Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Síða 6
6 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003
Breytt rekstrarumhverfi RUV
FJÖLMIÐLAR: Ríkisútvarpið
hélt í gær upplýsingafund um
málefni stofnunarinnar þar
sem meðal annars kom fram
að mikil hagræðing hefði náðst
í rekstri RÚV á síðustu 10 árum.
Raktar voru breytingar á rekstr-
arumhverfi stofnunaninnar frá
því 1992 til loka síðasta árs en
á þessum tíma hefur náðst
hagræðing upp á 20% auk
þess sem fastráðnum starfs-
mönnum hefur fækkað talsvert
á tímabilinu. Þá var vetrardag-
skráin kynnt en þar ber hæst
að vægi frétta og fréttaskýr-
ingaþátta mun aukast veru-
lega á komandi vetri, bæði í
sjónvarpi og útvarpi. Auk þess
kom fram að sérstakt svæðisút-
varp fyrir suðurhluta landsins
tæki til starfa í næsta mánuði.
Saltfiskvinnsla á Raufarhöfn
ATVINNUBÓT: Heldur mun vera
að léttast brúnin á Raufarhafnar-
búum þar sem nú mun vera
ákveðið að hefja saltfiskverkun í
húsnæði Jökuls á staðnum, en
þar var áður unninn svokallaður
„Rússafiskur". Nú verða þarna
léttsöltuð og síðan lausfryst flök
en helsti markaðurinn fyrir
þessa tegund fiskverkunar er
Suður-Evrópa, aðallega Spánn.
Um 25 manns fá atvinnu við sal-
fiskverkunina en hjá Jökli störf-
uðu mest 45 manns. Það er GPG
á Húsavík sem tekur húsnæðið á
leigu af ÚA á Akureyri sem rak
Rússafiskverkunina. Vegna at-
vinnuleysis hefur nokkuð verið
um fólksflutninga af staðnum og
m.a. er oddvitinn, Hafþór Sig-
urðsson, fluttur burt og tekinn
við rekstri fýrirtækisins Málms í
Reykjavík. Átök hafa verið í skóla-
nefnd staðarins; hefur Hildur
Harðardóttir sagt sig úr henni og
Herði Þorgeirssyni jafnframt ver-
ið vikið úr henni.Til stóð að
fækka skóladögum úr 180 á ári,
sem er lögbundið, í 170. Mennta-
málaráðherra var sagður hafa
samþykkt það en þegar hann bar
það til baka varð hálfgerð upp-
lausn í skólanefndinni.
______________________________________
Þjónustu Geðhjálpar við hundruð skjólstæðinga stefnt í hættu:
Svikin loforð um að-
stoð við geðsjúka
Mikil vonbrigði eru ríkjandi hjá
stjórn Geðhjálpar vegna þeirrar
ákvörðunar heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytisins að
hafna áframhaldandi þáttöku í
þjónustusamningi ráðuneytis-
ins og Geðhjálpar.
Samningur þessi hefur gert ráð
fyrir tveimur stöðugildum til end-
urhæfingar í þjónustumiðstöð
Geðhjálpar í Túngötu 7. Embættis-
menn ráðuneytisins segja tækni-
lega örðugleika standa í vegi fyrir
því að hægt sé að framkvæma
samninginn, að því er fram kemur í
nýrri ályktun stjórnarinnar.
Sfðla septembermánaðar árið
2002 gaf heilbrigðisráðherra Geð-
hjálp loforð um lokaða geðdeild
fyrir veikustu einstaklingana. Það
loforð hefur verið ítrekað útfært af
ráðherra á þessu ári en ekkert bólar
á efndum, að því er segir í ályktun-
inni.
Þá bendir stjórn Geðhjálpar á að
dómsmálaráðherra og heilbrigðis-
ráðherra hafi samþykkt, 30. sept-
ember árið 2002, stofnun starfs-
hóps sem upphaflega hafi átt að
vera ráðgefandi gagnvart opinber-
um aðilum í einstökum málum.
Hann haft fljótt orðið starfshópur
sem hafí haft það hlutverk að gera
tillögur um úrbætur fyrir allra veik-
ustu einstaklingana. Sú þarfagrein-
ing hafði lengi legið fyrir af hálfu
Geðhjálpar og margra fleiri félaga
og opinberra stofnana. Ekkert hafi
orðið úr verkefninu.
Stjórnin bendir á að þann 10.
október árið 2002, á alþjóða geð-
heilbrigðisdaginn, hafi Jón Krist-
jánsson heilbrigðisráðherra sagt
eftirfarandi á Alþingi:
„Varðandi þau alvarlegu mál sem
upp hafa komið hef ég undanfarið
rætt við fjölda sérfræðinga og leik-
manna um stöðu mála og þær leið-
ir sem færar eru til að auka þjón-
ustu við alvarlega geðsjúka einstak-
linga. Efla þyrfti þjónustu í fangels-
um og koma upp sérstakri lokaðri
meðferðardeild og síðan að efla
þjónustu við þá sem eru úti í sam-
félaginu með sérhæfðum starfs-
kröftum til að sinna þeim hlutum."
