hrina í Kötlu
KATLA: Engar hræringar hafa
verið í Mýrdalsjökli frá því um
níuleytið í gærkvöld jarða-
skjálftahrina varð í jöklinum
fyrr um kvöldið. Nokkrir skjálft-
ar á bilinu 2 til 2,9 á Richter
mældust og voru upptökin
nærri Kötlu. Hrinan þykir hafa
verið snörp og upptökin nú á
Kötlusvæðinu sjálfu en algeng-
ara mun að upptök sjálfta í
Mýrdalsjökli séu í Goðabungu.
Jarðvísindamenn gerðu Al-
mannavarnardeild Ríkislög-
reglustjóra viðvart og voru
starfsmenn í samhæfingarstöð
kallaðir út. Engar vísbendingar
komu fram um að eldgos væri
að hefjast og var samhæfingar-
stöð lokað á ellefta tímanum
og starfsmenn settir aftur á
bakvakt.
Ásókn í tónlist
GfTARNÁM: Nemendur ÍTónlist-
arskóla Garðabæjar eru 70 fleiri í
vetur en sl. vetur en alls hófu
485 nemendur nám við skólann í
haust. Agnes Löve, skólastjóri
tónlistarskólans, segir þetta
mjög ánægjulega þróun og
hana megi ekki síst rekja til mik-
illar fjölgunar nemenda í gítar-
námi.
Líkamsárás
LÖGREGLA: Hópur ungra manna
réðist inn í íbúð í Austurborg-
inni skömmu fýrir miðnætti í
gærkvöld. Mennirnir réðust að
íbúa með golfkylfu og veittu
honum nokkra áverka. Þá brutu
þeirog brömluðu innanstokks-
muni. Lögregla ræddi við sjón-
arvotta og voru nokkrir menn
yfirheyrðir í kjölfarið. Rannsókn
málsins verður framhaldið í dag.
Vel gekk að flytja íslandsstorkinn til Svíþjóðar um Danaveldi í gær:
Svíum líst vel á Styrmi
sem hittir brátt dömu
Storkurinn Styrmir kom síðdeg-
is í gær á eitt af sjö storkabúum
sem Storkprojektet rekur á
Skáni í Suður-Svíþjóð.
í vetur verður Styrmi fundinn
maki og parinu svo að líkindum
sleppt f vor. „Hann var bara spræk-
ur þegar ég sá hann loksins í kass-
anum sínum á Kastrup-flugvellin-
um í gær eftir að hafa gengið frá
ýmsum pappírum,“ sagði Margrét
Dögg Halldórsdóttir, yfirdýrahirðir
Húsdýragarðsins, sem fylgdi
Styrmi til Danmerkur.
Thomas Ohlsson, starfsmaður
Storkprojektet, sótti storkinn á
Kastrup-flugvöll en þaðan var að-
eins klukkustundar akstur fram
undan - meðal annars yflr Eyrar-
sundsbrú - með hinn „íslenska"
stork til vetrardvalarstaðar síns á
Skáni. „Thomas var hrifinn af því
hve Styrmir leit vel út en þó virðist
hann vera um einu kílói of þungur,
sem er talsvert fyrir stork,“ sagði
Margrét.
„Styrmir fór í fraktgeymslu
Sfðustu (slandsstundirnan Styrmi leið vel í
búrinu sínu í Laugardalnum. Myndin er
tekin skömmu áður en hann kvaddi Island.
fremst í vélinni og ég gat ekkert
skipt mér af honum á leiðinni,“
sagði Margrét en storkurinn fór yfir
hafið í boði Flugleiða. „Ég beið svo
í ofvæni eftir að sjá hann en það var
ekki hægt fyrr en búið var að ganga
frá öllu.
„Thomas var hrifinn af
því hve Styrmir leit vel
út en þó virðist hann
vera um einu kílói of
þungur, sem er talsvert
fyrir stork,"
Hrikalega glöð
Styrmir var aðeins sveltur fyrir
ferðina enda var reiknað með að
hann yrði veikur af að fljúga með
fullan maga. Hann fékk ekkert að
borða fyrr en komið var á áfanga-
stað.
„Nú tekur einangrun við hjá
honum í mánuð, hann settur í ýmis
heilsufarspróf og kyngreindur.
Hins vegar var Thomas, sem kom
og sótti hann, nánast fullviss um að
hann væri karlkyns," sagði Mar-
grét. Erfitt er að greina kyn storka,
það sést hins vegar á lengd goggs-
ins. Þannig getur t.d. verið erfitt að
sjá hvort um er að ræða lítinn karl-
fugl eða stóran kvenfugl. Ekki er
vitað um aldur Styrmis.
Hann kom til íslands upp úr
miðjum október. Hann var fangað-
ur austur á Fljótsdalshéraði rétt fyr-
ir jól og fluttur þaðan sem leið lá í
Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. í
mars var hann settur í 180 fermetra
fuglabúr. Styrmir veiktist í nokkrar
vikur í vor en nú er hann, eins og
Margrét segir, sprækur, í góðum
holdum og vel vakandi fyrir um-
hverfinu. Bíður nú margur aðdá-
andi Styrmis spenntur eftir að sjá
hvernig gengur að finna maka. „Ég
er hrikalega ánægð með að þetta
verkefni skuli hafa tekist í heild,“
sagði Margrét. ottar@dv.is
Festur á Kastrup:Thomas Ohlsson, starfsmaður storkabúgarðsins á Skáni, festir kassann
hans Styrmis á palli bílsins sem flutti storkinn yfir til Svíþjóðar.
í kassanum: Styrmir flaug yfir hafið í sérsmíðuðum kassa sem Náttúrufræðistofnun (slands
sá um að smíða. Virðist honum hafa liðið vel á leiðinni. DV-myndirMargrét Dögg
Freyjafærferðafé
Söfnun fyrir Freyju Haralds-
dóttur, sem glímir við sjaldgæf-
an erfðagalla, gekk framar von-
um.
Söfnunin fór fram á vegum heilsu-
ræktarfyrirtækisins Hreyfingar á dög-
unum og var markmiðið að safna í
ferðasjóð þannig að Freyja kæmist á
ráðstefnu í útlöndum þar sem saman
kemur fólk er þjáist af sama sjúkdómi.
Hreyfing og Landsbanki íslands
höfðu heitið að jafna það ffamlag sem
yrði og vom Freyju afhentar tæplega
ein og hálf milljón króna í gær.
' Sjúkdómur Freyju kallast Osteo-
genesis Imperfecta og er hún sú eina
sem þjáist af sjúkdómnum á svo alvar-
legu stigi hérlendis. Það hefur lengi
verið draumur Freyju að hitta aðra
með sjúkdóminn; skiptast á upplýs-
ingum og deila erfiðri reynslu sinni
með öðmm.
GJÖF: Ágústa Johnson, framkvæmastjóri
Hreyfingar, og Björgólfur Guðmundsson,
stjórnarformaður Landsbankans, afhentu
Freyju söfnunarféð við hátíðlega athöfn.