Nú, ári síðar, segir í ályktuninni,
hefur ekkert orðið úr efndum en
frekar dregið úr þjónustunni.
íhúsnæði Geðhjálpar
sækja 115 manns
starfsendurhæfingu og
menntun á haustönn
2003. 77/ félagsins leita
tugir til viðbótar
á degi hverjum.
í húsnæði Geðhjálpar sækja 115
manns starfsendurhæfingu og
menntun nú á haustönn 2003. Til
félagsins leita tugir til viðbótar á
degi hverjum. Þjónusta við alla
þessa aðila er í hættu verði samn-
ingur Geðhjálpar og heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins ekki
efndur, að því er segir í ályktun
stjórnarinnar. Félagið Geðhjálp
muni leita réttar síns í þessu máli
og harmi að heilbrigðisráðuneytið
skuli enn hafa kosið að draga úr
þjónustu við geðsjúka, þvert ofan í
fyrri loforð og yfirlýsingar. -JSS
Magasín meira lesið en Birta
Fréttablaðið eykur lesturinn
Lestur Morgunblaðsins og DV
minnkaði í ágúst frá síðustu
fjölmiðlakönnun Gallup en
Fréttablaðið bætir lítillega við
lesturinn. Magasín er meira les-
ið en Birta, dagskrárblað
Fréttablaðsins, hvort sem litið
er til lesenda á höfuðborgar-
svæðinu eða lesenda á landinu
öllu. Fleiri konur segjast lesa
allt Magasín en Birtu. Greinilegt
er að breytingar á útliti og efn-
istökum Magasíns hafa styrkt
stöðu blaðsins meðal lesenda.
Magasín, sem dreift er á höfuð-
borgarsvæðinu, Akranesi, Akureyri
og til áskrifenda DV um allt land,
getur státað af meiri lestri á öllu
blaðinu en Birta, sem fylgir Frétta-
blaðinu á föstudögum. Á þetta við
um allar lestrarkannanir Gallups á
UéWHi-t ''r’'-
þessu ári. í könnuninni sem birt var
í gær kemur fram að á höfuðborg-
arsvæðinu segjast 38,4 prósent lesa
allt blaðið þegar spurt er um lestur
á Magasíni en aðeins 24,4 prósent
Birtu. Hefur Magasfn haft vinning-
inn á Birtu í öllum fjölmiðlakönn-
unum Gallups á þessu ári eins og
sést á meðfylgjandi grafi.
Þegar litið er til lesenda á landinu
öllu segjast 35 prósent lesa allt
Magasín en 27,1 prósent Birtu.
Munurinn er um 8 prósentustig og
hefur aukist úr 5 prósentustiga
mun sem var á lestri blaðanna í
mars, Magasín í vil.
Meðal kvenna á landinu öllu eru
samsvarandi tölur 45,7 og 35,3 pró-
sent. Um 10 prósentustiga munur
er á lestri alls Magasíns og allrar
Birtu meðal kvenna í lestrarkönn-
unum Gallup á árinu.
Lestur á Fókus hefur aukist milli
kannana. í þessari könnun Gallup
sögðust 45,3 prósent lesenda á
landinu öllu hafa lesið eitthvað í
Fókusi, samanborið við 37,5 pró-
sent í júní.
Fréttablaðið, sem dreift er
ókeypis, er mest lesna dagblaðið
samkvæmt nýrri könnun Gallups,
með 67,7 prósent meðallestur.
Meðallestur Morgunblaðsins, sem
selt er í áskrift og lausasölu eins og
DV, mældist 50,1 prósent og DV
22,6 prósent. Tölurnar „eitthvað
lesið í vikunni" eru 90,8 prósent
fyrir Fréttablaðið, 69,6 fyrir Morg-
unblaðið og 44,4 prósent fyrir DV.
Þess má geta að frídreifing DV
mældist 6 prósent þegar Gallup
gerði fjölmiðlakönnun í júní og
meðallestur DV mældist 29 pró-
sent. í þessari könnun, þar sem
meðallesturinn mældist 23 pró-
sent, mældist frídreifmgin hins
vegar ekki nema um 2 prósent. Til
samanburðar má þess geta að
frídreifmg Fréttablaðsins er 100
prósent.
Könnun Gallups var gerð 26.
ágúst til 1. september. Úrtakið var
800 manns á aldrinum 12-80 ára,
tilviljunarúrtak úr þjóðskrá.
Nettósvarhlutfall var 62 prósent.
hlh@dv.is